Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 8
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjórí: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: Sigurður A. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjórí: Olga Clausen Afgreiðsla: « 68 13 33 Auglýsingadeild: = 68 13 10-68 13 31 Símfax: 68 19 35 Verð: 150 krónur í lausasölu Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Síðumúla 37,108 Reykjavík Evrópa framtíöar Þegar menn ræða um Evrópusamstarf og hlut ís- lands í því gleymist stundum um hvaða Evrópu verið er að ræða. Evrópa framtíðarinnar verður að minnsta kosti að einu leyti gerólík þeirri álfu sem við teljum okkur þekkja núna: Hlutföll aldurshópa, kynja, trúartiragða og ekki síst kynþátta verða bersýnilega afar frábrugðin því sem tíðkast hefur lengst af. Munurinn á íslenskri þjóð og blöndunni í Evrópu á eftir að stóraukast. Fjögur einkenni verða ríkjandi í mannlífi Evrópu á næstu öld, að mati ýmissa félagsvísindamanna núna. í fyrsta lagi breytist samsetningin á vinnumarkaðnum. Hlutfall þeirra sem eru 45-65 ára verður ekki 32% eins og árið 1980, heldur um 41%. í öðru lagi verða konur#mun fleiri í hópi aldraðra en nú, vegna hærri ævilíkna. í þriðja lagi eykst meðalaldur þeirra sem eru á eftiriaunaaldri. Tölumar sýna örar breytingar: Árið 1950 var 8,1 miljón manna í iðnríkjun- um yfir áttrætt, árið 1985 var sú tala komin í 24 miljónir, en árið 2025 er búist við að 47 miljónir manna í iðnríkj- unum verði komnar á níræðisaldurinn. Vitað er að um- önnun og sjúkrahúsvist verður dýrari í hlutfalli við aldur, og eykst að mun eftir að áttræðu er náð. Og í fjórða lagi kemur nú til sögunnar alveg nýtt fyr- irbæri: ( mörgum Ijölskyldum framtíðar verða margar kynslóðir ellilífeyrisþega, og þessi staðreynd felur í sér mýmörg vandamál af sálfræðilegum og fjárhagslegum toga. Fyrirsjáanlegt er að það reynir á siðferðisstyrk og samheldni í svonefndum velferðarþjóðfélögum samtím- ans, þegar til þess kemur að sífellt minni hluti þegnanna heldur uppi auknum fjölda þeirra, sem lítið leggja til þjóðarbúanna. Og augljóst er, að aukin áhersla ákveð- inna stétta á einkaskóla, einkasjúkrahús og einkadval- arheimili fyrir aldraða er til komin m.a. vegna óttans um að opinberar stofnanir framtíðar hljóti að verða frum- stæðari og fátækari en nú tíðkast. Þannig er verið að búa í haginn fyrir og tryggja jafn örugga stéttaskiptingu æskunnar og ellinnar. Það kristna siðferði sem hefur að þungamiðju ómet- anlegt gildi hvers einstaklings hefur víða verið einn traustra bakhjaria jafnaðar og jafnréttis í vestrænum þjóðfélögum. En þetta atriði verður heldur ekki sjálfgef- in trygging í Evrópu framtíðar, kristið gildismat er ekki lengur ráðandi hugmyndafræði í Evrópu. Auk þess sem aðrar viðmiðanir efnishyggju og tækniveldis hafa yfir- gnæft hana, telur m.a. franski framtíðarfræðingurinn J. Lesoume raunhæft að reikna með því að árið 2025 muni á bilinu 20-50 miljónir Evrópubúa aðhyllast Islam, eða á bilinu 7-15%. Loks er að nefna þann þáttinn sem ef til vill kann af- drifaríkastur að verða fyrir Evrópuþjóðir, þ.e.a.s. stór- aukna ásókn fólks frá þriðja heiminum, hvort sem það kallast innflytjendur eða flóttamenn. Staðbundnar um- ræður eins og nú tíðkast um það hvort leyfa skuli slíkan innflutning eða ekki, mega sín hugsanlega lítils gagn- vart staðreyndunum sem við blasa og þriðji heimurinn nýtir í sinni röksemdafærslu. Þjóðfræðingartala um yfir- vofandi þjóðflutninga, innflytjenda-innrásir í Evrópu, sem enginn geti stöðvað, enda verði þær studdar af al- menningsálitinu í heiminum. Boumediennea, forseti Alsír, orðar þetta mjög skýrt og hreinskilnislega: „Við hljótum að gera ráð fyrir því, að amk. nokkrar þjóðir þriðja heimsins krefjist aðgangs að norðursvæðum jarðar, einfaldlega með tilvísun til al- mennra mannréttinda.” Það Evrópusamfélag menningar og mennta sem margir þrá að skutla íslandi inn í, verður hugsanlega ólgandi blanda ólíkra viðhorfa og annars gildismats, sem kann að reynast