Þjóðviljinn - 02.08.1991, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 02.08.1991, Qupperneq 18
Meiddur Simen Agdestein geröi jafnt viö Karpov í einvígi Það er engum vafa undirorp- ið að langsterkasti skákmaður sem Norðmenn hafa eignast er Simen Agdestein. Hann er þeirra fyrsti og eini stórmeistari og hef- ur þrátt fyrir stopula þátttöku á skákmótum staðið sig frábærlega vel. Sanna má með gildum rökum að hvað varði þekkingu á ýmsum kennisetningum skáklistarinnar sé Simen i ýmsu ábótavant en hann bætir það upp feiknarlegri einbeit- ingu og geysilegum baráttuvilja. Hann hefur um margra ára skeið átt i innri togstreitu milli skákarinnar og knattspymunnar en á því sviði hefur hann getið sér mjög gott orð sem Iiðsmaður2. deildarliðsins Lyn og norska landsliðins. Þátttakan í knattspymunni hefur verið svo tímafrek að Agdestein hefiir orðið að sleppa ijölmörgum áhugaverð- um mótum og minnstu munaði að hann hætti við för á millisvæðmaót- ið í Manila á Filippseyjum í fyrra. Sem sagt: Það getur verið erfitt að þjóna tveimur hermrn. Svo var það í fyrstu leikjum norska boltans í vor að Simen fékk slæmt spark og verður ekki meira með á þessu keppnistímabili. Þetta þótti knatt- spymuáhugamönnum súrt í broti en ýmsir norskir skákvinir brostu í kampinn því nú gat Simen einbeitt sér að skákinni. Og í síðasta mán- uði var stofnað til fjögurra skáka einvígis hans og Anatolij Karpovs, fyrrum heimsmeistara. Einvígið fór fram í Gjövik í Noregi þar sem Norðurlandamótið og úrslitakeppni þess var haldin 1985. Þetta einvígi ber að skoða sem lokaæfingu Kar- povs fyrir slaginn við Indverjann Anand og menn þóttust skynja að hann væri farinn að gera einhverjar breytingar á byrjunakerfi sínu; í nokkur ár hefúr hann ekki snert kóngsspeðsbyijanir með hvítu en nú einhenti hann sér út í „umræðu" í ffanskri vöm að vísu með frekar slökum árangri. Eða var hann að slá ryki í augu Indverjans? Simen vann fýrstu skákina með svörtu eftir stór- skemmtileg vopnaviðskipti en Kar- pov jafnaði metin með sannfærandi sigri í 2. skák. Sú þriðja varð jafnt- efli eftir 88 leika þæfing og þeirri Qórðu lauk einnig með jafntefli eft- ir miklar sviptingar. Niðurstaðan varð því 2:2 sem styrkti Norðmenn enn frekar í trúnni á Agdestein. Sumir þeirra bentu á að engum skákmeistara hafi tekist að komast hjá tapi í einvígi við Karpov nema Kasparov. Þetta er að vísu ekki rétt því Petrosjan hélt jöfnu við Karpov í Milanó 1975. Hinsvegar man ég ekki eftir því að Karpov hafi tapað fyrir ffönsku vöminni áður a.m.k. ekki í opinberri keppni eftir 1970. Lítum á fyrstu skák einvígisins sem er að sumu leyti dæmigerð fyrir báða skákmennina. Agdestein er að venju útsjónarsamur í miðtaflinu og ÍCarpov reynir að kreista vinning út jafnteflisstöðu en gengur feti of langt. Sviptingamar á köflum em hreint augnayndi. 1. einvígisskák: Anatolij Karpov - Simen Ag- destein Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rc6 (Þetta sjaldséð afbrigði hefuir aldrei notið mikilla vinsælda m.a. fyrir tilverknað 9. einvígisskákar Fischers og Petrosjan í Buenos Air- es 1971). 4. Rf3 Rf6 5. Bd3 Helgi Ólafsson (Fischer lék 5. exd5 exd5 6. Bb5). 5... Rb4 7. e5 Rd7 9. 0-0 0-0 11. dxc5 Rxc5 13. Dd2 a5 15. Bb5 Ra7 17. Bb5 Ra7 19. Bfl Hac8 6. Bg5 Be7 8. Bxe7 Dxe7 10. Hel c5 12. a3 Rc6 14. De3 b6 16. Bfl Rc6 18. Hadl Bd7 20. Hd4 fS (Það er ekki að sjá að svartur hafi mikið að óttast þó hrókurinn taki sér stöðu á fjórðu reitaröðinni. Nú myndast ýmsir „ffanskir" veik- leikar í stöðu svarts sem hvítur hefði átt að geta notfært sér betur). 21. exf6 Dxf6 22. b4 axb4 23. axb4 Rb7 24. Ba6? (Karpov uggir ekki að sér. Mun betra var 24. Re4! t.d. 24... De7 25. Reg5). 