Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 9
Auðmenn A hverju verða menn ríkir? I kastljósinu: 20 ríkustu karlar og konur Hans Rausing, semgaf20 miljónirnar handa kennslu- embætti Guðbrands Vigfús- sonar í vetur til eflingar nor- rænukennslu í Oxford erta- linn sjötti ríkasti karlmaður Evrópu. Fyrr á þessu ári birti Þjóðvilj- inn frétt um að sænskur auðmað- ur, Hans Rausing, hefði komið í veg fyrir að kennsluembættið í „víkinga“-fræðum við Oxford há- skóla legðist niður, með því að gefa sem svarar um 20 miljónum ísl. króna til stofnunarinnar. Héðan í frá mun embættið, sem hingað til hefur verið kennt við Guðbrand Vigfússon, einnig bera nafn Rausings. Vikuritið European birti ný- lega lista yfir 20 ríkustu einstak- linga Evrópu og þar kemur í ljós í upptalningunni yfir 10 ríkustu karlmenn Evrópu, að þeir eru þar spyrtir saman í sjötta sæti, Rausing-bræðurnir Gad og Hans, og auður þeirra talinn jafnvirði 198 miljarða íslenskra króna. 154 miljarða- mæringar Einstakar fjölskyldur hafa rakað saman fé í feiknarlegu magni á þessari jörð, með ólíkum hætti. Tímaritið Fortune hefur á núgildandi lista sínum yfir milj- arðamæringa í heiminum 154 persónur. 54 búa í Evrópu, 58 í Bandaríkjunum og 23 í Asíu (þar af 11 í Japan). Vestur-Þýskaland á flesta miljarðamæringana, alls 20 stykki. Það vekur líka athygli hve hollenskar fjölskyldur efnast ofboðslega. Það er að mörgu leyti athyglis- vert að skoða listann yfir 20 rík- ustu fjölskyldur Evrópu. Fæstir hafa fæðst til ríkiserfða og aðals- tignar, eins og kóngafólkið og greifarnir. 5 af ríkustu karl- mönnum Evrópu hafa sjálfir myndað auð sinn frá grunni, en enginn kvennanna. Sjö þeirra hafa einfaldlega erft foreldra sína en þrjár gifst auðmönnum. Upplýsingar eru reyndar ekki mjög nákvæmar um margt þetta eignafólk, sem reynir allt hvað af tekur að leyna auðæfum sínum, til að forðast skattheimtur, hnýsni, mannrán og ágang. Auk þess er hreinlega útilokað fyrir suma að henda reiður á flóknu veldi sínu og eignum, vegna þess hve þess er freistað að dreifa áhættu og eignarhaldi nútildags. Nelson Bunker Hunt, olíugreifi í Texas, er sagður hafa hitt nagl- ann á höfuðið þegar hann sagði: „Fólk sem veit aura sinna tal, á venjulega ekki marga aura.“ Af 20 ríkustu einstaklingum Evrópu Evrópu er það annars að frétta, að þar fer kvenmaður, eða Elísa- bet II Bretadrottning í broddi fylkingar, en hún er reyndar talin auðugasta kona heims núna og verðmæti eigna hennar álitið nema 10.9 miljörðum dollara (654 miljarðar íslenskra króna). Eru þá ekki taldar með óseljan- legar eignir eins og Windsor kast- ali, krýningardjásnin og lysti- snekkjan. Og svona rétt svo að fólk hafi einhverja viðmiðun í þessu milj- arðatali má benda á nokkrar ís- lenskar upphæðir til samanburð- ar: 95,21 miljarðar: Fjárlög 1990. 24 miljarðar: Ráðstöfunarfé líf- eyrissjóðanna 1990. 2,97 miljarðar: Heildariðgjöld Vátryggingafélags fslands 1989. 