Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 16
Fimm vikna fótboltaveisla Landslið 24 þjóða heija í dag keppni um heimsmeistaranafnbótina á Ítalíu. Heimamenn sigurstranglegir en margir aðrir koma til greina Verða Gianluci Vialli og hinir miljónadrengimir frá ftaltu heimsmeistarar eða þurfa þeir að láta bikarinn úr landi, td. til Brasilíu, Hollands eða Þýskalands? I dag kl. 15.10 að íslenskum tíma hefst setningarfiátíð 14. heimsmeistarakeppninnar í knattspymu en keppnin verður sett á Ólympíuleikvanginum í Róm. Keppt verður í tólf ítölsk- um borgum og alls fara ffam 52 leikir áður en úrslitin liggja fyrir klukkan rétt fyrir átta að kvöldi þess 8. júlí. Alls taka 24 Iandsiið þátt í úr- slitakeppninni: ljórtán lið frá Evr- ópu, fjögur frá Suður-Ameriku, tvö frá Norður- og Mið-Ameríku, tvö frá Afríku og tvö frá Asíu. Liðunum er í upphafi skipt niður í sex riðla þar sem allir keppa við alla. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram ásamt með fjórum þeirra sex liða sem lenda í 3. sæti hvers riðils. Sextán lið keppa því í milliriðlum, átta kom- ast í fjórðungsúrslit, fjögur i und- anúrsiit og tvö í úrslit. Um allan heim er spáð og spekúlerað í úrslitum keppninnar en búast má við að þeir sem fylgj- ast með keppninni verði taldir í miljörðum. I síðustu keppni sem fram fór í Mexíkó árið 1986 fylgdust 580 miljónir manns með Argentínumönnum leggja Vest- ur-Þjóðveija að velli í úrslita- leiknum en alls voru sjónvarpsá- horfendur að leikjum keppninnar þá 12,8 miljarðar. Að sjálfsögðu eru margir kall- aðir þótt einungis tvö lið séu út- valin í úrslitaleikinn. Ef marka má spá sænskra landsliðsmanna verða það Brasilíumenn sem bera sigurorð af ítölum í úrslitaleikn- um. Þessi tvö lið voru í sérflokki í spádómum Svíanna. Ýmis önnur lið munu þó reyna að komast á völlinn í Róm þann 8. júlí. Hér verður getið um þau helstu og spáð í riðlakeppnina sem hefst í dag. A-riöill I A-riðli eru það að sjálfsögðu heimamenn sem verða að teljast líklegastir til afreka. ítölsk knatt- spyma hefur verið í geysilegri uppsveiflu síðustu árin eins og best sést á því að ítölsk Iið unnu öll þijú Evrópumótin nú í vor og í EUFA-keppninni léku tvö ítölsk lið til úrslita. Að því ber þó að gæta að fjölmargir erlendir stjömuleikmenn keppa með ítölskum liðum og þeir koma ekki ítalska landsliðinu til góða. En Italir eiga marga snjalla knatt- spymumenn og þar fara ffemstir sóknardúettinn Roberto Baggio og Gianluca Vialli. Baggio er dýr- asti leikmaður veraldar því hann var nýlega keyptur frá Firoentina til Juventus fýrir 1.260 miljónir íslenskra króna. Vialli er raunar litlu ódýrari því AC Milan bauð 1.075 miljónir fyrir hann en Sampdoria neitaði að selja. Í þessum riðli leika einnig ná- grannamir Austurríkismenn og Tékkar. Þeir fyrmefndu máttu teljast nokkuð heppnir að komast til Ítalíu og ég myndi veðja á Tékka sem hafa verið í sókn að undanfömu. Bandaríska landslið- ið er ekki líklegt til að gera stóra hluti á Ítalíu, til þess er íþróttin of ung vestanhafs. B-riöill Þótt undirritaður hafi hrifist af sovéska landsliðinu eins og það hefúr leikið undanfarin ár verða