Þjóðviljinn - 15.06.1990, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Síða 6
Þetta gerðist líka... Námumenn hjálpa lliescu Þúsundir námumanna, sem brugðust við til stuðnings Rúmeníu- stjóm í óeirðunum í Búkarest í fyrra- dag, höfðu miðborgina þar á sínu vaidi í gær. Herflokkar höfðu þá tek- ið á sitt vald stjómarbyggingar. Kyrrð virtist að mestu komin á í borginni í gær eftir heirtarleg átök milii lögregiu og mótmælafólks, sem Iiiescu forseti, er hét á námumenn stjóminni tii hjálpar, segir vera hægrisinna með valdarán í huga. Fjórir menn biðu bana og yfir hund- rað særðust og slösuðust í óeirðun- um, að sögn stjómarinnar. Barry hættir borgarstjórn Marion Barry, borgarstjóri í Was- hington, gaf til kynna i gær að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til þess embættis einu sinni enn. Hann hefúr verið ákærður fyrir meinsæri og fyrir að hafa kókaín undir höndum. Barry er 54 ára, hóf stjómmálaafskipli fyrir um þremur áratugum með starfi í mannréttindahreyfingu sjöunda ára- tugar og hefur verið borgarstjóri í höfúðborg Bandaríkjarina þrjú kjör- tímabil. Svlssneskur Tarzan Svisslendingur að nafni Bmno Manser, sem lengi hefur búið hjá Penanættbálkinum i fVumskógi í Sarawak á Bomeó, sem heyrimndir Malajsíu, er nú á ferð um heiminn til að leita ættbáfkinum hjálpar gegn stjómvöldum Malajsíu. Er nú sem óðast verið að höggva niður frum- skóginn, þar sem Penanar búa, og eyðileggja þar með lífsskilyrði þeirra. Hvetur Manser, sem Malajs- íumenn kalia Tarzan, riki heims tíi að stöðva skógareyðinguna með því að hætta að kaupa malajsfskt timbur. Malajsíustjóm hefur hótað að gera Manser landrækan. Corazon bannar kvennaverslun Corazon Aquino Filippseyjafor- seti undirritaði í vikunni lög, sem leggja bann við því að útlendingar kaupi sér filippinskar konur til eigin- orðs með póstpöntun og auglýsi eftir konum í sama tilgangi í filippínskum fjölmiðlum. Ennfiremur banna iögin félög og klúbba, sem starfrækt eru með það fyrir augum að koma saman útlendum karlmönnum og innlend- um konum. Sex til átta ára fangelsis- vist vofír yfir þeim sem iögin brjóta. Aquino segir að þetta sé ekkert ann- að en dulbúin verslun með konur og séu þau viðskipti í örum vexti. Standi þar á bakvið forhertir kaupsýslu- mcnn og margar hlutaðeigandi kvenna, sem llestar girtast til Japans, Evrópu, Ástralíu og Bandarikjanna, eigi við slæm kjör að búa af hálfu eiginmanna sinna og séu sumar bein- línis ambáttir þeirra. Breyting á innvígslu Stúdentafélag háskólans Khon Kaen í norðausturhluta Taílands hef- ur bannað félagsmönnum að fara með stúdenta, sem eru að hefja nám í skólanum, á vændishús. Hertir þetta lengi verið fastur iiður þar í innvígslu nýnema i samfélag stúdenta. Ástæð- an til niðurfellingar siðarþessa erótti við eyðni. Yfir 16,000 manns þar- lendis eru nú smitaðir af eyðni, sam- kvæmt skýrslum stjómvalda. Landamæraeftírlit senn á enda Vestur-Þýskaland, Frakkland, Holland, Belgía og Lúxembúrg hafa komist að samkomulagi um að hætta öllu vegabréfa- og tolleftirliti á landamærum sin á milli. Stendur til að samningur um það verði undirrit- aður 19. þ.m. og gangi í gildi síðla næsta ár, rúmu ári áður en