Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 18
Það mátti lesa í blöðunum um daginn að Þjóðræknisfélagið ætl- aði að koma á skrá öllum Islend- ingum sem búsettir eru erlendis. Og fylgdi það með að nú væru um fímmtíu þúsundir Islendinga heimilisfastir utan landsteinanna. Ekki svo lítill hluti af þjóð- inni reyndar. Á tvist og bast Samt skal nú sleginn var- nagli: þessi tala er hæpin. Þar mun bæði að fmna þá sem nýlega hafa flutt úr landi og tala þá ís- lensku vel sem og böm þeirra og svo Vestur-Islendinga, sem Þjóð- ræknisfélagið var upphaflega stoíhað til að halda uppi sam- bandi við. En hjá þeim hafa margar þjóðemisrætur visnað eða rýmað mjög, eins og að líkum Iætur, því langt er um liðið síðan landflóttinn stóð sem hæst. En hvað um það: útflutningur á fólki hefur ekki gerst í veruleg- um stökkum um langt skeið og í mörgum dæmum hafa menn ekki farið mjög langt, helst til Norður- landa, og kannski koma þeir aftur Happadrættið evrópska einhvemtíma seinna, hver veit. Hitt gæti svo verið að Islending- um erlendis ætti eftir að íjölga verulega á næstunni. Ef eftir ganga allar þær loðnu en áleitnu spár sem uppi eru hafðar á hverj- um degi um að við hljótum innan tíðar að verða partur af sam- einaðri Evrópu með þeim hætti, sem engum kom tii hugar um það bil sem við vomm að stíga loka- skrefin í okkar sjálfstæðisbaráttu fyrir hálfúm fimmta áratug. Og með því að það dregur úr við- komu hjá okkur eins og öðmm efnuðum þjóðum, þá getur hér verið um þau umskipti að ræða sem beinlínis verða til þess að heimamönnum fækkar. Nema þá að aðrir flytji inn í staðinn. Að leggjast í víking Mér er sagt að það sé mikil tíska hjá islenskum unglingum um þessar mundir að spá í merki- leg atvinnutækifæri sem þeir telja að bíði eftir sér í sameinaðri Evr- ópu. Það fylgir og sögunni, að í þessum speglasjónum hugsi menn lítt eða ekki um þjóðina í heild og hennar framtíð. Slík heildarhyggja er ekki í tísku nú um stundir, gott ef hún er ekki skammaryrði. Menn eru hinsveg- ar að pæla í því hvaða smugur kynnu að opnast fyrir MIG ef EG væri nógu sniðugur í starfsvali og starfsmenntun. Þessi áhugamál koma svo fram með ýmsum hætti í umræð- unni og í Qölmiðlunum. Til dæmis var útvarpsmaður ágætur að velta því fyrir sér á dögunum hvað það gæti þýtt fyrir okkur ef frelsin fjögur í Evrópu tækju gildi einnig hér. (Það má vist ekki setja frelsi í fleirtölu, en það er nú samt gert hér vegna þess að þetta er að verða einskon- ar fost evrópusletta í íjölmiðla- íjósinu.) En semsagt: frelsin fjög- ur eiga við fijálst streymi á vör- um, fjármagni, þjónustu og vinnuafli milli Evrópuríkja. Og þá setti hann upp ofur elskulegt lítið dæmi á þessa leið: Islenskir hugvitsmenn búa til einhverja merkilega vöru, sem menn verða stórhrifnir af eins og vænta mátti. Þeir koma sér í sam- band við þýska iðjuhölda og svissneskan banka og koma upp verksmiðju einhversstaðar í Þýskalandi eða Austurríki til að framleiða vöruna. Svo er ráðið vinnuafl frá Portúgal til að vinna i verksmiðjunni (náttúrlega af því að það væri ódýrast, þótt ekki væri það nú tekið fram sérstak- lega). Islendingar mundu svo vinna við framleiðsluna sem stjómendur og hönnuðir og hug- vitsmenn og allir una glaðir við sitt. Þetta heitir víst að taka já- kvæðan pól í hæðina. Óskhyggjan bjarta Ekki þar fyrir: slíkt dæmi gæti gerst, engin ástæða til að útiloka það fyrirfram. En um leið ber þetta útvarpsdæmi fyrst og síðast vitni um þá allt að því bemsku óskhyggju sem einkennir svo margar vangaveltur íslendinga um Evrópubandalagið og aðlög- un okkar að því. Það er engu lík- ara en að Evrópa sé í hugum manna orðin að einhveiju alls- heijar happadrætti með geysiháu vinningshlutfalli. Margir hugsa þá sem svo að þar sé allt fúllt af þróunarsjóðum sem við munum lítið borga í, en fá mikið greitt úr. (Var ég annars ekki að sjá það í Spiegel, að til þess að geta gengið i Evrópusjóði til að hressa við at- vinnulíf í héruðum sem standa höllum fæti, þyrftu þar að vera meðaltekjur sem væru aðeins 25 prósent af meðaltekjum í Evrópu- bandalaginu? Sé það rétt þá eru íslendingar ekki beinlinis næstir á dagskrá.) Eða þá að menn hanna sér miklar skýja- borgir af því tagi sem risu í út- varpsþættinum: þá er gengið út frá þeirri elskulegu og ljúfu ósk- mynd, að Evrópumenn bíði með öndina í hálsinum eftir íslensku hugviti og framtaki, sem þeir launa með hærra kaupi og