núverandi heimsmeistarar Argentínu með Armando Diego Maradona í broddi fylkingar að teljast sigurstranglegastir í þess- um riðli. Maradona var óumdeild stjama síðasta heimsmeistara- móts og spumingin er hvort hann er í nógu góðu formi til að endur- taka leikinn. Víst er um að hann er einn af örfáum Ieikmönnum sem geta unnið leiki upp á eigin spýtur og þótt hann hafi bætt á sig nokkmm kílóum frá 1986 er hann í góðu formi auk þess sem hann leikur tvo af þremur leikjum riðlakeppninnar á heimavelli sín- um í Napolí. Sovétmenn hafa valdið nokkrum vonbrigðum síðan þeir urðu í öðm sæti Evrópukeppni landsliða en takist þeim vel upp em þeir til alls vísir. Sama máli gegnir um Rúmena sem em óút- reiknanlegir. Þeir eiga nokkra snjalla leikmenn, menn eins og Georghe Hagi og Marius Lacatus, sem geta valdið usla í hvaða vöm sem er. En ætli þeir verði ekki að bíta í gras andspænis Sovétmönn- um og Argentínu. Eins og Kamer- ún sem að vísu kom á óvart í keppninni 1982. C-riðill Brasilíumenn em að vanda með eitt sterkasta liðið í keppn- inni. Þar fara fremstir menn á borð við Careca sem leikur með Napolí, Romario sem leikur með PSV Eindhoven, Bebeto og nýju stjömuna Mazinho en þeir leika saman hjá Vasco da Gama. Ekki má gleyma því að gamalt vanda- mál Brasilíu, markvarslan, virðist nú vera úr sögunni með tilkomu markvarðarins Taffarel sem heför blómstrað á síðustu ámm. Svíar em einir Norðurlanda- þjóða með í HM og þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu sinn riðil í und- ankeppninni, þótt þar væri meðal annarra liða Englendingar. Svíar eiga marga góða leikmenn sem leika með evrópskum liðum, menn á borð við Johnny Ekström sem leikur með Cannes, Glenn Hysén hjá Liverpool og félagana Mats Magnusson og Jonas Them hjá Benfica. Varla tekst þeim þó að slá Brasilíumönnum við en þeir em vísir til að slá Skota út úr keppninni. Mo Johnston og félag- ar í skoska landsliðinu hafa verið ffemur mistækir undanfarin ár og senmlega verður skortur á stöð- ugleika þeim að falli eins og stundum áður. Og þótt Kosta Rika hafi unnið sinn riðil í Norð- ur- og Mið-Ameríku er ólíklegt að þeir geri nokkrum glennu í þessum riðli. D-riðill Vestur-Þjóðveijar hafa leikið til úrslita árin 1982 og 1986 án þess að sigra og em því eflaust orðnir langeygir effir titlinum. Beckenbauer keisari hefúr verið á réttri leið með liðið sem skartar stjömum á borð við Lothar Mat- haus, Andreas Brchme og Jiirgen Klinsmann sem leika með Inter Milan, Rudi Völler sem leikur með Roma og nýliðinn Andy Möller sem leikur með Bomssia Dortmund. Enginn skyldi þó vanmeta Júgóslava sem náðu bestum ár- angri allra landsliða í undan- keppninni í Evrópu. Þar em nokkrir kunnir leikmenn eins og Srecko Katanec sem við sáum fyrir skemmstu leika með Samp- doria, Safet Susic sem leikur með Paris St. Germain, Dragan Stoj- kovic og Refik Sabanadzovic sem leika með Rauðu stjömunni í Bel- grad. Kólumbíumenn hafa aðeins einu sinni áður komist í loka- keppni HM. Það var árið 1962 og þá kvöddu þeir án þess að komast áfram. Þeirra stærsta nafn er Car- los Valderrama sem hefur verið kosinn knattspymumaður ársins í