Þjóðviljinn - 22.06.1990, Side 3

Þjóðviljinn - 22.06.1990, Side 3
Kenjótt rokkstjarna Prímadonnur hafa löngum þótt kenjóttar. Nú er von á höfuðprímadonnu vísna- rokksins hingað til lands, sjálf- um Bob Dylan. Dylan er sérl- undaður mjög einsog þeir sem stóðu í samningastappi við hann komust að. Þegar samningar höfðu náðst um greiðslur komu fram ýmsar sérkröfur, sem á tímabili settu allt í hnút, svo jafnvel var búist við að ekkert yrði úr heimsókn Dylans hingað. Meðal þess sem hann fór fram á var að til staðar væri Danone jógúrt, sem er ófáanleg hér á landi. Þá vildi Dylan að til staðar væri Budweiser bjór á alveg sérstökum flöskum með langan háls, sem ekki eru seldar hér. Einnig vildi hann sérstaka tegund af ölkeldu- vatni, ófáanlegt hér á landi og ýmislegt fleira, sem landinn á ekki að venjast. Þessu tókst að lokum að bjarga fyrir horn, og m.a. hljóp bandaríska sendiráðið undir bagga með Budweiser bjórinn. Rokkgoð- ið fær því flestar óskir sínar uppfylltar áður en hann upp- fyllir óskir aðdáenda sinna í höllinni. ■ Drekka af sér ístruna Þeir bjóráhugamenn sem bera drykkjuna utan á sér geta nú verið ánægðir því á markaðinn er kominn nýr bjór frá Víking-Brugg hf. á Akur- eyri sem heitir því frumlega nafni Helgi magri. Þessi bjór er einstakur fyrir margra hluta sakir. í honum eru helmingi færri hitaeiningar en í venju- legum bjór, að styrkleika er bjórinn aðeins 4% og síðast en ekki síst er hann sá ódýr- asti sem völ er á, í bili. ■ íhaldið styður Lúðvík Það vakti athygli þegar Sjálf- stæðismenn í Hafnaríirði kynntu fulltrúa sína í nefndum bæjarins að á listanum var Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafélagsins, en Lúðvík var einsog kunnugt er þriðji maður á lista Alþýðu- bandalagsins. Bæjarstjórn kýs fjóra menn í hina nýju húsnæðisnefnd, þar af áttu kratar tvo og íhald einn, en fjórði maðurinn hefði ráðist af hlutkesti allra flokka. Sjálf- stæðismenn buðu þá Alþýðu- bandalaginu að styðja þeirra fulltrúa í húsnæðisnefnd og daginn fyrir bæjarstjórnarfund barst ámóta boð frá Alþýðu- flokksmönnum. Bæjarmála- ráð Alþýðubandalagsins samþykkti einróma að taka boði Sjálfstæðisflokksins, enda var það án allra skilyrða. r C ~ jumir spara sér leígubíl adrir taka enga ábættu! Eftlrelnn -el aki nelnn Alþýðubandalagið fékk eng- an annan fulltrúa í nefndir í Hafnarfirði en fór fram á að fá áheyrnarfulltrúa í þær nefndir sem skiptu mestu máli. Það vakti athygli að hinn nýi bæj- arfulltrúi krata, Árni Hjör- ieifsson, fann því allt til for- áttu. Magnús Jón Árnason fulltrúi Alþýðubandalagsins vakti athygli á því að fyrir suma væri lýðræðið greini- lega of gott til að deila því með öðrum. Að tillögu Guðmund- ar Árna Stefánssonar bæ- jarstjóra var ákveðið að vísa málinu til bæjarráðs. Einsog fram hefur komið lúffaði Guð- mundur Árni Stefánsson bæ- jarstjóri fyrir sínum flokks- mönnum með það að bjóða Alþýðubandalaginu aðild að meirihlutasamstarfi. í Alþýðu- blaðinu sl. miðvikudag segir bæjarstjórinn að Alþýðuflokk- urinn hafi leitað eftir sam- starfsgrundvelli við Alþýðu- bandalagið „en það fannst enginn samstarfsflötur". Það vantar hinsvegar í yfirlýsingu bæjarstjórans að samstarfs- flöturinn fannst ekki á Alþýðu- flokknum sjálfum enda var Al- þýðubandalaginú aldrei boðið upp á eitt eða neitt samstarf. Frá Grunnskóla Siglufjarðar Tvo kennara vantar: Til sérkennslu og til kennslu yngri barna. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 96-71686 og formaður skólanefndar í síma 96-71845. Skólanefnd ^ ^ ryisu tuyaumi, uuu luiscu. Framsýmr Islendingar fá sér FJ ÓRÐUN GSBRÉF Um langan aldur hafa íslendingar byggt afkomu sína á sjávarútvegi, en það var fyrst í byrjun þessarar aldar að útgerðin fór að skila verulegum hagnaði. Þá fóru menn að sameinast um fjárfest- ingar sem gátu skilað umtals- verðum hagnaði. Fjórðungsbréf- in byggja á sameinuðum krafti fjölda einstaklinga. Fjórðungsbréf eru eignarhluti í sameiginlegum sjóði sparifjáreig- enda, þar sem fjárfest er í ýmsum tegundum vel tryggðra verðbréfa. Eigendur bréfanna fá ársfjórðungs- lega greiddar tekjur af þeim umfram verðbólgu. Þannig er bæði hægt að dreifa fjárfestingu og hafa reglulegar tekjur af eignum sínum. Fæstir sparifjáreigendur hafa tíma, þekkingu eða fjárráð til að notfæra sér þá kosti sem felast í því að dreifa fjárfestingum. Fjórðungsbréf leysa vandann. Þegar eftirlaunaárin nálgast er mik- ilvægt að fjárfestingar skili eigend- um sínum tekjum reglulega. Margir vilja minnka við sig vinnu, njóta lífs- ins og ferðast og sinna öðrum áhugamálum sínum. Dæmi: Ekkjumaður sem á tíu ár eftir af starfsævi sinni vill fara að minnka við sig vinnu. Hann selur stóra húseign fyrir 12.000.000 króna og kaupir rúmgóða 4ra herbergja íbúð fyrir 7.000.000 króna. Fyrir mismuninn kaupir hann Fjórð- ungsbréf. Þannig fær hann 100.000 króna tekjur umfram verðbólgu á þriggja mánaða fresti, án þess að skerða höfuð- stólinn* * Miöað viö að 8% árleg raunávöxtun náist á sparnaðartímanum. Sérfræðingar Landsbréfa h.f. sjá um alla umsýslu, svo að eigendur Fjórðungsbréfa geta notið áhyggju- lausrar ávöxtunar. Leitið ráða hjá Landsbréfum h.f. Komið og fáið nánari upplýsingar, bæklinga og aðstoð hjá ráð- gjöfum okkar og umboðsaðilum í útibúum Landsbanka íslands og Samvinnubankans um land allt. «p LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, sími 606080 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.