Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 28
Stórauknar kröfur eru nú gerðar á hendur bílaiðnaðin- um um varnir gegn loftmengun Umræöan um útblástur bif- reiða og loftmengunarvarnir tekur nú sem óðast skýrari stefnu í Evrópu. Kröfur innan Evrópu- bandalagsins hafa sett fram- leiðendum vissarskorður, en þrýstihópar umhverfisverndar- sinna eru álitnir geta haft áhrif í þá átt að kröfur verði enn hertar. Sænski umhverfisverndarsinn- inn Christer Agren sem setti alþjóða-loftmengunar-vikuna, 28. maí til 3. júní sl., lýsti því yfir að bifreiðaframleiðendur í Evr- ópu væru 10 árum á eftir banda- rískum kollegum hvað varðaði áherslu á mengunarvarnir. Strangar kröfur hafa verið gerðar í bandarískum lögum frá 1983 um útblástur og skyldubún- að bifreiða. Þriðjungurinn af Ford-bílum sem seldir voru í Evr- ópu 1989 hafði útblástursvarnir, þótt slíkt sé enn ekki skylda. Fyr- irtækið segist ætla að verða fyrri til en löggjafinn. Bílarnir verða dýrari í fram- leiðslu. Strangari reglur um út- blástur bíla taka gildi í Evrópu- bandalaginu 1992. Kostnaðurinn við þær breytingar á framleiðslu nýrra bílvéla sem til þarf svo að þær nýti allar bensínlaust blý, er talinn nema 480 milljörðum króna, og fellur þetta gjald að mestum hluta á kaupendur bíl- anna. Hins vegar er staðreyndin sú, að sá tækjabúnaður sem nú tíðk- ast sker ekki niður magn það sem frá bílnum berst af koltvísýringi, en hann er grunaður um að vera stórtækastur í að auka gróður- húsaáhrifin í lofthjúpnum. Sam- tökin FoE (Friends of the Earth) halda því fram, að ekki líði langur tími þar til Evrópubandalagið og önnur lönd í Evrópu setji lög sem takmarki mjög.notkun eldsneyt- is, en verði um leið til að stórauka kostnað. FoE-Samtökin segja að blýlaust bensín sé bara fyrsta skrefið í því að gera bílaiðnaðinn „grænni", mengunarvarnabúnað í bílum annað skrefið. En þriðja og mikilvægasta skrefið segja þau vera betri eldsneytisnýtingu, sem takmarki í sjálfu sér koltvísýr- ingsmagn frá bílunum. Þetta mundi krefjast endurhönnunar á öllum bílvélum. Um það bil 13 miljónir nýrra bíla eru seldar í Evrópu árlega. Markaðurinn fyrir slíkan búnað nemur sem svarar um 96 miljörð- um ísl. króna árlega. Reiknað er með að framleiðsla þar á meng- unarvarnabúnaði fyrir bíla fjórf- aldist frá því sem nú er fram til ársins 1993. Framleiðendur frönsku Citroén- og Peugeot-bílanna höfðu vonast til að einfaldari búnaður yrði samþykktur en nú er búist við og að viðmiðunar- staðlar um eiturefni yrðu lækkað- ir, og af þeim sökum er mengun- arvarnabúnaður aðeins í þeim bílum af þessum tegundum sem seldir eru til landa sem setja svip- aðar kröfur og Bandaríkin, eink- um Svíþjóð, Noregur, Sviss, Austurnki og loks Finnland innan skamms. Volvo og Volkswagen eru þau fyrirtæki sem standa sig best í að setja mengunarvarnabúnað í bfla. Volvo tók þátt í þróun slíks búnaðar í Bandaríkjunum frá 1975 og naut þess að skattur var felldur niður í eitt ár af búnaðin- um áður en hann var lögleiddur í Svíþjóð 1988. Yfir 75% allra bfla sem eru framleiddir í Volvoverk- smiðjunum í Svíþjóð hafa út- blástursvarnakerfi. Allir Volkswagen-bflar frá 1979 hafa verið framleiddir til notkunar á blýlausu bensíni og 90% af bílum sem framleiddir eru handa Vestur-Þjóðverjum hafa mengunarvarnabúnað. Hlauparar mæla loftmengun í alþjóðlegu mengunarvikunni 27. maí -3.júní lögðu tveir breskir hlauparar það á sig að’skokka um París og láta síðan rannsaka efna- mengun í lungum sínum á eftir. Þetta gera þeir á vegum fyritækis- ins Enviro Technology, sem sér- hæfir sig í rannsóknum á loftmengun og er að markaðs- færa mengunarmælingatækni sína. Þetta þótti nokkuð hreysti- legt tiltæki hjá félögunum, í ljósi gífurlegrar loftmengunar í París, og sem dæmi má nefna að í ágúst á sfðasta ári lét Jacques Chirac borgarstjóri Parísar, loka mið- borginni fyrir vélknúnum öku- tækjum í tvo daga, þegar mengun keyrði mjög úr hófi. Hlaupararnir sem heita Peter Hammond-Seaman og Dez De- arlove, skeiðuðu nýlega um veg M25, sem umlykur Lundúna- borg, og létu síðan mæla hve mikið hefði safnast fyrir af skað- legum efnum í Iungum og líkama. ÓHT rétti tíminn til að UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULlNA 991002 Grænir bílar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.