Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 14
Mitt stjórnun- arstarf er listræn sköpun Þórunn Sigurðardóttir ræðir við Helga Tómasson, stjómanda San Francisco Ballet Annað kvöld kl. 20.30 er fyrsta sýning San Francisco ballettsins affimm í Borgarleikhusinu, undirstióm Helga Tómassonar. Þórunn Sigurðardóttir, leikskáld og leikstjóri, ræddi við Helga í San Francisco á dögunum fyrir Þjóoviljann. „Að stjóma listrænni stofnun eins og San Francisco Ballet er sköpun, það er fyrst og síðast list- rænt starf. Allar ákvarðanir em sprottnar af listrænni þörf, ekki fjárhagslegri. Sem betur fer fer þetta saman ef maður fær að vinna í friði og vald stjómandans er ekki vefengt. Allt sem ég geri stjómast af minni listrænu reynslu og innsæi. Líka uppsagn- imar. Stundum finnst mér ég eyða meiri tíma í réttarsalnum en í leik- húsinu. Mér er stefnt í hvert sinn sem ég segi dansara upp. En ég hef unnið öll málin. Og smátt og smátt lærist fólki að þessar upp- sagnir stafa ekki af mannvonsku heldur listrænni nauðsyn, sem auðvitað er líka persónulegt mat. Ég er ráðinn til að nota dóm- greind mína, og ég hika ekki við að gera það.” Ég er stödd á skrifstofú Helga Tómassonar, stjómanda San Francisco Ballet, íburðarlausri skrifstofú, sem ber með sér að þar vinnur maður sem tekur fúllan þátt í listrænu starfi, auk þess að stjóma þessari stóm stofnun. Búningateikningar, myndir, mód- el og bækur, auk ýmissa tækja fylla borð og hillur, en út um stór- an gluggann blasir við hið glæsi- lega ópemleikhús, sem hýsir Ballettinn sjálfan. Við emm í nýrri hliðarbyggingu, þar sem skrifstofur, hluti listdansskólans og skrifstofa stjómandans em. Helga þarf ekki að kynna Is- lendingum, hann var meðal fremstu sólódansara veraldar um langt skeið og eflir að hann hætti að dansa hefur hann verið list- rænn stjómandi San Francisco Ballettsins. Hann er nú af mörg- um talinn einn af fimm bestu ball- ettflokkum heims og sá langmest umtalaði í Bandarikjunum. Auk þess semur Helgi og stjómar sjálfur ballettum sínum og hefur hann hlotið íyrir það frábæra dóma. Frá Vestmanna- eyjum Áður en ég lagði af stað í við- talið, minnti mamma mig enn einu sinni á það þegar við Helgi Tómasson byijuðum saman í ballett, fyrir óralöngu. Ég man ekkert eftir þessu, en mamma þekkti móður hans, og gleymir aldrei spjallinu sem þær áttu þar sem þær sátu með okkur hlið við hlið og biðu eftir að fyrsti tíminn byijaði. Og víst er hún sönn sú saga, að rætur hins glæsilega fer- ils Helga Tómassonar megi rekja til þess að eitt einasta sinn í ver- aldarsögunni datt einhveijum of- urhuga í hug að senda dansara frá Konunglega Ballettinum í Kaup- mannahöfn (sem staddur var í Reykjavík) til Vestmannaeyja. Þar sat litill drengur í salnum með móður sinni og örlög hans voru ráðin. Þessu ætlaði hann að helga líf sitt. Segi svo einhver að það skipti ekki máli hvað er haft lyrir bömum. Og hér sit ég fyrir framan Helga, sem var svo vinsamlegur að veita mér viðtal og byija á þvi að biðja hann að segja mér hvem- ig það hafi komið til að hann tók við San Fransisco Ballet fyrir 5 árum: „Ég var byijaður að búa mig undir að hætta að dansa. Ég var farinn að kenna og semja balletta þegar mér bauðst þetta starf. Ég var ráðinn aðeins viku eftir að ég hætti alveg að dansa.” „Saknaðirðu þess ekki að hætta að dansa?” „Ég hafði aldrei tíma til að sakna þess. Ég átti óvenjulega langan dansferil og þetta em ör- lög allra dansara. Það sem skiptir máli er að undirbúa sig eins vel og hægt er og ég gerði það. Ég hafði verið eitt til tvö ár að búa mig undir að hætta.” „ Og hvemig var svo að taka við þessari stofnun ? ” „Það var mjög erfitt. Ástandið var mjög slæmt í flokknum þegar ég kom og íyrstu árin vom vægast sagt erfið. Eg hafði stóran hluta fólksins upp á móti mér og fráfar- andi stjómandi gerði mér líka allt til miska. Ég hafði ekkert með uppsögn hans að gera og taldi víst að við gætum átt eðlilegt sam- starf, en svo varð ekki. Margir dansaranna vildu hafa hann á- fram. Það er svo auðvitað ekki til neinna bóta heldur að vera út- lendingur. Ég byijaði á því að segja upp 7 dönsurum og þá varð allt vitlaust. Þau hótuðu að stefna stéttarfélagi sínu ef það stefndi mér ekki. Ég vann þetta mál, en það tók mjög á taugamar. Þessi fyrstu ár vom svo erfið að ég vildi stundum hætta. En ég var ráðinn í 3 ár, sem er lágmarkstími til að