Þjóðviljinn - 15.06.1990, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Qupperneq 19
HELGARMENN JLN GIN Listahátíð Þúsundþjalasmiðurinn Alex van Warmerdam Okkur hefur verið líkt við Tati, Marx bræður, Beckett, Lísu í Undralandi og allt þar á milli. Slíkar samlíkingar eru tóm vitleysa. Alex van Warmerdam ræðir við blaðamann Nýs Helgarblaðs ( gær. Mynd:Kristinn. Einfaldleikinn ræður ríkjum í sviðsmynd Alex van Warmerdam í verkinu Norðurbænum, sem sýnt verður ( Borgarleikhúsinu í kvöld og annað kvöld. Mexíkanskurhundur, hollenski fjöllistahópurinn, er kominn til landsins og sýnir leikverkið Norðurbæinn á vegum Listahá- tíðar í Borgarleikhúsinu í kvöld og annað kvöld. Leikritahöfundurinn, sviðs- hönnuðurinn, leikstjórinn, leikar- inn og listmálarinn Alex van War- merdam er forsprakki Hundsins og hitti blaðamaður Nýs Helgar- blaðs hann að máli í Borgarleik- húsinu í gær. Menn eru sífellt að skilgreina okkur og líkja okkur við hitt og þetta, segir Alex þegar hann er beðinn um að skilgreina leikhóp- inn og verk hans. Við gerðum einu sinni lista yfir allar samlík- ingarnar sem birst höfðu í dóm- um blaðanna og það Var hreint ótrúlegur listi. Okkur var líkt við Marx bræður, Tati, Chaplin og jafnvel Lísu í Undralandi. Slíkar samlfkingar eru bull og vitleysa. Sýninginn Norðurbærinn er fremur ströng og kalvínísk, allt kjöt hefur verið skafið af beinun- um, engin þung sviðsmynd eða margir sviðsmunir, heldur er ein- göngu það allra nauðsynlegasta notað. Kveikjan að sýningunni var klæðaburður og fas Austur- Þjóðverja. Pað hefur eflaust breyst eitthvað núna, og sýningin kannski orðin að steingervingi. Þetta er ekki mikil saga, orðin og hvernig þau eru sögð skipta mig miklu máli. Sagan er hvorki raunsæ né í nokkru sögulegu samhengi. Þetta er blanda af at- riðum sem eru ekki endilega í beinu framhaldi hvert af öðru. Leikhús er mjög skemmtilegur miðill, en sjálfur verð ég oft fyrir miklum vonbrigðum þegar ég fer í leikhús, það er oft svo leiðin- legt. Kvikmyndir eru meira spennandi nema þegar leikhús- inu tekst mjög vel upp þá slær það kvikmyndum við. Ég er ekki að reyna að sameina kvikmyndir og leikhús, ég nota kvikmyndir á mjög gamaldags máta í verkinu og alls ekki fram- úrstefnulega. Ég byrja ekki með því að fá einhverja hugdettu hvernig gam- an væri að blanda ólíkum miðlum og listum saman, heldur kemur það alveg af sjálfu sér af því að viðkomandi listgrein hentar bet- ur en önnur. Sýningamar hafa orðið einfaldari með árunum, og ég reyni að gera þær eins einfald- ar og mögulegt er, það liggur við að þessi sýning sé svo einföld að ekki sé mögulegt að ganga lengra í einfaldleikanum og ég verði eftir þetta að snúa mér að ein- hverju allt öðru, en það á eftir að koma í Ijós. Uppalinn í leikhúsi Fólk segir mér að leikritin fjalli alltaf um samskipti og völd. Eitt verka minna, Granit, fjallar t.a.m um fjóra menn uppi á fjalls- tindi. Þeir em allir dæmigerðar persónur, foringinn, byltingars- inninn, hirðfíflið og þumbinn. Og verkið fjallar um togstreituna milli þessara einkennandi per- sónuleika. Ég byrjaði á götuleikhúsi en það er langt síðan, og það voru viðvaningslegar sýningar. Ég stóð aðeins