24... Rc6! a b c d e f g h (Hugmyndin með þessum bráð- snjalla leik er 25. Bxb7 Rxd4 26. Rxd4 Hxc3! 26. Dxc3 Dxf2+ 27. Khl Dfl+! og mátar). 25. Re4 De7 26. Reg5 (Karpov gefur skiptamun um stundarsakir. Ekki 26. Bxb7 Rxd4 27. Rxd4 Hc7! o.s.frv). 26.. . Rxd4 27. Rxd4 Hb8 28. Rgxe6 Bxe6 29. Rc6! (Skemmtilega leið til að jafna liðsmuninn). 29.. . Dd6 30. Rxb8 Rd8! (An þessa leiks væri svartur glataður. Og nú er riddarinn á b8 í tilvistarkreppu). 31. De5 Dxb4 32. Rc6! Rxc6 33. Dxe6+ Kh8 34. Bd3 Dc5 (Omistureyknum hefur létt og sviptingamar sem hófust með 24. .. Simen Agdestein Anatolim Karpov Rc6 hafa leitt til ffemur jafnteflis- legrar stöðu). 35. De2 Rb4 36. Hdl Hc8 37. Hd2 Dc3 38. g3 Rxd3 39. cxd3!? (39. Hxd3 Dxc2 40. Dxc2 Hxc2 41. Hxd5 leiðir auðvitað til jafhtefl- is. Þó þessi staða geti ekki talist agnarögn betri á Karpov er hann samt að reyna að vinna). 39.. . b5 40. Hb2 b4 41. De6 Hf8 42. Dd6 He8 43. He2! Hg8 44. Dxd5 h6 45. Kg2 b3 46. h4 Ilb8 47. Dd6 Dc8 48. Hb2 Db7+ 49. Kh2 He8 50. d4 D13 51. Db4 (51. Df4 leiðir til jafnteflis. Það verður að teljast mikil bjartsýni hjá Karpov að tcfia þessa stöðu til vinnings með vaðandi frípeð svarts áb3). 51.. . He2 52. Hxe2 Dxe2 53. Df8+ Kh7 54. Df5+ Kg8 a b c d e f g h 55. d5?? (En hér teygir Karpov sig of langt. Hann átti 1/2 klst. eftir en Agdestein var kominn í tímahrak. Það er ekkert meira út úr skákinni að hafa en jafntefli með 55. Dc8+). 55... Dc2! (Agdestein nýtir tækifæri sin út í ystu æsar. Drottningin skýlir kóngnum fyrir skákum á skálínunni bl - h7). 56. Df3 b2 57. d6 bl(D) 58. d7 Dbdl 59. DaE+ Kh7 - og Katpov gafst upp því effir 60. d8(D) kemur 60. .. Dxf2+ 61. Kk3 (eða 61. Dg2 Ddgl+! og vinn- ur) Ddfl+ 62. Kg4 Df5 mát. Fækkar í hópnum 3 sveitir hafa tryggt sér sæti í 8 sveita úrslitum i Bikarkeppni Bridgesambandsins. Þær eru: Sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar, frá Siglufirði, sem sigraði sveit Sigurðar Skúlasonar, Hornafirði, mjög örugglega. Sveit mynd- bandalagsins Reykjavík, sem sigraði sveit Guðlaugs Sveinsson- ar, Reykjavík, einnig nokkuð ör- ugglega. Og sveit Sigmundar Stefánssonar, Reykjavík, sem sigraði Fasteignaþjónustu Suður- nesja, í hörkuleik. Er upp var staðið skildu að 4 stig. Ólokið er þá eftirtöldum leikjum: Sveit Dodda Bé, Akranesi mætir Tryggingamiðstöðinni Reykjavík 16. ágúst. Sveit Ævars Jónassonar, Tálknafirði mætir Landsbréfum, Reykjavík 10. ágúst. Samtex, Reykjavík mætir Eiríki Hjaltasyni, Kópavogi 16. ágúst. Ómar Jónson, Reykjavík mætir Roche, Reykjavík 18. ágúst, en ekki er vitað um leik- dag hjá sveitum Lúsifers og Bem- ódusar Kristinssonar, Reykjavík. Dregið verður í 3. umferð að öllum þessum leikjum loknum. Eftirtaldir spilarar hafa skorað flest bronsstig í Sumarbridge í sumar (mánudaga til fimmtudags): Sigurður B. Þorsteinsson 304 Gylfi Baldursson 255 Jens Jensson 173 Jón St. Gunnlaugsson 169 Ragnheiður Tómasdóttir 166 Ólína Kjartansdóttir 157 Cecil Haraldsson 147 Guðlaugur Sveinsson 147 Dröfn Guðmundsdóttir 146 Lárus Hermannsson 135 Samtals hafa yfir 400 spilarar hlotið stig á spilakvöldum í Sumarbridge í Reykjavík, það sem af er. Má búast við að þátttaka taki að aukast til muna, það sem eftir lifir af spila- mennsku. Dagblaðið Vísir (DV) mun gangast fyrir 80 ára afmælismóti, laugar- daginn 5. október. Mótið er öllum opið. Spilað verður um vegleg pen- ingaverðlaun. Fyrirkomulagið verður barometer. Stefnt er að þátt- töku 38 para og verða spiluð 2 spil milli para. Spilamennska hefst kl. 12 á hádegi. Verðlaunin verða: 70 þúsund fyrir 1. sætið, 40 þúsund fyrir 2. sætið og 30 þúsund fýrir 3. sætið. Spilað verður í