hægt sé að meta getu stjómand- ans. Fólkið skildi alls ekki hvað ég vildi og andstaðan var stöðug og þung. Og hér kemur allt í blöð- unum sem gerist í svona stofnun. Ég mátti sæta því að vera á forsíð- um blaðanna dag eftir dag. En smátt og smátt tókst mér að vinna fólkið í húsinu og síðan einnig áhorfendur og gagn- rýnendur. Aðsóknin hefúr vaxið jafnt og þétt, gagnrýnin stórbatn- að og hópurinn er orðinn sam- stilltur og agaður. Ég held að fólkinu líði vel að vinna undir mínum aga og ég veit að ég á traust þess.” „Er þér ennþá stefnt? ” „Já, já, hér getur maður ekki hreyft sig án þess að fá á sig lög- ffæðing. Það er tímafrekt og þreytandi að sitja í réttarsölum og það er ekki skemmtilegt að sitja með lögfræðingum og tíunda að- stæður uppsagna. Það er betra að gera það undir fjögur augu. Þá reynir maður að sýna tillitssemi um leið og maður segiy aldrei annað en sannleikann. Ég hef alltaf unnið þessi mál. Ég er einn í réttarsalnum og það er hluti af minni ábyrgð og skyldu. í þessu starfi verður maður ekki vinur allra, það er óhugs- andi. Ég fæ mikla gagnrýni, er undir stöðugri smásjá og verð að standa mig. En ég er vanur því. Það var heldur ekki alltaf auðvelt að vera eini strákurinn í Listdans- skóla Þjóðleikhússins.” Stéttarfélög og list „Nú varþér boðið að taka við Konunglega Ballettinum í Kaup- mannahöfn. Hvarflaði það aldrei að þér? ” „Ég fæ af og til slík tilboð frá Evrópu, en mér líkar ekki að láta stéttarfélögin ráða ferðinni eins og þau gera víðast hvar í Evrópu. Listin er ekki til fyrir stéttarfélög- in, hún er til fyrir fólkið. Og það eru líka viss forréttindi að vera lístamaður, ef fólk fær að vinna við Iist sína og því eru skapaðar krefjandi en um leið gefandi að- stæður. Dansinn er harður hús- bóndi og það blasir við öllum að verða að hætta, þegar aldurinn segir til sín. Og þá verða menn að hætta. Góðir dansarar eiga auð- velt með að fá vinnu við kennslu ef ekki við stjómun. Sjálfur varð ég að hætta að dansa og þetta er auðvitað miskunnarlaust. Og ef menn em ekki agaðir í vinnu- brögðum, gæta sín ekki í mat og drykk eða eitthvað annað er að vinnu þeirra, þá á einfaldlega að segja þeim upp. Hvað sem öll stéttarfélög segja. Ég gef alltaf ákveðinn umþóttunartíma, gef fólki kost á að bæta sig, ef það er eitthvað sem það ræður við, en síðan tekur uppsögnin gildi. Hér ríkir meira fijálsræði en í Evrópu, jafnvel þótt maður eigi stöðugt á hættu að verða stefnt. Það er samt enn erfiðara að ná árangri með stéttarfélögin vakandi yfir hverju spori í bókstaflegri merkingu, og hér em opinber afskipti af þessum listastofnunum engin, enda þær ekki á þ'eirra vegum.” „Ertu að segja að dansaram- ir hér hafi engin stéttarfélög? ” „Jú, auðvitað. Þau sjá um alla samninga og þannig á það líka að vera. En hér hafa dansarar engin eftirlaún, og svo er raunar um flesta aðra borgara. En félögin skipta sér ekkert af öðrum mál- um. Þetta kann allt að hljóma kaldranalega, en við emm að tala um list en ekki góðgerðarstarf- semi. Það er ekki mitt að útdeila réttlæti, heldur að stjóma eins vel og mitt listræna vit leyfir.” „Rœður þú einnig launum fólksins? ” „Ég fylgist auðvitað með launum. En ég sem ekki um laun. Og mun vonandi aldrei þurfa að gera það. Nóg er nú samt, þótt ég þurfi ekki að fá framaní mig, þeg- ar mönnum mislíkar við mig „og svo borgarðu mér minna en hon- um”. “ Listamenn, ekki skrifstofufólk „Ég hef með mér fram- kvæmdastjóra, sem ég hef sjálfúr valið og hann sér um allt slíkt, að sjálfsögðu undir minni stjóm. Hann tekur engar. ákvarðanir sem hafa með listrænt mat að gera, framkvæmir aðeins það sem ég legg fyrir hann. Hann kemur ekki nálægt uppsögnum, enda yrðu þær um Ieið ómarktækar. Þetta er mjög mikilvægur starfsmaður og við vinnum náið saman. I starfi mínu er m.a. fólgið að fylgjast vel með þroska hvers og eins, sitja á æfingum, vinna með fólkinu sem stjómandi og skynja ekki aðeins andann hjá hópnum í heild og stýra honum, heldur ekki síður að vaka yfir listrænni vel- ferð hvers einasta dansara. í ffam- haldi af því em ákvarðanir teknar, - um verkefiii, laun, uppsagnir. Hver og einn hefúr sínar sérþarfir, - þetta em listamenn, ekki skrif- stofúfólk og listamenn sjá ekki alltaf hvað er þeim fyrir bestu. Þessvegna eiga þeir allt undir mér og verða að geta treyst því að 14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.