Þjóðviljinn - 22.06.1990, Side 4

Þjóðviljinn - 22.06.1990, Side 4
Guðrún Ámadóttir er á beininu Þurfum aðfá karlana með Á þriðjudaginn minntust íslenskar konur þess að 75 ár eru liðin frá því að þær fengu kosningarétt og kjör- gengi til Alþingis. Guðrún Árnadóttir hefur verið formaður Kvenréttindafé- lags íslands frá því um áramót. Hún er tekin á beinið í dag um jafnréttis- baráttuna og Kvenréttindafélagið. Um hvað snýst jafnréttis- baráttan á Islandi í dag? Hún snýst um það að bæði karlar og konur fái að njóta sín, bæði hvað atvinnu og menntun og lífið varðar almennt og báðir aðil- ar taki tillit til hvors annars. Það hefur lengi verið kunn- ugt að mikill launamunur er milli kynjanna. Hvers vegna hefur ekki meira áunnist en raun ber vitni til að jafna þenn- an mun? Launamunurinn hefur verið mikill vegna þess að hér áður fyrr var menntunarskortur ríkjandi hjá konum. I dag eru þær með sömu menntun og enn er launamunur ríkjandi. Það er vegna þess að þær komast ekki í áhrifastöður cin- hverra hluta vegna og þó þær hafi sömu menntun og maðurinn við hliðina á þeim þá hefur hann ein- hvem veginn haft lag á því að koma sér upp bílastyrkjum og greiddri yfirvinnu, hvort sem hún er unnin eða ekki, risnu og öðru á- líka. Það sem þarf að gera til að breyta þessu er að leggja aðalá- herslu á að koma kvennastörfúm til vegs og virðingar þannig að konur þurfi ekki einvörðungu að fara yfir í karlastörf til að ná sömu launum. Við þurfum að endur- meta kvennastörfin, þá á ég aðal- lega við störf sem lúta að umönn- un og umhyggju. Og hvers vegna skyldi kassadaman í stórmarkað- inum ekki fá hærri laun, það eru ekki litlir peningar sem fara í gegnum hendur hennar. Þetta er lægst launaða fólkið í dag. Verða verkalýðshreyfingin og stjórnmálaflokkarnir ekki að taka þessi mál upp af krafti? Jú, vissulega, og ég er alveg klár á því að það þolir enga bið. Verkalýðshreyfingin hefur reynt að gera eitthvað en hún þarf eigi Mynd: Kristinn. að síður að taka upp mun mark- vissari baráttuaðferðir. Konur eru orðnar helmingur af atvinnuafli landsins og það verður að fara að taka tillit til þeirra. Er jafnréttisbaráttan stétta- barátta? Já, alveg tvímælalaust. Jafn- réttisbarátta fer inn á öll svið hins mannlega samfélags. Hún er stéttabarátta og þá kem ég aftur að því hvað verðmætamat á vinnu fólks er óréttlátt og villandi. I verkalýðshreyfingunni höfum við lengi verið að reyna að benda á hvað kvennastörf eru lítils metin. Það er ekki fyrr en við fáum fólk til að hugsa bókstafiega á nýjan hátt að við náum einhverju fram í þessarri baráttu. Og þegar við náum samvinnu við karlana. Við vinnum ekki þessa jafnréttisbar- áttu einar, það er útilokað. Ég er búin að vinna lengi að þessum málum og alltaf eru það sömu konumar, sömu andlitin, sem segja sömu hiutina. Við hitt- umst aftur og aftur en fer þetta eitthvað út fyrir þennan hóp? Við erum allar sammála um að hitt og þetta sé ómögulegt en náum við nokkru sambandi við karlana? Það er ekki nóg að við séum sam- mála, við verðum að ná til karl- anna. Það er alveg klárt að það er orðið mjög tímabært að þessi kvennabarátta fari að tengjast körlunum og þeir taki þátt með okkur. Annars getum við bara hjakkað í sama farinu ár eftir ár og kvartað og kveinað hver upp í aðra. Er jafnréttisbarátta á ís- landi í lægð núna? Já. Ég hef viðurkennt það áður. Það kom hér góð skorpa með rauðsokkum og síðan fór önnur sterk hreyfing í gang með Kvennalistanum. Núna erum við kannski í svolítilli hvíldarstöðu en ég hef enga trú á öðru en við munum ná okkur upp aftur. Það hefur stundum legið það orð á Kvenréttindafélagi Islands að það sé eins konar „el- íta” menntakvenna úr yfirstétt og ungar konur telji sig lítt eiga þar heima. Hvert er þitt álit? Ég viðurkenni það að þegar ég kom úr starfi hjá verkalýðs- hreyfmgunni inn í þetta félag fyr- ir einu og hálfu ári þá kom ég inn í það með vissri tortryggni og efa- semdum en ég stend alveg klár á því að Kvenréttindafélag Islands er ákafiega góður vettvangur þar sem konur geta unnið saman á breiðum