Þjóðviljinn - 17.08.1990, Page 22
Birgir
Svan
Símonarson
Meira rokk en áður
Jákvæði
Ég setti mig í stellingar með gáfu-
Iegan svip á andlitinu, tilbúinn að
vaða eld og eim vegna sannleikans.
Margt er jú rotið í dvergríkinu. Mér
fannst ég vera tilbúinn að fórna öllu
fyrir réttlætið. Kemur þá ekki konan
mín blessuð og klappar mér eins og
gæludýri, og segir að það sé kominn
tími til að ég skrifi eitthvað jákvætt til
tilbreytingar. Nöldrararnir hafa
aldrei komist í launaðar nefndir. Til
hvers að segja fólki að jörðin sé
hnöttótt þegar það er sannfært um að
hún sé flöt. Eina aðstaðan sem slíkir
menn komast í er klípa af einu eða
öðru tagi. Hvernig fór ekki fyrir
Frelsaranum? Svo bauð konan mér
góða nótt. Ég sat eftir eins og
brauðrist sem kippt hefur verið úr
sambandi. Úr mér allur móður.
En ég lét konuna ekki sleppa svo
auðveldlega. Ég elti hana niður í
svefnherbergi og lagði fyrir hana
spurningu: Hvað sérð þú eiginlega já-
kvætt við þennan heim og þetta taxta-
líf okkar? Ég þóttist viss um að hafa
snúið vörn í sókn.
Það stóð ekki á svarinu hjá mínum
betri parti. Hún hóf að segja mér sógu
af stúlku sem hafði verið í Þriðja
heiminum. Sú hafði verið heimkom-
unni fegin. Mengunin þarna úti var
svo mikil að hægt var að skera mistrið
eins og álegg í sneiðar oná brauð.
Þegar stúlkutetrið skrúfaði frá
krönum lak úr rörunum einhver svört
drulla sem því miður var ekki oiía.
Marga nóttina dreymdi hana sund í
laugum og Gvendarbrunnavatn.
Þarna var mannþröngin svo mikil að
stúlkan var komin með plattfætur
eftir fjóra daga. Fátæktin svo yfir-
þyrmandi að menn voru drepnir fyrir
sápustykki eða bilaðan kúlupenna.
Ég spurði konuna mína hvort hún
væri í alvöru að mælast til þess að ég
færi að lofsyngja fegurð landsins, tær-
leika vatnsins og víðsýnið af Kamba-
brún. Þvf ekki það sagði hún og bauð
enn góða nótt.
Þokkalegt, hugsaði ég. Ég á að
skrifa einhverja sældarlífsrollu og all-
ir á leið í stríð fyrir Miðjarðarhafs-
botnum. ísland þar með talið á leið í
sitt fyrsta stríð. Allt ísteik fyrir austan
járntjaldið sem var. Og verðbólgan
eins og froðufellandi górilla í illa
smíðuðu búri.
Gat á ósónlaginu yfir skerinu og
Bítlarnir löngu hættir. Hvernig gat ég
verið sjálfum mér samkvæmur? Ég
tók það til bragðs að gera mig aftur
gáfulegan í framan og lét innbyggðu
heilamúsina leita að öllu því jákvæða
sem fyrir mig hafði borið á umliðnum
vikum.
Músin staðnæmdist fyrst af öllu við
ágætt gengi KR í fyrstu deild. í brjósti
mér slær nefnilega gamalt KR-hjarta.
Eftir tveggja áratuga niðurlægingu á
knattspyrnuvöllunum er félagið mitt
loks á sigurbraut. Mér finnst þetta
afar ánægjulegt og efast ekki um að
margir vildu skipta á 4,5% og
meistarabikarnum. Á tímabili var ég
að hugsa um að skrifa BA ritgerð um
vandamál KR liðsins en einhvern
veginn varð aldrei neitt úr því. Sumir
voru þeirrar skoðunar að félagið van-
taði ekki þjálfara heldur sálfræðinga,
en sjálfur hef ég alltaf verið þeirrar
skoðunar að þeim félögum gangi bet-
ur sem skrifa eitthvað heilnæmt yfir
dyrnar. T.d. eitthvað um regiusemi
og gott félagaþel. En nú er tíð
atvinnumennsku að renna hér upp
svo þetta er sjálfsagt gamaldag fjas.
