Þjóðviljinn - 22.06.1990, Page 14

Þjóðviljinn - 22.06.1990, Page 14
Frumherjinn frá Dulúð Gestur Guðmundsson skrifar um Bob Dylan Maðurínn sem birtist á sviði Laugardalshailarínnar næstkomandi miðvikudag, 27. júní, skíparstærrí sess í dægur- lagasögunni en nokkur annar sem nú er á lífi og sköpunarmátt- urínn er langtífrá þrotinn. Hann hefurað vísu veríð mistækursíð- ustu tvo áratugina og oft verið talinn útbmnninn, en hvað eftir annað rekið af sér slyðruoröið og sent frá sér meistaraverk, og um þessar mundir á hann eitt sitt frjóasta skeið. Á þvi leikurþó enginn vafí aðþað vará sjöunda áratugnum sem hann skapaði sérsess sem ein afstærstu stjömum rokksins, við hlið manna eins og Elvis Presley og John Lennons. Nú hefur fennt i mörg spor frá þeim umbrotatímum og það gleymist oft, hversu margháttað brautryðjendahlutverk Dylans var. Robert Zimmermann er gyð- ingur að uppruna og fæddist í Duluth í Minnesota 24. maí 1941 en ólst upp í Hibbing í sama ríki. A unglingsárunum hreifst hann af rokkinu og reyndi sjálfur að stæla Little Richard í hljómsveit sem hann stofnaði með nokkrum vin- um sínum. Árið 1958 fór Elvis Presley í herinn, Little Richard í prestaskóla og aðrar óheflaðar rokkstjömur hurfu annað hvort úr tölu lifenda eða af vinsældalist- um, en Dylan tók að venja komu sína til fæðingarbæjar síns, Dulúð (Duluth), þar sem þjóðlagatón- listin hafði haslað sér völl á nokkrum kaffihúsum. Ári seinna fór Dylan í listanám til höfuð- borgarinnar Minneapolis og leit- aði jafnskjótt uppi kafilhúsin þar sem bítnikkar og bóhemar þess- ara ára vöndu komur sínar og þjóðlagatónlistin réð ríkjum. Unglingurinn Zimmermann breytti ekki einungis um stíl, heldur tók hann að kalla sig Bob Dylan og sveipa sig dularhjúpi furðusagna um eigin uppmna. Hann sagðist vera munaðariaus og hafa flakkað um Bandaríkin. Á þessum ferðum hefði hann lært alþýðutónlistina af svörtum flökkurum og af sjálfum Woody Guthrie, sem var goðsagnaper- sóna í þessum hópum. Hann var þá hættur flakki sínu og heltekinn illkynjuðum taugasjúkdómi, en hvarvetna þar sem þjóðlög vom spiluð, vom rifjaðar upp sögur af manninum sem flakkaði um Bandaríkin á dögum kreppunnar miklu, bar með sér arf hvítrar og svartrar alþýðutónlistar og notaði hann til að semja ádeilusöngva um misrétti og kúgun í fyrirheitna landinu. Stúdentamir í Minneapolis trúðu því mátulega að gyðinga- 'strákurinn hefði flakkað um land- ið með svörtum blúsurum og Woody Guthrie, og hann flutti sig um set til New York. Þar skipti sannleiksgildi slíkra sagna minnstu máli, og fljótlega fékk Dylan orð á sig fyrir að vera einn besti sporgöngumaður Woodie Guthries í hinu vaxandi samfélagi þjóðlagatónlistar í New York. Um þessar mundir, 1960, var þjóðlagatónlistin á nýjan leik að hefjast til vinsælda, eftir að kaldir vindir MacCarthytímabilsins höfðu feykt henni í útlegð vegna tengsla hennar við kommúnista og aðra róttæklinga. Pete Seeger hafði kynnt tónlist Woody Gut- hrie og hinna nafnlausu frumherja fyrir háskólaæskunni, og með kliðmjúkum flutningi Kingstons Triós á bragnum um útlagann Tom Dooley komst þjóðlagatón- listin aftur á vinsældalistana árið 1958. Um sama ieyti höfðu víg- tennurnar verið dregnar úr rokk- inu, bíboppdjassinn hafði misst ferskleika sinn, og þjóðlagatónlist átti hug og hjörtu þess vaxandi ijölda ungmenna sem gekk í há- skóla eða með Iistamannsgrillur. Andstætt þeirri tónlist sem Woody Guthrie hafði gert vinsæla á árunum eftir stríð, var hin nýja þjóðlagabylgja sykursæt og að inestu ópólitísk. Menn sungu bamagælur og sakleysisieg ástar- ljóð og fiuttu engan harðvítugri boðskap en frómar óskir um frið. Hinn harði kjami þjóðlaga- söngvaranna, sem einkum hafði aðsetur í New York og safnaði hinum hreintrúuðu saman á Newport þjóðlagahátíðimar hvert ár, hafði varðveitt hina róttæku arfieifð og dálæti á hrjúfum og blúskenndum söng. Hreintrúar- mennimir