Þjóðviljinn - 15.06.1990, Page 20

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Page 20
 'IST! li B, ■ — Einar Már Guðmundsson ísland og Albanía Mótettur Bachs í bandaríska vikuritinu The Militant, málgagni þarlendra trotskyista, var eitt sinn haft fyrir satt að Karl Marx hefði kallað Albani „geitriðla” (goatfuckers) en fyrirlitning þeirra Marx og Engels á smá- þjóðum er alkunn. I Guðsgjaf- arþulu eftir Halldór Laxness segir bolsévikinn m.a. við sögumann er þeir hittast hjá Kleifarvatni: „Hvílík eymd að vera smá- þjóðamaður, segir Engels á einum stað, mig minnir í bréfí frá London. Til _að mynda hitti ég á dögunum Islending (ætli það hafi ekki verið Grímur Thomsen?) og sagði hann mér að unaðslegustu æskuminn- ingar sínar væru bundnar lykt- inni af úldnum grút í fjörunni og maurétnum þorskhausum sem lágu til þurrks uppá görð- um.” Grútarhausar og geitriðlar? Hvers eiga þessar þjóðir að gjalda? Þær mega ekki einu sinni heyja með sér heiðarlega knattspymu án þess að Scot- land Yard þurfi að blanda sér i málin og nakinn Islendingur verði heimsfrægur og birtist um víða veröld ásamt átta lög- regluþjónum og ellefu Albön- um að reyna að hlusta á þjóð- söng sinn. Þá gerast vallarverðir skyndilega skáldmæltir og ríma einsog best verður á kos- ið og unglingar fá forfiðring i tær og fingur. Ef albanskur rithöfundur hefði síðast liðinn vetur setið í Tirana, höfuðborg landsins og látið sér detta eitthvað viðmóta í hug og það sem í rauninni gerðist, mundi hann hafa brot- ið allar þær raunsæiskröfur sem albanska rithöfundasam- bandið setur meðlimum sin- um; því þama var veruleikinn hreinn skáldskapur. Albanía: útlægt land meðal þjóða. Island: land byggt af út- lögum. Islendingar hugsa með hlýhug til útlaga sinna; en skilja þeir Albaníu? Albanir eru á báðum áttum um hvort þeir eigi að skrifa undir sinn Gamla sáttmála við umheim- inn og Islendingar vita heldur ekki undir hvaða sáttmála þeir eiga að rita nöfn sín. Ef þeir selja fiskimiðin eiga þeir ekkert. Ef þeir selja ekki fiskimiðin eiga þeir held- ur ekkert: þeir mega velja. Öðruvísi er ekki hægt að túlka boðskapinn sem borist hefur að undanfömu. Annað hvort fáum við að komast inn í auð- lindir ykkar eða þið fáið ekki að komast inn á markaðina okkar. Argól, einsog grafarinn í Hamlet sagði. Athugum þennan málflutn- ing: Á meðan Evrópuþjóðimar bjóðast til að rétta Álbönum hjálparhönd við að losna úr prísund þeirra Marx og Eng- els, bjóða þeir Islendingum að taka þeirra sess, ekki í prísund Marx og Engels, en vendi ein- angmnarinnar er sveiflað. Skerfurinn til menningarinnar: það er annað mál og kemur viðskiptum ekki við. Hér áður var sagt að marx- isminn einn gæti bjargað heiminum en nú em Albanir meðal þeirra örfáu sem komið geta marxismanum til bjargar; og hvemig litist Karli Marx á að einu bandamenn hans í Evr- ópu séu þeir sem hann sjálfur kallaði „geitriðla”? Þökk sé, hverjum sem það er að þakka, að Engels skuli ekki með_svipuðum hætti vera guðfaðir Islendinga, að honum skuli ekki hafa verið reist minnismerki innan um úldinn grút og maurétna þorskhausa, þó þar með sé ekki sagt að þeir sem í þessu landi fylktu sér undir merki hans og þeirra fé- laga hafi ekki látið margt gott af sér leiða; og gegnt óvenju stóm hlutverki. Síðast liðinn vetur spratt af því ansi skondin umræða. Fjölmiðlamenn fóm hamför- um og buðust til að gerast skriftafeður fyrir aflóga hug- sjónamenn; og deilan komst jafnvel inn í raðir hugsjóna- mannanna sjálfra. Aldrei var þó ljóst á hverju átti að biðjast afsökunar, hvort það voru sólarlandaferðir til sósíalískra ríkja eða verka- lýðsbaráttan einsog hún lagði sig. Mistök gerð árið 1932 vom auðvitað