eftirlití verður hætt á öllum iandamærum milli ríkja í Evrópubandalaginu. Bókstafstrú íslams í stórsókn Hrollur fer um franska og arabíska ráðamenn við kosningasigur FIS. „Verstu hugsanlegu úrslit fyrir Frakkland ...” C rétt vikunnar í arabíska ■ heiminum og Frakkiandi var kosningasigur bókstafstrú- aðra múslíma í Alsír. Urslit fyrstu frjálsu kosninganna þar- lendis sýna aö flokkur bók- stafstrúaðra, Isiamska frelsis- fylkingin (til hægri verka köll- uð FIS, sem er skammstöfun heitis hennar á frönsku), er nú fylgismesti flokkur landsins og langt fyrir ofan ríkisflokkinn, sem ráðið hefur þar lögum og lofum í 28 ár, í fylgi. I einu fréttaskeytinu segir að mörgum Frakkanum hafi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar tiðindin bárust norður yfir Miðjarðarhaf. I íslams- löndum eru menn ýmist kátir eða skelfingu lostnir, allt eftir því hvers þeir vænta af bók- stafstrúnni. Það á einnig við um Alsíringa sjálfa, bæði í ættlandinu og ann- arsstaðar. Alsírsk húsmóðir í Par- ís: „Þetta er hroðalegt. Nú get ég ekki snúið aftur til Alsírs, einfald- lega vegna þess að ég er kona.” Slátrari sama þjóðemis í sömu borg: „Ég er ánægður, því að ís- lam útrýmir félagslegu ranglæti.” Kona í fomstu kvenréttindahreyf- ingar í Algeirsborg brast í grát og dró í efa að hún þyrði þaðan af út fyrir hússins dyr. Starfsmaður al- sirska flugfélagsins sagði: „Þetta er dapurlegur dagur. Ég hef alltaf viljað fá lýðræði til Aisírs, en ég vonaði að þá kæmi til valda flokkur með nútímaviðhorf, en ekki stokkinn langt aftan úr mið- öldum. Góöar minning- ar og grimmar En miðborgin i Algeirsborg fylltist ungum mönnum sem þeyttu bílflautur af mikilli gleði og í verkalýðsútborgunum eru menn einnig ánægðir. Mitterrand Frakklandsforseti, staddur á Indlandshafseynni Máritíus, tók úrslitunum karl- mannlega og kvaðst vona að á- framhald yrði á góðum samskipt- um Alsírs og Frakklands, sem ættu samciginlegar svo margar „góðar og grimmar endurminn- ingar.” Aðrir þarlendir stjóm- málamenn og fréttaskýrendur voru ekki eins orðvarir og kváðu úrslitin þau verstu hugsanlegu fyrir Frakkland. Jean Francois- Poncet, fyrrum utanríkisráðherra, sagði úrslitin vera mjög alvarleg tíðindi fyrir Frakkland og Evr- ópu. Koma yrði í veg fyrir, sagði Francois-Poncet, að íslamska bókstafstrúin, sem nú væri í sókn sunnan Miðjarðarhafs, breiddist út norður fyrir það. Eðlilegt er að Frökkum bregði mest Evrópumanna við fréttimar frá Alsír. Samskipti þeirra við Atlaslönd, og þá Alsír sérstak- Iega, hafa verið mikil gegnum tíð- ina og mjög blandin. Borgir Al- sírs hafa í aldaraðir verið talsvert snortnar af franskri menningu. Lengst af frá því að lönd þessi vom lögð undir araba og íslam var stundað þaðan sjórán, er var versta plágan fyrir sjófarendur á Miðjarðarhafi og jafnvei sumir afskekktustu útkjálka Evrópu sluppu ekki við. Álsír var aðal- Iand þessara víkingaferða, sem ekki lauk að fullu fyrr en Frakkar unnu Algeirsborg 1830. Hálffranskl arabaland Frökkum tókst ekki að tryggja yfirráð sín í landinu öllu fyrr en efíir langa mæðu, en síðan fluttist þangað inn íjöldi Frakka og ann- arra Suður-Evrópumanna, sem eftir rúmlega aldar búsetu þar vom