Þjóðviljinn - 10.08.1990, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 10.08.1990, Qupperneq 6
r erzujlul Breytt hlutverk Sameinuðu þjóðanna A einu ári hefur heimurinn breyst. Neitunarvaldþjóðanna í Öryggis ráði S. Þ. byggðist á austur-vestur Með aukinni vináttu stórþjóð- anna í austri og vestri var orðið svo friðvænlegt í heiminum að annað eins á sér ekki hliðstæðu í mannkynssögunni. En Adam var ekki lengi í Paradís. Saddam Hussein einræðisforseti íraks sat uppi með einnar milljón manna her og hafði ekkert við hann að gera eftir að stríðinu við íran lauk. Líkt og friðarsinnar hafa löngum haldið fram þá eru vopn framleidd til þess að nota þau og ekki gat Hussein hugsað sér að afvopnast. Hann réðst því inn í Kúvæt sem hafði annars stutt hann dyggilega með peningaaðstoð í átta ára stríði íraks og íran 1980 -88. Par sá Hussein feitan bita sem auðvelt væri að sækja. Með því að hertaka Kúvæt gæti hann því sem næst tvöfaldað olíufram- leiðslu sína og því hugsanlega greitt upp stríðsskuldirnar og bætt hag Iraka í írak. En þetta minnir óneitanlega á gamlar hug- myndir nasista um lífsrými til handa þýsku þjóðinni. Hörð og snögg viðbrögð Sam- einuðu þjóðanna sá Hussein ef til vill ekki fyrir og hefur eflaust engar áhyggjur haft af. En það er hugsaniegt að Sameinuðu þjóð- irnar nú geti staðið undir því hlut- verki sem Þjóðabandalagið gamla brást þegar Hitler var að ráðast inn í nágrannaríki sín á þriðja áratug aldarinnar. í Oryggisráði Sameinuðu þjóð- anna sitja 15 þjóðir, þar af hafa fimm þjóðir neitunarvald. Pað átökum, en nú standa stórveldin saman og er hlutverk ráðsins gjörbreytt Kúvætar í Bonn mótmæla innrás fraka í land sitt og flagga mynd af Jaber al-Ahmed al-Sabah emír sem nú er útlægur. eru fástaþjóðirnar Sovétríkin, Bandaríkin, Kína, Bretland og Frakkland. Aðrar þjóðir sitja síð- an til skiptis í Öryggisráðinu. Nú t.d. Kúba í fyrsta sinn og araba- ríkið Jemen. Ráðið fordæmdi innrás íraka í Líbería Beðið um hjálp Stjórnin íNígeríu hefir beðið Bandaríkin og þjóðir Öryggisráðs S. Þ. um aðstoð svo koma megi friði á í Líberíu Nígería vill fá Bandaríkin og aðrar Sameinuðu þjóðir til að mynda friðarsveitir í Líberíu en þar geisar nú blóðug borgarast- yrjöld. Utanríkisráðherra Níger- íu, Rilwanu Lukman, fór í gær fram á stuðning Sovétmanna, Breta og Frakka bæði á borði og í orði á fundi með sendiherrum þessara landa. Aðspurður hvort hann æskti að þessar þjóðir sendu herlið inn í Líberíu svaraði hann að það væri undir þeim komið. Bandaríkin hafa sent þangað herlið til að að- stoða bandaríska þegna við að komast úr landi en þeir hafa ekki haft í hyggju frekari hernaðar- íhlutun. Fulltrúi Bandaríkjastjórnar sagði þó í gær að stjórnin myndi íhuga vandlega hvort ekki mætti aðstoða Nígeríumenn í sambandi við flutninga á vopnum og vist- um. En mikill stuðningur er við tillögur Vestur-afríska efnahags- bandalagsins sem kveða á um vopnahlé, að komið verði á fót bráðabirgðastjórn og að haldnar verði frjálsar lýðræðiskosningar í Líberíu. Nígería, Ghana, Gínea og Si- erra Leone, með stuðningi Gambíu, hyggjast senda vopnaða eftirlitssveit til Líberíu til að binda enda á margra mánaða ættflokkastríð, en þúsundir manna hafa látist í landinu. Upp- runaleg áætlun Nígeríu um að fara inn í Líberíu var lögð á hill- una eftir fund þessara þjóða á þriðjudag. Tvennir uppreisnarherir