Þjóðviljinn - 22.06.1990, Side 20

Þjóðviljinn - 22.06.1990, Side 20
Einar Már Guðmundsson Af sparnaði Einn vetur bjó ég við mikla umferðargötu og þá henti þau atvik sem hér seg- ir frá. Þáð tók mig lítinn tíma að venjast hávaðanum í umferðinni, en er líða tók á veturinn varð ég var við ljósaganginn, þetta undar- lega flökt í sægrænum götu- ljósunum. Ég lét mig þetta litlu varða fyrst um sinn; en þennan vetur var mikið rætt um spamað. Þjóðin átti að spara og gilti þar einu um ríki og einstaklinga. En ekki hvarflaði að mér að setja ljósflöktið í sam- band við spamað. Svo gerð- ist það eitt kvöld að það var alveg slokknað á Ijósa- staumum. Sægrænn bjarm- inn horfinn. Rafmagnslaust, sagði ég við sjálfan mig, feginn að fmna strax eðlilega skýr- ingu, en sá um leið að það var kveikt á sjónvarpinu. Aðeins ljósastauramir höfðu hljóðnað í myrkri sínu, en eitthvað sem líktist bíllugtum var farið á stjá. Ljósdeplar þutu upp og niður veggi og húsin urðu einsog hamrabelti sem út- lagar klífa að nóttu. Kannski var verið að prófa staurana, það gat þurft að endumýja þá. En símsvar- inn hjá Rafmagnsveitunni gaf engar uplýsingar um þau mál. Ég vissi að fleiri vom famir að velta þessum mál- um fyrir sér, en enginn gat gefið skýr svör um hvað var á seyði. Fyrr en eitt kvöldið, en þá komust málin á hreint. Ég gekk niður stigana, opnaði útidymar og steig út í myrkrið. Það var ekki tunglbjart, en dökkleitar vemr sáust hreyfast í myrkrinu, ekki bara af því að þær vom með hvítar húf- ur á höfðunum, heldur héldu þær einnig á vasaljós- um. Nú skildi ég málið. Lög- reglan var að æfa sig í að lýsa upp myrkvaða borg. Ég útilokaði ekki heldur þann möguleika að lögreglan hefði tekið völdin í landinu. Mjög mikið var talað um lögregluríki í blöðunum; og víða tóku herir völdin. Þetta reyndist þó hvort tveggja misskilningur. Lög- regluþjónamir vom aðeins við vanaleg skyldustörf í þágu borgaranna; myrkvuð borg eða lögregluríki komu þar hvergi nærri. En í hverju vom þessi skyldustörf fólgin? Af hverju stóðu þeir með vasa- ljós meðfram götunum? Það er verið að spara, svaraði lögregluþjónninn sem ég spurði. Spara? Hvað var verið að spara? Nú, útgjöldin maður, auðvitað. Hvaða útgjöld? Ríkisútgjöldin, fylgistu ekki með? Nú vom famar að renna á mig allar þær grímur sem frnnast í búningsklefum borgarinnar. Ég hlýt að hafa verið með fleiri en eitt and- lit í augum lögregluþjóns- ins. En þýddi það engin út- gjöld að láta þá standa þama með vasaljós, í stað þess að kveikja á ljósastaur- unum og leyfa íbúunum að njóta sægræna bjarmans í myrkrinu? Nú launin maður? Hvað með þau? Var búið að flytja þá yfir til Raf- veitunnar og minnka við þá kaupið? Var vaktaálagið horfið? Nei, þú skilur þetta ekki. Sko sjáðu. Laun þeirra sem þjóna ríkinu em orðin svo lág að það er ódýrara að láta lögregluþjóna standa með- fram götunum með vasaljós heldur en að kveikja á ljósastaumnum. Ég vaknaði af vondum draumi og hélt mína leið. Jónas Þjóðleikhúsið sýnir: Ur myndabók Jónasar Hallgríms- sonar Leikgerð eftir Halidór Laxness Tónlist eftir Pál ísólfsson Leikstjóri: Guðrún Þ. Stephensen Tónlistarstjóri: Þuríður Pálsdóttir Leikmynd og búningar: Gunnar Bjarnason í lok Listahátíðar héldu áhuga- menn um bókmenntir myndar- legt þing um Jónas Hallgrímsson með tíu erindum um skáldskap hans og vísindastörf. Þingið tók allan laugardaginn, en um kvöld- ið flutti Þjóðleikhúsið leikgerð Halldórs Laxness upp úr verkum Jónasar sem frumsýnd var í lok listamannaþings árið 1945 og hef- ur aldrei verið sett á svið síðan. Ramminn utan um dagskrána er smásagan Grasaferð. Pilturinn og stúlkan sem hann kallar systur sína fara á grasafjall og meðan systirin saumar fyrir peysu drengsins til að þau geti fyllt hana líka af blessuðum grösunum skemmta þau hvort öðru með sögum, ljóðum og söng. Á svið- inu lifna Leggur og skel, Stúlkan í turninum og Gamanbréfið um heimsókn drottningarinnar á Englandi til konungsins í Frakk- landi í skemmtilegri útfærslu með sérstaklega fjörlegum dansat- riðum sem Lára Stefánsdóttir samdi. En Halldór sleppir alveg ljóðum systurinnar í Grasaferð, eins og Sigurður Nordal í útgáfu sinni á sögunni í Lestrarbók. Kappkostað var að hafa allan brag á sýningunni hálfrar aldar gamlan, svið, búninga og leikstíl, og fyrir vikið varð hún heimilis- leg, elskuleg og svolítið hallæris- leg hið ytra. En efnið vár nálægt og nútímalegt og merkilegt hvað túlkun Halldórs í leikgerðinni stemmdi vel við nýstárlegustu túlkanir fræðimanna um daginn á SIUA AÐALSTEINSDÓTTIR ljóðum Jónasar. Dagný Krist- jánsdóttir, Jón Karl Helgason og Guðmundur Andri Thorsson fjölluðu öll um tilfinningakreppu Jónasar vegna þess að hann þráir „hreint“ samband við konur, eins og milli systkina, og reynir að hemja ástríðurnar, en hinar syndsamlegu tilfinningar brjótast fram þegar síst skyldi. Samband frændsystkinanna í Grasaferð er af þessu tagi, sak- laust og bernskt í fyrstu en breytist í ferðinni á fjallið svo að eftir hana verður ekkert eins og var. Þarna er ýjað að syndafalli sem Torfi F. Olafsson og Katrín Sigurðardóttir túlkuðu af elsku- legri og tilgerðarlausri einlægni, bæði undur fríð og svipfalleg, auk þess sem Katrín syngur listavel. Nútímaleg lausn var líka að hafa skáldið tvöfalt, drenginn unga og fullorðna manninn sem birdst þeim í hraundranganum og Hákon Waage lék. Hákon fór vel með ljóð Jónasar, en syrpan sem átti að minna á ýmis stórvirki skáldsins var flutt of snemma til að ná tilgangi sínum. Sömuleiðis fannst mér alger óþarfi að lesa teygðan lopa Tómasar Guð- mundssonar á undan sýningunni þó að Guðrún Þ. Stephensen færi með hann af alkunnri snilld. Þórunn Magnea Magnúsdótt- ir, Jón S. Gunnarsson, Þóra Frið- riksdóttir og Gunnar Eyjólfsson léku sögurnar sem drengurinn segir á grasafjallinu og skemmtu sér vel og okkur líka. Sviðsetning þeirra var einföld en hugkvæm, einkum var ferð drottningar yfir- um vel útfærð. Tónlistin var flutt af hljóðfæraleikurum úr Kamm- ersveit Reykjavíkur undir forystu Hlífar Sigurjónsdóttur og setti sterkan svip á sýninguna. Leikgerðin var sýnd í einum af sölum Kjarvalsstaða sem hentaði afleitlega. Vondur hljómburður bitnaði illa á drengnum, rödd hans dró ekki nema rétt aftur í sal. Engin upphækkun er í saln- um og