biðu komu nýs spá- manns sem myndi gefa þjóðlag- tónlistinni á nýjan leik þessar eig- indir, og á milli kaffihúsa New York borgar gengu margir ungir og horaðir menn með gítarinn á öxlinni og reyndu að líkja eftir Woody Guthrie í hvívetna. Ramb-ling Jack Elliott var frægastur þessara sporgöngu- manna og nánast tvífari Woodys í söng og háttum. Bob Dylan gerð- ist lærisveinn hans en nam einnig frá öðrum. Á undraskömmum tíma saug Dylan til sín allt það sem aðrir ungir trúbadúrar höfðu upp á að bjóða og fór að sýna per- sónluleg stíleinkcnni. John Hammond, sem uppgötvað hafði Bessie Smith og Billie HoIIiday á millistríðsárunum, heyrði hvislað um hinn nýja freisara þjóð- lagatónlistarinnar, fór og heyrði í honum og bauð honum jafnskjótt plötusamning hjá Columbia. Ungur reiöur maður Fyrsta plata Dylans, sem hét einfaldlega Bob Dylan og kom út 1962, olli þó engum straumhvörf- um, en þegar hann sendi frá sér The Freewheelin ’ Boh Dylan árið eftir var þjóðlagasinnum Ijóst að Woody Guthrie hafði loks eignast arftaka. Rétt eins og Woody söng Dylan hrárri og hrjúfri röddu sem sameinaði áhrif frá hvítri sveita- tónlist og svörtum blús, og hann ieyfði sér að hægja og hraða á tónlistinni til að geta undirstrikað boðskap textanna. Eftir að þjóð- lagatónlistin hófst að nýju til vin- sælda árið 1958 hafði engum tek- ist að afla slíkum fiutningi al- mennra vinsælda. Dylan lét sér ekki nægja að stæla Woody hcld- ur samdi hann vaxandi hluta laga sinna sjálfur, og í mörgum hinna fyrstu sýndi hann að hann stóð jafnvel framar sjálfum meistaran- um að þessu leyti. Peter, Poul og Mary mynd- uðu eins konar brú á milli hrárrar og ómþýðari tegunda þjóð- lagatónlistar og þau skópu fyrsta smellinn með lagi Bob Dylans, Blowing in the wind, um svipað leyti og Freewheelin’ kom út vor- ið 1963. Þau voru jafnframt óþreytandi að kynna Dylan sem merkasta laga- og textahöfund sinnar kynslóðar, og drottning þjóðlagatónlistarinnar, Joan Baez, tók í sama streng. Dylan var orðinn að goðsögn þegar hann náði 22 ára aldri. Lög og textar Dylans á Freewheelin’ sýndu líka ótrúleg- an þroska um leið og þau túlkuðu viðhorf ungs og reiðs manns. Dylan fiutti ekki bara einfaldan félagslegan boðskap eins og Woody Guthrie, heldur voru text- ar hans frá byijun margræðir og hlaðnir andagift. Spumingamar sem hann spyr í Blowing in the wind em áleitnar en um leið margræðar, og í Hard rain’s a- gonna fall hleður hann sterkum myndum og samþjöppuðum setn- ingum sem hefðu dugað í eina Ijóðabók, en lag þetta var samið á tímum Kúbudeilunnar í október 1962. Dylan fannst sem heims- endir væri í nánd og hann yrði að troða öllu því sem honum lá á hjarta inn í eitt ljóð. Á næstu plötu, Times they are a-changin’, sem kom út í árslok 1963, vom enn fleiri ‘mótmæla- söngvar’ eins og ádeilutextar voru nefndir um þær mundir. I tit- illjóðinu hvessir Dylan röddina engu síður en annar gyðingur gerði í æsku sinni tæpum tvö þús- und árum áður, og boðar að unga kynslóðin muni kollvarpa þjóðfé- laginu. Það velktist enginn í vafa lengur, Dylan var talsmaður þess vaxandi hluta ungu kynslóðarinn- ar sem aðhylltist pólitíska rót- tækni. Fremur skáld en trúboöi Það varð því mörgum áfall þegar Dylan gaf frá sér fjórðu plötu sína sumarið 1964, Another side of Bob Dylan, og þar var enga beinskeytta ádeilutexta að finna, en þeim mun fleiri ástarljóð og margræða texta. Hreintrúar- sinnar í mótmælabylgjunni íyrir- gáfu honum þó eitt hliðarspor en hætti að lítast á blikuna þegar Dylan hélt ekki einungis áfram á sömu braut við val yrkisefna á næstu plötu, Bringing it all back home, heldur notaði rafmagns- hljóðfæri sér til stuðnings á annarrí plötuhliðinni, en slíkt var dauðasynd í hugarheimi þjóð- lagasinna. Á þessum tveim plötum sprakk skáldgáfa Bob Dylans loks fyllilega út. Hann samdi ekki einungis einhver fegurstu ástar- ljóð dægurlagasögunnar, svo