Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 19
„Fiskur með gott minni man ekki eftir neinu vegna þess að hann gleymir engu.“ Viðtal heitir þetta verk eftir Kjetil Sköien, bláir þorskhausar ræðast viðá bláum bekk á ónefndum stað^^ Hvar er seglið? Sigríður Guðjónsdótt- ir gerði skúlptúrinn, en staðsetningin er að sjálfsögðu ekki gefin upþ. Myndir: Kristinn ICAR MKNNINGIN „Móttökuskilyrði aldrei betri“ f Risi Þorvalds Þorsteinssonar. í fjár- sjóða- leit FYRIR OFAN GARÐ OG NEÐAN I PINGHOLTUNUM Alla hefur einhverntíma dreymt um fara í fjársjóðaleit og nú gefst tækifærið. Ovenjuleg- asta sýningin á Listahátíð er án efa Fyrir ofan garð og neðan sem Nýlistasafnið stendur fyrir undir berum himni í Þingholtunum. Fyrir þá sem vilja fara á þessa nýstárlegu sýningu er nauðsyn- legt að komast yfir kort sem Ný- listasafnið og fleiri söfn hafa undir höndum því annars gæti leitin að listaverkunum reynst torveld. Það reyndi blaðamaður Nýs Helgarblaðs daginn fyrir opnun sýningarinnar þann 1. júní síð- astliðinn. Bjartsýnn lagði blaða- maður af stað og hugðist ganga fram á risavaxin umhverfislista- verk í Þingholtunum. Ljósmynd- ari var með í för og átti nú að festa öll herlegheitin á filmu. En engin fundust verkin og blaðamaður fór sneyptur heim. Kortið auðveldar leitina að fjársjóðunum en menn verða að stíga út úr bílunum, vera vakandi og veigra sér ekki við að kíkja inn í annarra manna garða til þess að hafa uppi á verkunum. Nýlistaverkin í Þingholtunum eru rúmlega tuttugu eftir 26 inn- lenda og erlenda listamenn. Verkin eru af ýmsu tagi, rýmis- verk, skúlptúrar, myndbönd, hljóðverk og myndhreyfingar fyrir opin svæði í Þingholtunum. Gjörningar í tengslum við sýninguna Fyrir ofan garð og neðan eru gjörning- ar bæði inni í Nýlistasafninu og undir berum himni. Sýningin var opnuð með dagskrá í Hallargarð- inum síðasta laugardag. Einn gjörningurinn á dagskránni var að hluta til nakinn maður, sem fór fyrir brjóstið á vegfarendum, og var hann fjarlægður af lög- reglu. Fleiri skemmtilegir gjörningar verða á næstu dögum. I kvöld kl. 20 flytja Kaethe Kruse og Wolf- gang Mueller ásamt hljóm- sveitinni Die Tödliche Doris hljómlistargjörning. Á morgun kl. 15 flytur Helgi Skj. Friðjóns- son gjörninginn Undir grænni torfu. Á sama tíma flytur Rod Sommers gjörninginn Kvöld- verðarhljómlist fyrir Jukka. Seinna um kvöldið flytur Brian Catling gjörning að nafni Elds- auga. Ofantaldir gjörningar fara fram í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b og er aðgangur ókeypis. Auk þess verður í dag, á sunnudag og þriðjudag kl. 16.30 og aftur kl. 17 að Laugavegi 7 og 8 uppákomur, sem ásamt rýmisverkum Maria Roers og Thomas Dreissigacker, ganga undir heitinu Það er ekkert það þar. Guðrún Gísladóttir leik- kona flytur leikverk eftir Beckett og Gertrud Stein. Fjársjóðakortið fæst víða, á flestum söfnum borgarinnar, eins og Listasafni íslands, Kjarvals- stöðum og Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b. Auk þess er upplagt fyrir menn að næla sér í kortið í miðasölu Listahátíðar við Lauf- ásveg og í Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti. Sýningin stendur til 16. júní. BE

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.