okkur afar framandi og reyna á aðra þætti íslensks þjóðemis en oftast er rætt um. Mannréttindakrafa um athafnarými fyrir þjóðir þriðja heimsins setur nýjan svip á umræðuna um efnahags- og atvinnumál og sjálfsforræði einstakra Evrópuríkja. Allt þetta hljóta íslendingar að reyna að meta í heildar- myndinni af því, hve þéttskal tengjast í Evrópusamvinn- unni. ÓHT Barátta viö klerka Elín Esmat Paímaní Braga- son er írönsk kona, en er ís- lenskur rikisborgari og gift ís- lenskum manni. Hún er ný- komin heim firá íran, föðurlandi sínu, þar sem henni var haldið nauðugri í heilt ár. Nýtt Helgarblað hafði sam- band við Elínu og sagði hún for- sögu þess máls vera þá að þegar hún bjó í íran eignuðust hún og bróðir hennar hús, sem skráð var á hennar nafn. Þegar hún svo flutti til Islands, sem gerðist árið 1974, hófust miklar deilur milli bróður hennar og íranskra yfir- valda. Elín og Qölskylda hennar eru Bahá’í-trúar, sem ájitin er hrein og klár villutrú í íran og allir þeir sem aðhyllast þá trú eru bæði ofsóttir og fordæmdir. Irönsk yfirvöld, með Khomeini yfirklerk í forystu, kröfðust þess að bróðir Elínar léti hús sitt af hendi, þar sem það væri ekki á hans nafni, ellegar hlyti hann verra af. Það var af og frá að fá það í gegn að fá hans nafn skráð fyrir eigninni, þar sem Bahá’íar eru nánast réttlausir. Bróðir Elínar og fjölskylda hennar í Iran báðu hana þá að koma út til að reyna að leysa málið. Hún var hins vegar mjög Elín Esmat Paímaní Bragason ásamt eiginmanni sínum, Baldri B. Bragasyni. Mynd: ÓHT. íslenskum ríkisborgara haldið nauðugum í íran í heilt ár treg til þess, því hún vissi sem var að ef hún léti sjá sig í Iran, væri ekki öruggt að hún kæmist aftur heim til Islands. Irönsk yfir- völd myndu ekki samþykkja það að íslenskur ríkisborgari kæmi og ráðstafaði eignum sínum, og færi síðan aftur. Eftir margra ára þref og hug- arangur ákvað Elín að fara til Irans, því yfirvöld þar höfðu sett bróður hennar og fjölskyldu afar- kosti. Annaðhvort léti hann hús- ið af hendi eða honum yrði hent út á götuna. Hún þorði þó ekki að fara með sitt íslenska vegabréf, því þá myndi hún ekki einu sinni komast inn í landið, hvað þá út. Elín fór því til systur sinnar sem býr í Grikklandi og náði sér í er- lent vegabréf. Þaðan fór hún til írans. Hún komst inn í landið, en út skyldi hún ekki komast að áliti yfirvalda. Elín hóf þegar baráttu sína vegna hússins, en það gekk hvorki né rak. Hún fékk engu á- orkað og sá ffam á að svo myndi verða áfram. Hins vegar vildu írönsk yfirvöld allt fyrir hana og bróður hennar gera, ef þau af- neituðu trú sinni og gerðust mú- hameðstrúar. Þá hefði allt gengið í gegn, en það voru þau síst af öllu tilbúin að gera. Þá sá hún að við svo búið mátti ekki standa og ákvað að reyna að komast heim. En það var hægara sagt en gert. I heilt ár barðist hún við írönsk yfirvöld, sem sannarlega eru ekkert lamb að leika sér við. Það vissi hún sannarlega fyrir, en fékk heldur betur að kenna á harðneskju þeirra. Elín ferðaðist á milli borga, mörg hundruð kílómetra dag eftir dag, til að reyna að fá lausn á sínum málum og komast úr landi. Henni var algerlega meinað að fara frá íran, og ekkert gekk þar til Sameinuðu þjóðimar gengu í málið og þrýstu á yfir- völd í íran. Alþjóðleg samtök Bahá’ía beittu einnig þrýstingi sínum og sem fyrr er sagt komst Elín við illan leik úr landi eftir heilt ár. Þaðan komst hún til Bretlands, en þar sem hún hafði ekki vegabréfsáritun þangað né til íslands, bað eiginmaður henn- ar, Baldur Bragason, sendiherra ísíands í Bretlandi um aðstoð. Elín komst þá inn í Bretland og þaðan til íslands. Af húseign þeirra systkina er það að segja, að staðan er ó- breytt, og þau mega búast við því að eiga áfram í baráttu við hin harðskeyttu yfirvöld klerkanna í Iran. ns. Helgarveðrið Horfur á laugardag og sunnudag: Breytileg átt, yfirleitt fremur hæg. Skúrir víða um land og líklega þokuloft við N- og A-ströndina. Hiti 8-15 stig að deginum. 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.