Þjóðviljinn - 17.08.1990, Síða 19

Þjóðviljinn - 17.08.1990, Síða 19
Fjölmiðlaslagur og flokkadrættir ítalska fjölmiðlamógúlnum Silvio Berlusconi hefur verið færð einokun- arstaða á móti ríkissjónvarpinu í sjónvarpsrekstri á Ítalíu með nýrri lagasetningu um fjölmiðlun þar í landi. Hvað sem öllum söng um að fjölbreytni á öldum Ijósvakans sé best tryggð með markaðsfrelsi og óheftri samkeppni þurfa ítalir síst að reikna með öðruvísi sjónvarpi en því þar sem þörfum auglýsenda og hagsmunum eigenda er fyrst og síðast borgið. Hagnaðarvonin er öllum öðrum dyggðum æðri - skítt með óskir áhorfenda og menningarlegan metnað. Um síðustu helgi samþykkti ít- alska þingið endanlega lög um fjölmiðlun sem koma áttu í stað þeirra frumskógarlögmála sem rikt hafa í ítölskum fjölmiðlaheimi frá því að sjónvarps- og útvarps- rekstur var gefinn frjáls 1974. Yfirlýst markmið laganna var að tryggja fjölræði í ítölskum fjöl- miðlaheimi og stemma stigu við einokun og hringamyndun. Nið- urstaðan er hins vegar að flestra mati sú, að með hinum nýju lögum er fyrirtækinu Fininvest, sem er í eigu fjölmiðlakóngsins Silvio Berlusconi, tryggð áfram- haldandi einokun í sjónvarps- rekstri á móti ríkissjónvarpinu RAI, auk þess sem reglurnar gera ráð fyrir áframhaldandi vex- ti auglýsingamarkaðar á sjón- varpi á kostnað dagblaða og tímarita. Stjórnarslit vegna kvikmynda- lagers Lagasetningin gekk ekki á- takalaust fyrir sig og kostaði á endanum afsögn 5 ráðherra úr vinstra armi Kristilega demókrat- aflokksins, sem lýstu því yfir að lögin gengju gegn yfirlýstum markmiðum um fjölræði og væru bersýnilega sniðin eftir einka- hagsmunum valdamikilla milj- arðamæringa, einkum þó Silvio Berlusconi. Forsætisráðherrann, Giulio Andreotti, sem viður- kenndi í þingræðu að „miljarða- mæringar“ hafi átt þátt í mótun laganna, skipaði í skyndi nýja ráðherra og beitti atkvæða- greiðslu um traust á ríkisstjórn- ina í þrígang til þess að koma lög- unum í gegnum þingið án þess að atkvæði féllu um viðkvæm atriði laganna. Lögin hafa þannig aukið á al- varlegan klofning sem kominn er upp í Kristilega lýðræðisflokkn- um, auk þess sem meðferð máls- ins afhjúpaði þýlyndi þingmeiri- hlutans gagnvart áhrifamiklum einkahagsmunum án tillits til hagsmuna eða vilja þjóðarinnar. Má segja að dropinn sem fyllti mælinn fyrir vinstri minnihlutann í Kristilega flokknum hafi verið þau ákvæði laganna að reglur um> takmörkun aúglýsinga í kvik- myndum skyldu ekki taka gildi fyrr en 31. des. 1992, þegar Fininvest-fyrirtækið er búið að nýta þann lager sem það nú á af af kvikmyndum. Þetta atriði lag- anna gengur gegn reglum Evróp- ubandalagsins, sem taka gildi 1. jan. 1992. Ríkisstjórnin klofnaði því út af kvikmyndalager Berl- usconis og má segja að sjaldan hafi ríkisstjórn klofnað á jafn auvirðilegum málstað. En málið á sér dýpri pólitískar rætur, sem að verður vikið síðar. Efni laganna Efnisatriði hinna nýju laga eru í aðalatriðum sem hér segir: 1) Gegn hringamyndun. Ekki skal einum aðila leyfilegt að eiga meira en 3 sjónvarpsnet á lands- vísu. Sá sem á 3 rásir má ekki eiga dagblöð. Sá sem á 2 rásir má eiga allt að 8% dagblaðaupplaga, en 16% eigi hann eina rás og 20% eigi hann ekki sjónvarpsstöð. Enginn má eiga meira en 20% af veltu fjölmiðlaheimsins (25% ef veltan takmarkast við prentað mál). 2) S.jónvarpsauglýsingar. Leyfilegt er að rjúfa kvikmynd þrisvar með auglýsingum ef hún er 45-110 mín. að lengd. Sé hún lengri má 4. auglýsingahléið koma. Ríkissjónvarpið takmark- aði auglýsingar við 12% á klst. og 14% af vikulegum útsendingar- tíma. Fininvest takmarka auglýs- ingar við 18% á klst. og 15% senditíma á dag. Staðbundnar sjónvarpsstöðvar takmarki auglýsingar við 20% á klst. og 15% á daglegum sendingartíma. 