Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 10
Þjáningin gerír oss að mönnum Asko Sarkola og Marcus Groth í hlutverkum sínum. Lilla Teatern sýnir Leikhús Nikitas gœslumanns Leikgerð: Kama Ginkas af sögu Ant- onsTsjekovs Leikstjóri: Kama Ginkas Leikmynd og búningar: David Boro- vski Hvað getur gagnrýnandi á ís- landi sagt um leiksýningu sem hefur farið um mörg lönd og safn- að að sér lýsingarorðum í hástigi á mörgum tungumálum? Og skiptir einhverju máli hvað mað- ur segir um sýningu sem er komin og farin og kemur aldrei aftur? - Þeir sem misstu af henni eru bún- ir að missa af henni; hinir þurfa ekki að lesa gagnrýni um hana. Eini tilgangurinn sem ég sé með því að skrifa um Lcikhús Nikitas gæslumanns á Listahátíð er að þakka fyrir að það skyldi vera flutt til landsins og fullyrða að gott útlent leikhús sé það besta sem Listahátíð getur gefið okkur. Ég held að maður verði ekki al- veg samur eftir svona lífsreynslu. Leikritið er byggt á sögunni Deild 6 eftir Tsjekov um geð- lækninn Ragin sem finnst hann fastur í gildru. Hann er á rangri hillu sem læknir og finnur engan meðal sinna líka sem vill ræða hinstu rök tilverunnar við hann. Smám saman missir hann tökin á lífi sínu og fer að trúa því að hann eigi fleira sameiginlegt með sjúk- lingum sínum en vinum sem eiga að teljast heilbrigðir. Sjónarhorn hans er ráðandi í leiknum og okk- ur finnst, eins og honum, að venjulegt fólk sé óþolandi smá- munasamt, sjálfsupptekið, tillits- laust og leiðinlegt. Hinir geð- veiku eru á hinn bóginn næmir á annað fólk og umhverfi sitt, vak- andi og forvitnir og góðar mann- eskjur. Tsjekov var læknir og notar oft lækna sem einhvers konar milli- liði milli þjóðfélagsstétta. Ragin er dramatískari persóna en lækn- irinn í Vanja frænda, svo dæmi sé tekið, en báðir eru þeir óham- ingjusamir menn, sannfærðir um að lífið hafi í raun og veru engan tilgang annan en þann sem við gefum því með vitsmunalegum og kærleiksríkum samskiptum við aðrar manneskjur. En allir eru uppteknir af sínu, þess vegna fer sem fer. Þegar Ragin tekur skrefið frá yfirlækninum til sjúklingsins fyrirgerir hann rétti sínum til að vera manneskja. Eftir það geta yfirvöld í gervi Nikitas gæslu- manns troðið hann fótum í orð- anna fyllstu merkingu. Pað væri lengi hægt að ræða þetta leikverk út frá meðhöndlun geðsjúkra fyrr á tímum eða í SIUA AÐALSTEINSDÓTTIR Rússlandi á okkar tímum; út frá kúgun hinna sterku á hinum veik- byggðu, út frá takmarkalítilli grimmd mannskepnunnar við sína líka sem aðrar dýrategundir eiga yfirleitt ekki til; eða út frá átökum milli tómhyggju og til- vistarf ~ i það sem maka- laus túlkun Asko Sarkola í aðal- hlutverkinu skilar til manns er fyrst og fremst óumflýjanleg ein- semd hins hugsandi manns, hyl- djúp og sár. Um leið og réttur Ragins til að vera manneskja er fótumtroðinn er áhorfandinn svívirtur líka, og hengir haus lengi að sýningu lok- inni. Þessi sterku áhrif voru ekki bara leik Sarkola að þakka. Allt hjálpaðist að. Viðbjóðsleg sviðs- myndin af deild 6 á geðsjúkra- húsinu, óhugnanlega hvítt og afhjúpandi Ijósið, vistmenn og gæslumaður. Borgar Garðarsson leikur titil- hlutverkið. Hann er handbendi yfirvalda og gæslumaður lykils að deild 6, en að öðru leyti deilir hann kjörum með vistmönnum. Þau kjör eru ömurleg, en Nikita pælir ekki í því. Hann er ekki