Þjóðviljinn - 22.06.1990, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 22.06.1990, Qupperneq 16
Frumherjinn... Framhald afbls. 15 Árið 1983 fréttist af Dylan kófdrukknum á búllu í New York, kyijandi gamla blúsa, og þóttu að- dáendum hans það góð tíðindi. Trúin hafði sleppt geldingstaki sínu á listrænum hæfileikum Dyl- ans eins og kom fram á hinni á- gætu plötu Infidels frá því ári. Tónleikar hans urðu á nýjan leik efiirsóttir og eftirsóknarverðir, en heldur dró þó af kappanum á næstu plötum. Hann fór að segja við blaðamenn að hann liti sjálfur svo á að skapandi tímabili sínu væri lokið. Hann myndi halda áfram að syngja gömlu lögin sín og kannski semja ný, en engum skyldi detta í hug að bera þau saman við þau gömlu góðu. Áð- dáendur hans ypptu öxlum og hugsuðu með sér að það væri kannski full snemmt að fara á eft- irlaun innan við fimmtugt, en manni sem hefði staðið í eldlín- unni í meira en aldarfjórðung fyr- irgæfist það. Þar skaut Dylan okkur ref fyr- ir rass einu sinni enn, því að 1989 sendi hann ffá sér bestu plötu sína frá því hann gerði Blood on the tracks, og ber hún nafnið Oh mercy. Enn einu sinni steig nafn Dylans í verði, eins og íslenskir aðdáendur hans hafa þegar merkt á pyngju sinni og fá vonandi að merkja í gæðum á miðvikudaginn. Dylan á íslandi Vinsældir Dylans á íslandi eiga sér aðra sögu en I Bandaríkj- unum. Hér höfðu afar fáir heyrt hans getið fyrr en 1965 og hann hafði ekki náð almennum vin- sældum þegar mótorhjólaslysið olli því að hlé varð á ferli hans. Is- lendingum tókst því ekki að njóta hans sem frumherja heldur bárust verk hans hingað til lands í bland við þá tónlist þar sem áhrifa hans gætti. Þetta kom þó ekki í veg fyr- ir að hann yrði átrúnaðargoð ungra manna, og íslenskir þjóð- lagasöngvarar fluttu verk hans, stundum með íslenskum textum. Þannig eru til íslenskar þýðingar á Blowing in the wind og Times they are a-changin’, og á fyrstu plötu Brimklóar frá árinu 1975 flutti Hannes Jón Hannesson tvö sígild lög hans með íslenskum textum. Megas varð hins vegar fyrstur til að semja frumlega ís- lenska texta þar sem áhrif Dylans eru ótvíræð. Fyrir réttum áratug kom Buhhi Morlhens síðan inn í islenskt tónlistarlíf jafn reiður ungur maður og Dylan var tveim áratugum áður. Pönkarar um allan heim gáfu lítið fyrir Dylan en hér á landi sýndi Bubbi að það var hægt að gera ágæta blöndu úr þessu tvennu. Það fór fyrir bijóstið á ýmsum menningarvitum og herstöðva- sinnum af eldri kynslóð þegar Dylan varð átrúnaðargoð ungra menningarsinnaðra herstöðva- andstæðinga. Bæði kom maður- inn frá landi hins mikla Satans, Bandaríkjunum og hann var hluti af hinu ógurlega forheimskun- arapparati fjöldamenningar. Slík- ar raddir hljóta að vera hljóðnaðar nú. Dylan er einn þeirra einstak- linga sem hvað mest hefur lagt af mörkum til að rífa niður múrana milli fjöldamenningar og há- menningar. Hann hefur líka bent löndum sínum og öllum heimin- um á að Bandaríkin búa yfir fjöl- skrúðugri menningararfi en þeim sem birtist umheiminum á árum kaldastríðins. Hann er höfuðskáld þeirrar kynslóðar sem hóf upp- gjörið við bandarísku heimsvalda- stefnuna og bandarísku lífslygina, uppgjör sem er forsenda þess að líf endist á þessari jörð. Fyrir nú utan það hvað maður- inn er andskoti mikill listamaður, eins og hann sýnir okkur vonandi á miðvikudaginn. Mondiali 90 Helgir merm og heitar ástvíður Heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu er eins konar helgi- athöfn sem sameinar um 2 milljarða áhorfenda um allan heim umhverfis sjónvarps- skerminn. Sjaldan eða aldrei hefur gjörvallt mannkyn náð að sameinast með jafn áhrifa- ríkum h ættum um einn helgis- ið. Nýjar helgisagnir og nýir dýrlingar verða til á hverju kvöldi þessa dagana, sem vitna um áhrifamátt hinna nýju trú- arbragða. Ein þessara helgi- sagna barst fyrir augu frétta- ritara Þjóðviljans í liðinni viku. Hún varðar dáðasta knattspyrnudýrling samtím- ans, Diego Maradona: Eins og öðrum þátttakendum í heimsmeistaramótinu er Mara- dona gert að búa í þjálfunar- og einangrunarbúðum með sínu landsliði, þar sem þess er gætt að ekkert raski líkamlegu eða and- legu jafnvægi keppnismanna. Semsagt ekkert óhóf í mat og dtykk, fullkomin reglusemi og ekkert kynlíf. Knattspyrnuhetjan Mara- dona er ekki bara kunn að því að vera Ieiknari með boltann en aðr- ir menn. Hann er líka kunnur að því að vera mannlegur í breysk- leika holdsins og andans, og það er einmitt þessi virðingarverði breyskleiki meistarans sem er upphaf sögunnar. Viðskilnaður- inn við eiginkonuna Claudiu og dætumar tvær er sagður hafa