berj- ast við forseta Líberíu Samuel Doe. Hann og leiðtogi annars uppreisnarhópsins segjast fagna komu eftirlitssveitarinnar en hinn uppreisnarforinginn hefur heitið að berjast gegn hverjum þeim sem kemur Doe til aðstoð- ar. Pað var síðarnefndi upp- reisnarmaðurinn Charles Taylor sem hóf borgarastríðið í desemb- er s.l. er hann réðst inn í Líberíu frá Fflabeinsströndinni. Reuter/gpm Kúvæt strax innrásardaginn 2. ágúst og krafðist þess að írakar hæfu sig skilyrðislaust á brott. Pjóðirnar sem greiddu þessu at- kvæði voru 14 en Jemen sat hjá á þeirri forsendu að fulltrúinn hefði ekki fengið fyrirmæli frá sinni stjórn. Par sem ekki var far- ið að þessu hittist ráðið aftur 6. ágúst og samþykkti veigamikið viðskiptabann á írak og Kúvæt, þ.á m. bann við vopnaviðskiptum og bann á öll olíuviðskipti, sem eru frökum að sjálfsögðu mjög mikilvæg. Jemen sat hjá svo og Kúba á þeirri forsendu að svona bann hefði ekki verið sett á Bandaríkin og ísrael áður undir líkum kring- umstæðum að mati Kúbumanna. Eftir innlimun Kúvæts í írak á miðvikudag kom Öryggisráðið aftur saman í gær og lýsti einróma yfir því að innlimunin ætti sér ekki nokkra stoð í lögum og að hún væri þaf af leiðandi ómerk með öllu. Mikið hefur breyst í ráðinu því í stórmálum öðrum var vaninn að Bandaríkin og Sovét- ríkin beittu neitunarvaldi til skiptis. Ráðið var því á árum áður frekar bitlaust. Nú aftur á móti getur heimurinn staðið áð mestu sameinaður að baki álykt- unum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Jafnvel Jórdanía sem hefur verið dyggasta stuðningsland fr- aks hyggst standa við viðskipta- bann Sameinuðu þjóðanna. Það yrði mikil fórn fyrir Jórdani því Íieir fá 80 prósent af olíu sinni frá rak, framleiða ekkert sjálfir. Fjórðungur útflutningstekna Jór- dana kemur frá írak. Hins vegar hafa margar þjóðir áhyggjur af miklum liðssafnaði Bandaríkja- manna í Persaflóa og ríkjum í ná- grenni flóans. En herflutningar þessir eru ekki á vegum Samein- uðu þjóðanna þó Bandaríkja- menn vonist til að margar aðrar þjóðir komi þeim til aðstoðar. Það er hinsvegar ekki nema Bret- ar - sem alltaf eru dyggir stuðn- ingsmenn Bandaríkjanna - sem hafa sent tvær flugherdeildir til Saúdi-Arabíu til að verja landið hugsanlegri innrás íraks. Margar aðrar þjóðir hafa sent herskip í átt til Persaflóa þar með taldir Sovétmenn sem hafa heitið að styðja varnir Saúdi-Arabíu komi til átaka. En í gær voru það einungis Bandaríkjamenn sem sett höfðu hermenn á land. Mikið til fyrir tilstilli Öryggis- ráðs S.Þ. þrengir nú mjög að ír- ökum sem virðast hvergi eiga sér stuðningsmenn, ekki einu sinni meðal arabaþjóða sem þó hafa verið tregar til að fordæma innrásina. Hugsanlega er það vegna viðskiptatengsla og jafnvel hræðslu við hernaðarmátt íraks. Einangrist írak algerlega sem útlit er fyrir er líklegt að írakir noti þá vestrænu einstaklinga sem skipta hundruðum í írak og Kúvæt sem gísla. Bandaríkja- menn óttast mjög að þetta verði að öðru stóru gíslamáli en 39 Bandríkjamönnum er haldið með vopnum í Bagdad. f gær lok- aði írak vesturlandamærum sín- um en í gær biðu svissnesk farar- tæki eftir 109 manns rétt fyrir utan landamærin. Fólkið var á leið frá Bagdad, höfuðborg ír- aks, en var ekki hleypt í gegn. Bush Bandaríkjaforseti forð- ast að kalla fólkið gísla en sam- kvæmt blaðafulltrúa utanríkis- ráðuneytisins bandaríska líta þeir á fólkið sem gísla. í írak eru þess utan 580 Bandaríkjamenn og 3,000 til viðbótar í Kúvæt. Segja sumir að vilji Hussein Ir- aksforseti forðast átök við Bandaríkin ætti hann að láta út- lendingana lausa, öryggi banda- rískra þegna gæti orðið hvati stríðsátaka. Þrátt fyrir skjót viðbrögð Sam- einuðu þjóðanna hafa Bandarík- in haft forgöngu um liðsafnað í og við Persaflóa. S.