hugsandi vera. Það er böl Ragins Iæknis og geðsjúklingsins Grom- ovs, sem hann nær óvæntu sam- bandi við, að hugsa; þess vegna hljóta þeir að tortímast í heimi sem metur mannlega hugsun einskis. Marcus Groth lék Gromjov af fágætri innlifun; strengurinn sem myndaðist milli þeirra Sarkola þegar sjúklingurinn sannfærir lækninn um að það sé þjáningin sem gerir okkur að mönnum var hreinlega áþreifanlegur. Innlifun var einmitt aðalsmerki þessarar sýningar; þar voru allir leikarar persónurnar holdgerðar þessa stuttu kvöldstund sem við dvöld- um með þeim á deild 6. Hvergi óeinlægur tónn. íslenskir rithöfundar Jónasarþing Stórþing um íslenska rithöf- unda hefur verið haldið í upphafi sumars undanfarin ár, og er það orðið fastur liður í starfsemi Fé- lags áhugamanna um bók- menntir. Nú í ár verður það Jón- asarþing. Þingið verður laugardaginn 16. júní í vestursal Kjarvalsstaða. Með Félagi áhugamanna um bókmenntir standa að þinginu Borgarbókasafnið og Menning- armálanefnd Reykjavíkur, en auk þess nýtur það stuðnings menntamálaráðuneytisins og prentsmiðjunnar Odda. Klukkan tíu hefst Jónasarþing og stendur til kl. sex. Það verða ellefu fyrir- lesarar með erindi, bæði um það sem þjóðin veit um Jónas og ann- að sem þjóðin veit minna um. Kristján Árnason bókmennta- fræðingur talar um húmanisma Jónasar, Gunnar Harðarson heimspekingur spyr hvort hann hafi verið vandræðaskáld og Haukur Hannesson íslensku- fræðingur nefnir erindi sitt „Ein- búinn“. Ólafur Halldórsson handritafræðingur segir frá ljóð- um Halldórs í eiginhandarriti, Dagný Kristjánsdóttir bók- menntafræðingur talar um „Hulduljóðin“ í erindi sem hún nefnir „Ó Hulda!“ og Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur fjall- ar um náttúrufræðinginn Jónas. Þá mun Sveinn Yngvi Egilsson bókmenntafræðingur tala um þá bragarhætti sem Jónas notaði, en Jón Karl Helgason bókmennta- fræðingur fjallar um þýðingar Jónasar í erindi sínu „Ævintír af Jónasi Glóa - Tieck á íslensku". Að lokum talar Matthías Johann- essen skáld „Nokkur orð um Jón- Pótur Gunnarsson rithöfundur segir frá Jónasarþingi. Mynd: Kristinn as“ og Guðmundur Andri Thors- son rithöfundur um „Ferðalok“. Milli þessara erinda verða lesin ljóð Jónasar, og það verða leikar- arnir Þór Tulinius og Alda Arn- ardóttir sem lesa. Um kvöldið verður sérstök hátíðardagskrá á vegum Þjóð- leikhússins, þar sem sýnt verður leikverkið „Ur myndabók Jónas- ar Hallgrímssonar", sem Halldór Laxness tók saman árið 1945. Þá var það sýnt í Trípólíbíó í tilefni af hundrað ára ártíð Jónasar. Sýningin gerði fádæma lukku og er mjög eftirminnileg þeim sem hana sáu. Páll ísólfsson samdi tónlistina við verkið og söng dótt- ir hans, Þuríður Pálsdóttir, sína fyrstu tóna á þeirri hátíð. Það er einmitt Þuríður sem er tónlistarstjóri sýningarinnar nú, en leikstjóri er Guðrún Þ. Step- hensen. Að sögn Guðrúnar týnd- ust bæði handrit og nótur í langan tíma, en fundust nú nýlega eftir leit þeirra Þuríðar. Leikritið byggist að mestu á „Grasaferð“, en einnig spinnast önnur ævintýri inní. Leikarar í sýningunni eru Torfi F. Ólafsson, Katrín Sigurð- ardóttir, Þórunn Magnea Magn- úsdóttir, Jón Símon Gunnarsson, Þóra Friðriksdóttir, Gunnar Eyjólfsson og Hákon Waage. í leikritinu eru líka dansar og dansahöfundur er Lára Stefáns- dóttir, en dansarar eru Sigurður Gunnarsson, Lilja ívarsdóttir, Margrét Gísladóttir og Pálína Jónsdóttir. Leiksýningin hefst kl. 21.00 og stendur í klukkustund. Aðgangs- eyrir að henni er 500 krónur, en að þinginu sjálfu 600 krónur. öllum er heimill aðgangur. 