Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 17
Frá Ólafi Gíslasyni, fréttaritara Þjóðviljans í Porto Verde Paul Scarrott sveiflaði víga- legur um sig axlafullri fimm lítra flösku af ítölsku víni og bar breska fánann á báðum öxlum þegar ítalska lögreglan stöðvaði hann á jámbrautarstöðinni í Róm í gær. Hún hafði þekkt manninn á húðflúrinu sem hann bar á neðri vör með nafni og merki eflirlætis knattspymuliðsins: Nottingham Forest. Hann er ókrýndur kon- ungur bresku hooligananrt'a, sem hingað flykkjast þessa dagana vegna heimsmeistaramótsins í knattspymu sem hefst á morgun. Hann var kominn í friðsömum til- gangi, sagði hann, hann ætlaði bara að lumbra á Hollendingun- um þegar þeir kæmu, þeir væm úrþvætti sem ættu skilið að fá það óþvegið. Paul Scarrott varð af því gríni og var íyrsti gestur Heimsmeist- arakeppninnar að fá ókeypis ferð heim á kostnað italska ríkisins. Ólympíuleikvangurinn ( Róm var lagfærðurfyrir 11 miljarða króna en stenst samt ekki öryggiskröfur. Mondiali 90 talið af því sem fótboltaunnendur geta unað við, milli þess sem þeir em límdir við hvíta boltann á græna vellinum. Italir em ekki á einu máli um fótboltastandið frekar en annað, og einhver lét þau orð falla nýver- ið, að knattspymuæðið væri fyrst og fremst tii þess fallið að fylla tómar sálir og fá þær til þess að gleyma þeim tima sem þær ann- ars geta ekki varið til skynsam- legra hluta sakir vanmáttar og niðurlægingar. Ekki er laust við að framkoma bresku hooligan- anna styðji þessa kenningu, og víst er það, að íbúar Napólí hafa oft fundið sér tilefni til að gleyma amstri daganna og niðuriægingu í frækilegum afrekum Maradona og félaga á fótboltavellinum. Það er hins vegar óvíst hvort húsmæð- umar í Napólí, sem undanfama daga hafa dundað sér við að hlaða götuvígi í vatnsleysinu, muni gera sér að góðu að gleyma sér yfir sjónvarpinu þegar þær þurfa Knattspyrnuæðið skellur á Með þessu atviki má segja að MONDIALI 90, Heimsmeistara- mótið langþráða, hafi hafist hér á Italíu, þrem dögum á undan áætl- un. Reyndar höfðu þrír piltar ffá Bretlandi verið settir í fangelsi fá- einum dögum fyrir að leggja hót- elherbergi í rúst. Þeir vom líka að búa sig undir heimsmeistara- keppnina. Peningaregn og gríðarlegt umstang Undirbúningur þessa mikla í- þróttaviðburðar hafa staðið yfir í rúm 3 ár hér á Italiu, og áreiðan- legar heimildir segja að hann hafi kostað upphæð sem nemur 500 miljörðum ísl. króna eða 10.000 miljörðum líra. Annað eins pen- ingaregn hefúr varla þekkst i sögu íþróttanna og hafa athafnamenn hér í landi varla haft við að koma ílátum sínum undir þessa miklu úrkomu. íþróttamannvirkin sem byggð voru í þeim 12 borgum sem hýsa keppnina kostuðu samkvæmt nýj- ustu tölum 1063 miljarða líra (53 miljarða króna) og voru þó ekki öll kurl komin til grafar. Fimm þúsund byggingaverkamenn hafa unnið baki brotnu að þessu verk- efni síðustu 2-3 árin, og kostaði það 678 vinnuslys, þar af 24 dauðaslys. Nær öll fyrir van- rækslu verktaka, sem ekki hafa sést fyrir í keppninni um miljarð- ana. Það er kannski dæmigert fyr- ir hvemig að þessu var staðið, að áætlaður kostnaður við breytingar á Olympiuleikvanginum í Róm var 4 miljarðar ísl. kr. en kostnað- ur er nú kominn upp í 11 miljarða. Völlurinn var vígður af Jóhannesi Páli páfa fyrir fáeinum dögum, en í blöðunum í gær var síðan skýrt frá því að þrátt fyrir þennan mikla kostnað stæðist völlurinn ekki ör- yggiskröfur og yrði því rekinn Ruud Gullit hefur verið meiddur um langt skeið en er nú tilbúinn I slaginn um gullbikarinn fína. samkvæmt sérstakri