Þjóðviljinn - 22.06.1990, Side 25
Óvænt
skemmtun
Háskólabíó:
Látum‘ða flakka (Let it ride)
Leikstjóri: Joe Pytka
Handrit gert eftir bókinni Good Vibes
eftir Jay Cronley
Aðalleikarar: Richard Dreyfuss, Teri
Garr, David Johanesen.
Auðvitað á maður aldrei að
vita neitt um bíómyndina sem
maður ætlar að fara á, þá eru þó
nokkrar líkur á að hún komi
manni skemmtilega á óvart.
Myndin Látum'ða flakka var
frumsýnd í B-sal og lét í alla staði
mjög lítið fara fyrir sér, þó að
stórleikarinn Richard Dreyfuss
sé í aðalhlutverki. Ég hafði ekk-
ert heyrt um hana, nema að þetta
væri mynd á léttu nótunum, ekki
stórkostlegasta gamanmynd allra
tíma eða ótrúlegasta spennu-
mynd í 50 ár eða neitt svoleiðis.
Ég hafði ekki séð nein slagorð
sem lofurðu upp í ermina á mynd-
inni. Enda skemmti ég mér af-
skaplega vel.
Richard Dreyfuss leikur hér
leigubílstjórann Jay Trotter sem
verður að reyna að hætta að
veðja á hesta, því annars vill kon-
an hans (Teri Garr) ekki búa með
honum. En vinur Jays, Looney
(David Johanesen, betur þekktur
undir nafninu Buster Pointdex-
ter), keyrir líka leigubfl og tekur
upp samtöl farþega sinna á segul-
band. Þannig heyrir hann tvo
menn tala um hest sem getur ekki
tapað... Svo að Jay ákveður að
reyna í sfðasta skipti, stefnir
hjónabandinu í voða, en öllum til
undrunar, aðallega honum sjálf-
um, er heppnin með honum. En
þar með er ekki öll sagan sögð.
Pað er erfitt að hætta þegar
heppnin er loksins með manni.
Þetta er afskaplega einföld og
oft fyrirsjáanleg gamanmynd, en
þó eru persónur og atriði sem
jaðra við að vera súrrealísk, þau
eru svo út í hött. Það er líka mikið
af snjöllum tilsvörum, ég sé mest
eftir að hafa ekki haft blað og
blýant með mér til að skrifa
eitthvað af þeim hjá mér.
Dreyfuss leikur hér sama hlut-
verkið og venjulega; sjarmer-
andi, lágvaxinn mann sem er létt-
geggjaður þegar það á við og ger-
ir það vel eins og venjulega. Teri
Garr er líka stórfín, hún er
skemmtileg gamanleikkona og á
mun betur heima þar en í þessum
hádramatísku sjónvarpsmyndum
sem hún hefur sést svo oft í. Da-
vid Johanesen er skemmtilega
galinn og ofleikur akkúrat nógu
mikið til að það sé fyndið en ekki
hallærislegt. Allt í allt er þetta
óvenju fyndin gamanmynd, sér-
staklega miðað við hvað hún er
lítið auglýst. Sif
TJALDIÐ
HÁSKÓLABfÓ
Vinstri fóturinn
(My Left Foot) ★★★★
Algjörlega yndisleg mynd sem maður get-
ur ekki annað en fallið fyrir, nokkurskonar
óðurtil likamshluta. Daniel Day Lewis sýnir
manni i hlutverki Christy Brown að vinstri
fótur er allt sem maður þarf til að vera
sjarmerandi og sexy.
Sif
Shirley Valentine ★★★
Pauline Collins fer á kostum sem Shirley
Valentine! (Þetta er klisja en það er alveg
satt). Shirley er kona sem talar við eldhús-
vegginn sinn, afþví allir aðrir í kringum
hana eru svo leiðinlegir. Svo talar hún líka
við stein en hann skilur hana ekki afþví
hann er grískur. Þetta er skemmtileg mynd
ORÐSEIMDIIMG
UM LEIÐRÉTTINGU Á VERÐBÓTUM
Á SKYLDUSPARNAÐI
Umboðsmenn og aðstandendur einstaklinga, sem
búsettir eru erlendis eða sem látist hafa og
söfnuðu skyldusparnaði á árunum 1957
til l.júlí 1989, eru hér með hvattir til að kanna
í upplýsingasímum stofnunarinnar hvort greiðslur
vegna leiðréttinga á verðbótum liggi þar fyrir.
Allar leiðréttingar til þeirra, sem áttu skráð
heimilisfang hér á landi 1. desember 1989 s.l. hafa
verið sendar út. Eftir standa töluvert af leiðréttingar-
greiðslum til fólks, sem skráð er erlendis
og sem látið er.
í desember s.l. ákvað Húsnæðisstofnun ríkisins að
greiða út leiðréttingar varðandi verðbætur á
skyldusparnað. Hér var einungis um að ræða
verðbætur sem reiknast áttu af verðbótum.
Leiðréttingamar vörðuðu tímabilið l.júní 1957 til
1. júlí 1980 og náðu aðeins til hluta þeirra sem áttu
skyldusparnað umrætt tímabil.
Upplýsingasímar eru 696946 og 696947
kl. 10-12 virka daga.
Richard Dreyfuss og Teri Garr í hlutverkum sínum.
um konu sem er dálítið galin og skammast
sín ekkert'fyrir það.
Sif
Cinema Paradiso
(Paradfsarbíóið) ★★★★
Það er í rauninni fáránlegt aö vera að gefa
svona mynd stjörnur, því hún er langt yfir
alla stjörnugjöf hafin. Svona mynd er að-
eins gerð einu sinni og þessvegna má eng-
inn sem hefur hið minnsta gaman af kvik-
myndum missa af henni.
Sif
Siðanefnd lögreglunnar
(Internal affairs) *Vi
Það eru aðalleikararnir Gere og Garcia
sem fá þessar stjörnur, þeir eru báðir góðir,
allt of góðir fyrir þetta lélega handrit sem er
mengað af kvenfyrirlitningu.
Sif
BÍÓBORGIN
I blíðu og striðu
(The war of the Roses) ★★V2
Kolsvört kómedía eftir minnsta og fynd-
nasta manninn í Hollywood, Danny De-
Vito. Rósahjónin (Turner og Douglas í frá-
bæru formi) uppgötva eftir mörg ár I hinu
fullkomna hjónabandi að þau eiga ekki
saman. Það er kannski ekkert nýtt, en að-
ferðirnar sem þau nota til að fá hvort annað
til að flytja út úr draumahúsinu eru ekki fyrir
veikbyggða. Öðruvísi strlðsmynd sem
þessir leikarar gera að afbragðs afþrey-
ingu. Góða skemmtun.
Sif
Kynlff, lygl og myndbönd
(Sex, lles and vldeotape) *★★★
Þetta er óvenjuleg mynd um venjulegt fólk
sem talar saman og sefur saman sitt á
hvað. Það erógerlegt að útskýra hvað það
er sem gerir það að verkum að maður vill
ekki fara heim þegar myndin er búin. En
svoleiðis er það nú samt. Drlfið ykkur.
Sif
Stjörnubíó
Stálblóm (Steel magnollas) ★★★
Þetta er ekki „skemmtilegasta gaman-
mynd allra tírna" eins og stendur í auglýs-
ingunni. Þetta er reglulega skemmtileg
mynd um lif sex vinkvenna í smábæ. En
lifið er ekki alltaf tóm skemmtun svo að þið
skuluð taka einn vasaklút með.
Sif
Laugarásbíó
Hjartaskipti (Heart Condltion) *V2
Ósköp slappur tryllir með Bob Hoskins í
hlutverki lögreglumanns sem fær hjarta úr
svertingja (sem hann hatar) þegar hans
hættir að virka. Nokkrir góðir brandarar
gera myndina ekki þess verða að sjá hana
og manni dettur helst i hug að Hoskins sé
þarna vegna einhverra mistaka.
Sif
Ekið með Daisy
(Drlving miss Dalsy) ★★★★
Þetta er afar ótípísk Óskarsverðlauna-
mynd, aðeins tveir aðalleikarar og þeir
báöir komnir yfir sextugt. Þetta er hlý og
manneskjuleg mynd sem fjallar um vináttu
og kynþáttafordóma og það að eldast I
rólegheitum.
Sif
Hf SEHIIIIIS
hf
KÚSKIHHS-
ÚE
LEOUR FKTHKÚI
LÍTIOIKK
ÞA0B0R0KR
SIG
PILOT
Hafnarstræti 16,
sími 624404