Þjóðviljinn - 17.08.1990, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 17.08.1990, Qupperneq 5
Kópasel Leikskólinn einkavæddur Waldorf-hópurinn tekur við rekstri 1. desember. Forstöðumaður Kópasels: Eins og alltséþegar ákveðið. Foreldrar mjög mótfallnir breytingum ann 1. desember nk. mun Kópavogsbær hætta rekstri leikskólans að Kópaseli í Lækjar- botnum og svokallaður Waldorf- hópur mun að ölium líkindum taka við. Núverandi starfsfólk verður flutt á aðra leikskóia og þeim foreidrum sem ekki vilja hafa börn sín áfram í Kópaseli er boðið rými fyrir þau í nýjum leik- skóla sem opnar 1. des við Suður- hlíð í Kópavogi. Starfsfólk og foreldrar hafa fengið vitneskju um þessa fyrir- ætlan frá félagsmálaráði en engar ákvarðanir hafa verið teknar, hvorki í bæjarráði né bæjar- stjórn. Inga Þyrí Kjartansdóttir for- maður félagsmálaráðs kvaðst í samtali við Þjóðviljann sem minnst vilja láta hafa eftir sér um þetta mál, þar sem enn væri eftir að afla upplýsinga um afstöðu foreldra. Hún sagði þó að ekki væri verjandi að reka Kópasel áfram vegna þess að bærinn hefði þegar fullnægt þörf fyrir vistun þess aldurshóps sem leikskólinn getur tekið við, þ.e. 4-5 ára barna, og illa gengi að fylla þau 42 pláss sem á leikskólanum eru. Einnig væri hvert pláss f Kópaseli helmingi dýrara en á öðrum leik- skólum. Guðjón Árnason, einn félaga í Waldorf-hópnum, sagði að hóp- urinn hefði í desember í fyrra óskað eftir við þáverandi meiri- hluta að fá aðstöðu fyrir rekstur í anda svokallaðra Waldorf- uppeldisfræða en félagar í þess- um hópi eru allir menntaðir er- lendis í þessum fræðum. Erind- inu hefði verið vel tekið en við- ræðum frestað vegna óska frá fóstrum í Kópaseli og ekki hefði komist skriður á málið fyrr en eftir kosningar þegar nýr meiri- hluti hefði kynnt sér málið. Hann kvaðst ekki kvíða því að erfitt yrði fjárhagslega að reka leik- skólann, enda þótt bæjarfélagið treysti sér ekki til þess. Waldorf- uppeldisfræði byggja á kenning- um Steiner-skóla sem starfræktir eru víða í Evrópu og m.a. er lögð áhersla á tengsl barna við náttúr- una. Oddný Jónsdóttir forstöðu- maður Kópasels sagði að starfs- fólk væri mjög ósátt við hvernig staðið hefði verið að þessu máli og svo virtist sem búið væri að ákveða allt fyrirfram. „Við fengum aldrei að láta á það reyna hvort okkur tækist að fylla þessi 42 pláss,“ sagði hún. „Lokað var fyrir innritanir á meðan viðræður við Waldorf- hópinn stóðu yfir og nú eru marg- ir foreldrar búnir að vista börnin annars staðar. Það hafa komið fram tillögur frá minnihlutanum og okkur um að fylla þessi pláss með ýmsum leiðum en það virðist ekki vera áhugi á því. Waldorf- hópurinn ætlar að hafa hér 30 rými þannig að það á að skera niður þjónustu. Valþór Hlöðversson bæjar- ráðsmaður minnihlutans gerði fyrirspurn um málið í bæjarráði. Hann sagðist hafa bent á að auðveldlega væri hægt að fylla leikskólann með því að bjóða bæjarstarfsmönnum í Kópavogi og öðrum bæjarfélögum að vista börn sín í Kópaseli sem eins kon- ar kjarabót og einnig með því að foreldrum 4-5 ára barna á öðrum leikskólum yrði bent á Kópasel, þannig að á