Þjóðviljinn - 17.08.1990, Qupperneq 17
Trú og siðferði
Áður var hér í blaðinu getið
um fróðlegt rit sem komið er út
hjá Guðfræðistofnun og heitir
„Trúarlíf íslendinga”. Þar gera
þeir Bjöm Bjömsson og Pétur
Pétursson grein fyrir merkilegri
könnun, sem gerð hefur verið á
viðhorfum íslendinga í trúarleg-
um efnum. Þar er víða farið: spurt
um guð og Krist og eilíft líf, af-
stöðu til kirkju og klerka og margt
fleira. Bókarhöfundar ganga ffam
af hógværð og skynsamlegu viti
og gera sér vel grein fyrir því, hve
erfitt er að fella inri~í spuminga-
skrár og prósentureikning fiest af
því sem um er spurt. I þessum
pistli hér er ætlunin að fjalla um
einn þátt þessa vanda. Hér er átt
við það efni sem fjallað er um í
þeim kafla ritsins sem ber yfir-
skriftina Trú og siðferði, en þar
em skoðuð þau tengsl sem rekja
megi milli trúarviðhorfa og sið-
gæðishugmynda.
Er allt afstætt?
Þetta er ekki smámál: menn
hafa (einnig þeir sem sjálfir em
vantrúaðir) yfirleitt gengið út frá
því sem vísu, að sú kristna trú
sem flestir landsmenn aðhyllast í
orði a.m.k. sé virkur leiðarvísir til
betra siðgæðis og þá vonandi feg-
urra mannlífs en menn gætu við
búist í trúiausu landi. Og frá upp-
hafi hefur það verið talinn mæli-
kvarði á trú, að hún væri ekki
einkamál sálarinnar heldur kæmi
fram í daglegri breytni: Sýn mér
trú þína af verkunum.
En það er líka ljóst, að hér er
um vettvang að ræða sem erfitt er
að kanna. Annarsvegar er það
svo, að flestir Islendingar (eins og
fram kemur í umræddum kafla)
sem aðhyllast kristna trú, þeir
telja að trú þeirra gefi sér svör við
siðferðilegum vanda i daglegu
lífi. Á hinn bóginn em Islending-
ar að því er virðist flestum þjóð-
um meiri afstæðishyggjumenn í
siðferðilegum efnum - mun fieiri
en hjá öðmm þjóðum (eða um
85% allra sem spurðir vom) telja
að það sé aldrei hægt að skil-
greina nákvæmlega hvað er gott
og illt, enda sé það háð aðstæðum
hverju sinni hvað er gott og illt.
Það er eins og fyrri daginn:
við lifum í þversögninni miðri.
Einkamála-
siðferöið
En svo er að skoða þetta hér:
um hvað er spurt þegar leitað er
svara við því, hvað Islendingum
finnst gott eða illt, rétt eða rangt,
og hvemig það kemur heim og
saman við þeirra trú.
í stuttu máli sagt: tekin er sú
stefna að spyrja um mál sem falla
undir svonefnt „einkasiðgæði”
frekar en „samfélagssiðgæði”.
Höfundar geta þess, að þetta sé
gert m.a. vegna þess að kannanir
hafi leitt í ljós að „áhrifa trúar á
siðgæði gætir mest á þröngu sviði
einkasiðgæðis”. Þetta kann að
vera rétt. En samt finnst þessum
trú þína af
verkunum
lesara hér það ekki nægileg rétt-
læting á því, hve einhliða spum-
ingar um trú og siðferði í rauninni
em í þeirri könnun sem hér um
ræðir.
Spurt er fyrst og fremst um
þrennt: Um afstöðu manna til
fóstureyðinga, framhjáhalds og
kynmaka ógifts fólks. Menn geta
svo lagt út af svömnum á ýmsan
hátt, eins og dagblöð hafa gert og
undrast tiltekin hlutfoll í svömm.
En í rauninni kemur ekkert óvænt
fram í þeim. Eins og vænta mátti
hafa þeir trúlausu og trúlitlu meiri
hneigð til að líta svo á, að hegðun
fólks í fyrrgreindum dæmum sé
einkamál, hverjum og einum í
sjálfsvald sett. En eftir því sem
nær dregur kristnum rétttrúnaði,
þeim mun algengari er sú afstaða
að fóstureyðingar eigi að banna,
framhjáhaíd ekki áð líðast og að
kynmök ógiftra eigi helst að helg-
ast af alvarlegum áfomium um
sambúð.
Syndin er kynlíf
Að sjálfsögðu er ekkert að því
að skoða þessa hluti - þó nú væri.
En hér er þó mikill hængur á:
hann er blátt áfram sá að það er
ekki spurt um önnur mál en þessi
þijú.
Þetta þýðir að í rauninni halda
menn áfram þeirri synd kirkjunn-
ar (ekki síst hinnar kaþólsku) sem
um aldir haíði þær áherslur allar í
sínum boðskap, að það var engu
líkara en vettvangur syndarinnar
væri kynlífið og vart neitt glæp-
samlegra til en frávik frá settum
reglum um það. Er óþarft að hafa
um það mörg orð hér, hve mikl-
um usla kirkjan olli í lifi ótal
manna og kvenna sem urðu fyrir
þeim ósköpum að bergja af þeim
ástarmiði sem batt þau Tristam og
Isold saman, þvert ofan í guðs og
manna lög. Á hinn bóginn skal
heldur ekki efast um, að hér er
komið að mörgum þeim málum
sem svo þýðingarmikil eru í
mannlegu lífi að kirkjan gat ekki
vikið sér undan því að leita svara
við þeim - svara sem hafa reynd-
ar farið skánandi
eftir því sem nær
dregur okkar tíma.