Suður-Ameríku og er ofl líkt við Ruud Gullit vegna hárgreiðslunn- ar. Asamt með Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum má búast við að Kólumbía eigi undir högg að sækja í D-riðli. E-riðill Spænski fótboltinn á það sameiginlegt með þeim ítalska að þar er lítill skortur á peningum. Fyrir vikið skarta flest bestu liðin dýmm erlendum stjömum. En Spánverjar eiga sjálfir góða leik- menn og fer þar fremstur Emilio Butragueno, Gammurinn, sem leikur með Spánarmeistumnum í Real Madrid. í keppninni 1986 vom Spánveijar óheppnir að tapa vítaspymukeppni við Belga og nú lenda þeir i riðli með Belgum. Þá þótti lið Belga vera í eldri kantin- um en samt sem áður em burðar- stoðimar þá, Jan Ceulemans og Eric Gerets, enn í fullu fjöri. Þeir hafa fengið til liðs við sig unga markahróka á borð við Marc van der Linden, Patrick Vervoort og Marc de Grijse sem allir leika með Amóri Guðjohnsen í Ander- lecht. Umgvæmenn unnu heims- meistarakeppnina í fyrsta sinn sem hún var haldin, enda vom þeir þá á heimavelli. Árangur þeirra í síðustu mótum hefúr ekki verið ýkja góður og eflaust muna margir eftir leiknum sem þeir töp- uðu fý-rir Dönum í Mexíkó 1986 en sá leikur fór 6-1. Þeirra þekkt- asti leikmaður er Enzo Frances- coli sem nú leikur með Marseilles og hefur affekað það að ýta bæði Pierre Littbarski og Klaus Allofs út úr liðum. Umgvæmenn gætu sem best velgt bæði Spánveijum og Belgum undir uggum en lítil von er til þess að lið Suður-Kóreu nái langt í keppninni. F-riöill Þá er komið að riðlinum sem leikinn er á ítölsku eyjunum Sar- diníu og Sikiley. Ástæðan er sú að fylgjendur landsliða Englands og Hollands em þekktir óróaseggir og ítölsk yfirvöld láta einskis ófreistað til að koma í veg fyrir ólæti á völlunum. Fimmtíu for- ingjar úr herlögreglunni vom sendir til Englands i því skyni að kynna sér hvemig farið er með íþróttabullur þar í landi. Vonandi tekst þeim ætlunar- verk sitt og þá gæti þessi riðill orðið sá alfjömgasti. Hollending- ar em núverandi Evrópumeistarar og þeir hafa einokað kjör knatt- spymumanns Evrópu undanfarin ár. Þar fara fremstir tríóið frá AC Milan, Ruud Gullit, Marco van Basten og Frank Rijkaard, og ekki má gleyma Ronald Koeman sem leikur með Barcelona. Þegar þessum mönnum tekst vel upp stenst þeim enginn snúning auk þess sem þeir leika einhvem feg- ursta fótbolta sem fýrirfinnst. Englendingar munu alveg ör- ugglega veita Hollendingum harða keppni. Þar er stjömufans mikill á ferð, menn eins og John Bames frá Liverpool, Gary Lineker frá Tottenham, Chris Waddle frá Marseilles að ógleymdum fyrirliðanum Bryan Robson frá Manchester United og markverðinum Peter Shilton frá Derby, sem er að öllum líkindum aldursforseti keppninnar, fertug- ur. írar eiga óútreiknanlegt lið sem nú tekur þátt í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Þeir stóðu sig vel í Evrópukeppninni fýrir tveimur ámm og þykir Jack Charlton þjálfari hafa náð góðum árangri með liðið. í leikmanna- hópnum em þekktir menn úr enska boltanum, menn eins og Ronnie Whelan og Ray Houghton úr Liverpool, Paul McGrath og Tony Cascarino úr Aston Villa að ógleymdum John Aldridge sem nú leikur með Real Sociedad á Spáni. Egyptar geta aðeins sent á vettvang einn leikmann sem hefur knattspyrnu að aðalatvinnu svo væntanlega verða þeir auðveld bráð í þessum sterka riðli. -ÞH Ítalía 90 A-riðill: ftalía Tékkóslóvakla Austum'ki Bandarfkin Róm Lau. 9.6. kl. 19: Ítalía/Austumki * Flórens Sun. 10.6. kl. 15: Bandarfkin/Tékkóslóvak. Róm Fim. 14. 