Þjóðviljinn - 08.06.1990, Side 6

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Side 6
Bæjarstjórar á faraldsfæti Fardagar hinir nýju að vori-þriðjungur bœjarstjóra tekur pokann sinn að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Við- skiptafrœðingar og löglœrðir eiga greiðastan aðgang í bœjar- stjórastólinn. Stjórn bæjarfélaga ekki vettvangur fyrir konur Nú sem endranær er runninn upp sá tími að talsverður hluti bæjar- og sveitarstjóra er á far- aldsfæti að afstöðnum kosningum og í kjölfar myndunar nýrra meirihluta í fjölmörgum sveitarfélögum. Þetta væri vart í frásögur færandi, nema því að- eins að nú bregður svo við að ríkari tilhneigingar virðist gæta en oft áður að sitjandi bæjar- stjóra sé sagt að taka pokann sinn og nýr maður fenginn til starfans. Jafnframt er Ijóst að það færist í vöxt að bæjarstjóri sé valinn úr hópi meirihlutafulltrúa, eins og viðgengist hefur í nokkrum bæjarfélögum um lengri eða skemmri tíma. Hverjir taka pokann sinn? Þrátt fyrir að ekki séu enn öll kurl komin til grafar um það hver verði afdrif nokkurra bæjar- stjóra, má, eftir því sem næst verður komist, telja nær fullvíst að í þriðjungi bæjarfélaganna taki nýjr menn við stöðu bæjar- stjóra. Þau bæjarfélög sem hér um ræðir eru Kópavogur, þar er frá- farandi bæjarstjóri Kristján Guð- mundsson, við hans stöðu tekur Sigurður Geirdal bæjarfulltrúi Framsóknar. í Keflavík tekur Ellert Eiríksson oddviti Sjálf- stæðisflokks við af Guðfinni Sig- urvinssyni sem jafnframt var einn bæjarfulltrúa Alþýðuflokks. Á Siglufírði var ísak Jóhann Ólafs- son bæjarstjóri og við tekur Björn Valdimarsson bæjarfull- trúi óháðra. Sigfús Jónsson yfir- gefur bæjarstjórastólinn á Akur- eyrí en í hans stað kemur Halldór Jónsson. í Njarðvík er það Oddur Einarsson sem fer frá en óvíst er um hans eftirmann og er sömu sögu að segja um Ólafsvík, Eskifjörð, Vestmannaeyjar og Hveragerði. í Ólafsvík lætur Kristján Pálsson af embætti en hann var jafnframt bæjarfulltrúi í fráfarandi bæjarstjórn fyrir Samtök lýðræðissinna. Sá sem hættir á Eskifirði er Bjami Stef- ánsson, en hann hættir að eigin ósk, í Vestmannaeyjum fer Arn- aldur Bjarnason frá og í Hvera- gerði Hilmar Baldursson. Enn er ekki víst hvernig mál skipast á Seyðisfirði, Akranesi og í Borgarnesi. Fari svo að skipt verði einnig um bæjarstjóra í þessum bæjarfélögum, er tæpur helmingur bæjarstjóra á faralds- fæti á þessum fardögum í sveitar- stj órnarpólitíkinni. Pólitískir leiðtogar Um lengri eða skemmri tíma hefur tíðkast í nokkrum sveitarfélögum að bæjarstjóri hafi verið valinn úr fulltrúahópi meirihlutans. Svo virðist sem þetta fyrirkomulag eigi nokkru fylgi að fagna meðal sveitarstjórnarmanna þetta vor- ið, og kom m.a. fram með eftir- minnilegum hætti víða í kosning- abaráttunni. Víða tefldu ýmsir flokkar og framboð fram oddvita listanna sem hinum sterka pólit- íska leiðtoga og sem sérlegu bæjarstjóraefni, eins og borgarst- jórnaríhaldið í Reykjavík hefur gert um langt árabil og að því er ætla má með sláandi árangri. Þegar er Ijóst að bæjar- stjórnarfulltrúar munu gegna stöðu bæjarstjóra í sjö bæjarfé- lögum á yfirstandandi kjörtíma- bili, en á því síðasta var þessi háttur á hafður með val bæjar- stjóra í fimm bæjarfélögum. Á s.l. kjörtímabili voru pólit- ískir bæjarstjórar í Ólafsvík, Hafnarfirði, Keflavík og á Sel- tjarnarnesi að ógleymdri Reykja- vík. Ljóst er að nú bætast í þenn- an hóp Kópavogur og Siglufjörð- ur. Á móti kemur að í Ólafsvík verður staða bæjarstjóra nú aug- lýst. Enn er allt á huldu um hvort bæjarstjórastaðan í Vestmannaeyjum verður auglýst