orðnir nokkuð sér á parti og kallaðir Svartfætlingar (pied- noirs). Innflutningur þessi og til- tölulega langur yfirráðatími Frakka gerðu Alsír hálffranskt að máli og menningu og nokkuð eimir eflir af því enn, þótt Svart- fætlingar flestir, um miljón tals- ins, flýðu land þegar frönsku yfir- ráðunum lauk 1962. Þeim kaflaskiptum olli átta ára stríð Frakka og uppreisnar- hreyfingar alsírskra múslíma, háð af grimmd og sadisma af beggja hálfu. Uppreisnarhreyfing þessi var Þjóðfrelsisfylkingin, þekkt undir skammstöfun heitis síns á frönsku, FLN. Hún hefur síðan verið einráð í Alsír, sem hún gerði að einskonar lenínsku eins- flokksríki með miðstýrðu hag- kerfi að sovéskri og austurevr- ópskri fyrirmynd. Samskipti Alsírs og Frakk- lands hafa síðan verið góð og all- mikil á ýmsum sviðum, enda í báðum löndum setið að völdum menn, sem hugsa um efnahags- og viðskiptamál fyrst og fremst og eru ekki mjög haldnir þjóðem- is- eða trúarlegri tilfinningasemi. FLN er veraldlega sinnaður flokkur í sósíalískum anda og ekki yfrið áhugasamur um íslam. Lofum þann guö sem leysir allan vanda... Með alræðisstjóm hans voru og eru landsmenn misjafnlega (ó)ánægðir. Kjör mikils þorra al- mennings eru rýr, atvinnuleysi er mikið og fólksfjölgun gífurleg. í borgunum úir og grúir af ungum mönnum, sem lítið eða ekkert hafa að gera og eru fyrir löngu orðnir næsta eldfimur félagshóp- ur. Fjölmargir þeirra hafa snúist til fylgis við bókstafstrúarmenn, sem segja að íslamslögmál leysi allan vanda. FLN-stjómin sá sitt óvænna eftir óeirðir miklar í okt. 1988, er mörg hundruð manna voru drep- in. Markaðsbúskapur var inn- leiddur í efnahagsmál og eins- flokkskerfið afnumið, enda þá komið á undanhald austantjalds. Sú staðreynd, að Alsíringar em talsvert mótaðir af evrópskum á- hrifum, eftir því sem gerist um araba, átti og áreiðanlega sinn þátt í því hve fljótt þeir snem yfir á þessa braut. En fólksfjölgunin og slæm lífskjör almennings hafa komið þeim áhrifum á undanhald. Mest ijölgar í lægri stéttum og úti á landsbyggðinni, sem sé því fólki sem minnst er snortið af frönskum áhrifum. Gremja og vonbrigði þess fólks hafa orðið til þess að það hefur leitað á náðir bókstafstrúarmanna, sem lofa ekki aðeins að leysa öll vanda- mál, heldur og höfða til þjóðar- og trúarstolts með því að heita því að endumppheíja veldi og dýrð miðaldaíslams. Múslímar eigi að halda sig við sitt eigið og sækja í það reisn og virðingu, það að til- einka sér evrópska siði sé bara niðurlægjandi eftiröpun. Hleypurá snæriö hjá Front National í Frakklandi hafa deilur út af innflytjendamálum verið eitt helsta áhyggjuefni stjómmála- manna undanfarið, og þær á- hyggjur magnast líklega um allan helming við kosningasigur al- sírsku FIS. í Frakklandi er uppundir miljón Alsíringa og margt annarra múslíma. Af um- mælum Francois-Poncets og fleiri franskra framámanna má merkja ótta þeirra við vaxandi á- hrif bókstafstrúarmanna á múslíma í Frakklandi, þar sem þau áhrif eru þegar fyrir hendi. Þá er kominn upp þarlendis og án efa víðar í Evrópu kviði út af hugsan- legum íjöldaflótta „vcraldlega” sinnaðra Alsíringa undan þar- lendri strangtrúarstjóm, sem gæti verið komin