Þjóðviljinn - 08.06.1990, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Qupperneq 7
Allt snýst um Þýskalandsmál Sovétríkin vilja hraða myndun nýs ör- yggiskerfis er komi ístað Nató og Var- sjárbandalags. Vestrœnir ráðamenn viljafara sér hœgar íþvíefni, enþeim er jafnframt áhugamál að styrkja stöðu Gorbatsjovs heimafyrir Skoðanir eru skiptar um árang- ur ráðstefnu þeirra Bush og Gorbatsjovs í Washington, sum- part án efa vegna þess að ráð- stefnur þess síðarnefnda með húsbændum í Hvíta húsinu eru á leiðinni að verða til þess að gera hversdagslegir atburðir. En ekki verður annað sagt um ráðstefnu þessa um mánaðamótin en að á henni hafi verulegur árangur náðst, ekki síst ef þrátefli kalda stríðsins er tekið til samanburð- ar. Eftir átta ára stapp hefur Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um í fyrsta sinn tekist að ná í meg- inatriðum samkomulagi um fækkun langdrægra kjarnavopna. Ætlast er til að fyrir árslok verði undirritaður samningur um þriðj- ungs fækkun slíkra vopna í eigu stórvelda þessara tveggja, eða þar ujn.bil. Þá náðist á ráðstefn- unni samkomulag um að Banda- ríkin og Sovétríkin hætti þegar í stað framleiðslu efnavopna. Eftir tíu ár eiga stórveldin tvö þar að auki að hafa eytt helmingi allra slíkra vopna, er þau hafa yfir að ráða, og eftir tvö ár í viðbót að hafa minnkað birgðir sínar af Nautakjötsbanni aflétt Frakkland, Ítalía og Vestur- Þýskaland hafi heitið því að aflétta banni því er stjórnir þeirra settu við innflutningi á nautakjöti frá Bretlandi, af ótta við BSE- veikina í nautgripum þarlendis. Breska landbúnaðarráðuneytið lofar á móti ráðstöfunum sem eiga að tryggja að kjöt af sýktum gripum verði ekki flutt út til nefndra þriggja meginlandsríkja. Virðist þar með vera lokið máli, sem var á leiðinni að verða meiri- háttar viðskiptadeila innan Evr- ópubandalagsins. Sovétsendiherra í Páfagarði Júríj Karlov, fyrsti ambassador Sovétríkjanna í Páfagarði, af- henti Jóhannesi Páli páfa öðrum trúnaðarbréf sín í gær. Páfagarð- ur og Sovétríkin tóku upp stjórnmálasamband sín á milli í mars s.l. og lauk þar með sjö ára- tuga tímabili lítils vinskapar þar á milli. Dregið úr viðskipta- hömlum Vesturlandaríki hafa komist að samkomulagi um að draga úr tak- mörkunum á útflutningi á há- tæknivarningi til Austur- Evrópulanda og Sovétríkjanna. Er svo að heyra að Vestur- Þýskaland, sem er áfram um að flytja út hátækni til Austur- Þýskalands, hafi verið þessa mjög hvetjandi. þeim niður í 500 smálestir á hvort stórveldi. Viðskiptasamningur til hjálpar Gorbatsjov Þá urðu forsetarnir tveir sam- mála um að leggja áherslu á að samkomulag um niðurskurð hefðbundins vígbúnaðar í Evr- ópu verði frágengið fyrir árslok. Þar að auki hafði Gorbatsjov heim með sér af ráðstefnunni við- skiptasamning, þann umfangs- mesta sem nokkru sinni hefur verið gerður milli stórvelda þess- ara tveggja. Fyrir ráðstefnuna var gert ráð fyrir því að mál Eystrasaltslanda og Þýskalands yrðu þar helstu ágreiningsefnin. Það stóð heima. Viðskiptasamningurinn er að mati sumra mikill sigur fyrir Gor- batsjov og Bandaríkjastjórn, sem hefur skiljanlegar áhyggjur af því að valdatíð hans kunni að verða lokið fyrr en varir, mun einmitt hafa gert við hann samning þenn- an með það fyrir augum að hressa upp á virðingu hans heimafyrir. En ekki er það mál komið í höfn, því að samningurinn öðlast ekki gildi fyrr en öldungadeild Banda- ríkjaþings hefur samþykkt hann. Opinberlega er skilyrðið fyrir því að sovéska æðstaráðið samþykki lög, er auðveldi þaríendum mönnum að flytjast úr landi, ef þeir svo vilja. Sovétmenn þeir sem eins og sakir standa