undirrótin að mistök- unum 1972. Svona mátti lengi föndra og niðurstaðan virtist helst vera sú að þeir sem eitt sinn í fymdinni gengu niður Laugaveginn voru vinsamleg- ast beðnir um að snúa við og ganga upp hann. Kannskf verður það líka svo, að þegar Albanir koma niður úr fjöllunum með geit- umar sínar mæta þeir Islend- ingum á leiðinni upp. Á sunnudaginn voru tónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar í Langholtskirkju. Á efnisskránni voru fimm mótettur Jóhanns Se- bastians Bachs og með slíkri úr- vals efnisskrá var góð tilhugsun að fara á tónleikana. Mótetturnar voru fluttar með kammersveit og leikið var á bar- okkhljóðfæri sem voru stillt hálf- um tóni neðar til samræmis venj- um barokktímans. Kons- ertmeistari var Rut Ingólfsdóttir sem spilaði á upprunalega fiðlu smíðaða í Þýskalandi í byrjun 18. aldar. Fleiri upprunaleg hljóð- færi voru notuð, bæði fagottið sem var smíðað í Frakklandi og violone frá 1697 smíðað á Ítalíu. Fluttar voru mótetturnar Komm, Jesu, komm, BWV 229, Fúrchte dich nicht BWV 228, sem var samin fyrir minningarat- höfn eiginkonu borgarráðsmanns í Leipzig 1726, Jesu meine Freu- de BWV 227, sem er ein stór- brotnasta mótetta Bachs og hann samdi vegna andláts eiginkonu póstmeistara skömmu eftir komu sína til Leipzig 1723. Der Geist hilft unsrer Schwacheit auf BWV 226 var samin vegna minningar- athafnar um rektor Tómasarhá- skólans í Leipzig en Singet dem Herrn ein neues Lied BWV 225 er að öllum líkindum talin hafa verið samin í minningu auðugrar Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar fslands undir stjórn bandaríska hljómsveitarstjórans Gunther Schullers hófust á splunkunýju verki Leifs Þórar- inssonar Mót, sem var samið sér- staklega fyrir Listahátíð í Reykjavík 1990 og frumflutt við opnun Listahátíðar 1. júní sl. í Borgarleikhúsinu undir stjórn Petri Sakari. Verkið mót var allt hið skemmtilegasta, kraftmikið og lifandi með skemmtilegum ryþmaköflum, og einhvern veg- inn, þótt ólíklegt kunni að virðast átti þetta verk vel við í upphafi þessara tónleika sem annars voru eftir bandarísk tónskáld. Næsta verk á efnisskránni var School for Scandal Overture eftir Samuel Barber, fallegt verk og alveg ljómandi vel flutt og því næst Se- ven Studies on Themes of Paul Klee eftir sjálfan stjórnanda kvöldsins, Schuller, en þetta verk er samið undir áhrifum frá svissneska málaranum Klee og lýsir Schuller sjö myndum hans. ekkju ellegar þá í minningu Krist- ínar Eberhardínu Póllandsdrott- ningar, en allar eru móttetturnar lofsöngur til dýrðar Guði og endurspegla kristinn skilning Bachs á dauðanum. Mótettukórinn er skipaður tæplega 60 manns, allt leik- mönnum úr yngri kantinum og mikið óskaplega hefur Hörður náð fögrum og hreinum tóni út úr kórnum. Það er engin smávinna sem liggur að baki slíks árangurs sem við áheyrendur fengum að JÓHANNA V. ÞÓRHALLSDÓTTIR njóta á sunnudaginn. Hörður er mjög músíkalskur og dýnamískur stjórnandi og var flutningur allur mjóg til fyrirmyndar. Góður textaframburður spillti heldur ekki fyrir og gott var að geta fylgst með þýðingunni í efn- isskránni sem var hin vandað- asta. Schuller er undir miklum áhrifum djassins, og hafði ég sérstaklega gaman af Little Blue Devil, þar sem Jón „bassi“ Sigurðsson hóf leikinn á léttum bassagangi og Arab Village þar sem Jón „flauta“ Sigurbjörnsson spilaði undur vel og seiðandi á bak við sviðið og ótrúlegur var hljómur- inn í sellóunum, alveg eins og sekkjapípur. Eftir hlé var Rhaps- ody in Blue eftir George Gersh- win, verk sem margir höfðu verið að bíða eftir og kom þá hinn so- véski píanóleikari Leonid Tsji- sjik fram á sviðið og lék Rhapso- dy með miklum sveiflum