Þjóðviljinn - 15.06.1990, Page 8

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Page 8
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviijans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar. Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Kartsson Fréttastjóri: Siguröur Á. Friöþjófsson Útlit: Þröslur Haraldsson Afgreiösla: * 68 13 33 Auglýsingadeild:« 681310 - 68 13 31 Símfax: 68 19 35 Verð: 150 krónur í lausasölu Setning og umbrot Prenlsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddl hf. Aðsetur: Slðumúla 37,108 Reykjavlk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfíngar og þjóðfrelsis Fyrirtækjalæknar Þjóðviljinn benti á það í aðalfrétt sinni í gær, að hagsmunir launamanna kunna í síauknum mæli að vera fyrir borð bomir hvað varðar heilsu- vemd í fyrirtækjum. Guðmundur Helgi Þórðarson heilsugæslulæknir í Hafnarfirði opnaði þessa umræðu með grein sinni „Heiisuvemd eða hags- munagæsla” á viðhorfasíðu blaðsins sl. þriðju- dag. Þar lætur hann í Ijós áhyggjur sínar vegna þeirrar þróunar að einkafyrirtæki skuli í trássi við lög ráða sér lækna, sem starfsmenn eiga að snúa sér til vegna veikinda. Skýrt ertekið fram í lögum að læknar þeir sem slíkt annast skuli vera opinberir starfsmenn og hugsunin á bak við lagasetninguna er vitaskuld sú að þeir séu óháðir báðum aðilum, atvinnurek- andanum og launamanninum. Nú er það hins vegar að breiðast út, að lækn- irinn sé launaður starfsmaður fyrirtækisins. Eng- ar brigður eru bomar á hæfni læknanna eða heiðarieika og ekki að heldur efast um jákvæðan árangur af starfi þeirra við þessi skilyrði. Hitt þykj- ast margir sjá, að þetta fyrirkomulag sé andstætt þeim fyrirmælum sem Alþingi hefur sett og bjóða heim tortryggni og trúnaðarbresti. Samkvæmt lögum um atvinnusjúkdómavam- ir nr. 46/1980 eiga læknar sem fylgjast með heilsufari starfsfólks á vinnustöðum að vera opin- berir starfsmenn. Hvert fyrirtæki á að gera skrif- legan samning við stjóm þeirrar heilsugæslu- stöðvar eða sjúkrahúss sem auðveldast er að ná til og Vinnueftiriit ríkisins að sjá um að slíkir samn- ingar séu gerðir. Guðmundur Helgi Þórðarson sagði í grein sinni í Þjóðviljanum: „Héreiga launþegar, einkum láglaunafólk, mikið undir að vel sé staðið að mál- um. Það er oft ójafn leikur milli láglaunamannsins og stórs fyrirtækis og sá fyrmefndi þarf stuðning við bakið.” Hann bendir á þá hættu sem felst í því, ef fagleg ráðgjöf læknis verður á einhvem hátt hagsmunagæsla fyrir fyrirtækið. Og þetta eru því miður ekki vangaveltumar einar. Guðmundur Helgi bendir á, að þrjár grein- ar í dreifibréfi til starfsmanna ákveðins fyrirtækis, sem hefur ráðið sér lækni með þessum hætti, stangist á við heilsuvemdarsjónarmið. Hann á- lyktar því á þennan hátt: „Hér er ekki um að ræða þjónustu við starfsmanninn, heldur hagsmuna- gæslu fyrir fyrirtækið.” Hér er svo skýrt að orði kveðið, að menn hljóta að biðja um skýringar og svör. Svör við- mælenda Þjóðviljans í gær af hálfu verkalýðs- samtaka leiða í Ijós að lögin frá 1980 hafa aðeins að óverulegu leyti komið til framkvæmda, en að starfsmönnum sé hins vegar á óyggjandi hátt tryggður sá réttur að sniðganga trúnaðarlækni fyrirtækis og fá milligöngu heimilislæknis síns. Það er brýnt að launamenn geri sér Ijósan þenn- an rétt sinn og standi fast á honum, ef þurfa þyk- ir. Vinnuslys og atvinnusjúkdómar eru reyndar í brennidepli í Reykjavík þessa dagana á ráð- stefnu Vinnueftiriits ríkisins og NIVA, Norrænu stofnunarinnar um framhaldsmenntun á sviði vinnuvemdarmála. Sækja má þar mikinn fróðleik í faglega umfjöllun þátttakenda frá mörgum þjóð- löndum. Og sem beturfer er mælanlegur árang- ur af forvömum og upplýsingastarfsemi Vinnueft- irlitsins. Þessi umljöllun skiptir verkalýðshreyfing- una miklu máli. Hugtök eins og atvinnusjúkdóm- ar hafa breytt að nokkm um merkingu, og Vil- hjálmur Rafnsson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, benti á það í viðtali við Þjóðviljann, að nú töluðu menn fremur um atvinnutengda sjúkdóma. Þannig hafa menn gert sér grein fyrir því, að eðli og orsakir vanlíðunar manna eru af flóknum toga og fleira þarf að meta en bein líkamleg einkenni. Hér er verið að ræða um bein hagsmunamál launamanna og þessum nýju viðhorfum ætti því líka að fylgja meiri nákvæmni og öryggi í mati á vinnuslysum og atvinnutengdum sjúkdómum, ef rétt væri að staðið. Því miður er margt sem bend- ir til þess að alvarlegir misbrestir séu á þessum málum. Vinnueftiriitið sjálft hefur takmarkað bol- magn til að sinna öllum þeim þáttum sem vert væri. Verkalýðshreyfingin getur stutt það og ef til vill hafa orð Guðmundar Helga Þórðarsonar hér í Þjóðviljanum ýtt af stað þeirri þróun. ÓHT f f 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.