gengið meistaranum nærri sem og viðskilnaðurinn við móður- ina, bróðurinn og alla aðdáend- uma í Napolí. Ein er þó sú á- stríða meistarans og veikleiki, sem varð honum enn þungbærari í einangrun þjálfunarbúðanna: hann var sviptur þeim unaðs- semdum holdsins, sem fólgnar eru i þvi að borða kolvetnisríka ítalska pastarétti. Harmleikur í uppsiglingu Þessi sviptir varð meistaran- um um megn í vikunni, og hann fékk því félaga sinn og vin, Gaetano Coppola, til þess að skipuleggja með sér nokkurra klukkustunda flótta úr einangr- unarbúðunum inn á rómverskt veitingahús, sem er þekkt að því að framreiða góða pastarétti. Það var komið fast að mið- nætti þegar þeir félagar birtust á staðnum, og innan dyra vom að- eins örfáir gestir af þeirri stétt fjölmiðlafólks, sem lætur ekki bjóða sér nema besta kost, þegar um freistingar ítalskrar matar- gerðarlistar er að ræða. Á veit- ingastaðnum varð uppi fótur og fit, og veitingamaðurinn lét um- svifalaust loka staðnum og setja vörð við dymar á meðan meist- arinn settist að snæðingi. Á með- an pastaréttimir vom að sjóða gæddi meistarínn sér á þrefaldri brúskettu, sem er glóðarristað gróft rómverskt brauð með jóm- frúrolíu, hvítlauk og holdmikl- um dökkrauðum tómat frá suð- urhlíðum Vesúvíusar. Meistar- anum var hins vegar ekki kunn- ugt um það á meðan hann gæddi sér á þessum Ijúffenga forrétti, að utan dyra veitingahússins var harmleikur í uppsiglingu; ungur Ijóshærður drengur með himin- blá augu barmafull af támm veif- aði í ákafa gulum miða að dyra- verðinum, sem í fullkomnum trúnaði við sitt mikilvæga hlut- verk virti alla tilburði drengsins að vettugi. Þegar á þessu hafði gengið í nærri hálfa klukkstund og drengnum lá við sturlun í ör- væntingu sinni, lagðist hann ör- magna upp að dyrastafnum og sagði dyraverðinum á ítölsku- skotinni spænsku: „Eg heiti Ariel eins og þvottaefnið og ég er hingað kominn alla leið frá Argentínu. Eg sá Diego fara héma inn og ég þarf bara að koma til hans þess- um skilaboðum. Þetta er ekkert sprengjubréf, þetta er bara bréf- miði.” Fyrir þrákelkni piltsins og örvæntingu var tekið við miðan- um og honum komið í hendur Coppola, vinar Diego og lífvarð- ar. Hann færði meistaranum síð- an miðann, en á honum stóð: „Eg er kominn frá Argentínu til þess að sjá þig leika. Mér hef- ur hins vegar ekki tekist að kom- ast yfir miða á leikinn. Á sunnu- daginn kemur er afmælisdagur- inn minn. Viltu gefa mér mark í afmælisgjöf?” Augu meistarans hvörfiuðu stundarkom ffá ijúkandi pasta- réttunum, sem búið var að bera fram fyrir hann. Bréfið hafði hrært við tilfinningum meistar- ans, og eins og ósjálfrátt Ieitaði hendi hans eftir peningaveskinu í hægri rassvasanum. Hann stakk miðanum í veskið og dró um leið upp úr því hundrað þúsund líra seðil og rétti Coppola: „Þetta er svar mitt til drengsins”, sagði hann og sneri sér að ijúkandi parpadellum með hérasósu. Coppola kom seðlinum til skila til Ariels og sagði: „Fyrir utan markið vill Maradona færa þér þennan seðil.” Maradona er guð Svo virtist sem Ariel lægi við aðsvifi. Hann stundi: ;,Maradona er fyrir mér Guð. Eg hef séð hann. Hann tók við miðanum mínum. Hann hefur svarað mér. Heilög Guðsmóðir, hver fær sof- ið á þessari nóttu?! Þetta er nótt kraftaverksins, þetta er nótt gald- ursins, þetta er töffanóttin!” Allar stjömur himinfesting- arinnar yfir Róm glömpuðu í bláum augum Ariels þessa nótt. Það mátti líka sjá stjömuglampa í augum meistarans á þessari ör- lagastundu, en hann stafaði frek- ar frá ravíólidisknum á borðinu fyrir framan hann en því krafta- verki sem þama hafði gerst. Þeg- ar hann gekk út úr veitingahús- inu mettur og vel haldinn beið Ariel ennþá utan dyra: „Til ham- ingju með afmælið og vegni þér vel,” sagði meistarinn og beindi þumalfingrinum til himins. Og viðbrögð veitingamanns- ins vom þessi: „Það er ekki of- sögum sagt að hér fer mikil- menni. En ef hann léki með Rómarliðinu væri hann enn meiri.” Þessi helgisögn úr samtím- anum er aðeins ein af mörgum sem gerast þessa dagana í kring- um heimsmeistarakeppnina hér á Ítalíu. Aðrar varða dýrlingana Schillaci og Baggio sem hafa verið teknir í helgra manna tölu ásamt með þjálfara ítalska liðs- ins, Vicini, en Qölmiðlar hér em á einu máli um að lið þeirra hafi sýnt stjömuleik í sigurleiknum gegn Tékkóslóvakíu. Maradona hefur hins vegar ekki enn tekist að færa Ariel af- mælisgjöfina. Ekki er vitað hvort ástæðan kunni að liggja í veik- leika meistarans fýrir parpadell- um og ravíóli. Frá Ólafi Gíslasyni fréttarítara Þjóðviljans í Porto Verde 16 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.