eða hvort bæjarstjóri verður va- linn úr fulltrúahópi væntanlegs meirihluta. En hvað veldur því að fleiri bæ- jarstjórar eru valdir úr hópi bæjarfulltrúa nú en oft áður? Nýtt Helgarblað innti Guðfinn Sigurvinsson, fráfarandi bæjar- stjóra í Keflavík, eftir þessu, en hann var einn pólitísku bæjar- stjóranna á síðasta kjörtímabili. Guðfinnur sagði líklega ástæðu fyrir þessu vera þá að á síðasta kjörtímabili hefðu menn haft nokkur dæmi um sveitarfélög þar sem þetta fyrirkomulag hefði gef- ist mjög vel. Nefndi hann í því sambandi Hafnarfjörð og Reykjavík. - Að mínu mati er æskilegt að bæjarstjóri sé valinn úr hópi sitj- andi bæjarfulltrúa. Með því móti er bæjarstjóra búið æskilegt að- hald þar sem hann þarf að svara fyrir sín verk í kosningum. Það er annað með „hlutlausan“ bæjar- stjóra, sem þarf ekki að standa nein reikningsskil gagnvart íbú- unum. f svipaðan streng tók Kristján Guðmundsson, fráfarandi bæjar- stjóri í Kópavogi, sem nú lætur af starfi eftir átta ár og víkur fyrir pólitískum bæjarstjóra. - Þetta árið virðist freista sveitarstjórnarmanna að velja bæjarstjóra úr sínum hópi. Það hefur víða gefist ágætlega, eins og í Reykjavík, Hafnarfirði og á Sel- tjarnarnesi. Guðfinnur sagði að það fælist engin allsherjarlausn í því að velja bæjarstjórann úr hópi meirihlutafulltrúa. - Þetta fyrirkomulag gefst best þegar um er að ræða samhentan og hreinan meirihluta eins flokks. f samstarfi getur þetta verið erfitt. Pólitískt hálfur eða heill Þegar betur er hugað að þeim bæjarstjóraráðningum sem þegar eru í höfn, má merkja að ríkrar tilhneigingar gætir meðal sveitar- stjórnarmanna að telja bæjar- stjórastarfið öðrum þræði póli- tískt. Þar sem bæjarstjórar eru ekki hreinlega valdir úr hópi meiri- hlutafulltrúa, virðist vera orðið til siðs að við gerð samkomulags um myndun meirihluta sé fastmælum bundið að ráðning bæjarstjóra falli í hlut einhvers þess eða þeirra framboða sem þar eiga hlut að máli. - Mér virðist það vera að verða að viðtekinni venju þar sem skipt er um meirihluta, að samið sé um það að einn samstarfsaðilinn fái forseta bæjarstjórnar í sinn hlut, en hinn fái að ráða bæjarstjó- rann, sagði Sigfús Jónsson, frá- farandi bæjarstjóri á Akureyri í samtali við blaðið. - Áður fyrr var því á þann veg farið að störfuðu bæjarstjórar þannig að öllum líkaði, báru menn traust til sinna bæjarstjóra Kristján Guðmundsson, fráfarandi bæjarstjóri í Kópavogi: Bæjarstjóra- starfið eins og hvert annað fram- kvæmdastjórastarf - á ekki að koma pólitík við. hvar í flokki sem þeir annars stóðu. Sigfús nefndi að starf bæjar- stjóra væri að mestum hluta eins og hvert annað framkvæmda- stjórastarf. - Ég hugsa að áttatíu til níutíu prósent af bæjarstjórastarfinu fari í það að sinna störfum sem eru allsendis óflokkspólitísk. Það er aðeins lítið brot af starfinu sem felst í því að vinna sérstaklega fyrir og eða með meirihlutanum. - Fyrst menn vilja ráða pólit- ískan bæjarstjóra er mikið hrein- legra að velja hann úr hópi bæjar- fulltrúa. Ég held að það sé affara- sælla en að bæjarstjórar hafi hálf- pólitísku hlutverki að gegna eins og reyndin virðist vera óvenju víða núna, sagði Sigfús. Kristján Guðmundsson sagðist almennt vera þeirrar skoðunar að bæjarstjórar ættu að vera ráðnir óháð pólitík, enda væri bæjar- stjórastarfið eins og hvert annað framkvæmdastjórastarf, sem fæli í sér mannaforráð, verkstjóm og aðra slíka umsýslu. - Stjórnun bæjarfélags er ekki neitt sem menn hlaupa fyrirvara- laust inní. Það tekur drjúgan tíma fyrir menn að komast vel til botns í hlutunum áður en þeir ná tökum á starfinu. Með