í því í tvö ár. Faðir minn var sviðsstjóri og fjölskyldan bjó fyrir ofan leikhús- ið. Ég þekkti ekkert annað en leikhús og þess vegna kom mér kannski ekki til hugar að fara út í það, til þess var það of sjálfsagt. Ég tek mér yfirleitt hlé á nokk- urra ára fresti frá leikhúsinu í ár, eða svo. Ætti ég að útskýra efni mynd- arinnar sem ég er að vinna að nú þyrfti ég til þess minnst fjóra klukkutíma. Þetta er ekki ein- hver neðanjarðarmynd enda finnst mér ekki hægt að gera greinarmun á myndum sem sölu- vöru og aftur listrænum mynd- um, mörkin þar á milli eru alls ekki skýr. Ég geri þá mynd sem mig langar að gera, svo verður að koma í ljós hvort öðrum líkar hún. Fyrri myndin, Abel, var lítil mynd. Ég hélt að hún gæti gengið í svona fjórar vikur í Amsterdam, en raunin varð sú að hún gekk á annað ár og fékk mjög breiðan áhorfendahóp, það kom mér mjög á óvart. Merkingar- kjaftæði Mér er ekkert gefið um að út- skýra verk mín, stundum verð ég mjög hissa á því hvað fólk telur sig sjá út úr þeim. Ég er ekki hrif- inn af merkingarhlöðnum verk- um, samtöl eru mikilvæg, en ég hef áhuga á því hvernig menn segja hlutina, ekki hvað það merkir sem þeir eru að segja. Granit var sett upp á þeim tíma þegar mikil mótmæli voru vegna meðaldrægu eldflauganna í Evr- ópu, á miðju sviði hafði ég komið fyrir háum kletti, en ég var harð- ákveðinn í því að ef einhver sæi klettinn sem tákn fyrir kjarnaf- laug eða sprengju yrði klettinum strax hent út úr sviðsmyndinni. Steinn er steinn og ekkert ann- að, ég vil að hlutirnir standi fyrir það sem þeir eru. Auðvitað er það erfitt því að þótt ég kæri mig ekki um að einhver hlutur fái á sig merkingu get ég ekki horft fram hjá því að í dulvitund minni gætu þeir haft hana. Oft talar fólk um tilvísanir í verkum mínum sem mér hafa aldrei dottið í hug, t.a.m að ein senan í Norðurbænum sé tilvísun í Hamlet, en ég þekki Hamlet lítið og er illa að mér í sögu leikhúss og leikritunar. í kvik- myndinni Abel notaði ég mikið fiska, menn lögðu sér eingöngu fisk til munns, það voru fiskam- ynstur alls staðar o.s.frv. Ég sagði alltaf fiskur er bara fiskur og hefur enga merkingu umfram það. En auðvitað eru fiskar táknrænir, þeir geta bæði haft kynferðislega og biblfulega vís- un, svo eitthvað sé nefnt. En það var ekki meðvituð ætlun mín þeg- ar ég ákvað að nota fiska í mynd- inni. Ég kæri mig heldur ekki um að heyra hvaða mögulegar merk- ingar gætu verið í hinu og þessu, ég vil ekki hlaða hluti fleiri tákn- um en þegar er orðið, ég vil frem- ur stíga skref til baka og draga úr tiivísunum og táknum sem sumir hlutir hafa, segir þúsundþjalasm- iðurinn Alex van Warmerdam. í dagskrá Listahátíðar segir um efni verksins m.a. að það gerist í nýbyggðu steinsteypugímaldi, sem gæti verið í hvaða stórborg sem er. í einum steinsteypukass- anum býr hinn ofvemdaði sonur, Faas. Einu tengsl hans við um- heiminn er ofurlítil gluggabora. Hinn kúgaði Faas á sér þó stóran draum um að verða listmálari og mála vinnulúna bændur. Eins og áður sagði verða tvær sýningar á Norðurbænum í Borg- arleikhúsinu, í kvöld og annað kvöld kl. 21.30. BE Föstudagur 15. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.