þeim skólum væri hægt að stækka deildir yngri barna. „Það eru langir biðlistar yngri barna en ekkert af þessu hefur fengist rætt,“ sagði Valþór. „Það er ljóst að ef bæjarfélagið getur ekki rekið Kópasel þá getur Waldorf-hópurinn það enn síður. Það sem Sjálfstæðismenn ætla sér er að loka heimilinu." Starfsfólk og foreldrar fund- uðu saman í fyrradag og kom þar fram mikil óánægja meðal for- eldra vegna skorts á upplýsing- um, m.a. um Waldorf- uppeldisstefnuna. Á fundinum var skipaður 4ra manna starfs- hópur sem hefur óskað eftir við- ræðum við bæjarráð sem fyrst. „Okkur finnst að verið sé að koma aftan að okkur. Við feng- um ekkert af þessu að vita fyrr en um síðustu mánaðamót og okkur skilst að hluti af fólki úr Waldorf- hópnum komi jafnvel inn í byrjun næsta mánaðar," sagði Lára Jóna Þorsteinsdóttir, eitt foreldranna. „Mér finnst það ljóst eftir þennan fund að ekkert foreldra barna sem nú eru í Kópaseli vilji hafa þau þar áfram. Bæjaryfirvöld bjóða okkur að vísu leikskólann við Suðurhlíðarnar sem opnar tvær af þremur deildum 1. des- ember. Fyrri meirihluti ætlaði að opna allan leikskólann þar 1. okt- óber. En þeir ábyrgjast ekki nema 6 tíma vistun. Við höfum skipulagt okkar vetrarstarf út frá 7 1/2 tíma vistun í Kópaseli. Það sem á að gera er í raun að loka Kópaseli eins og Sjálfstæðis- menn hafa stefnt að í mörg ár.“ -vd. Fjármálaráðuneytið skipuð Fjármálaráðherra hefur skipað milliþinganefnd um líf- eyrismál að fengnum tilnefning- um þingflokka og hagsmuna- aðila, en stefnt er að því að af- greiða frumvarp um lífeyrissjóð- ina á næsta þingi. í nefndinni sitja 25 fulltrúar, 22 tilnefndir af sjö stjórnmálaflokk- um og tíu félagasamtökum og þrír fulltrúar sem fjármálaráð- herra skipar án tilnefningar. For- maður nefndarinnar er Már Guð- mundsson hagfræðingur, efna- hagsráðgjafi fjármálaráðherra. Þingflokkarnir sjö eiga einn fulltrúa hver í nefndinni utan Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur tvo fulltrúa. ASÍ hefur þrjá full- trúa, BSRB og VSÍ tvo, en önnur samtök á vinnumarkaðinum einn fulltrúa hvert. Þá eiga samtök líf- eyrissjóða, Landssamband líf- eyrissjóða og SALsinn fulltrú- ann hvort. -Sáf Verðlagsstofnun Verðlag að mestu stöðugt Verð á 56% af vörum óbreytt eða hefur lækkað Verð á 56% af þeim vörum sem Verðlagsstofnun kannaði í júlí var óbrcytt eða hafði lækkað síðan í aprfl. Að meðaitaii hækk- Rækjuafli júiímánaðar, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands, er sá næst- mesti sem fcngist hefur og þorsk- afli mánaðarins sá þriðji mesti. I júlí veiddust 6.088 tonn af rækju en í júlí 1987, sem var metár, veiddust 6.900. Af þorski veiddust í júlí 36.033 tonn en í júlí árið 1985 rúm 43 þúsund tonn. Heildarafli í júlí í ár var tæpum 10 þúsund tonnum meiri en í júlí í fyrra. í júlí í ár veiddust 67.847 tonn en í sama mánuði í fyrra 58.528 tonn. Mest er aukningin í þorskveiðum og rækjuveiðum, hinsvegar mestur samdráttur í grálúðuveiðum. í júlí í fyrra veiddust 2.386 tonn af grálúðu en í ár einungis 904 tonn. Þrátt fyrir góða veiði í júlí er heildaraflinn frá janúar til júlí í ár mjög svipaður