þar til valda fyrr en varði, hliðstæðum flóttanum frá íran eftir að klerkastjómin tók þar völd 1979. Til skamms tíma snúast á- hyggjur franskra stjómmála- manna í gömlu flokkunum líklega einna helst um Front National, flokk þann á hægri kanti sem þeg- ar hefur fengið mikið fylgi út á andstöðu við stefnu stjómvalda í innflytjendamálum og hefur norðurafríska innflytjendur öðr- um fremur á homum sér. Otti við íslamska bókstafstrú við völd í Alsír, landi sem er nákomnara Frakklandi en nokkurt annað ís- lamsríki, er líklegur til að draga enn meira fylgi að þeim flokki. Á uppleiö í mörgum arabalanda Valdhöfum flestra annarra arabarikja iíður líklega enn verr Bátflóttamenn með beinagrindur Reyna að fá út á þær landvist í Bandaríkjunum NNíu Víetnamar, sem komu á báti til þorps sunnarlega á austurströnd Malajaskaga á mánudag, höfðu meðferðis í plastsekkjum 28 beinagrindur, sem þeir segja vera af banda- rískum hermönnum er fallið hafi í Víetnamstríðinu. Við sumar beinagrindanna loddu tætlur af einkennisbúningum og einkennismerki. Malajsísk yfirvöld hafa af- hent bandaríska sendiráðinu þar- lendis beinin og verða þau rann- sökuð af sérfræðingum. Olíklegt þykir að þau séu af bandarískum hermönn- AÐUTAN um, og er sennilegra talið að hér sé um að ræða af bátverja hálfu bragð í þeim tilgangi að tryggja sér leyfi til landvistar í Bandaríkj- unum. Þúsundir bandarískra her- manna eru enn týndir eftir Ví- etnamstríðið. Talið er að flestir þeirra hafi fallið og vilja bæði að- standendur þeirra og stjómvöld fá jarðneskar leifar þeirra heim, sé þess kostur. Víetnamar þeir fjölmargir, sem flúið hafa land sitt síðasta hálfan annan áratuginn, hafa flestir helst viljað setj- ast að í Bandaríkjun- um. Fólk þetta, yfirleitt kallað bátflóttamenn, mætti framan af tiltölu- Dagur Þorleifsson lega mikilli gestrisni, en mjög hefur úr því dregið upp á síðkast- ið og hafa yfirvöld ríkja þeirra, sem Víetnamar þessir leita til, nú gjaman fyrir satt að þeir séu ekki á flótta undan pólitískum ofsókn- um, heldur í leit að betri lífskjör- um. Fyrir hefur komið áður að ví- etnamskir bátflóttamenn hafi haft með sér að heiman beinagrindur, sem þeir hafa sagt vera af banda- rískum hermönnum, í von um að fá í launaskyni landvist í Banda- ríkjunum. í öllum tilfellum hefur verið um önnur bein að ræða. Imelda grætur og hóstar blóði Imelda Marcos, fyrrum forsetafrú á Filippseyjum, brast í grát í gær í dómssal í New York, þar sem hún er fyrir rétti. Er hún á- kærð fyrir að hafa hjálpað manni sínum, Ferdinandi Marcos sem lengi var Filippseyjaforseti, til að stela yfir 200 miljónum dollara úr ríkiskassanum. Eru þau hjón sögð hafa keypt fyrir peninginn fasteignir og listaverk í New York. Imelda bugaðist er eitt vitnanna lýsti því hvemig hún heíði eytt miljónum dollara til að kaupa fot og annað fyrir sig og ættingja sína. Heilsa hennar virðist ekki vera sem best, þannig var hún eitt sinn ílutt á sjúkrahús úr réttarsalnum eftir að hún var farin að hósta upp blóði. Marcoshjónin bjuggu lengst af í Honolulu eftir að Ferdinandi Marcos var steypt af stóli 1986. Hann lést í sept. s.I. 6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.