Þjóðviljinn - 22.06.1990, Page 18
At-skák er nýjasta fyrirbrigðið
í skákheiminum og hefur öðlast
talsverðar vinsældir allt frá því að
Garrí Kasparov tefldi sjónvarps-
einvígi við Nigel Short í London
1987. Sumir hafa meira að segja
gengið svo langt að halda því
fram að hún muni leysa venjulega
kappskák af hólmi. At-skákin
(vonandi finnst betri þýðing á
Actice-chess) gerir allt aðrar
kröfur til skákmanna en í venju-
legri kappskák. Fyrir það fyrsta
hefur hvor keppandi aðeins */2
klst. til að ljúka skákinni og það
er auðvitað gríðarlegur munur á
þessu og venjulegum kapp-
skákum sem geta oft staðið í
meira en 10 klst. Fyrsta At-
skákmót GMA, Stórmeistara-
sambandsins, fór fram samhliða
ársþingi þess dagana 7.-14. júní í
bænum Murcia á Spáni og meðal
þátttakenda voru fjórir íslend-
ingar; undirritaður, Jóhann
Hjartarson, Margeir Pétursson
og Jón L. Parna voru mættir 120
skákmenn, allflestir stórmeistar-
ar en að auki nokkrir titillausir
Spánverjar.
Þegar mótinu lauk eftir 13 við-
burðaríkar umferðir var helsti
lærdómurinn sá að til þess að ná
árangri í þessari íþrótt þarf fyrir
það fyrsta afar góða byrjunar-
þekkingu, þótt varast beri að
tefla byrjanirnar of hratt, einnig
að vera undirbúinn fyrir við-
kvæmasta kaflann þegar skyndi-
lega þarf að skipta úr fremur
hægu tempói yfir í venjulega
hraðskák. Þar fóru margar góðar
stöður úrskeiðis. Ekki virðist
saka þótt taflmennskan sé dálítið
yfirborðskennd því sjaldnast
borgar sig að leggja of mikið á
stöðurnar. Glæsilegar lausnir á
erfiðum endatöflum sjást sárasj-
aldan því mestu púðri eyða menn
á miðtaflið og þegar því sleppir
tekur venjulega við hrikalegur
hraðskákarbarningur. Og það
hefur mikið að segja að eiga betri
tíma en andstæðingurinn.
Jóhann Hjartarson, sá eini
okkar sem hafði fyrir einhverja
reynslu af þessu tímafyrirkomu-
iagi, var allan tímann í námunda
við toppinn og endaði í 5.-6. sæti.
Skákstfll hans fellur vel að at-
SKÁK
At-skák nýtur
sívaxandi vinsælda
Jóhann Hj artarson í 5. -6. sæti á fyrsta At-skákmóti GMA
skákinni, hann á gott með að
þröngva „sínum“ stöðum upp á
mótstöðumanninn og teflir úr
þeim létt og leikandi. Hann tap-
aði aðeins tveimur skákum, fyrir
Júgóslavanum Kozul sem var í
fararbroddi allan tímann og Ge-
orgíumanninum Zurab Azmap-
arashvili en vann marga þekkta
stórmeistara s.s. fyrrum
heimsmeistara Boris Spasskí.
Röð efstu manna varð þessi: 1.
Tukmakov (Sovétríkin) IOV2 v. 2.
Kozul (Júgóslavíu) 10 v. 3.-4.
Goldin og Chernin Sovétríkjun-
um 9*/2 v. 5.-6. Jóhann Hjartar-
son og Kransekov (Sovétríkjun-
um) 9 v. Við Margeir Pétursson
deildum 11. sæti ásamt stórum
hópi manna með 8 vinninga.
Margeir náði sér vel á strik um
miðbik mótsins en slæmur kafli
setti strik í reikninginn hjá hon-
um. Undirritaður var seinn í gang
og réð þar mestu tap úr unninni
stöðu gegn Spánverjanum Rivas.
Undir lokin fór taflmennskan að
batna og vann ég þrjár síðustu
skákirnar. Jón lagði helsti mikið
á stöðurnar en náði ágætum
endaspretti.
Lítum á dæmigerða atskák. Jó-
hann Hjartarson fékk ekki mikið
úr byrjuninni gegn Boris Spasskí
en heimsmeistarinn fyrrverandi
missti þráðinn og Jóhann náði
frumkvæðinu. Hann herjaði með
öllum ráðum að kóngsstöðunni
og batt enda á góða skák með
mátsókn. Þegar skákinni lauk
hafði Spasskí í frammi mikla
leikræna tilburði sem féll greini-
lega í kramið hjá áhorfendum og
spænsku sjónvarpsmönnunum
sem voru einmitt á staðnum á því
augnabliki.