undanþágu innanrikisráðherrans. Þótt þessi dýrasti íþróttavið- burður allra tíma kallist Heims- meistarakeppni, þá em þátttöku- ríkin ekki nema 24. Sjötíu og átta þjóðir höfðu helst úr lestinni í for- keppni. Engu að síður er þess vænst að enginn íþróttaatburður sögunnar muni fá aðra eins at- hygli meðal þjóðaheims. Sýning- arréttur hefur verið seldur til 150 sjónvarpsstöðva í 6 heimsálfum, og er þess vænst að áhorfenda- fjöldi muni slá öll fyrri met. A sjöunda þúsund blaðamanna hef- ur verið úthlutað skirteini á leik- ana, og þess er vænst að upplag blaða og tímarita sem fjalla urn atburðinn muni stóraukast. Framkvæmdimar sem fylgt hafa undirbúningnum felast ekki bara í byggingu nýrra og glæsi- legra íþróttamannvirkja. Vegir, hraðbrautir, hraðlestir og neðan- jarðarlestir hafa verið lagðar, bílastæði mdd, vegaþjónusta bætt, hótelbyggingum fjölgað og fjarskiptamiðstöðvar byggðar fyrir sjónvarpsstöðvamar 150 og allan blaðamannaskarann. í heil- an mánuð eiga augu heimsins að beinast að Ítalíu, allt til úrslita- leiksins í Róm þann 8. júlí. Verkföll og skæruhemaður Þótt augljóst sé af öllum und- irbúningi að margir hafa lagt sig fram um að það andlit sem Italía sýnir nú umheiminum verði slétt, fellt og hmkkulaust, þá em Italir engu að síður þannig gerðir að þeim er ekki tamt að sýna sam- stöðu í yfirdrepsskapnum. Og mörg af vandamálum ítalsks sam- félags munu blasa við gestum á Heimsmeistaramótinu, og kunna sum þeirra að valda óþægindum. Þannig sáu járbrautarstarfsmenn sér leik á borði og hótuðu að lama samgöngukerfið yfir mótsdagana Gary Lineker er mikill markahnókur og gæti fleytt Englendingum yfir marga hindrunina, td. Hollendinga. ef kjör þeirra yrðu ekki bætt. Rík- isstjómin var ekki fyrr búin að setja lög á jámbrautarstarfsmenn en starfsfólk á listasöfnunum í Flórens og Mílanó hófú skyndi- verkfoll og hótuðu að loka söfn- unum fyrir gesti yfír heimsmeist- arakeppnina. Alvarlegast er þó ástandið í Napólí, þar sem ibúar borgarinnar em lagstir í skæmhemað gegn borgarstjóm kristilegra og sósí- Fréttabréf frá Ítalíu alista. Ástæðan er sú að í stómm hluta borgarinnar hefur ekki kom- ið annað en brúnleit leðja eða skólp úr krönum borgarbúa. Borgarstjórinn og borgarstjómar- meirihlutinn sögðu af sér í gær og verkalýðsfélög hafa boðað til allsheijarverkfalls á morgun. Svo virðist sem enginn vilji eða geti tekið ábyrgð á þessu alvarlega á- standi, og má með sanni segja að ógæfu þessarar eitt sinn fogru borgar verði allt að vopni. Ríkis- stjómin og ráðherramir vilja ekk- ert af málinu vita, og félagi Occhetto, formaður Kommún- istaflokksins, sagði þegar hann heimsótti Napólí í gær, að rikis- valdið ætti greinilega ekki heima i þessari borg. Það væri víðs fjarri. Og þó er Napólí ekki nema 200 km frá Róm. Ekki bara fótbolti En þrátt fyrir öll þessi vand- kvæði mun Italía leitast við að skarta sínu fegursta yfir þessa fót- boltadaga, ekki bara á íþróttaleik- vöngunum dým, heldur ekki síð- ur með sinni óviðjafnanlegu nátt- úmfegurð og með listafjársjóðum sínum og menningararfi sem á ekki sinn líka á byggðu bóli. Maradona hinn argentínski var helsta stjaman á HM 1986 og gæti endurtekiö þannleik núna. Ýmislegt hefur verið gert til þess að auðvelda mönnum að- gang að menningunni og ýmsir merkir menningarviðburðir standa nú fýrir dymm. Svo aðeins séu nefnd örfá dæmi, þá er verið að opna Sýningarhöllina í Róm um þessar mundir eftir margra ára viðgerð. Þar verður merk yfirlits- sýning á verkum flæmska málar- ans Rubens, auk þess sem tveir af kunnustu nýlistamönnum ltala, Michelangelo Pistoletto og Schifano sýna þar verk sín. I ráð- húsinu í Flórens hefur verið sett upp merk sýning á málaranum Masaccio og samtimamönnum hans í Flórens á fyrri hluta 15. aldar. 