eru mest áfram um að yfirgefa föðurland sitt eru gyð- ingar, sem streyma til ísraels, og er búist við að þeir muni flytjast þangað svo hundruðum þúsunda skipti á yfirstandandi ári. Það hefur orðið til þess að arabaríki og fleiri íslamsríki leggja fast að Sovétríkjunum að stöðva þann fólksútflutning. Með hliðsjón af ókyrrðinni á sovéskum múslím- um má ljóst vera að það mál geti orðið óþægilegt fyrir sovésku stjórnina. Erfitt að sniöganga Eystrasaltslönd Mál Eystrasaltslanda voru mikið til sniðgengin á ráðstefn- unni og stafaði það einnig af nærgætni Bandaríkjastjórnar við Gorbatsjov, af áður umgetinni ástæðu. En þetta vandamál er eigi að síður veruleiki, sem stór- veldin tvö eiga ekki gott með að sniðganga í samskiptum sínum yfirleitt. Bandaríkjamenn ættað- ir frá Eystrasaltslöndum hafa vakið athygli á málstað ættlanda sinna og málflutningur þeirra hefur haft veruleg áhrif á Banda- ríkjaþing. Það gæti haft sín áhrif er öldungadeildin tekur við- skiptasamninginn til umfjöllun- ar. Raunar er ekki víst að við- skiptasamningurinn verði stjórn Gorbatsjovs til mikils framdáttar heimafyrir. Þetta er ekki bestu- kjarasamningur, og það sárnar Gorbatsjov og Bush í Washington - haldið er áfram að reyna að finna lausn á ágreiningi þeirra um framtið Þýskalands. AÐ UTAN Sovétmönnum með tilliti til þess, að Kínverjar njóta slíkra kjara í viðskiptum við Bandaríkin, þrátt fyrir kúgun á andófsmönnum í Kína. Þar að auki virðast eins og sakir standa vera takmarkaðar líkur á því að hægt sé að auka viðskipti Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna að stórum mun, aðal- lega vegna þess að Sovétríkin nafa ekki upp á margt að bjóða sem líklegt er að Bandaríkja- mönnum þyki girnilegt til inn- flutnings. í samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna eru það Þýska- landsmálin, sem öllu öðru fremur eru í brennidepli og margt annað er komið undir. Árangur við- ræðnanna í Vín um niðurskurð hefðbundins vígbúnaðar í Evr- ópu er þannig að miklu leyti undir því kominn, hvernig tekst að ráða fram úr þeim málum. Nátengd Þýskalandsmálum er einnig spurningin um framtíð Atlantshafsbandalags og Var- sjárbandalags, „máttarstólp- anna“ gömlu úr kalda stríðinu, en talsverð óvissa virðist ríkja um hvað eigi eiginlega af þeim að gera þegar kaldastríð og járntjald eru ekki lengur til. Ágreiningur ekki ýkja mikill Munurinn á afstöðu Sovétríkj- anna og Vesturlanda í Þýskal- andsmálum virðist raunar ekki mjög mikill. Báðir þessir aðilar hafa sætt sig við sameiningu Þýskalands sem óhjákvæmilegan hlut, báðir ganga út frá því að hlutverk hernaðarbandalaganna breytist, að pólitíski þátturinn í starfi þeirra aukist á kostnað hins hernaðarlega. Báðir telja æskilegt að samráð með aðild DAGUR ÞORLEIFSSON allra ríkja Evrópu og Norður- Ameríku, einnig um hermál, aukist, enda vart ráð fyrir öðru gerandi éftir þá gagngeru breytingu á stöðu Austurs og Vesturs hvers gagnvart öðru, sem varð með lýðræðisbyltingunni í Austur-Evrópu s.l. ár. Aðalmunurinn virðist liggja í því að sovéska stjórnin vill ganga lengra í flestum þessara mála en Vesturlönd eru reiðubúin að samþykkja þegar í stað. Það má eðlilegt kalla. Austurblökkin gamla er varla til lengur. Hvað alþjóðamál varðar er aðaláhuga- efni Austur-Evrópuríkja að kom- ast í nánari efnahagssambönd við Vestrið. Af Varsjárbandalaginu er varla mikið eftir framyfir form- ið eitt. Stjórnir Tékkóslóvakíu og Ungverjalands fara ekki leynt með að hugir þeirra standi til þess að ganga úr bandalaginu og lík- legt er talið að ríki þessi geri al- vöru úr því þegar að loknum við- ræðunum í Vín um niðurskurð