þessu er ég ekki að segja að loku sé fyrir það skotið að sveitarstjórnarmenn geti tekið þetta starf að sér, sér- staklega ef þeir hafa lengi verið að vasast í sveitarstjórnarmálum og öðlast þekkingu og hæfni í gegnum ýmis trúnaðarstörf á veg- um sveitarfélagsins, eins og með nefndastörfum og öðm þess hátt- ar. Sigfús nefndi að fljótt á litið sýndist sér að æskilegt væri, alla- vega í stærri bæjarfélögum, að fara að dæmi frænda vorra Dana og gera embætti forseta bæjar- stjórnar að launaðri stöðu, hann sinnti öllu því sem viðkemur póli- tíkinni, en algerlega ópólitískur bæjarstjóri væri ráðinn til starf- Sigfús Jónsson, fráfarandi bæjar- stjóri á Akureyri: Óttast að snögg um- skipti í röðum bæjarstjóra eigi eftir að draga dilk á eftir sér úti á landi. ans óháð lengd kjörtímabilsins eða meirihluta á hverjum tíma. - Það verður að segjast eins og er, að eitt kjörtímabil - fjögur ár - er full skammur tími í starfi. Það tekur ærinn tíma fyrir menn að setja sig inn í gang mála og ná tökum á starfinu. Loksins þegar menn hafa öðlast reynslu og hæfni í starfi er þeirra tími út- runninn, sagði Sigfús, þegar hann var inntur eftir því hvort æskilegt væri að skipta með reglulegu millibili um bæjarstjóra. Undir þessa skoðun Sigfúsar tekur Kristján Guðmundsson. - Setjist alltaf nýr maður í stól bæjarstjóra eftir fjögurra ára tímabil, er hætt við því að þann hinn sama skorti þetta nauðsyn- lega bakland, reynslu og yfirsýn, sem menn þurfa að öðlast eigi þeir að geta sinnt þessu starfi sem best. Sigfús sagðist telja það miður heppilega þróun að skipt væri um bæjarstjóra með jöfnu millibili. - Ég óttast að það verði víða erfitt úti á landi að fá hæfa menn til að ráða sig upp á þau býti að þurfa að taka sig upp með fjölskyldu að fjórum árum liðnum. Það gegnir öðru máli ef bæjarstjórar eru valdir úr hópi sveitarstjórnar- manna, þá eru það heimamenn. Hverjir voru þeir? Fróðlegt er að skoða lítillega bakgrunn þeirra manna sem gegndu stöðu bæjarstjóra síðasta kjörtímabil, bæði hvað menntun áhrærir og fyrri störf, já að ógleymdu kynferðinu. Það er deginum ljósara að bæj- arstjórar síðasta kjörtímabils voru ekki kvenkyns. í hópi bæjarstjóranna þrjátíu var nefni- lega alls engin kona. Og það sem meira er, það virðist steftia í það sama nú. Eftir því sem næst verður kom- ist við lauslega athugun, eiga þeir sem lokið hafa prófum í við- skiptafræðum sýnu greiðastan aðgang í starf bæjarstjóra. Því næst koma þeir sem eru löglærðir og tæknifræðingar. Alls virðast um 60 prósent bæjarstjóranna hafa menntun í þessum greinum. Rúmur helmingur þeirra sem gegndu stöðu bæjarstjóra á síð- asta kjörtímabili, höfðu áður ver- ið í störfum hjá borg eða bæ. Nokkrir höfðu áður starfað sem sveitarstjórar, enn aðrir störfuðu áður sem bæjarritarar eða bæjar- tæknifræðingar. Enn aðrir komu úr röðum framkvæmdastjóra fyr- irtækja og nokkrir höfðu áður unnið við stjórnsýslu hjá ríkinu. Þá eru dæmi um að bæjarstjórar hafi áður verið útibússtjórar banka eða sparisjóða og kaupfé- lagsstjórar. Bakgrunnur þeirra bæjarstjóra sem voru valdir úr hópi bæjarfulltrúa er litlu fjöl- breyttari. Samkvæmt þessu er hinn vísi vegur til að komast í bæjarstjóra- stólinn sá að vera með próf í við- skiptafræðum, lögfræði eða tæknifræði og hafa unnið við stjórnsýslu af einhverju tagi ellegar að hafa veitt fyrirtækjum forstöðu. Eitt er víst að það telst ekki vænlegt til árangurs hyggist menn sækja um bæjarstjórastarf að vera kona eða vera ómenntað- ur og reynslaus á sviði stjórnsýslu og fjármálavafsturs. 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.