6. ki. 19: Italia/Bandaríkin Flórens Fös. 15. 6. kl. 15: Austurríki/Tékkóslóvakía * Róm Þri. 19.6. kl. 19: ftalía/Tékkóslóvakía Flórens Þri. 19.6. W. 19: Austurrfki/Bandarlkin B-riðilI: Argentína Sovétrfkin Rúmenfa Kamerún * Mílanó Fös. 8.6. k). 16: Argentína/Kamerún * Bari Lau. 9.6. ki. 15: Sovétrfkin/Rúmenfa *Napólí Mið. 13. 6. kl. 19: Argentína/Sovétrikin Bari Fim. 14.6. kl. 19: Kamerún/Rúmenía * Napólí Mán. 18.6. kl. 19: Argentína/Rúmenía Bari Mán. 18.6. kl. 19: Kamerún/Sovétrikin C-riðill: Brasilía Svíþjóð Skotland Kosta Rlka * Tórinó Sun. 10.6. kl. 19: Brasilía/Svíþjóð * Genúa Mán. 11.6. kl. 15: Kosta Rika/Skotland * Tórínó Lau. 16.6. kl. 15: Brasilía/Kosta Ríka Genúa Lau. 16.6. W. 19: Svfþjóö/Skotland * Tórinó Mið. 20. 6. kl. 19: Brasilía/Skotland Genúa Mið. 20.6. kl. 19; Svfþjóð/Kosta Rlka D-riðíll: Vestur-Þýskaland Júgóslavla Kólumbía Sameinuðu arablsku furstadæmin Boiogna Lau. 9. 6. k). 19: Furstadæmin/Kólumbía Mllanó Sun. 10.6. kl. 19: Þýskaland/Júgóslavla * Bologna Fim. 14.6. kl. 15: Júgóslavia/Kólumbfa Mdanó Fös. 15. 6. kl. 19: Þýskaiand/Furstadæmin Bdogna Þri. 19.6. kl. 15: Júgóslavía/Furstadæmin * Mílartó Þri. 19.6. kl. 15: Þýskaland/Kólumbía E-riðill: Spánn Belgía Úrugvæ Suður-Kórea * Veróna Þri. 12.6. kl. 15: Belgfa/Suður-Kórea * Udine Mið. 13. 6. kl. 15: Úrugvæ/Spánn Veróna Sun. 17.6. kl. 19: Belgla/Úrugvæ Udine Sun. 17. 6. kl. 19: Suður-Kórea/Spánn * Veróna Fim. 21. 6. kl. 15: Belgla/Spánn _ Udine Fim. 21. 6. kl. 15: Suður-Kórea/Úmgvæ F-riðill: Holland England frtand Egyptland * Cagliari Mán. 11.6. kl. 19: England/íriand Palermo Þri. 12.6. kl. 19: Holland/Egyptaland * Cagliari Lau. 16.6. kl. 19: England/Holland Palermo Sun. 17.6. kl. 15: iriand/Egyptaland Cagliari Fim. 21. 6. kl. 19: England/Egyptaland * PalermoFim. 21. 6. kl. 19: Íriand/Holland Tvö efstu lið I hveijum riðli komast áfram ásamt fjórum þeínra sex liða sem lenda í 3. sæti, samtals 16 lið. Milliriðlar (Raðað eftirsætum f riðlum): * Napólí Lau. 23. 6. kl. 15: B-1/A-, C- eða D-3 *Bari Lau. 23.6. kl. 19: A-1/C-2 * Tórinó Sun. 24. 6. kl. 15: C-1/A-, C- eða D-3 * Mflanó Sun. 24.6. kl. 19: Ð-1/B-, E- eða F-3 * Genúa Mán. 25. 6. kl. 15: F-2/B-2 * Róm Mán. 25.6. kl. 19: A-1/C-, D- eða E-3 ‘Veróna Þri.26.6.kl. 15: E-1/D-2 * BolognaÞri. 26.6. kl. 19: F-1/E-2 Fjórðungsúrslit (Sigurtiðum raðað eftir borgum): * Flórens Lau. 30.6. kl. 15: Tórinó/Veróna * Róm Lau. 30.6. kl. 19: Genúa/Róm *Mílanó Sun. 1.7. kl. 15: Bari/Mílanó ‘Napóll Sun. 1.7. kl. 19: Napóll/Bologna Undanúrsllt: * Napólí Þri. 3. 7. kl. 18: Flórens/Róm * Tórinó Mið. 4.7. kl. 18: Mflanó/Napóli Úrstlt: * Bari Lau. 7. 7. kl. 18: 3. sætið * Róm Sun. 8. 7. kl. 18; 1. sætið * = sýndur í Sjónvarpinu. 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.