Allir sparkáhugamenn ættu þó að
geta verið sammála um þá nauðsyn að
byggja yfir Laugardalsvöllinn svo
hægt sé að spila allt árið á upphituð-
um velli. Þegar slík aðstaða er risin og
farið að borga mönnum fyrir puðið,
þá trúi ég að við eignumst landslið
sem ætti möguleika í Kamerúnmenn.
Það er annars undarlegt hve fáir
landsleikir hafa verið leiknir hér í
sumar.
Getur nokkur efast um mitt já-
kvæða hugarþel? Og það þrátt fyrir
firlysingar HlK um heilagt stríð.
tríð sem hefur nú þegar venð skráð
sem hið skemmtilegasta í sögu verald-
arinnar. Félagsmenn hóta því nefni-
lega að fara að lögum og bjóða hver
öðrum góðan daginn. Það væri
óskandi að írakar væru svona kurt-
eisir í sínu heilaga stríði.
Næst staðnæmdist músin mín við
girnilegan ostbita sem er sirkusinn
sem sýnt hefur í Laugardalnum. Ég
hefi sjálfur greinst með ofnæmi fyrir
sirkusi Billa Smarta, svo ég bjóst ekki
við miklu. Það var kannski þess vegna
sem fjölskyldan skemmti sér svo vel.
Línudansarinn settist á stól á línunni
og stóð svó upp á honum. Þetta hefði
jafnvel Steingrímur ekki getað leikið
eftir.Trúðarnir voru frábærir og að-
dáendur Bryndísar og pabbastund-
anna fundu þarna sitthvað við sitt
hæfi.
Það eina sem skyggði á annars
ágæta skemmtun var að ekkert klós-
ett var á staðnum en þarna voru sam-
ankomin nokkur hundruð manns.
Strákarnir í hverfinu komu þess
vegna til þess að horfa á alveg ókeypis
skemmtiatriði í hlénu.
Eftir þessa ágætu sýningu röltum
við í hægðum okkar yfir Suðurlands-
brautina. Þá bar þar að strætisvagn á
hraðri ferð og fór svo mikinn að
hársbreidd munaði að hann legði
undir sig góða skapið okkar. Ég sá þó
strax hvers kyns var. Vagnstjórinn
hafði með miklu snarræði verið að
afstýra slysi við stoppistöðina. Nokk-
ur hópur drukkinna barna, unglinga
og eldra fólks steðjaði á biðstöðina.
Þessi æsti og uggvænlegi hópur var
allmörgum skrefum frá því að geta
talist til löglegra bíðandi farþega.
Þess vegna var vagnstjórinn í fullum
rétti að kitla pinnann svolítið. Enginn
veit hvernig farið hefði ef hann hefði
stoppað og opnað dyrnar. Ég þori
persónulega ekki að hugsa þá hugsun
til enda. Vagnstjórinn brást alveg
hárrétt við því neyðarástandi sem
þarna var að skapast og sama má
segja um fleiri bílstjóra á frelsis- og
draumavögnum borgarinnar. Með
þetta í huga fæ ég ekki skilið það út-
spil borgarstjórans að senda
vagnstjórana til sálfræðings til að
kenna þeim að dekstra pakkið. Þetta
varpar löngum skugga yfir áratuga
þjónustu þessara manna. Á að kenna
vagnstjórunum að rétta fram hægri
vangann þegar búið er að sparka í
þann vinstri?
Næst staðnæmdist músin við gaml-
an og harðan mygluost. Það er
sautjándi júní í Hafnarfirði. Stórkost-
legum skemmtiatriðum er lokið.
Eldgleypar og sverðagleypar, trúðar
og línudansarar hafa skemmt börnun-
um að ógleymdum galdramönnum.
Það lá við að maður saknaði þess að
heyra engar ræður. Hljómsveitin
hafði verið eitthvað spör á hátalarana
svo að krakkarnir gátu séð ýmislegt
gegnum hátalaraglufurnar. Um
kvöldið var svo haldinn dansleikur og
desibelin ekki spöruð. Ég stakk putt-
um þegar í eyrun eins og við gerum
hér í Hafnarfirði á sautjándanum en
tók eftir því að drengurinn sem
stjórnaði sándinu hafði ekkert í
eyrunum. Ég gekk því til hans og
öskraði: af hverju ertu ekki með neitt
í eyrunum? Drengurinn sá að ég var
að reyna að segja eitthvað við hann
og öskraði að mér: Ég heyri ekkert
fyrir hávaðanum. Þetta var sannleiks-
stund í lífi mínu. Nú skildi ég loks
allan þennan hávaða á böllum og
skemmtunum. Hljóðstjórarnir eru
auðvitað allir vita heyrnarlausir. Ef
þið farið á hátíðahöldin næsta sumar í
Firðinum og sjáið mann með banana í
eyrunum, þá getið þið verið viss um
að það er ég. Ef þið sjáið mann með
einn banana hef ég orðið svangur.