Sigtúni 9 og eru keppendur beðnir um að skrá sig sem fyrst, því búast má við að mótið fyllist, fyrr en varir. Stjóm- andi verður Isak Öm Sigurðsson en útrcikning annast Kristján Hauks- son. Skráð er I Sigtúni. Evrópusambandið er þessa dagana að undirbúa upptöku svokallaðra Evrópustiga, sem gefin eru (verða) fyrir árangur manna í tilgreindum mótum á vegum Bridgesambands- ins. Árlega verður úthlutað 400 m stigum, en heimild hefúr fengist frá Evrópusambandinu til að bakreikna síðustu 3 ár. Til þessa hafa þessi stig eingöngu verð gefin fyrir landslið okkar (og væntanlega árangur þar) en með þesari aðgerð erum við formlega komnir í Evrópubanda- lagið, hvað varðar meistararstiga- skráningu einstakra keppnisspilara hér á Iandi. Að mati umsjónarmanns, er hér um eðlilega þróun að ræða. Við höfum tekið þátt í starfi Evrópusambands- ins síðustu 40 árin, eða frá upphafi stofnunar Bridgesambands Islands. Með breyttri þróun í Evrópumálum, sem vonlaust er að afneita með öllu, er nánara samstarf þjóðríkjanna sem búa Evrópu nánast eðlilegasti hlutur í heimi. Þessi „kvóti“ af stig- um, 400 stig, er sá sami og aðrar þjóðir veita sínum spilurum árlega og hafa gert um árabil. Innan 10 ára, ætti okkar þröngi og sterki hóp- ur „toppspilara", sem sífellt berst innbyrðis um sigurlaunin í íslensk- um keppnisbridge, að hafa heild- stæða mynd af Evrópustigum, sem stæðu jafnfætis við bestu spilara álfunnar. Innan 25 ára, ætti því sti- gefsti spilarinn okkar að vera orð- inn efstur á þessum lista. Það er að segja, ef menn breyta þessu þá ckki í Evró-amerísk stig. Það tæki þá önnur 50 ár, að ná markmiðinu. Það er nú það. Ljóst er, að átaks er þörf innan Bridgesambandsins og hreyfingar- innar í heild, ti! að stuöla að cflingu og útbreiðslu bridge um landið. Eft- ir samtal við Elínu Bjamadóttur hjá BSI, hefur þessi skoðun mín styrkst til muna. Víða um landsbyggðina eru hálfdauð og aldauð félög, þar sem félagar hafa ekki náð að endur- nýja félagsskapinn. Þó nokkrar að- ferðir eru til, sem beita má í þessum efnum, en mest um verð er þó að umræðan sé til staðar. Heíur þetta má Áströlsk kímnigáfa er einstök. Til að mynda í bridgeleiknum, eru þeir með orðatiltæki, sem hljómar eitt- hvað á þessa lund: Betra er að kíkja en svína. Að kíkja í eiginlegri merkingu, er alls ekki bannað í bridge. En í óeig- inlegri merkingu hefur þetta sagn- orð allt aðra merkingu í íþróttinni. Lítum á dæmi. Sagnhafi er úrvals- spilarinn. Ron Hutchison frá Sydn- ey. ;G43 :87543 " KDG4 >7 108432 G92 ’ Á63 . .K86 97 l ÁK6 ' 109852 ; D10952 L ÁDG65 D10 Sagnir gengu: Vestur Norður Austur Suður — Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Utspilið var laufakóngur. Við sjáum að spilið stendur og fellur með hjartaíferðinni. Líkumar segja okk- ur, að svíning fyrir hjartakóng gefúr betri möguleika. En Hutchison er ekki Ástrali fyrir ekki neitt. Tók út- spilið á ás og spilaði strax lágum tígli. Austur stakk inn kóng, átti slaginn og spilaði laufi til baka. Trompað og tíguldama. Austur tók á ásinn og skilaði enn laufi. Tromp- að og nú kom lykilspilamennskan hjá andfætlinginum okkar. Spaðad- ama. Hleypt yfir á kóng í Áustur, sem skilaði spaða til baka. Ásinn átti slaginn. Og nú taldi okkar mað- ur á fingmm sér; ás og kóngur í tígli og spaðakóngur hjá Austur, gerir 10 hápunktar. Með hjartakónginn myndi Austur hafa vakið í 1. hendi. Ergó: Kóngurinn í hjarta er í Vestur. Og okkar maður spilaði hjarta úr blindum og stakk upp ás. Slett stað- ið. Sagnhafi ,,kíkti“ svo sannarlega í þessu spili. í óeiginlegri merkingu, að sjálfsögðu... BRIDGE Ólafur Lárusson 18.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.