hefðbundins vígbúnaðar. Jozsef Antall, forsætisráðherra Ung- verjalands, sagði í gær að stjórn hans teldi æskilegt að „núverandi form bandalagsins" yrði lagt nið- ur fyrir lok næsta árs. Naumur tími ffyrir Gorbatsjov—tilvistar- kreppa í Nató Sovétríkin hafa því orðið litlu að tapa hvað Austur-Evrópu og Varsjárbandalagið varðar. Gor- batsjov er því kappsmál að koma upp einhverskonar öryggiskerfi í staðinn, og í þeim efnum á sov- éska stjórnin varla annars kost en að taka upp nánara samráð við Vesturlönd. Fyrir Gorbatsjov er það þar að auki áríðandi að slíku kerfi sé komið á hið allra fyrsta, því að óvissan í þessum málum getur orðið vatn á myllu hinna og þessara aðila í Sovétríkjunum, sem meira eða minna óhressir eru með gang mála. Af þeim aðilum er herinn hvað efst á blaði. Fækk- un í honum, eyðing vopna og samdráttur vopnaframleiðslu vekur ugg herforingja og her- manna um að verða atvinnulausir og minnkandi Iíkur á frama. Að hraða þróun um myndun sameiginlegs öryggiskerfis er ekki eins áríðandi Natómegin. f Atlantshafsbandalaginu er engin upplausn, þvert á móti hafa Vest- urlönd eflst hlutfallslega í al- þjóðamálum með upplausn austurblakkarinnar. En Nató hefur eigi að síður fengið tilvist- arkreppu í fangið, vegna þess að andstæðingurinn, sem það hafði til tilveruréttlætingar í kalda stríðinu, getur vart talist and- stæðingur lengur. Þarað auki ótt- ast vestrænir ráðamenn að Gor- batsjov kunni að missa völdin og Sovétríkin að leysast upp af völd- um efnahagsvandræða og þjóð- ernishreyfinga og enginn veit hvað þá kynni að taka við austur þar. Tilboö í níu liðum Þeir Baker og Shevardnadze, utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna, ræddu Þýskalandsmál á mannréttinda- ráðstefnu RÖSE í Kaupmanna- höfn og herma fregnir að þeim hafi miðað í átt til samkomulags. Genscher utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands hafði áður heitið á sovésku stjórnina að auðsýna Nató þolinmæði, meðan það væri að átta sig á breyttum kringumstæðum og endurforma sig samkvæmt þeim. Utanríkis- ráðherrar Natóríkja, sem í gær voru á ráðstefnu í Turnberry í Skotlandi, voru sagðir hafa rætt tilboð, sem Bandaríkjastjórn með samþykki bandamanna sinna hefur gert sovésku stjórn- inni, í von um að það dugi til þess að Sovétríkin samþykki að sam- einað Þýskaland gangi í Nató. Atriði þess tilboðs eru: Hernaðarlegt hlutverk Nató verði tekið til gagngerrar endur- skoðunar og stefnt að því að vett- vangur bandalagsins verði eftir- leiðis meira á sviði alþjóðastjórn- mála, en minna á sviði hermála. Hlutverk RÖSE, ráðstefnu 35 Evrópu- og Norður-Ameríku- ríkja um öryggi og samvinnu í Evrópu, verði aukið og form- legum stofnunum á vegum henn- ar komið á fót. Sovéska stjómin hefur óskað eftir þessu og gefið í skyn, að hún vilji láta samstarf á vegum RÖSE leysa hemaðar- bandalögin að miklu leyti af hólmi. Undinn verði bráður bugur að fækkun skammdrægra kjarna- vopna í Evrópu. Þýskaland veiti Sovétríkjunum drjúga efnahagsaðstoð. Engar Natóhersveitir verði sendar inn á það svæði, sem nú er Austur-Þýskaland. Sovéskur her verði áfram á því svæði í fimm til sjö ár. Vestur- þýska stjómin hefur lofað að Þýskaland taki þátt í að greiða kostnaðinn við þá hersetu. Þýskaland heiti því að eignast ekki kjarna-, efna- eða sýkla- vopn. Fækkun í her sameinaðs Þýskalands verði rædd í Vín að náðu samkomulagi í yfirstand- andi viðræðum um niðurskurð hefðbundins vígbúnaðar. Tryggt verði að Þýskaland geri engar kröfur til landsvæða, sem það missti í lok heimsstyrjaldar- innar síðari. Föstudagur 8. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.