Músin endaði næturferðalag sitt og
staðnæmdist við Óskar og Emmu.
Það er vonum seinna að kynna þetta
par fyrir landsmönnum. Þetta eru
furðudýr á fóðrum hjá Iðnaðarbank-
anum og kenna börnum ráðdeild og
sparnað hér í Firðinum. Ég man eng-
an mannfund svo ómerkilegan að
þessir fulltrúar bankans mættu ekki
til að hengja auglýsingahatta eða
barmmerki á börnin. Þá fáum við bréf
og heimsóknir frá þessu merkis pari.
Þau skrifa foreldrum sem eignast
börn, skrifa fermingarbörnum og
þeim sem ganga í það heilaga. Alltaf
eru þessi dýr að hvetja okkur til að
spara fyrir húsum, bátum og bílum.
Synir mínir eru t.d. að safna sér fyrir
skuttogara um þessar mundir og láta
allt sitt klínk í Óskara og Emmur.
Þetta er svo hjartnæmt og hrífandi að
ég gat ekki látið undir höfuð leggjast
að segja frá þessu.
Mér er ekki til efs, að þegar ég er
allur þá get ég í það minnsta treyst því
að þetta síunga par mun fylgja mér
hinsta spölinn eins og mörgum öðr-
um.
Ég vona að enginn skilji þetta sem
svo að ég sé á leið yfir móðuna miklu,
staðreyndin er sú, eins og karlinn
sagði, að maður lifír allt sitt líf.
Jeff Healey kom þægilega á
óvart með plötu sinni „See The
Light" árið 1988. Maðurinn var á
þeim tíma lítið þekktur í heima-
landi sínu Kanada og utan Kana-
da vissi enginn af honum. Það fer
ekki á milji mála að Healey er
með allra bestu gítarleikurum
samtímans, enda fór þessi blindi
maður að spila á gítar strax í
kringum fimm ára aldur.
Healey hefur mikið vald á gít-
arnum og leikur jöfnum höndum
rokk, jass, blús og kántrý. Á „See
The Light“ sýndi Healey mikla
breidd þannig að maður gat átt
von á hverju sem var á næstu
plötu. Nú hefur Healey mætt til
leiks með „Hell To Pay“ þar sem
hann hefur greinilega tekið mun
hreinni rokkpól í hæðina en á
fyrri plötu og blúsinn er á undan-
haldi. Það má þó finna róleg lög á
plötunni eins og ágætis lag eftir
Jimmy Scott og Steve Cropper,
sem heitir „How Long Can A
Man Be Strong“. Slík lög heyra
engu að síður til undantekninga.
Eins og á fyrri plötu sinni flytur
Healey töluvert af lögum eftir
aðra en sjálfa sig. En á „Hell To
Pay“ eru það engir smákarlar
sem verða fyrir valinu, því gít-
arsnillingarnir Mark Knopfler og
George Harrison eiga sitt lagið
hvor á plötunni. Lag Knopflers
heitir „I Think I Love You Too
Much“ og er það nánast eina
lagið þar sem blúsinn fær að njóta
sín að einhverju leyti. Þetta er hið
sæmilegasta lag en ég held að He-
aley hefði ekki átt að láta nægja
að hafa Knopfler í bakröddum og
á gítar í laginu, heldur fá hann til
að syngja það líka. Healey útset-
ur lagið svipað og Knopfler gerir
sjálfur við sín lög og því hefði
rödd Knopflers átt vel við.