á milli tempóa og styrks með góðri til- finningu og í lokin sannfærði hann mann alveg á túlkun sína á Gershwin. Hann spilaði ekki minna en tvö aukalög, úr djassin- um, svo maður var í raun og veru alveg fullmettaður þegar Svítan úr Fancy Free eftir Bernstein var flutt, sem virkaði ævintýralega langdregin eftir annars skemmti- lega dagskrá. Sveifla í Sigurjónssafni Það var lauflétt stemmning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þegar svisneska kammersveitin I Salonisti hélt tónleika mánudag- inn 11. júní síðast liðinn. Yfirsk- rift tónleikanna var „Austurland- ahraðlestin“ í höfuðið á þeirri frægu lest sem flutti kónga og hefðarfólk milli heimsálfa og fluttu I Salonisti tónlist af „létt- ara“ taginu frá viðkomustöðum lestarinnar. Kammersveitina skipa 5 tónlistarmenn af bestu gerð, ungversku bræðurnir Béla Szedlák bassaleikari og Ferenc Szedlák sellóleikari, ásamt Werner Giger píanóleikara, Lor- enz Hasler og að ógleymdum Thomas Fúri en þeir síðast nefndu eru báðir fiðluleikarar. Á efnisskránni voru m.a. verk eftir Massenet, Debussy, Schrammel, Kreisler, Enescu, Rossini, Stravinskíj, Boulanger og fleiri. Þau eru mörg alvarlegu tónskáldin sem hafa samið létta tónlist og sem betur fer hafa alltaf verið til klassískir flytjendur sem hafa gaman af að flytja þessa léttu tónlist. Það er líka beinlínis bætandi fyrir sálina að hlusta á léttan leik inn á milli. Það var greinilegt að bæði flytjendur og áhorfendur höfðu gaman af dill- andi tónlistinni. Samspilið var ljómandi og spilamennirnir allir í góðum húmor. Það var eins og fiðluleikarinn Fúri hefði ekkert fyrir því að spila flaututónana í Boulanger verkinu, fór létt með það. Uppáhaldið mitt var tangó- inn hans Stravinskiijs og það eina sem ég get hugsanlega kvartað yfir var að geta ekki skellt mér út á dansgólfið, því við svona dill- andi tónlist er ekki hægt að sitja lengi stífur á áhorfendabekkjum, auðvitað vill maður sveiflast með. Hvernig væri næst þegar þeir koma að halda ball? Japanskur fiðlusnillingur Og Listahátíð heldur áfram. Á laugardaginn kl. 17 var japanski fiðluleikarinn Yozuko Horigome og vestur-þýski píanóleikarinn Wolfgang Manz á ferðinni með tónleika í íslensku óperunni. Síð- an Yuzuko hlaut verðlaun árið 1980 í Brússel í Belgíu í svokall- aðri Elísabetarkeppni hefur hún spilað með mörgum helstu hljómsveitum og stjórnendum heimsins. Wolfgang er ennfrem- ur sigurvegari úr samkeppnum og hefur leikið sem einleikari víða um heim. Enda var það auðheyrt á spil- inu að hér var á ferðinni fólk sem kunni sitt fag. Þau spiluðu afar vel saman og höfðu að sjálfsögðu nákvæmar og úthugsaðar fraser- ingar. Þau hófu leikinn á Fiðlu- sónötu nr. 1 í D-dúr op. 12 nr. 1 eftir Beethoven. Maður gleymdi sér alveg í sónötunni og þegar fólk spilar svona vel, hallar mað- ur sér einfaldlega í stólnum, lygnir aftur augunum og nýtur þess að hlusta. A eftir Beethoven lék Horigome Einleikspartítu Bachs nr. 2 í d-moll BWV 1004, og þegar hún var komin út í sara- bönduna var maður kominn í annan heim. Maður náði sér að- eins niður í hlénu og eftir það hófu þau leikinn með fjórum stuttum þáttum eftir Anton We- bern op. 7. Þessir brothættu þættir voru svakalega nákvæm- lega fluttir. Að lokum spiluðu þau rómantísku fiðlusónötuna hans Césars Franck en þá hefði ég viljað aðeins meira kjöt í spi- lamennskuna, meiri karakter eða meira skap, en þetta er nú bara dónaskapur að vera að biðja um þetta eftir alla dýrðina. En fyrir minn smekk, þá var t.d. lokaka- flinn í Franck alltof hraður, og hreinlega of vélrænn. Svona get- ur maður verið kröfuharður. Aðallega frá Ameríku 20 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.