Hver er náungi
minn?
En þetta hér varðar þó niestu:
einhliða áhersla á kynlíf sem vett-
vang syndarinnar var fyrst og
fremst skaðleg vegna þess, að
aðrar spumingar eru þá vanrækt-
ar. Spumingar um margt það, sem
okkur minnir að sé talið mikil-
verðast í lögmálinu. Spumingar
um náungann og það sem við
gjömm honum, spumingar um
góðvild, hjálpsemi, ósérplægni,
um þá þjónustu sem ekki spyr um
laun á viðskiptagrundvelli. Eg
segi fyrir sjálfan mig: ég þykist
sem betur fer hafa haft af því
nokkum ávæning að trúaðir
menn, ekki síst af yngri kynslóð,
vildu tengja fyrirbæri eins og
synd fyrst og síðast við þessar
spumingar. Þá er syndin einkum
bundin því viðhorfi til annarra
manna, til náungans, að hann sé
eitthvað sem ÉG ætla að NOTA
mér í hag. Og frelsi undan synd er
þá þetta: að stefna frá slíku „not-
andasjónarmiði”, frá ánauð þess
yfirgangs og valdníðslu og niður-
lægingar á öðmm sem það leiðir
af sér. Til þess ffelsis sem fólgið
er í því að umgangast aðra menn
með góðvild og virðingu og
„Hann bað” - myndin er eftir lit-
háíska listamanninn Krasauskas.
leggja þeim lið - helst án þess að
þeir þurfi að biðja sérstaklega um
aðstoð.
Ef þetta er endurskoðunar-
stefna þá er sú endurskoðun góð.
Ef þetta er að snúa aftur til upp-
hafsins - þeim mun betra.
Hugsanlegar
spumingar
En þessi hlið málsins, sem á
leiðinlegu félagsffæðimáli sam-
tímans er tengd við „samfélags-
siðfræði,” hún er ekki á dagskrá í
þeirri könnun sem tveir ágætir
guðfræðingar leggja út af. Sem
fyrr segir: þeir svara því að
nokkm leyti sjálfir hvemig á því
stendur: það er auðveldara að
rekja saman trúarviðhorf og sið-
ferðilega dóma um einkalíf. En
það gleymist, að sé svo, þá er í
þeirri staðreynd fólginn áfellis-
dómur yfir því trúarlífi sem menn
lifa. Það skal viðurkennt, að það
er erfitt að búa til spumingaskrár
um náungakærleikann, um þá trú
sem birtist í verkum. En þá má
reyna það eins og svo margt ann-
að.
Segjum nú að tekið hefði ver-
ið tiltölulega einfalt dæmi. Spurt
um það kannski, hvort sá sem
svara skal sé tilbúinn að leggja til
hliðar svosem fimm krónur af
hveijum hundrað sem hann fær í
hendur til að ráða bót á hung-
ursneyð í heiminum. Við vitum
að í slíkri spumingu er mikil ein-
foldun falin. Okkur gmnar að
margir mundu svara eins og þeir
teldu sér skylt að svara - og raun-
vemleg hegðun gæti orðið á allt
annað veg ef á reyndi. Engu að
síður er nú slíkt dæmi tekið - til
að minna á það, að til em siðferði-
leg vandamál, sem gera vart við
sig í daglegu lífi og em raunar
miklu stærri en t.d. sú spuming,
hvort konu í vandræðum miklum
leyfist að láta eyða fóstri.
Siðferðiskerfið
sem var
Áður en lýkur skal vikið að
einu enn. I ágætri greinargerð um
siðferðismál víkja höfundar að
því, að nú ríki fjölhyggja (þar sem
hver og einn setur sér sjálfdæmi í
siðferðismálum). Þessi fjölhyggja
hafi þau afdrifaríkust áhrif að sið-
ferðiskerfið riðlast sem „samstæð
heild”. Það er ekki að efa að slík
þróun á sér stað. Hitt kynni svo að
vefjast fýrir mönnum að sýna
fram á, að siðferðiskerfi hafi
nokkm sinni verið sú „samstæða
heiid” sem lýst er eftir. Svo hefur
verið í orði og í samstilltri boðun
kirkju, sem hafði einkarétt á upp-
eldi fólks. En reyndin var vita-
skuld önnur: tvöfalt siðgæði er
engin ný uppfinning. Það ein-
kenndi yfirstéttir um allar aldir,
að siðgæði það sem kirkjan boð-
aði, það var bara fyrir armingj-
ana, alþýðuna, til að hún færi sér
ekki að voða og yrði til vandræða.
Þeir sem með auð og völd fóm,
þeir keyptu sig hinsvegar undan
þeim almennu kvöðum með
margvíslegum hætti - og fóm létt
með það. Ekki síst bjuggu þeir sér
til sem þægilegast einkasiðferði í
þeim málum sem kirkjan vasaðist
mest í: kvennafari og fórstureyð-
ingum eða útburði bama.
Föstudagur 17. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA17