Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 11
Ungliðahreyfing Samtakanna 78 ,Það á enginn að fara í felur4 Samtökin 78 eru, eins og flestir vita, félag lesbía og homma á íslandi. Færri vita að fyrir um einu og hálfu ári tóku sig til nokkrir unglingar í samtökunum og settu á fót innan þeirra félagsskap sem gengur undir heitinu Ungliða- hreyfingin og er ætlaður hommum og lesbíum á aldrinum 15 til 24 ára. Þetta unga fólk hittist annan hvern sunnudag í félagsheimili Samtakanna við Lindargötu til að ræða mál- in, sýna sig og sjá aðra. Einn þeirra sem frumkvæði áttu að þessu starfi er Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann gekk í sam- tökin fyrir tveimur árum, þá tæplega 17 ára, og fann fljótt að kynslóðabilið var til staðar í Samtökunum 78 sem ann- ars staðar. Krakkarnir ræddu málin og tíu manna Ungliða- hreyfing var útkoman. Þegar haldið var upp á eins árs afmæli hreyfingarinnar fyrir nokkrum mánuðum voru 50 manns á félagaskránni. Páll Óskar er í viðtali við Nýtt Helgarblað í dag um sjálfan sig, Ungliðahreyfinguna og þau viðhorf sem mæta ungu samkynhneigðu fólki á íslandi í dag. Texti: Vilborg Davíðsdóttir „Þegar það fór að bera á því fyrir um tveimur árum að krakk- ar undir tvítugu fóru að stunda Samtökin þá fannst okkur að við ættum að fá að hafa húsið fyrir okkur annan hvern sunnudag, enda eiga 16-18 ára unglingar fátt sameiginlegt með fólki um fer- tugt,“ segir Páll Óskar. „Við krakkarnir vorum oft að ræða hluti sem þeir eldri voru löngu búnir að afgreiða. Þess vegna varð þessi hópur til. Eftir tilkomu hans hefur okkur farið ört fjöl- gandi og það er gaman að sjá alla þessa krakka koma og kasta skel- inni. Hver ástæðan er fyrir því að ungt fólk er allt í einu farið að stunda Samtökin veit ég ekki. Viðhorfsbreytingar? Varla, ég ætla rétt að vona að þær eigi eftir að eiga sér stað. Ég held samt að ég verði að „þakka“ fyrir tilkomu eyðninnar. Ekkert er svo með öllu illt og allt það. Því með til- komu þessa sjúkdóms opnaðist umræðan mikið og fólk varð upp- lýstara um samkynhneigð. Með meiri upplýsingu minnka for- dómarnir. Þannig að sjúkdómur- inn var ekki alvondur fyrir okkur þó hryllingur sé.“ Hvar eru allir hinir? Hlutverk Ungliðahreyfingar- innar er fyrst og fremst að vera vettvangur þar sem ungt samkyn- hneigt fólk getur rætt sín mál og kynnst öðrum. Krakkarnir líta gjarnan við á bókasafni Samtak- anna sem er orðið mjög gott, að sögn Páls Óskars. Þau horfa á ví- deó og skipuleggja einhvers kon- ar félagsstarf, til dæmis sumar- bústaðaferðir. í stuttu máli, gera það sem allt annað ungt fólk ger- ir. „Það er auðvelt að komast inn í þennan hóp, þetta er fyrst og fremst hugsað sem samræðuhóp- ur,“ segir Páll Óskar. „Við höf- um engan sérstakan formann eða slíkt. Það er hægt að fá allar upp- lýsingar um starfsemi Samtak- anna 78 í símsvara þeirra og þannig veit fólk af okkur. Það hefur lengi verið í bígerð að gefa út kynningarblað og dreifa í menntaskólana. Ætli við látum ekki verða af því næsta vetur. Þó við séum fleiri í Samtökun- um nú en áður þá vitum við samt að það eru svo miklu fleiri sem eiga erindi þangað. Það er stað- reynd að tíu prósent mannkyns er samkynhneigt fólk. Það gerir 25.000 manns bara á íslandi. Þar af hafa í gegnum tíðina um þús- und manns komið við hjá Sam- tökunum. Hvar er allt hitt fólkið? Stór hluti þess bælir allar tilfinn- ingar sínar innra með sér og fer illa með sjálft sig. Því fyrr, sem fólk horfist í augu við hvað það er, því betra. Samkynhneigt fólk veit alla tíð innra með sér að það getur aöeins elskað manneskju