meiri ábata en við höfum áður þekkt. Og í verksmjðunum - þar sitja Portúgalar. Skuggahliöar með Það er líka hægt að elta lík- indareikninginn með öðrum hætti. Það gerði til að mynda Big- ir Bjöm Siguijónsson hagfræð- ingur í grein í Morgunblaðinu ný- lega þar sem hann fjallaði um Evrópubandalagið og íslenska launamenn. Aðalinntak greinar- innar var að benda á ýmislegt það sem gæti orðið til þess að launa- menn og samtök þeirra töpuðu á inngöngu í Evrópubandalagið - ekki síst vegna þess að allt sem snertir félagsmálapakka í því bandalagi hefur í verkefharöð hrakist aftur fyrir hagsmuni fyrir- tækjanna. Birgir Björn víkur svo að hugsanlegum afleiðingum að- ildar Islands að EB á vinnumark- aðinum sjálfum. Hann segir að þátttaka íslands í áformum um sameinaða Evrópu mundi leiða til stórminnkandi at- vinnu í landinu - eins og spáð væri um EB almennt og þó eink- um jaðarsvæði þess. í sameinaðri Evrópu færi Island fyrst og fremst með hlutverk hráefnaframleið- anda (fiskvinnsla t.d. er nú þegar á leið út úr landinu, samanber ný- Iegar deilur um gámaútflutning) og þessi staða myndi auka sveiflubundna þörf fyrir mann- afla. Útkoman yrði sem hér segir að dómi hagfræðingsins: HELGARPISTILL Að flytja inn vanda „Aðild Islands að sameigin- Iegum evrópskum vinnumarkaði myndi annars vegar opna erlendu láglaunafólki leið út úr tugmilj- óna atvinnuleysi á meginlandinu í íslenska jaðarbyggð þar sem oft myndast tímabundin þörf fyrir mikinn fjölda ófaglærðs fólks. En í EB-ríkjunum er einnig viss skortur á sérhæfðu vinnuafli. Einn sameiginlegur vinnumark- aður gæti greitt götu margra sér- menntaðra Islendinga úr íslensku atvinnuleysi á vit vel launaðra starfa í EB þar sem sérhæfni þeirra nyti sín. Heildaráhrifín á íslenskum vinnumarkaði yrðu þau að inn í landið flyttist á þenn- an hátt evrópskt atvinnuleysi og launamisrétti af áður óþekktri stærðargráðu.” Reyndar má segja að í nokkru fellur þessi spá saman við draum fféttamannsins: hinir sérhæfðu eiga ýmsa möguleika. En hag- ffæðingurinn tekur fleira með í dæmið, heildaráhrifin, sem eru ó- neitanlega þau, að forsendur fyrir ýmsu því sem einkennt hefur ís- lenskt þjóðlíf gliðna og við stönd- um uppi með önnur og alþjóð- legri vandamál. Meðal annars þau að við gætum bú- í . ið við töluvert at- vinnuleysi (amk í Bergmann storfum sem ís- lendingar vilja helst vinna) um leið og hér væri mikill fjöldi „far- andverkafólks” sem að sjálfsögðu vildi setjast hér að í allmiklum mæli. Og þá mætti spyija: er nokk- uð að því? Nú kemur að því að ræða um viðkvæma hluti án þess að detta í þjóðemishyggju af slæmu tagi, útlendingafjandskap yfir höfúð. En vonandi þarf mað- ur ekki að vera á þeim buxum til að vera heiðarlega smeykur við ffamvindu mála í þeirri stöðu, að íslendingum færi heldur fækk- andi hér heima, en þar eflir fjölg- andi erlendu verkafólki sem kannski þætti ekki taka því að að- lagast heimamönnum og læra mál þeirra, heldur fyndi sér samnefn- ara i einfaldri ensku. Fyrir nú utan það, að landar vorir elsku- legir eru svosem fordómafullir á við hvem annan: við gætum hætt á að missa pólitískar ástriður Is- lendinga ofan í fúlan pytt útlend- ingahatursins, þess haturs sem kennir „hinum” um allt sem mið- ur fer. Ekki verðum við skárri en aðrir þegar að því kemur, gott ef ekki verri. Áhyggjur af félagsmálapakka Og áður en þessu lýkur: Birg- ir Bjöm Siguijónsson er vitanlega ekki einn um að hafa áhyggjur af því, að félagsmál (og umhverfís- mál) séu i skötulíki í Evrópu- bandalaginu. Fyrir skemmstu kom forseti Evrópuþingsins, spænski sósíalistinn Enrique Bar- ón Crespo, í heimsókn til Dan- merkur. Hann vildi fá danska þjóðþingið til samstarfs um hug- myndir sósíalista, sósíalde- mókrata og reyndar sumra kristi- legra demókrata, um að hressa upp á lýðræðið í bandalaginu, en honum flnnst lýðræðislegar stofnanir fara þar mjög halloka fyrir yfírþjóðlegu valdi embættis- manna. I þeirri heimsókn sagði hann á þessa leið: Evrópa má ekki verða fómar- lamb þeirrar þróunar sem gerir álfuna fyrst og síðast að einum risavöxnum, tollfrjálsum stór- markaði. Það vantar jafnvægi í Evrópubandalagið milli innra markaðarins og félagsmála- geirans. Vemdun þeirra sem Iakast eru settir haltrar langt á eft- ir eíhahagsþróuninni. Sama á við um umhverfísvemd og samstöðu með vanþróuðum svæðum í bandalaginu. 18 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.