1 Feneyjum stendur Biennal- inn yfir með því nýjasta sem er að gerast í myndlistinni um allan heim, og í Napólí er Suður- Biennalinn, þar sem Arte povera er rikjandi eins og við á í þessari fátæku og vatnslausu borg, sem gjaman hefur búið við andríki sem er í öfugu hlutfalli við efhis- lega velferð. Enda munu Napólí- búar státa af myndarlegustu tón- listarhátíðinni sem fram fer í Pompei yfir heimsmeistaramóts- mánuðinn. Þar munu koma fram meistarar á borð við Claudio Abbado, Lorin Maazel og Liza Minelli. Auk þess mun leikstjór- inn firægi, Giorgio Strehler, standa fýrir leiksýningu eftir Edu- ardo De Filippo í Pompei. Af öðrum tónlistarviðburðum yfir heimsmeistaradagana má nefna jazzhátíð og óperusýningu á Aidu í rómverska hringleika- húsinu í Verona, píanótónleika Ashkenazys í Flórens, söngtón- leika Katíu Ricciarelli í Udine, auk þess sem Kristján Jóhannsson mun syngja við ópemna í Cagiiari um þessar mundir. Ólík sjónarmið Hér hefúr fátt eitt verið upp Glen Hysén hinn sænski er helsta von Noröuríandabúa um að komast i snertingu við bikarinn, en veik þó. Föstudagur 8. júní 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA17 að fara að þvo hvítu skyrtumar piltanna sinna úr brúnleitu skolpi borgarstjómarinnar sem stokkin er frá borði. Það er í rauninni ekkert auð- veldara en að fá óbeit og fýrirlitn- ingu á öllu knattspymuæðinu eins og það leggur sig, en hitt er öllu erfiðara að skilja til fulls allar þær bældu ástriður sem þama bijóta sér leið úr ólíkum áttum og eftir ólíkum farvegum en beinast allar að þessum ómótstæðilega hvíta bolta á grænum velli. Hver ber sigur af hólmi í þeim leik og hvað felur sá sigur í sér? leikirnir Sjónvarpiö sýnir 34 af 52 leikjum keppninnar, þar af 32 í beinni út- sendirtgu en tveir leikir (Argentlna/ Rúmenía og Italfa/Tékkósióvakía) verða teknir upp og sýndir f dag- skráriok. Hér fer á eftir listi yfir sjón- varpsleikina til að auðvelda lesend- um skipulagningu sumarfrísins: Undankeppnin: Fös. 8.6. k). 15.10: Setnlngamátíðin Fös. 8.6. kl. 15.45Argentlna/Kamerún Lau. 9.6. ki. 14.45: Sovétríkin/Rúmenla Sun. 10.6. Id. 14.45:Bandarikin/Tókkósl. Sun, 10.6. k$. 18.45: Brasilía/Svtþjóð Mán. 11.6. kJ. 14.45: Kosta Ríka/Skotiand Mán. 11.6. kj. 18.45: Ertgiand/lrland Þri. 12.6. kl. 14.45: Belgía/Suður-Kórea Mið. 13.6. M. 14.45: Úrugvaa/Spánn Mið. 13.6. id. 18.45: Argentfna/Sovétrfkin Fim. 14.6. k). 14.45: Júgóslavia/Kólumbta Lau. 16.6. td. 14.45: Brasilla/Kosta Rika lau. 16.6. Id. 18.45: Engtand/Holland Mán. 18.6. kl. 22.10: Argentfna/Rúmenía Þri. 19.6. k). 14.45: Þýskaland/Kólumbla Þri. 19.6. k). 23.10: Italfa/Tékkóslóvakía Mlð. 20.6. M. 18.45: Brasitía/Skotland Fim. 21.6. M. 14.45: Belgla/Spánn Fim. 21.6. M. 18.45: Írfand/Holland Mílliriðlar: Lau. 23.6. tó. 14.45: Lau. 23.6. M. 18.45: Sun. 24. 6. M. 14.45: Sun. 24.6. M. 18.45: Mán.25.6. kl. 14.45 Mán.25.6. M. 18.45 Þri. 26. 6. kl. 14.45: Þri.26.6. M. 18.45: Fjórðungsúrsltt: Lau. 30.6. kt. 14.45: Tórinó/Veróna Lau. 30.6. ki. 18.45: Genúa/Róm Sun. 1.7.kl. 14.45: Bari/MDanó Sun. 1.7. M. 18.45: Napóli/Bologna Undanúrslit: Þri. 3. 7. M. 17.45: Flórens/Röm Mið. 4.7. M. 17.45: Mílanó/Napóii Úrsllt Lau. 7.7. H. 17.45: 3.sætið Sun. 8.7.M. 17,45: l.saetið B-1/A-, C- eða Ð-3 A-1/C-2 C-1/A-, C- aða D-3 D-1/B-, E- eða F-3 F-2/B-2 : A-1/0-, D- eða E-3 E-1/D-2 F-1/E-2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.