sem Ramona og Love minus Zero/No limit, heldur tókst honum fyrstum manna að túlka margháttaða nýja lífsreynslu ungu kynslóðarinnar, bæði í ástarljóðunum og í öðrum textum. Sögumenn hans, t.d. í Gates of Eden, Maggie’s farm og It’s all right ma (I’m only bleed- ing) geta ekki sætt sig við lífið í samfélagi sínu og ýmist þjást eða segja sig úr lögum við það. I Mr. tambourine man lofsyngur hann hið frjálsa líf og óheft hugarflug í sterkum myndum. Nöldursegg- imir, sem söknuðu hinnar bein- skeyttu ádeilu, skildu ekki að Dylan túlkaði einmitt mun rót- tækari uppgjör við ríkjandi gildis- mat og samfélag en þeir sem tönnluðust á hráum pólitískum boðskap Dylan hvarf frá hinni hráu ádeilu um svipað leyti og bítla- bylgjan reið yfir Bandaríkin. Hún snart ekki einungis rokktaug hans sem hafði verið dofin frá 1958, heldur hreifst hann einnig af ung- æðislegri lífsgleði bresku bítla- bylgjunnar. Dylan gerði sér grein fyrir að fram til þessa hafði hann á margan hátt verið að túlka við- horf kynslóðarinnar á undan hon- um sem hafði mótast á árum kalda stríðsins og horfði grafal- varlegum augum á heiminn. Hans eigin kynslóð og þeir sem á eftir komu, vom hins vegar á kafi í því að njóta nýrra möguleika æsku- skeiðsins í leik og leit og tóku um lcið mun fleiri þætti í ríkjandi gildismati og lífsháttum til endur- mats. Dylan tók að móta þá reynslu í orð. Hann lýsti þessum umskiptum þegar á Ánother side... með orðunum: „I was so much older then, I’m younger than that now.” Fieiri Bandaríkjamenn tóku svipaða stefhu og Bob Dylan, og Byrds sköpuðu hið svokallaða þjóðlagarokk með rafmagnaðri útgáfu sinni á Mr. tambourine man. I því sambandi er vert að minna á, að Bandaríkjamenn höfðu verið einráðir í forystu rokkbylgjunnar, en Bretar höfðu náð fmmkvæðinu í bítlabylgjunni 1963-5. Frá því um miðjan 7. ára- tuginn skapaðist hins vegar eins konar tvíveldi. Bandarískir kraft- ar á borð við Dylan, Byrds og síð- ar Doors urðu fyrir miklum áhrif- um af bresku bylgjunni, en á sama tíma varð breskt tónlistarlíf fyrir miklum áhrifum frá því bandaríska, en einkum þó Bob Dylan. Hann opnaði augu dægur- tónlistannanna fyrir því að dæg- urlagatextar þurfa ekki að vera flatir og hann greiddi leið ýmissa strauma úr bandarískri alþýðu- tónlist út um heim. 1965-6: Dylan er konung- ur rokksins 1965-6 var Dylan á hátindi ferils síns. Fimm mánuðum eftir að Bringing it all back home kom út, sendi Dylan frá sér Highway 61 revisited í ágúst 1965 og í maí 1966 kom tvöfold plata, Blonde on blonde. Á þessum plötum fékk Dylan hljóðfæraleikara úr rokk- og blúsheiminum í lið með sér, og Dylan söng langa og flókna texta sína á miklum hraða ofan á dúndrandi blúsrokkinu. Dylan hafði áður samið góð lög sem héldust í hendur við textana, en lagasmfðar hans tóku enn fram- forum. Varla er hægt að nefna nein lög öðrum ffamar því að fyrri platan er líkust safnplötu með bestu lögum listamannsins, en á Blonde on blonde fljóta nokkur uppfyllingarlög með. Sumarið 1965 átti Dylan fyrsta smell sinn, Like a rolling stone. Textinn var ekki bara fúllur af ögrandi hroka, heldur braut Dylan með þessu lagi á bak aflur regluna um að vinsældalag má aldrei vera lengra en 3 mínútur. Fáum mánuðum síðar átti Dylan annan smell, Positively 4th street, en í þriðju tilraun mistókst honum með Please crawl out of my window. Þau mistök högguðu þó ekki yfirburða stöðu hans í dæg- urlagaheiminum. Plötur hans seldust ekki í eins stórum upplög- um og plötur bítlanna, en hann naut meiri virðingar en þeir og hafði meiri áhrif um þessar mundir. Dylan hafði misst nokkum hóp aðdáenda úr þjóðlagaheimin- um þegar hann tók rafmagnið í þjónustu sína, en margfalt fleiri komu í þeirra stað. Engin önnur dægurlagastjama var átrúnaðar- goð jafn harðsnúins og fjölmenns hóps og Dylan, en hörðustu aðdá- 14 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.