Helgi
Ólafsson
Jóhann Hjartars. - Boris Spasskí
Drottningarindversk vörn
1. c4 b6
2. Rc3 Bb7
3. d4 e6
4. a3 d5
8. Da4+ c6
9. Bg2 Rbd7
10. Bf4 0-0
11. 0-0 He8
5. cxd5 exd5 12. Hfdl Bf8
6. Rf3 Rf6 13. Re5
7. g3 Be7
(Þetta getur varla talist besti
leikurinn enda er Spasskí fljótur
að nýta sér ókosti hans.)
13. ... Rxe5 16. Bf3 Dg6
14. Bxe5 Rg4 17. h3 Rf6
15. Bf4 Df6 18. e3 Rh5?
(Eftir ágæta byrjun tekur Spas-
skí misráðna ákvörðun. Hér var
e.t.v. best að leika 18. ... a5 með
aðeins betri stöðu á svart.)
19. Re2 Rxf4 22. Dc2 a5
20. Rxf4 Dd6(?) 23. Rd3 Bc8
21. b4 b5
(Eftir að drottningarvængnum
hefur verið lokað getur hvítur
stefnt að framrásinni e3-e4 sem
tryggir honum mun betra tafl.)
24. Hacl Bd7 27. Dc3 Be8
25. Bg2 He6 28. Rc5 a4
26. h4 Hh6 30. e4!
(Jóhann hefur komið mönnum
sínum haganlega fyrir og lætur nú
til skarar skríða.)
30. ... dxe4 33. He3 Da7
31. Rxe4 De7 34. Rg5!
32. Hel Hd8
(Þessi riddari sem miðar á
snöggu blettina í stöðu svarts á
eftir að reynast Spasskí erfiður.)
34. ... Hd6 38. d5! c5
35. Hcel Bd7 39. Re4 Hf5
36. Dc2 g6 40. Bh3!
37. Da2 Hf6
(Hrókurinn er á sífelldum
hrakhólum og fellur nú fyrir
hendi biskupsins. Jafnframt
veikjast varnirnar kóngsmegin
stórlega.)
40. ... cxb4 42. Rf6+ Kg7
41. Bxf5 Bxf5
43. Dal! b3
44. He8! Da8
45. Rh5+ Kh6
(Eða45. ... Kg848. Dg7mát!)
46. Dcl+ Kxh5 47. Dg5 mát.
Sögulegar
kosningar
í Murcia fór einnig fram árs-
þing GMA og var þetta í fyrsta
sinn sem ég sat samkundu þessa
félagsskapar. Kasparov var í for-
sæti og stjórnaði fundinum
skörulega, þaggaði snarlega nið-
ur í þeim sem voru með óþarfa
vífilengjur eða báru fram erindi
sem ekki voru á dagskrá þá
stundina.
Stóru málin voru kosning í
stjórn og ágreiningur um samn-
ing GMA og FIDE varðandi til-
högun heimsmeistarakeppninn-
ar. Kasparov lagði til að samning-
ur milli FIDE og GMA sem þeir
Bessel Kok og Jan Timman
höfðu undirritað yrði felldur úr
gildi sem myndi þýða að leiðir
þessara sambanda skildi alfarið.
Bessel Kok, stjórnarformaður og
forstjóri SWIFT fjármálarisans
kvaðst mundu segja af sér ef til-
laga Kasparovs næði fram að
ganga.
í kosningu í stjórn hlaut Kasp-
arov langflest atkvæði, 115 af 125
en aðrir í stjórn voru kosnir Jan
Timman, Bent Larsen, Nigel
Short, Alexander Beljavskí, Lu-
bomir Ljubojevic og Bachar Ko-
uatly.
Þó að Anatoly Karpov væri
felldur úr stjórninni með miklum
glæsibrag linaði það ekki sárs-
auka Kasparovs þegar úrslitin úr
atkvæðagreiðslu varðandi samn-
ing FIDE og GMA bárust.
