Þjóðviljinn - 02.08.1991, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 02.08.1991, Qupperneq 2
Sólarhringsskammtur banda- rlsku dátanna er allt annaö en lystilegur, þaö fengu mynda- smiöur og blaðamaður Nýs Helgarblaðs að reyna fyrir skemmstu. I hverjum dökk- brúnum, þykkum poka eru ná- kvæmlega þrjúþúsund hitaein- ingar af vígvallarfæði. Hverju stykki er vendilega inn pakkað (lofttæmdar umbúðir, sem eru nákvæmlega merktar. f pokan- um á myndinni er svonefndur réttur 12 og samanstendur hann af nautakjötsrétti með alls kyns geymsluefnum til bragðbætis, þurrkuðum ávöxt- um, þurru kexi og linum osti. Með þessu fylgir plastskeið og poki með því allra nauðsynleg- asta: öriitlum klósettpappír, sykri, salti, eldspýtum og ómissandi félaga bandarlskra hermanna, jórturgúmml. Ein- hver minntist á að pakkarnir væru líklega leifar úr Persa- flóastríðinu, en þess má geta f lokin að myndasmiður og blaðamaður mættu ekki til vinnu í gær vegna magatrufl- ana. Mynd: Jim Smart. Margt smátt gerir eitt stórt Helgi Öm Helgason hefur verið að leita nýrra leiða í olíu- málverkinu. Hann málar örsmáar myndir og sagðist hafa ákveðið að minnka þær eins mikið og hann sæi sér fært. Hann fæst mik- ið við teikningu og segir að þetta sé tilraun til þess að ná sama frískleika í málverkið og teikn- inguna. Myndimar em fjórtán sinnum tuttugu sentímetrar. I mörgum þeirra em notaðir mjög sterkir litir. Helgi hefur verið bú- settur í Svíþjóð í fimm ár og starf- rækir þar vinnustofu í gömlu þvottahúsi sem er frá þvi um sext- ánhundmð. Helgi var með nokkuð stóra sýningu í áttatíuþúsund manna borg sem heitir Södertalje og er rétt utan við Stokkhólm. Hún vakti þónokkra athygli og gekk vel. Hann var mjög ánægður með Gallerí 11 vegna þess hve vel það væri staðsett og kvaðst hafa feng- ið margt skemmtilegt fólk til sín þessa daga sem sýningin hefur hangið uppi. Nú fækkar sýningar- dögunum hins vegar því að fram- undan er síðasta sýningarhelgi. Þetta er fyrsta sýning Helga síðan hann flutti fyrir fímm ámm síðan og án efa hafa margir áhuga á að kynna sér hvað hann hefur verið að gera. Látið myndir hans ekki sleppa óséðar. Helgi Örn Helgason með litlt þókina sem hann ber alltaf á sér. I hana teiknar hann hvenær sem færi gefst. mynd: Jim Smart Þolinmæðin þrautir vinnur allar Hátt í tvöhundmð klukku- stundir geta farið í að laða fram ljós úr svartamyrkri prentplöt- unnar, segir Aðalsteinn Ingólfs- son í sýnmgarskrá með messót- intum íistakonunnar Malgorzata Zurakowska. Sýningin verður opnuð á tporgun íd. 16.00 í Lista- safni ASI að Grensásvegi 16 A. Malgorzata hefúr einu sinni áður komtð til Norðurlanda. Hún tók þátt í sýningu í Fredriksstad í Noregi. Þar em oft haldnar til- komumiklar myndlistarsýningar. Hún sagði að sér þætti hrífandi að koma svona langt norður á bóg- inn. Myndverkið sem verið er að Malgorzata Zurakowska tekur utan af myndum í Listasafni ASI. mynd Jim Smart taka utan af á ljósmyndinni er messótinta af stærstu gerð. Malg- orzata sagðist ekki geta gert þær öllu stærri vegna þess hve við- kvæma og tímafreka tækni hún notar. Hún sagði ennfremur að messótintugerð væri afar sjald- gæf. Það er nokkuð um að Japan- ír geri þetta, sagði Malgorzata, en þeir hafa vélvætt hluta af ferlinu og það spillir myndunum þó að þær verði léttan í framleiðslu. Malgorzata Zurakowska er búsett í Kanada en pólsk að ætt og upp- mna. Helsti munur á Póllandi og Kanada sagði hún að væri sá að í PóIIandi væm sterkar miðstöðvar listamanna en hins vegar væri þetta allt á víð og dreif í Kanada. Hún býr í Ottawa og sagði að sú borg væri vissulega engin mynd- listarmiðstöð. -kj IROSA- GARÐINUM HVAR ER I HEIMI HÆLI TRYGGT? Hér (í Ástralíu) ganga ffam- sóknarmenn ljósum logum. Þjóöviljinn. HINN SANNI SÁLARHÁSKI Ég þjáðist í sálinni þegar Kanasjónvarpið var tekið og rílds- sjónvarpið kom með þetta Iíka drepleiðinlega efni Morgunbiaöiö ÞAÐ ER MUNUR AÐ MANNSLIÐINU Teiknimyndapersónan Andrés Önd hefúr gengið til liðs við sjálf- an djöfúlinn Morgunblaöiö ÁTTUNDA DAUÐASYNDIN Að sögn Jóns Baldvins vantar það eitt í yfirlýsingar Þorsteins (Pálssonar) að hann segi það ber- um orðum að hann vilji ffekar samstarf með Framsóknarflokkn- um DV ÞÚ BIÐUR EKKI GUÐ UM LÍTIÐ Arkitektúr ætti ekki að vera niðurdrepandi fyrir mannsaugað Lesbók Morgunblaösins LIFI BYLTINGIN! Ég skora jafnffamt á ritstjóra Morgunblaðsins að ráða Guðrúnu (Helgadóttur alþingismann) til rit- starfa á Morgunblaðinu Lesendabréf í Morgunblaöinu. MAÐUR GETUR ALLTAF BLÓMUM Á SIG BÆTT... Þetta stöðuga vitundartvítog í sögupersónu Gyrðis má skoða sem hliðsjón af átökum forms og innihalds í verkum hans, en sá er munurinn að rithöfúndurinn þjón- ar hvoru um sig meðan söguper- sónan samlagast hinu óröklega og dauðakennda... Þjóölíf. ALLT VILL NÚ LIFA Ráðherrariffildið sem blossaði upp um helgina milli Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanríkisráð- herra og Þorsteins Pálssonar sjáv- arútvegsráðherra hefur hleypt nýju lífi í pólitíkina Morgunblaöiö 2 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2 ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.