af sama kyni. Einstaklingurinn gerir sér þó oft ekki grein fyrir því fyrr en hann er búinn að gera hlutina upp við sig. Sjálfur get ég rifjað upp að sem smástrákur var ég skotnari í strákum en stelpum í bíómynd- um. Maður fæðist svona, það er enginn vafi á því. Af hverju veit enginn, ep þannig er það. Ög svo þarf fólk bara að vinna úr þessari staðreyncl. Ég var um þrettán ára þegar ég las í einhverri kynfræðslubók að strákar yrðu skotnir í hverjum öðrum á þessum aldri en svo myndi það breytast. Ég hélt að þannig væri þetta með mig og leit á þessa kippi sem hvem annan brandara en þegar ekkert hafði breyst þegar ég var orðinn sextán ára þá lét ég til skarar skríða og varð alveg bálskotinn í fyrsta sinn í strák. Eg þurfti í raun ekki að gera neitt upp við mig, þetta var aldrei neitt vafamál." Þykir fínt aö fara á „22“ Til skamms tíma gat samkyn- hneigt fólk aðeins hist í félags- heimili Samtakanna án þess að eiga það á hættu að verða fyrir aðkasti. En fyrir nokkru sást nýtt skilti við Laugaveginn: „Gay bar“. „Staðurinn 22 við Laugaveg þar sem efri hæðin er ætluð okk- ur, er orðinn „in“ hjá „streit“ lið- inu og það þykir fínt að mæta þangað á kvöldin," segir Páll Óskar og hlær þegar talið berst að þessu. „Ég vona að þetta sé bara tískubóla hjá fólkinu, okkur hundleiðist stundum að fá þetta „streit“-lið inn á okkur. Þetta er fyrsti staðurinn sem býður okkur velkomin sérstak- lega og það var stórkostlegt. Þetta þróaðist þannig að eigend- urnir, sem tóku eftir því að sam- kynhneigðir fóru að sækja stað- inn mikið, ákváðu að opna á efri hæðinni fyrir þá. Og þar eru dyra- verðir sem sjá það á augnaráði fólks hvort það er komið þangað í þeim tilgangi að rústa staðnum eða til að skemmta sér. Á „22“ koma margir sem eru á leiðinni úr felum og þess vegna er ágætt að hafa þarna stað sem við getum stundað án þess að verða fyrir barðinu á þeim sem eru heteró- sexúal. Það eru alls kyns boð og bönn í gangi úti í samfélaginu sem bæla allt niður og fara illa með fólk. Það eru til dæmi þess að samkyn- hneigðir hafa lifað heterósexúal kynlífi fram að tvítugu og auðvit- Á átján mánuðum hafa fimmtíu manns skráð sig í Ungliða- hreyfingu Samtak- anna 78 Eru viðhorfin gagnvart hommum oglesbíum að breytast? að eru til margir giftir hommar út í bæ sem hafa eignast börn og ætla sér að festa rótum sem gagnkynhneigðir gegn betri vit- und. En einhvern tímann kemur að því hjá þessu fólki að stíflan brestur. Sumir þeirra taka upp á því að drekka sig blindfulla og mæta upp á „22“ með grænt hár, snarruglaðir eftir allt baslið. Þeir fara öfganna á milli. Það er auðvitað mikið sjokk að snúa lífi sínu við eins og sokk. Mér finnst bara algjör óþarfi að gera þetta. Fólk á ekki að fara í felur, svo einfalt er það. Og ég trúi því að bráðum komi betri tíð. Unga fólkið í dag er, eins og sjá má á Ungliðahreyfingunni, mun opnara en til dæmis eldri kyn- slóðin. Þetta er eins misjafnt og við erum mörg. Sumir krakkanna í samtökunum eru alls ekki komnir úr felum fyrir foreldrum sínum og óttast að valda þeim vonbrigðum. Þetta er auðveldara fyrir krakka sem eiga foreldra undir fimmtugu. Þeir eldri eiga erfiðara með að taka því að hafa eignast börn sem eru hommar eða lesbíur. Reyndar get ég bent á góða bók sem er sérstaklega skrifuð fyrir foreldra homma og lesbía. Hún heitir „Veistu hver ég er?“ og er eftir tvær bandarískar hús- mæður sem sjálfar eiga samkyn- hneigð börn.