3) Bein útsending. Einkastöðv- ar fá rétt til beinnar útsendingar, sem þær hafa ekki haft. 4) Fréttaflutningur. Sjónvarps- stöðvar á landsvísu eru skyldugar að miðla fréttum. 5) Bannað er að sýna myndir sem hafa verið bannaðar 'fyrir fólk undir 18 ára aldri. Þær sem hafa verið bannaðar fyrir börn undir 14 ára verða aðeins sýndar eftir kl. 22.30. Bannað er að rjúfa teiknimyndir með auglýsingum. Berlusconi-lögin Fljótt á litið þá virðast þessi lög kannski ganga nokkuð langt í að hamla gegn hringamyndun í fjöl- miðlun. Að minnsta kosti bryti einokunaraðstaða Morgunblaðs- ins í bága við þessi lög, væru þau í gildi á Islandi. En þegar betur er að gáð, þá voru þau að mörgu leyti eins og sniðin eftir þörfum fjölmiðlakóngsins Berlusconi, sem hefur á aðeins 10 árum orðið einn auðugasti fjölmiðlarisi í Evr- ópu. Fjölmiðlaveldi hans hér á Ítalíu byggist á þeim sjónvarps- rásum á landsvísu (Canale 5, Ital- ia 1, Retequattro) og auglýsing- astofunni Pubblitalia sem sér þessum rásum öllum og þrem öðrum (Italia 7, Junior TV og TV-Capodistria) fyrir auglýsing- um. Auk þess á hann eitt áhrifa- mikið dagblað (II Giornale) sem hann verður að selja innan 2 ára frá gildistöku laganna, og stóran hluta í útgáfufyrirtækinu Monda- dori, sem m.a. á stærstan hluta tímaritaútgáfu á Ítalíu. En Berl- usconi mistókst nýlega að ná því fyrirtæki á sitt vald að fullu. Völd hans í fjölmiðlaheimin- um liggja efalaust víðar en hér hefur verið rakið, en auk þessa á hann stærsta hlutann á Canale 5 í Frakklandi og hluta í fjölmiðla- fyrirtækjum víðar í Evrópu. Auglýsinga- kabarett Fjölmiðlaumsvif Berlusconis hafa einkennst af nýrri hugsun í fjölmiðlum, þar sem aðalatriðið er ekki innihald fjölmiðilsins eða boðskapar, heldur markaðshlut- deild hans í auglýsingamarkaðn- um. Eftir að sjónvarpsrekstur var gefinn frjáls sá Berlusconi fyrir sér stóraukinn auglýsingamarkað og stóraukna hlutdeild sjón- varpsauglýsinga í þeim markaði og öll hans viðleitni beindist að því að ná ákveðinni hlutdeild í þessum markaði. Hinn fjárhags- legi árangur lét ekki á sér standa, en efnislega standa ítalir uppi með eitthvert fátækasta sjónvarp í Evrópu hvað varðar gæði og uppeldis- og fræðslugildi. Sú samkeppni sem sjónvarps- stöðvar Berlusconis hafa magnað upp gagnvart ríkissjónvarpinu hefur einnig haft áhrif á dagskrár- gerð þess með þeim hætti að þótt rásum hafi þannig fjölgað, þá hefur fjölbreytnin í raun minnkað, þannig að öll dagskrár- gerð hefur tilhneigingu til að breytast í einn allsherjar auglýs- ingakabarett þar sem spjátrungs- legur kynnir er stöðugt í sviðs- ljósinu umkringdur léttklæddum og glaðbeittum drósum sem dilla brjóstum sínum í takt við seiðandi undirleik. Þetta megin- mynstur er gegnumgangandi í allri dagskrárgerð, hvort sem ver- ið er að fjalla um stjórnmál, menningu og listir eða trúar- brögð eða verið er að selja þvott- aefni og megrunarlyf. Fátækleg fjölbreytni Auk þriggja sjónvarpsrása Berlusconis og þriggja ríkisrása nær að minnsta kosti ein stöð, Telemontecarlo, yfir landssvæð- ið allt. Auk þess er hér ótölulegur fjöldi smærri stöðva, þannig að segja má að hver sjónvarpsnot- andi á Ítalíu geti valið um a.m.k. 20 rásir, allar hver annarri líkar og allar hlaðnar auglýsingum. Að sögn tímaritsins Panorama velti auglýsingamarkaðurinn á ít- alíu um 6800 miljörðum líra eða 340 miljörðum ísl. króna á síðasta ári. Hlutur sjónvarpsauglýsinga var 58% eða um 200 miljarðar ísl. kr., og hlutur Berlusconis í sjón- varpsauglýsingamarkaðinum var um 50% eða 100 miljarðar ísl. króna. Gagnrýnendur nýju laganna segja að með hinum nýju reglum sé Berlusconi að vísu gert skylt að losa sig við dadgblaðið II Giorn- ale, en á hinn bóginn séu honum opnaðir nýir möguleikar á tíma- ritamarkaðnum. í heildina verði lögin til þess að styrkja þá sterku á markaðnum, Berlusconi og RAI, á kostnað minni sjónvarps- stöðva og minni útgefenda, þar sem