Þ. stendur ekki að þeim liðsafnaði en ætti ef til vill að gera það og stjórna þá að- gerðum. Það er ljóst að stór hluti arabaþjóða er ekki sérlega hrif- inn af Bandaríkjunum og sterk hernaðarstaða þeirra við Persa- flóa gæti spillt friðarviðleitni. Hinsvegar er ljóst að það þarf mikinn her til að stöðva milljón manna her Husseins fari hann af stað. Það ætti að vera hlutverk S.Þ. að stjórna þeim aðgerðum í gegnum Öryggisráðið því þar sitja hvort eð er þær stórþjóðir sem nú senda herafla til Saúdi- Arabíu og Persaflóa. gpm Japan Beöist afsökunar G. Pétur Matthíasson skrifar Borgarstjóri Nagasaki, borgar- innar sem fékk á sig kjarn- orkusprengju þrem dögum á eftir Hirósímu, baðst í gær afsökunar á árásargirni Japana fyrr á öld- inni. Hitoshi Motoshima sagði þetta á samkomu sem minntist þess að 45 ár eru síðan Banda- ríkjamenn vörpuðu atómspreng- jum á þessar tvær borgir í Japan. Borgastjórinn nefndi innlimun Japana á Kóreu 1910,15 ára stríð við Kína og Kyrrahafsstríðið. í þessum styrjöldum létust meira en 20 milljónir manna. Motos- hima sagði, við 20.000 manns sem á hann hlýddu, að Japanir yrðu að minnast hinna látnu með einlægni og velta fyrir sér hvernig mætti læra af þessu. Atóm- sprengju var varpað á Nagasaki 9. ágúst og létust rúmlega 70.000 manns, vegna sprengingarinnar, af hitavöldum og vegna geisla- virkni. Hinn 68 ára gamli Motoshima er mjög umdeildur í sínu heima- landi og hafa hægri menn rakkað hann niður. Hann hefur gert það sem ekki hefur mátt í Japan, nefnilega viðurkennt að japanska þjóðin beri einhverja sök á þeirri þjáningu sem íbúar Asíu hafa mátt þola af völdum hins keisara- lega hers á fyrri hluta aldarinnar. I janúar s.l. var Motoshima skotinn í bakið, sennilega af hægri-öfgamanni, eftir ræðu þar sem hann sagði að Hiróhító keisari bæri einhverja ábyrgð á árásargirni Japana í garð ná- granna sinna í Asíu. Híróhító var keisari og guð Japana fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni. Hann gafst upp fyrir Bandaríkjamönn- um 15. ágúst 1945 og varð að gefa upp guðstitilinn. Motoshima, óbugaður eftir skotárásina, varð fyrstur jap- anskra ráðamanna til að biðja þá erlendu þegna sem lifðu af sprengingarnar í Híróshíma og Nagasaki afsökunar. En margir Kóreanar og Kínverjar voru fluttir nauðugir til Japan í seinni heimsstyrjöldinni. Motoshima sagði að ábyrgð Japana á þessu fólki væri mikil. En nú í ár verður þeim Suður-Kóreönum sem lifðu af sprengingarnar - en hafa þjáðst sökum geislavirkni - í fyrsta skipti veitt aðstoð frá jap- anska ríkinu. Norður-Kóreanar og Kínverjar fá enga aðstoð. Reuter/gpm Hjartans þakkir færum við vinum okkar, nær og fjær, er sýndu okkur hlýju og samúð við fráfall Ásbergs Sigurðssonar borgarfógeta Sólveig Jónsdóttir Ásdís Ásbergsdóttir Sigurður Þóröarson Jón Asbergsson María Dagsdóttir Sigurður Pálmi Ásbergsson Freyja María Þorsteinsdóttir Ólafur Hjaltason Steinunn Ingvarsdóttir og barnabörnin. 6 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.