grundvelli. Þetta er þverpólitískt félag og í það mega ekki safnast, eins og þú bendir réttilega á, eingöngu menntakon- ur. Verkefni félagsins er að vinna að mannréttindum fyrir þá sem minna mega sín og við þurfum að ná til allra. Konur sem hafa góða menntun ættu að hafa betri að- stæður til að spjara sig sjálfar og því þurfum við að styðja við bak- ið á hinum. Er einhver virk starfsemi í gangi innan félagsins fyrir utan árlega tímaritsútgáfu og hátíða- höld 19. júní? í dag er starfið í því formi að við tökum fyrir ákveðin verkefni sem okkur finnst höfða til kvenna og jafnréttis, höldum um þau fræðslufundi og förum í áróðurs- herferðir. Hvenær var síðasta áróð- ursherferð félagsins? Við vorum í vetur t.d. með fundi um siðfræði heilbrigðis- stétta og réttinn til að fá að deyja með sóma og rétt ættingja sjúk- linga til að hafa áhrif í heilbrigð- iskerfinu. Við héldum erindi um þetta og einnig um dagvistunar- mál. Það er af ýmsu að taka, en mest höfúm við tekið fyrir það sem fólk kallar mjúku málin. Kvenréttindafélagið hefur líka haft á dagskrá sinni að kynna konur sem vilja taka þátt í pólitík og styðja við bakið á þeim þverpólitískt. Við höfum fyrir all- ar kosningar efnt til kynningar- fúnda á kvenframbjóðendum allra fiokka. Fyrir borgarstjómarkosn- ingamar núna vomm við með stóran fund á Kringlukránni. Ég held að það vanti ungar konur inn í félagið alveg eins og þær vantar víða annars staðar. Kannski er það vegna þess að Kvenréttindafélagið er að beijast fyrir jafnrétti og þegar maður er yngri og nýskriðinn út úr skóla þá finnur maður ekki svo mikið íyrir óréttlætinu. Það er oft sagt að kv enréttindakonur, öfúgt við marga aðra, verði æ róttækari eft- ir því sem þær verða eldri. Jafnréttisráð hefur í gegn- um tíðina birt fjölda kannana sem sýna mismunun kynjanna, t.d. í fjölmiðlum. Getur Kven- réttindafélagið fylgt þessu bet- ur eftir? Jú, auðvitað. Þetta er bara spuming um leiðir. Við fengum t.d. inn á borð til okkar í vetur könnun sem sýndi að konur ætl- uðu ekki að gefa aftur kost á sér í bæjar- og sveitarstjómarkosning- um í sama mæli og síðast. Við kölluðum saman fund í Reykjavík og fengum þessar kon- ur til að segja frá reynslu sinni. Við spurðum: Hvað veldur? Og úr úr þessarri ráðstefnu komu þær niðurstöður að flestar þeirra vom að gefast upp undan vinnuálagi og vom einfaldlega þreyttar. Þær vom ekki aðeins með tvöfalt heldur þrefalt vinnuálag. í fyrsta lagi em þær með útivinnuna, síð- an heimilisstörfín og í þriðja lagi pólitísku vinnuna, fundi og fleira. Við reyndum að halda niðurstöð- unum á lofti og hvort það hefúr verið fyrir áhrif frá okkur veit ég ekki en þær skiluðu sér betur inn á listana aftur en við höfðum þor- að að vona. Þetta er það sem mál- ið snýst um, hvemig við getum komið tilfinningu okkar fyrir því að betur þurfi að gera á framfæri og í réttar hendur. Þetta er alltaf matsatriði og stundum ráða jafnvel tískusveifl- ur og ég hef ekki svar á reiðum höndum um hvað er hægt að gera, en við munum finna leiðir því að við verðum að gera það. Hefur tilvist Jafnréttisráðs eitthvert gildi þegar það hefur aðeins ályktunarvald? Stór hluti tima Jafnréttisráðs fer í það að sjá um að lögum um jafnrétti sé framfylgt og reynir þó hvað það getur til að halda uppi þessarri baráttu. Það fær einnig öimur mál til umfjöllunar. Ef þú átt við að Jafnréttisráð verði hreinlega dómstóll þá get ég tekið undir að við viljum það gjaman. í vetur kom fyrir Alþingi nýtt fmmvarp um jafhréttislög. Við emm jú með jafnréttislög hér á ís- landi en við emm alls ekki nógu ánægðar með framkvæmd þeirra og höfúm oft á tilfinningunni að farið sé í kringum þau og konur hlunnfamar. Þetta nýja ftumvarp fór ekki í gegn og það var gífurleg andstaða við það. Það sem við vomm hvað ánægðastar með í því var breytt. Við emm einmitt þessa dagana að fara yfir þessar breytingar og erum alls ekki ánægðar með þær. Þetta fmmvarp er þó skref í áttina og betra en þau lög sem nú em í gildi. Okkur miðar áfram. -vd. 4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.