hið prentaða mál fær hlut- fallslega minni sneið af hinni sameiginlegu auglýsingaköku. Sjónvarp og pólitík Eins og vænta mátti þá átti niðurstaða þessa máls sína pólit- ísku forsögu, sem um leið bregð- ur nokkru ljósi á ýmsar undarleg- ar þverstæður ítalskra stjórn- mála. Þótt 5-flokka stjórn And- reottis hafi - að undanskildum vinstri-minnihluta Kristilega flokksins - staðið óskipt að þess- ari lagasetningu, þá voru það só- síalistar undir forystu Craxi sem lögðu mestan þungann á að lögin yrðu Berlusconi í hag. Hann er einfaldlega þeirra maður, þótt hann hafi yfirlýst ekki önnur markmið í lífinu en að græða pen- inga. Andstaða vinstri-arms Kristilega flokksins undir forystu De Mita gerði það svo að verkum að málið varð að stjórnarslita- máli fyrir Craxi: hann gat með engu móti lotið fyrir þessum erki- óvini sínum, sem kom honum úr forsætisráðherrastóli fyrir 4 árum. Andreotti var í þeirri stöðu að velja á milli Craxi og De Mita, og hann valdi Craxi, sem átti mestan þátt í að koma Andreotti í forsætisráðherrastólinn á sínum tíma. Kommúnistaflokkurinn var að sjálfsögðu á móti þessari lag- asetningu og fannst hún ekki ganga nógu langt í að tryggja fjöl- Ný lög um fjölmiðlun á ftalfu valda klofningi í Kristilega demókrata- flokknum og styrkja fjölmiðlarisana í sessi ræði. Þar sem oft áður síðustu misserin, voru kommúnistar á sama báti og vinstri-kaþólikkar. „Þverpólitíski flokkurinn“ ítalski kommúnistaflokkurinn á nú í miklu innra uppgjöri, þar sem markvisst er stefnt að því að leggja flokkinn niður á flokks- þingi í janúar á næsta ári og stofna nýjan vinstriflokk, sem gæti sameinað vinstriöflin og komið á vinstri-stjórn á Ítalíu og rofið þar með 45 ára valdaeinok- un kaþólikka. Til þess þurfa þeir bandalag við sósíalista og vinstri- kaþólikka. Vinstri-kaþólikkar hafa tekið vel í þær breytingar sem átt hafa sér stað innan PCI, en Craxi og félagar hans sjá rautt þegar kaþólikkar gefa kommún- istum undir fótinn og tala um „þverpólitíska flokkinn“ sem sé að grafa undan ítölsku stjórnkerfi. Sósíalistar sem hafa um 14% kjörfylgi, og eru því ómissandi í ríkisstjórn til hægri eða vinstri, halda dauðahaldi í þessa oddaaðstöðu sína, og hafa í því skyni gert bandalag við And- reotti forsætisráðherra og hægri öfl flokksins, og hafa oft staðið hægra megin við Kristilega flokk- inn í raun. Vanheilög bandalög Það átti við í deilunum um ný- leg lög gegn eiturlyfjaneyslu, þar sem áhersla er lögð á að neysla minnsta skammts af eiturlyfjum sé refsiverð gagnvart lögum. Þar með voru allir eiturlyfjasjúk- lingar á Ítalíu orðnir glæpamenn gagnvart lögunum á meðan mafí- an sem dreifir eiturlyfjunum er látin ósnortin. Þessi lög voru samin að frumkvæði sósíalista og samþykkt í óþökk vinstri- kaþólikka og kommúnista. Annað dæmi um þessa vanheil- ögu flokkadrætti í ítölskum stjórnmálum er slagurinn sem nú er að hefjast um breytingar á kosningalögum, sem ætlað er að tryggja kjósendum meiri áhrif á myndun meirihluta í ríkisstjórn- um og sveitarstjórnum með því að velja til hægri eða vinstri. Þetta vald hafa sósíalistar nú einir og vilja ekki missa það. Þess í stað hafa þeir sett fram kröfu um beina kosningu forseta er fái aukin völd í líkingu við það sem gerist f Bandaríkjunum. Þetta deilumál verður líklega næsta til- efni stjórnarslita hér á Ítalíu, sem trúlega verða innan hálfs árs, þegar forystu Ítalíu innan Evróp- ubandalagsins lýkur. Þá mun hið þverpólitíska bandalag sósíalista við spilltustu öflin í Kristilega demókrataflokknum endanlega afhjúpast, og þá mun skipta miklu hvort Kommúnistaflokk- urinn hafi náð að mynda raun- verulegan valkost vinstri-manna hér á Ítalíu. Meira um það í næstu grein. Porto Verde 8. ágúst Frá Ólafi Gíslasyni fréttarítara Þjóðviljans í Porto Verde NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.