10 Sfc>A - NÝTT HELGARBLAÐ RMudagur 8. júnf 1090 ■BHKVIKMYNDIR Ekki bara fyrir konur Stjörnubíó Stálblóm (Steel Magnolias) Leikstjóri: Herbert Ross Handrit: Victoria White eftir sam- nefndu leikriti Roberts Harling. Aðalhlutverk: Sally Field, Dolly Part- on, Shirley MacLaine, Olympia Duk- akis, Daryl Hannah og Julia Roberts. Þeir segja það kvikmyndafræð- ingarnir vestanhafs að það sé engin leikkona svo vinsæl að hún geti tryggt gróða kvikmyndar. Þó nokkrir karlmenn hafa þennan status, t.d. Michael Keaton, Tom Crusie, Sean Connery o.fl. En þeir hafa ætlað sér að vera alveg öruggir með Stálblóm, því þar eru saman í einni mynd sex fræg- ar og vinsælar leikkonur, allt frá Shirley MacLaine sem er búin að vera fastagestur á hvíta tjaldinu í nokkra áratugi, til Juliu Roberts sem er alveg splúnkuný stjarna. Og eftir því sem ég best veit hefur dæmið gengið upp, myndin gengur vel. Stálblóm gerist á nokkrum árum og gluggar inn í líf sex kvenna í smábænum Natchitoc- hes í Louisiana-fylki í Bandaríkj- unum. (Robert Harling segist hafa skrifað leikritið um móður sína, systur og nokkrar vinkonur þeirra). Aðalpersónan (ef hægt er að tala um aðalpersónu) er M. Lynn (Sally Field) ósköp venju- leg kona sem á ósköp fallega dóttur, Shelby (Julia Roberts), sem er alvarlega sykursjúk. Shel- by er að fara að gifta sig í byrjun myndar og það hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir hana sjálfa og aðra aðstandendur. Meira segi ég ekki um söguþráð. Mæðgurnar eru umkringdar vinkonum (karlmenn eru sjald- séðir í þessari mynd) og bestu senumar gerast á hárgreiðslu- stofu Truvy (Dolly Parton) þar sem þær safnast oft saman til að slúðra. Aðstoðarkona Truvy er Annelle (Daryl Hannah), sem biður bænir um Ieið og hún setur strípur. Shirley MacLaine leikur Quiser sem er geðvond og gríðar- lega rík, hún segir sjálf að eina ástæðan til þess að fólk þoli hana yfirleitt sé að hún sé ríkari en Guð. Clairee (Olympia Dukakis) er vinkona hennar og fyrrverandi borgarstjórafrú. Konurnar eru marglitar per- sónur og Harling hefur tekist ágætlega að gæða þær lífi, allar nema Annelle, mér finnst hún ósköplega pappaleg, en það get- ur verið af því hvað ég hef hitt fáar heittrúaðar suðurríkja- konur. Kannski eru þær pappa- legar í alvörunni! Field svíkur ekki frekar en venjulega og sam- leikur þeirra Roberts er þegar best lætur afskaplega góður (gleymið ekki vasaklútnum). Parton virðist ekkert þjást af minnimáttarkennd af að þurfa að leika með þessum óskarsverð- launahöfum og er sæt og sjarmer- andi. En það eru „gömlu brýnin“ MacLaine og Dukakis sem stela öllum senum sem þær taka þátt í. Það er hrein unun að horfa á þær og ekki síður að hlusta, það er þess virði að kaupa miða bara til að heyra þær vera dónalegar á suðurríkj a-amerísku. Harling hefur blandað mátu- lega blöndu af hlátri og tárum. Myndin er samt ekki væmin, þetta er mynd um vinkonur og þær eru stundum sentimental, en styrkur Stálblóma liggur í feiki- lega góðum leik úrvals leik- kvenna. Því segi ég: konur drífið ykkur og takið mennina með. Sif

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.