“ Krakkarnir eru líka fordómafullir Samkynhneigðir einstaklingar hafa ekki leyfi til þess á íslandi að skrá sig í sambúð né giftast eins og leyft er m.a. í Danmörku. Og eins og flestir vita fá aðeins hjón að ættleiða börn. Þetta er umræð- uefni sem fáir hafa vogað sér að vekja máls á, hversu „frjálslynt" sem fólk telur sig annars vera. „Ég veit ekki hvort krakkarnir í Ungliðahreyfingunni eru nokk- uð að pæla í svona hlutum, enda erum við það ung að við erum oft ekki farin að leiða hugann að því að eignast börn,“ segir Páll Ósk- ar. „Eg veit það eitt að ég sjálfur ætla að eignast mitt eigið barn einhvern tímann og þoli ekki þá tilhugsun sem sumir hafa sætt sig við að eignast aldrei börn. Væntanlega ætti þessi kynslóð, sem elst upp í dag, að vera betur upplýst en foreldramir en auðvit- að eru til fordómar meðal krakk- anna líka, sérstaklega hjá strák- unum. Þeir gera grín að þessu, slá um sig með bröndurum á okkar kostnað og eru kannski með þessu að reyna að sanna ein- hverja karlmennsku. Maður heyrir stundum fullyrð- ingar eins og: „Mér er alveg sama um homma, svo framarlega sem þeir eru ekki að reyna við mig og láta mig í friði.“ Á sömu forsend- um og þeir gefa sér gæti ég sagt: „Mér er alveg sama um heteró- sexúal stelpur, svo framarlega sem þær eru ekki að reyna við mig og láta mig í friði.“ „Lemjum hommana!" í gegnum tíðina hefur það gerst að hópur manna bíður fyrir utan staði þar sem Samtökin halda skemmtanir sínar til þess eins að ráðast á fólkið þegar það er á heimleið. Páll Óskar segist hafa heyrt um slíkt en telur það fátítt. „Það er allt til. Það eru t.d. til heterósex- úal karlar sem hafa mjög gaman af því að tæla unga homma upp í rúm til þess að berja þá. Einn vinur minn lenti í slíku en gat sem betur fór kallað á hjálp. f svona atvikum skín í gegn það viðhorf að homminn sé annars flokks manneskja. Lesbíurnar verða síður fyrir svona löguðu að ég held. Við höfum á okkur bján- astimpilinn, „hommar ganga kvenlega og eru mjóróma“, en þær eru frekar álitnar klárar og grjótákveðnar. Lesbíur eru mun færri en hommar í Samtökunum, ég kann enga skýringu á því. Strákar hafa bældari tilfinningar en stelpur, eða svo er sagt, en kannski eru þær hræddari en við um að valda ættingjum sínum vonbrigðum. Það er líka til heterósexúal kvenfólk sem hefur óskaplega gaman af því að umgangast homma og lítur svo á að þeir séu „meðfærilegri“ en heterósexúal strákar. Kannski finna þær fyrir vissri öryggistilfinningu gagnvart hommunum af því að það er eng- in hætta á að þeir komi fram við þær eins og minnimáttar. Við erum manneskjur fyrst og síðast Fólki hættir svo til að hugsa eingöngu um kynlífið þegar það ræðir samkynhneigð. En ástar- sambönd samkynhneigðra ber ' sjaldan á góma. „Streitliðið“ get- ur fundið sér ástvini meðal 90% mannkyns og vegna fæðar okkar I erum við kannski meira leitandi I en aðrir. Það er mikil þrá meðal okkar og eins og allt ungt fólk erum við að leita að þeim eða þeirri einu réttu. Þetta þarf samt ekki að þýða að við séum í því að tæla allt og alla. Fólk gengur hins vegar ekki um með skilti á sér þar sem kynhneigðin er auglýst og við gerum það ekki frekar en aðr- ir. Mín kynhneigð er mitt einka- mál. AJlt sem gildir um ykkur gildir líka um okkur. Ég veit ekki hver bjó til þessa bása sem eru settir utan um kynhneigðir fólks en það er örugglega kominn tími til að rífa þá niður. Við erum manneskjur fyrst ög síðast.“ Páll Oskar Hjálmtýsson, einn af stofnfélögum Ungliðahreyfingar Samtakanna 78: „Það er oft ótrúlega erfitt fyrir ungl vonbrígðum “ ° S6^a forelcirum sínurr> frá hneigðum sínum og margir leyna því sem lengst af ótta við að valda þeim Mynd: Ari Föstudagur 8. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.