Að mínum dómi fer Healey
hins vegar mjög vel með gömlu
Harrison perluna „While My Gu-
itar Gently Weeps“ og hann
syngur það líka með mikum ágæt-
um. Þar passar vel að haf Harri-
son sjálfan ásamt fylgihnetti hans
Jeff Lynne í bakröddum og kass-
agítar. „While My Guitar Gently
Weeps“ er eitt albesta lag Harris-
ons með The Beatles og því verð-
ur það að teljast djarft af ungum
manni að leggja til atlögu við
þetta lag. Útsetning Healejs er
Jeff Healéy.
aftur á móti skemmtileg útvíkkun
á „gítarnum grátandi“ og Harri-
son og Lynne mynda bakraddir í
gamla bítlastílnum sem fara vel
við annars hrárri túlkun Healeys
á laginu en Harrisons sjálfs. Það
er alltaf mikið hppdrætti að taka
fræga slagara, en í þetta skipti
hafði Healey vinninginn. Það er
fullkomlega þess virði að fjárf-
esta í „Hell To Pay“ þó ekki væri
nema út af „While My Guitar
Gently Weeps“.
í heildina séð er „Hell To Pay“
ekki eins sterk plata og „See The
Light“. Hún höfðar sennilega
meira til Bandaríkjamanna en
Evrópubúa, sem aftur þýðir að
stór hópur íslenskra rokkaðdá-
enda ætti að finna eitthvað við sitt
hæfi á plötunni.
-hmp
Bowie gamli geislavæddur
Geislavæðing tónlistarinnar
heldur áfram. Hljómplötufyrir-
tækin eru iðin við að setja gömul
meistaraverk á geisladisk og eru
nær allar gömlu plötur Davids
Bowies komnar út í stafrænu for-
mi. Fyrir þá sem lítið þekkja til
Bowies fyrir tíma „Scary Mon-
sters“, að þeirri plötu meðtalinni,
geta byrjað á því að verða sér úti
um safndisk með honum sem
heitir „Changes Bowie“. Þar er
ma. að finna gæðalög eins og
„Space Oddity“, „Ziggi Star-
dust“, „Rebel Rebel“, „Young
Americans, „Heroes“ og „Ashes
To Ashes“. Þess má einnig geta
að sólóplötur Johns Lennons
hafa flestar verið geislavæddar en
hafa engu að síður verið illfáan-
legar hér á landi. Úr þessu verður
væntanlega bætt á næstunni, þar
sem von er á fjögurra diska kassa
sem hefur að geyma allan sólófer-
il Lennons, sem samanlagt taldi
um tíu plötur. Geislavæðingin er
síðan komin svo langt, að nær
fullvíst er að engin vínilplata
verður gefin út í Bandaríkjunum
á næsta ári.
Hermann Pálsson:
Kalda stnðið
Mörgum er í minni enn
að matníðingur bjó
á Klakafelli í Kaldadal.
Par kyngir niður snjó.
Er lúinn gest að garði bar
í grimmdar frosti og stijó,
var honum sagt að hypja sig
„því hér gefst engumfró.
Ef þorsti og hungur þrengja að
svo þér fmnst komið nóg,
þá skaltu bryðja bláan ís
og bergja hvítum snjó.
Ef þér verður ofurkalt
og orkan fer í lóg
þá skeyttu hvorki umguð négadd
en grafðu þig í snjó.
Og ef þú villist vinur tninn
um veglaust hjarn og snjó,
þá korndu aftur hingað heim
í húsaskjól og ró. “
Sá einfari sem úthýst var
í öskubyl hann dó.
Þá hlutu loks hans lúnu bein
sitt leg í hvítum snjó.
En afturgenginn komst á kreik
og kuldalega hló:
„Nú skal þiggja bóndans boð
sem býr við œrinn snjó. “
Svo komst hann heim í Klakafell,
þótt kyngdi niður snjó,
og reið þar húsum hverja nótt
uns hjúum þótti nóg.
Heimarakki á hlaði sat
og hnakkakertur gó,
uns hann hvarf með eymd og sút
undir kaldan snjó.
Hás af krúnki krummi blár
úr Kaldadalnum fló,
því hann gat ekki unað sér
við afturgenginn snjó.
Á dimmri nóttu frerajjúk
um fornar gættir smó
°g lagði húsið itinan allt
undir nýjan snjó.
Hrollur lék um heimafólk
sem hímdi í sauðakró
því inni í bœ var engum vært
af eiturköldum snjó.
Að lokutn flýði bóndi burt,
hanti beið þar enga ró,
og skildi eftir allt sitt bú
hjá afturgöngu og snjó.
Með vori koma veður blíð
og varla getur snjó,
en aldrei þiðtiar þeli úr jörð
þar sem nirfill bjó.
Höfundur er fyrrverandi prófess-
or í íslenskum fræðum við Edin-
borgarháskóla.
22 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. ágúst 1990