og á sama tíma í fyrra, eða rúm miljón tonn. Þorskaflinn er heldur minni á fyrri hluta ársins í ár en á sama tíma í fyrra eða tæp 222 þúsund aði verð á vörum í könnun Verð- lagsstofnunar um 2,8% á tímabil- inu aprfl-júlí. í apríllok gerði Verðlagsstofn- tonn miðað við rúm 234 þúsund tonn í fyrra. Rækjuaflinn í ár er mun meiri en í fyrra, eða 17.475 tonn miðað við 11.894 tonn í fyrra. Þá er mikill samdráttur í grálúðunni, tæp 31 þúsund tonn í ár miðað við 53,4 þúsund tonn í fyrra. Loðnuaflinn í ár er heldur meiri en í fyrra, 616,3 þúsund Utidansleikur í í kvöid gangast íbúar í Þing- holtunum, í samvinnu við Ulfar Eysteinsson veitingamann, fyrir fjölskyldudansleik á mótum Óð- insgötu. Baldursgötu og Nönnu- götu. I fréttatilkynningu frá nefnd- inni sem unnið hefur að undir- búningi hátíðarinnar segir að Baldurstorg, en svo nefna þeir staðinn, verði fánum skreytt og upplýst. Sérstakur öl- og gosbíll verður á staðnum, og veitinga- un verðkönnun á 50 algengum tegundum af mat-, drykkjar-, snyrti- og hreinlætisvörum í 49 matvöruverslunum á höfuðborg- tonn miðað við 607,3 þúsund tonn í fyrra. Fimm togarar veiddu yfir eitt þúsund tonn í júlí í ár en það eru Guðbjörg ísafirði, Júlíus Geir- mundsson ísafirði, Örvar Skaga- strönd, Ottó N. Þorláksson Reykjavík og Akureyrin Akur- eyri. _sáf Þingholtunum húsið Þrír Frakkar býður upp á léttar veitningar. Danshljómsveit Birgis Gunn- laugssonar leikur fyrir dansi frá kl. 22.00. Þá má einnig búast við því að íbúar hverfisins leggi sitt af mörkunum til skemmtunar. Nefndin sem unnið hefur að undirbúningi fjölskyldudans- leiksins á Baldurstorgi vonast til að þetta verið til að lffga uppá hverfið og þetta verði árlegur við- burður. arsvæðinu. I júlí var aftur farið í sömu verslanir og kannað verð á sömu vörutegundum. Kannan- irnar voru gerðar á tímum hjaðn- andi verðbólgu og bera niður- stöðurnar þess vott. Framfærslu- vísitalan hækkaði um 1,7% á um- ræddu tímabil en hún mælir breytingar á verði mun fleiri vörutegunda en könnun Verð- lagsstofnunar náði til og auk þess ýmiskonar þjónustu. Til saman- burðar hækkaði framfærsluvísi- talan um 5,1% sömu mánuði í fyrra. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi hjá Verðlagsstofnun í gær þegar verðkönnun fyrir júlímánuð var kynnt. í bréfi frá Verðlagsstofnun segir að á því rúmlega hálfa ári sem liðið er frá því að kjarasamn- ingar aðila vinnumarkaðarins voru gerðir hafi almennt verðlag hækkað um3,7% en á sama tíma- bili í fyrra hækkaði það um 12,5%. Verðlagsstofnun hefur aukið aðhald í verðlagsmálum í kjölfar óska viðskiptaráðherra þar um, til þess að ná markmiðum ríkis- stjórnarinnar og samningsaðila um hjöðnun verðbólgu. Hið aukna aðhald felur m.a. í sér að tilkynningaskylda fyrirtækja um verðbreytingar verður hert og fastar gengið eftir því að fyrirtæki styði verðhækkanir með rökum. Enn fremur verður fylgst vel með því að reglum um verðmerkingar á vöru og þjónustu sé fylgt. el Fiskifélagið Góð veiði í júlí Rœkjuafli júlímánaðar sá nœstmesti og þorskaflinn þriðji mesti Föstudagur 17. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.