Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 23
MGURMAL HEIMIR MÁR PÉTURSSON Sálumessa í 15 þáttum yfir Andy Lou Reed og John Cale, stofnendur hljómsveitarinnar Velvet Und- erground, hafa nýlega sent frá sér plötu sem er ákaflega merkileg og það fyrir margra hluta sakir. Platan heitir „Songs For Drella" og er tileinkuð galdramanninum Andy Warhol, sem þeir félagar elskuðu og hötuðu og allt þar á milli. Titill plötunnar vísar til nafns sem Warhol tók sér einu sinni; Drella. En Drella varorðaleikur hjá Warhol, þarsem nafniðvarsettsaman úrtveimuröðrumnöfnum, DraculaogCinder- ella (Öskubuska). Þeir Reed og Cale kynntust í New York árið 1964. Þeir höfðu báðir fengið klassíska tónlistar- kennslu, Cale á fiðlu en Reed á píanó. Á þessum tíma sulluðu þeir í avant-garde list og Reed fékkst að auki við kveðskap. Eftir að hafa stofnað saman nokkrar hljómsveitir við fremur lítinn orðstír, varð Velvet Under- ground loksins til 1965. Hljóm- sveitin varð fljótlega húshljóm- sveit kaffihúss nokkurs í Green- wich Village sem heitir Café Biz- arre. Það var þar sem Andy War- hol leit inn eitt kvöld í hópi góðra vina og hreifst strax að Velvet Underground. Hann bauð þeim að spila við sýningar á kvik- myndaseríunni „Cinematique Uptight" og réð þá síðan í farand- og fjöllistasýningu sem hann kall- aði „The Exploding Plastic Inevi- table“. Kompaníið við Warhol gaf Velvet Underground mun meiri athygli en hljómsveitin naut ann- ars og þegar viðskiptum hljóm- sveitarinnar við Warhol lauk, minnkaði áhugi almennings á hljómsveitinni. Samband Reed og Cale við Warhol var storma- samt. Þetta var á tímum taum- lauss sukklifnaðar í bókstaflegri merkingu þess orðs og hvað varð- arhræringarílistinni. Sambandið var stutt því áður en hljómsveitin gaf út sína aðra og næstsíðustu plötu, „White Light, White Heat“, slitu þeir samskiptum við Warhol. Platan var tekin upp á einum degi í tómum hljómleikas- al og eftir að upptökum lauk, hætti Cale í hljómsveitinni. Allt til dauða Warhols 1987 töluðust Reed og hann varla við en War- hol vann áfram með Cale og hannaði fyrir hann nokkur plötu- umslög. Það slitnaði líka upp úr vinskap Reed og Cale, sem höfðu raunar alltaf átt stormasama vináttu og þegar þeir komu saman til að taka upp „Songs For Drella", höfðu þeir nánast ekkert talast við í tuttugu ár. Á „Drellu" má finna mikla eftirsjá hjá þeim fé- lögum að hafa ekki skynjað fyrr, svo vitnað sé í Reed, hversu mik- ill skóli það var fyrir þá að kynn- ast Warhol. Enda segir Reed að þeir Cale hafi í raun verið ne- mendur í Warhol-háskólanum. En Andy Warhol var heldur eng- inn venjulegur maður í umgengni og hafði lítinn tíma til að eltast við tilfinnignalega dynti í „ne- mendum sínum“. „Songs For Drella" er eignlega sálumessa yfir Andy Warhol í fimmtán þáttum. Á plötunni rekja þeir félagar í raun ævi popplistamannsins frá upphafi til endaloka. í fyrsta laginu er Andy Warhol ungur maður fullur ang- istar yfir því að króast af í „smá- bænum“ Pittsburgh. „Það kemur enginn Michelangelo frá Pitts- Lou Reed og John Cale komu saman eftir 20 ár og árangurinn varð meistaraverk. Á innfelldu myndinni má sjá Andy Warhol, kveikjuna að plötunni, „Songs For Drella". burgh“, segir meðal annars í text- anum þeim. Sagan heldur síðan áfram þar til í síðasta laginu „Hello It‘s Me“. Þar er gamii lærimeistarinn kvaddur og endað á þessum orðum, lauslega þýdd- um: „Jæja Andy, ætli við verðum ekki að fara að drífa okkur. Von- andi hefurðu einhvernveginn með einhverjum hætti haft gam- an að þessari litlu sýningu. Vertu sæll“. En í viðtali sagðist Lou Reed nokkurn veginn viss um að War- hol hefði fundið plötunni allt til foráttu væri hann lifandi, annað væri ekki Andy Warhol. Platan sjálf, burt séð frá því að vera sálumessa yfir Warhol, er tónlistarlega mjög merkileg. Af erlendum tónlistargagnrýnend- um er hún talin vera það besta sem Reed og Cale hafa gert í sam- einingu, en hér skal enginn slíkur dómur felldur. Tónlistin á „Drellu“ er súrsæt, hún er full af ofsa en hún hefur líka í sér stóran skammt af fínni nótum. Það eru engar trommur notaðar á plötu- nni en þess í stað fær gítarleikur Lou Reed og píanóleikur John Cale að njóta sín þeim mun bet- ur. Hljómurinn á „Drellu“ er ein- stakur og Lou Reed gefur sitt allra besta í sönginn. Það er ekki hægt að taka eitt eða fleiri lög sérstaklega út af „Drellu“, hún er í flokki örfárra platna sem maður hefur nennu í sér til að hlusta á frá upphafi til enda. Þegar þeir Cale og Reed þvældust um á sínum tíma í vinnustofu Warhols, Factory, innan um skara af furðufuglum, samdi Reed lag sem heitir „All Tomorrow's Parties“. „Songs For Drella“ er á vissan hátt óður til „allra partýa morgundagsins", því fortíðin er eina örugga fram- tíðin sem við þekkjum. Sálumessa Andy Warhols, Söngvar handa Drellu, er með allra bestu hvalrekum. Reed gaf út góða plötu í fyrra, „New York“. Hann nær enn hærra flugi með Cale á „Drellu", sem er eins og fullkomlega þroskaður ávöx- tur. Vonandi verður af frekara samstarfi með þeim félögum. es. Lou Reed brá sér annars í óvenjulegt hlutverk fyrir skömmu. Bandaríska tónlistar- tímaritið Rolling Stone óskaði eftir viðtali við forseta Tékkósló- vakíu, Vaclav Havel. Havel tók ekki illa í viðtal en sem gamall aðdáandi Velvet Underground setti hann það sem skilyrði að Lou Reed tæki viðtalið. Reed samþykkti síðan beiðni Rolling Stone um að taka viðtalið og sagði eftir heimkomuna að Havel væri hinn merkilegasti maður. „Það voru mikil forréttindi fyrir mig að hitta Havel, og ferðin til Tékkóslóvakíu er eitt það furðu- legasta sem hefur hent mig á lífs- leiðinni,“ sagði Lou Reed.^ Sirkusfólk, fangar sjómenn og fleira Það er til marks um töframátt frönsku hljómsveitarinnar Les Negresses Vertes, að hún hefur náð töluvert miklum vinsældum í Bretlandi, og það án þess að hafa fyrir því að snara textunum yfir á ensku. Ofugt við Islendinga þá finnst Bretum öll tónlist með út- lendum textum ómerkileg og það þarf mikið til að rjúfa þann for- heimskunnar múr. Enda er Bret- inn vanur því að vera skiljanlegur alls staðar á sínu eigin máli en landinn ekki. Les Negresses Vertes eru gest- ir Listahátíðar og halda tónleika á Hótel íslandi fimmtudaginn 14. júní. Hljómsveitin er annað hvort óbúin eða rétt nýbúin að taka upp sína aðra breiðskífu, þannig að líklega fáum við sem ætlum á tónleikana að heyra nýtt efni frá Grænu blökkukonunum. Tónlist Grænu blökkukvenn- anna er sérkennileg blanda af Þrír félagar Grænu blökku- kvennanna voru áður starfsmenn í Sirkus, þar sem þeir gerðu allt frá því að keyra trukka upp í það að sýna fimleika á hestum og stundum brugðu þau sér í gervi trúðsins. Þá má finna í hljóm- sveitinni fyrrverandi sjómann, tvo fyrrverandi málara, förðun- armeistara og einn hefur setið í tukthúsi. Textar hljómsveitarinnar eru fullir af svörtum húmor, súrreal- isma og óræðum meiningum. Það er sungið um rónann sem gengur um götur Parísar undir leiðsögn flækingshunds og fluguna Zobi sem reynt hefur ýmislegt um dag- ana. Efni textanna sækir hljóm- sveitin oft í eign lífsreynslu með- limanna en ímyndunaraflið leikur sér með þá lífsreynslu og leikur lausum hala, hvort sem verið er að syngja um raunveru- lega atburði eða ekki. Sá sem hér skrifar þorir án þess að blikna að lofa góðum og senni- lega einstökum tónleikum á fimmtudag. Það spillir heldur ekki að stórsveitin Júpíters hitar upp fyrir Les Negresses Vertes. Júpíters er kannski sú hljómsveit sem kemst næst því að líkjast Les Negresses hér á landi, þótt hljóð- færaskipan sé önnur og söngur enginn hjá Júpíters. Tvær stór- sveitir á einu kvöldi ættu að koma blóðrásinni af stað. -hmp Les Negresses Vertes var sú hljómsveit sem gerði einna mesta lukku á Hróarskelduhátíðinni í fyrra. Þaö verður væntanlega enginn svikinn af tónleikum þeirra á Hótel íslandi. rokki, blús og djass, sem aftur er blandað saman við tónlist götu- leikhúsa og fjölleikahúsa. Hljómsveitin notast nær ein- göngu við órafmögnuð hljóðfæri, en það er engin hætta á að það setji einhvern útilegublæ á tón- leikana á fimmtudaginn, þar sem að minnsta kosti tólf manns eru í hljómsveitinni. En í gegnum tíð- ina hefur meðlimafjöldi verið nokkuð á reiki. Grænu blökkukonurnar eru þekktar fyrir að leika af fingrum fram á tónleikum, þannig að þeir sem kannast við lög hljómsveitar- innar gætu átt í erfiðleikum með að kannast við þau sem sömu lög- in. Meðlimir hljómsveitarinnar eiga margbreytilegan feril að baki. Aðalsöngvari hennar, Helno, söng með andspyrnu- pönksveitinni Berurier Noir en flestir hinna voru að stíga sín fyrstu skref í tónlistarheiminum þegar þeir gengu í Grænu blökkukonurnar. <r Föstudagur 8. júní 1990 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.