2,75 miljarðar: Eigið fé Olíufé- lagsins og dótturfyrirtækja. Konur erfa eða giftast til fjár Og þeim til upplýsingar sem vilja glöggva sig á einkaeign „fjölskyldnanna" tuttugu í Evr- ópu, þá er kvennadeildin þannig skipuð: 1. Elísabet Bretadrottning, eigandi verðmæta að jafngildi amk. 654 miljarða íslenskra Beatrix Hollandsdrottning er talin önnur ríkasta kona Evrópu. króna, m.a. húseignir, lóðir og landareignir í Frakklandi, Vestur-Þýskalandi, Ameríku og í London, hlutabréf, námavinns- luréttindi, listasöfn, hrossabú ofl. 2. Beatrix Hollandsdrottning, eigandi listaverka, eðalsteina, hluta í hollenska Shell og KLM, AMB-bankans, Anaconda og Exxon. 3. Johanna Quandt, þýsk, eigandi m.a. 66% hlutafjár í BM W-bifreiðaverksmiðj unum, gift Herbert Quandt, sem á stór- an hluta af Daimler-Benz- samsteypunni (framleiðanda Mercedes Benz) 4. Greta Schickedanz, þýsk, eigandi póstsölufyrirtækisins Qu- elle, 5. Liliane Bettencourt, frönsk, eigandi stærsta snyrtivörufyrir- tækis heims, L'Oréal, 6. Alicia og Esther Koplowitz, spænskar, eigendur ConyCon byggingafyrirtækisins, 7. Madeleine Dassault, frönsk, eigandi Avions-Marcel Dassault- Breguet flugvélaverksmiðjanna, stærsta herflugvélaframleiðanda heims, 8. Athina Onassis-Roussel, grísk/ frönsk, 5 ára gömul, ríkasta barn heims, erfingi Christinu Onassis, skipaeiganda og efnaverksmiðju- eigandans Thierry Roussel, 9. Janni Spies-Kjær, dönsk ekkja og erfingi Simonar Spies, ferða- skrifstofujöfurs í Danmörku, nú gift sementframleiðandanum Christian Kjær, 10. Ida Gardini, eigandi landar- eigna og 50 fyrirtækja ásamt manni sínum Raul, kornvörusala og sykur- og sterkjuframleið- anda. Eignir hennar sem duga til að komast í röð topp-tíu eru alls metnar á sem svarar um 31 miljarði ísl. króna. Loðnustu lófar Evrópu 10 best stæðu karlmenn Evr- ópu eru þessir: 1. Gerald Grosvenor, sjötti jarl- inn af Westminster í Bretlandi og afkomandi Olivers Cromwells, eigandi mikilla landareigna og lóða í þrem heimsálfum, og er verðmætið talið nema um 414 miljörðum íslenskra króna, 2. Godfried Brenninkmeijer, fyrrum stjórnarformaður hol- lensku verslanakeðjunnar C&A, 3. Frederik Fentener van Vlis- singen, einn þriggja aðaleigenda hollenska orku- og verslanafyr- irtækisins SHV, 4. Costas Michael Lemos, grískur fasteignajöfur, áður skipakóng- ur, 5. Sainsbury-veldið, fjórir ætt- ingjar sem eiga stærstu kjörbúða- keðju Bretlands, 6. Sænsku Rausing-bræðurnir Hans og Gad, umbúðahönnuðir ofl., 7. ítalinn Silvio Berlusconi, m.a. eigandi Mílanó-knattspyrnuliðs- ins, fjölmiðlakóngur í 5 löndum, 8. Þjóðverjinn Konrad Henkel, forstjóri Henkel, 4. stærsta efna- fyrirtækis V-Þýskalands, 9. Bretinn Sir Jon Moores, eigandi knattspyrnugetraunanna Littlewoods, 10. Kanadamaðurinn Garry Weston, stórlax í matvælageiran- um, eigandi m.a. Associated Fo- ods, Twinings og Fortnum & Ma- son. Þótt hann reki lestina í þess- ari upptalningu á 10 ríkustu körlum Evrópu nema eignir hans sem svarar um 162 miljörðum ís- lenskra króna. ÓHT f C3RUNABÍ GVHND. BVKKjAn > [ ER SVONA Ml IftALfJ [ l NEfTrA Ætl H^íSTAUfpf HENNÍ SVO HÚNVERÍ>Í VÍ/juöRÍ Föstudagur 8. júní 1990 NÝ7T HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.