áhorfendur sáu illa nema fremst. Hundalíf Mexíkanskur hundur sýnir: Norðurbæinn Handrit, sviðsmynd, leikstjórn: Alex van Warmerdam Tónlist: Vincent van Warmerdam Lýsing: Reinier Tweebeeke Það var reglulega gaman að horfa á sýningu hollenska farand- leikflokksins Mexíkanskur hund- ur á Listahátíð. Margt í sviðssetn- ingunni var hugvitsamlega gert, til dæmis þegar augu áhorfenda fá að „súmma“ hægt að aðalpers- ónu verksins þar sem hún situr í upphafi leiks við litla gluggann sinn í steinmörkinni miðri, með þvf að láta okkur sjá hana á mál- verkum, fyrst úr órafjarlægð, svo nær og nær, og báru tveir burð- arkarlar málverkin út af sviðinu, hvert á fætur öðru. (Skilur þetta nokkur?) Lýsingin var hreint prýðilega útfærð og sviðsskipti voru stundum eins og töfrabrögð. Tónlistin var vel leikin og fyndið að heyra í henni útvötnun á vinsælustu söngleikjum undan- farinna ára, allt frá Jesú Kristi stórstjörnu. Besta söngleiksat- riðiðvaríbyrjun, samtal sonarog móður um það hvers vegna hún hafi gifst föðurnum. Efni Norðurbæjarins blasir við hvarvetna í Austur-Evrópu um þessar mundir, nefnilega að innræting er tímasóun. Aðalper- sónur verksins eru foreldrar og sonur þeirra sem þau kúga misk- unnarlaust í nafni ástar og örygg- is, útskýra fyrir honum hvers vegna honum sé hættulegt að fara út, lesa bækur, velja sjálfur. En piltur lætur ekki segjast, allt þetta vill hann prófa samt og ákveður að byrja á að fara út að vinna. „Hvern hefurðu eiginlega verið að tala við?“ spyrja foreldrarnir tortryggnir. Dettur ekki í hug að hann geti fengið hugmyndir sjálf- ur. Svo ákveður hann að verða listmálari, hvaðan sem sú hug- mynd er komin inn í búrið þar sem hann hefur setið innilokaður í 45 ár! Mórallinn er að það er erfiðara að læsa heilabúi á manni en dyr- unum að fangelsi hans, þó að Mogginn haldi að það þurfi ekki nema eina kennslubók til að heilaþvo börn. Valdhafar fyrir austan hefðu glaðir viljað frétta af þeirri bók, eins hræmulega illa og þeim hefur gengið að innræta þegnum sínum nokkurn skapað- an hlut. Það var gaman að hollensku hundunum, en þeir voru sísta leiksýningin sem Listahátíð flutti inn að þessu sinni, kannski vegna þess að hún hvfldi allt of mikið á orðinu og orðið komst illa til skila. Hópurinn lék á ensku sem háði sumum þeirra. Flest atriði á Listahátíð eru flutt í örfá skipti og forsvars- mönnum er vandi á höndum við kynningar. Það þarf að láta vænt- anlega áhorfendur skilja fyrir- fram að þeir verði að drífa sig strax, annars verði allt um seinan. Að mörgu leyti var staðið prýðilega að kynningum í þetta sinn; blöð, útvarp og sjónvarp lögðu sig fram um að ýta við fólki, og með góðum árangri. En ég held að stundum hafi verið skotið yfir markið, svolftið í sam- bandi við hollensku hundana (grátbroslegt, sprenghlægilegt, fyndnasta kona í Hollandi) en einkum í sambandi við Kantor hinn pólska. Það vantaði jarðs- amband í kynninguna og lýsing- arorðin vildu verða tóm. Það er óþægilegt að fá bara dauðlega menn á sviðið þegar maður á endilega von á flúgjandi englum eftir lýsingunni að dæma. 20 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.