Fundarmenn lögðu blessun sína
yfir samkomulagið og heims-
meistarinn tók það mjög óstinnt
upp. Hann sagði þó ekki af sér
sem forseti GMA eins og látið
hefur verið í veðri vaka heldur
mun bíða með þá ákvörðun fram
yfir heimsmeistaraeinvígið. Ein
ummæli hans eftir fundinn eru
mér minnisstæð: „Ég verð að fara
að hugsa um mína eigin tafl-
mennsku.“ Hann hefur átt í mikl-
um önnum í ár eftir frægan flótta
með skyldmenni og vini frá
Baku. Ekki einasta kom hann
ættingjunum til höfuðstaðarins
heldur útvegaði hann þeim einnig
húsaskjól og atvinnu. Síðar stóð
hann að stofnun Sovéska lýðræð-
isflokksins en maður sem veit
allt, danski stórmeistarinn Bent
Larsen, tjáði okkur að Kasparov
hefði orðið undir í einhverri at-
kvæðagreiðslu þar.
Að loknu þinginu fór Kaspar-
ov í æfingabúðir í námunda við
Alicante á Spáni. Með í för var
hópur aðstoðarmanna, móðir
hans og lífverðir. Ein-
hvernveginn hafði ég það á til-
finningunni að brátt yrðu miklar
breytingar á högum hans.
Rólegheit í bikarkeppni
Sveit S. Ármanns Magnússonar
Reykjavík, varð önnur sveitin til að
tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum Bik-
arkeppni Bridgesambandsins, með
sigri yfir sveit Guðmundar Baldurs-
sonar Reykjavík. Sveit þeirra fyrr-
nefndu vann allar fjórar loturnar.
Áður hafði sveit Sigurðar Sigurjóns-
sonar Kópavogi tryggt sér sæti, með
sigri yfir sveit Ragnars Magnússonar.
f kvöld eru fyrirhugaðir tveir leikir,
í Sigtúni. Sveit Estherar Jakobsdóttur
Reykjavík mætir Skúla Jónssyni frá
Sauðárkróki og sveit Sveins R.
Eiríkssonar Reykjavík á að mæta
sveit Baldurs Bjartmarssonar
Reykjavík.
Leikjum úr 1. umferð (32 sveita
úrslit) skal vera lokið fyrir júlflok eins
og áður hefur verið auglýst. Stafar
þessi seinkun af þeirri dræmu þátt-
töku sem er í keppninni. Aðeins 28
sveitir voru skráðar til leiks, en 3
sveitum var bætt við á elleftu stundu.
Raunar eru uppi áhöld um lögmæti
þeirrar ákvörðunar mótanefndar
sambandsins, þar sem dráttur hafði
þegar farið fram í 1. og 2. umferð.
Tvö lið frá fslandi tóku þátt í árlegu
stórmóti sem spilað er á Schiphol
flugvelli í Amsterdam í júní ár hvert.
Liðin voru landslið karla í opnum
flokki, sem er á förum til Þórshafnar í
Færeyjum til þátttöku í NM og sveit
Arnarflugs, skipuð að mestu spilur-
um úr sveit Modern Iceland (Áðal-
steinn Jörgensen, Jón Þorvarðarson,
Páll Valdimarsson og Sigurður Vil-
hjálmsson). Síðarnefnda sveitin náði
þokkalegum árangri. Hafnaði í 17.
sæti af 88 þátttökuliðum. Landsliðið
hafnaði hins vegar í 35. sæti, sem er
visst áhyggjuefni fyrir þá. Spilaðar
voru 13 umferðir með 7 spilum í leilk,
eftir Monrad-fyrirkomulagi. Sigur-
vegarar urðu landslið Pólverja í yngri
flokki, sem er að undirbúa sig fyrir
Evrópumótið í Þýskalandi. Sveit
Tony Forrester frá Bretlandi hafnaði
í 3. sæti. Fjölmargir sterkir spilarar af
meginlandi Evrópu tóku þátt í þessu
móti, en alls hefur mótið verið haldið
í 4 skipti. Undirritaður í starfi fram-
kvæmdastjóra BSÍ kom þessum sam-
skiptum af stað, á sínum tíma. Hug-
leiða má í framhaldinu, hvort ekki sé
tímabært að athuga fleiri möguleika í
þessum dúr. Hvað með frland eða
Skotland?
Þátttakan í Sumarbridge er stöðugt
þessa dagana í 40 pörum hvert kvöld,
sem þýðir, að nokkur fækkun hefur
orðið í þátttöku frá fyrri árum. Á
sama tíma í fyrra var þátttakan komin
í ca. 50 pör á kvöldi. Það gefur því
auga leið, aðsú aðferðsem stjórnBSÍ
ákvað að beita, með útboði á umsjón
með Sumarbridge, er í gjörgæslu
þessa dagana og óvíst um afdrif króg-
ans. Ef framhald verður á þeirri þátt-
töku (leysi) sem verið hefur, er nokk-
uð ljóst að Bridgesambandið hlýtur
að taka á sig nokkra sök. Útboð af
þessu tagi eru ekki tímabær í okkar
litla bridgeheimi, og raunar vandséð
hvað verið er að bjóða út. Hefur Bri-
dgesambandið ekki haft mikinn
hagnað af Sumarbridge fyrri ára? Er
Bridgesambandið ekki með starfs-
mann á launum allt árið, sem annast
umsjón með húsnæði og annað það
sem til fellur í því sambandi? Er von
að spurt sé.
Nokkuð er um nýskipan sveita í
yfirstandandi Bikarkeppni. Áður
hefur verið getið um „spútnikkana“ í
sveit Fjólu Magnúsdóttur (Ólafs-
sonar, áður Modern Iceland). Þá Val
og Sigurð, auk Aðalsteins og Jóns
Bald. Og Magnús Ólafsson og Jón
Þorvarðarson. Geysiöflug sveit á
pappírnum, svo ekki sé meira sagt. f
sveit S. Ármanns Magnússonar eru
liðsmenn sveitar Ólafs Lárussonar,
auk Óla Más Guðmundssonar, sem
kemur inn í stað Antons R. Gunnars-
sonar, og Sigmar stórfyrirliði Jóns-
son. í sveit Tryggingamiðstöðvarinn-
ar hafa þau stórtíðindi gerst, að
„gömlu“ mennirnir, Ásmundur Páls-
son og Guðmundur Pétursson eru
ekki með og raunar óvíst hvort þeir
komi til með að spila saman áfram.
Hinir fjórir reyna því að verja titilinn
frá fyrra ári. Og enn ein „súper-
sveitin“ var sveit Ragnars Magnús-
sonar, sem entist ekki nema 39 spil í
mótinu. í þeirri sveit voru m.a. Páll
Valdimarsson, Matthías Þorvalds-
son, Júlíus Sigurjónsson, Hrannar
Erlingsson auk þeirra bræðra, Ragn-
ars og Rúnars. Landsliðið heldur
saman í sveit Verðbréfamarkaðar fs-
landsbanka, og verða eflaust erfiðir
að vanda, svona af gömlum vana. f
sveit Jóns Hjaltasonar eru auk hans,
þeir Murat Serdar, Símon Símonar-
son og Jón Ásbjörnsson, að því er
óstaðfestar heimildir greina frá.
Að sögn Páls Valdimarssonar, ný-
komnum heim frá Amsterdam frá
þátttöku í Schiphol-mótinu, ein-
kenndist allt mótið af „slemmum“ og
öðrum skemmtiatriðum (ekki villtum
meyjum og öllu hinu sem því fylgir).
Lítum á eina sem félagi Páll rissaði
upp fyrir dálkahöfund:
S: 9872
H: D
T: KD42
L: ÁG53
S: ÁKD3
H: ÁG943
T: ÁG83
L:-----
Á þessi spil renndu þeir félagar,
Páll og Sigurður Vilhjálmsson sér í 6
spaða. Ekki ósanngjarn samningur,
eða hvað?
Hvernig spilar þú spilið, eftir tígul-
útspil frá Vestur? Andstæðingar ykk-
ar komu ekki inn á sagnir hjá ykkur.
Áður en við rekjum spilamennsk-
una hjá Páli, verðum við að taka
fram, að í spilaþrautum reyna menn
aldrei þá aðferð sem blasir við og allir
(flestir) reyna við spilaborðið. Við
tökum á kóng í tígli í borði, rennum
niður spaðaás og kóng. Ef spaðinn
hagar sér vel, höfum við efni á að
spila á hjartadrottningu og 12 slagir
alltaf í húsi. Ekkert mál. En í þessu
spili var spaðinn 4-1 og í raun var
tígulútskotið það eina sem banaði
spilinu, Það tók af samgang sagnhafa,
sem getur þrátt fryrir 4-1 leguna í
trompi, unnið spilið, ef tígull kemur
ekki út. Með laufi út, vinnst „tempó“
og sgnhafi getur trompað tvisvar
hjarta í borði. Þegar sagnhafi tromp-
ar þriðja hjartað í borði yfirtrompar
væntanlega Austur, en það verður
eini slagur varnarinnar. Áth.
Á hinu borðinu dóu sagnir út í 5
spöðum, eftir hrikalegan misskilning
sagði Páll, og óverðskuldaðir impar
skiptu um eigendur í spilinu. En
svona er lífið.
18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. júní 1990