Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJ.UDAGUR 10. OKTÖBER 1995 5 Etóri mátti tæpara standa þegar stigahúsi. SlökkviUö var kallað á kviknaði í uppþvottavél i ibúð við staöinn og flutti það uppþvottavél* Efstaleiti. Heimilisfólk varð vart ina út og reykræsti íbúöina og viö eldinn þegar eldhúsiö var orðið stigahúsið. fúllt af reyk og reyks oröið vart í -pp Fréttir Vestfirskir bændur slátra fé sínu á Hvammstanga: Vilja ekki viðskipti við sláturhúsið á Þingeyri - sláturhúsiö nánast gjaldþrota, segir Karl Guömundsson „Ástæðan er sú að þetta sláturhús er nánast gjaldþrota. Það er búið að vera langvarandi taprekstur á þessu þrátt fyrir að nýtt hlutafé hafi komið inn þarna. Neitað var að taka af okk- ur fé af því að við gerðumst ekki hlut- hafar á sínum tíma,“ segir Karl Guð- mundsson, bóndi að Bæ í Súganda- firði, sem lætur aka fé sínu allt að 400 kílómetra leið til Hvammstanga til slátrunar í stað 50 kílómetra til Þingeyrar þar sem Sláturfélagið Barði er starfrækt. Karl segir að fjórir aðrir vestfirskir bændur hafi sama hátt á. Hann segir að bændur í viðskiptum við Barða hafi enn ekki fengiö greiddar afurðir fyrir sláturfé frá síðasta ári. „Aðalatriðið er að við fáum á Hvammstanga öruggar greiðslur. Við fengum síðustu greiðslu í des- ember á síðasta ári vegna slátrunar. Mér skilst að bændur hér hafi enn ekki fengið greitt síðan í fyrra. Það voru yfir 40 prósent sett á skuldabréf sem útgefið var í vor og verður gjald- fellt 28 nóvember nk. Það má mikið lagast ef þetta á að verða viðun- andi,“ segir Karl. Hann segir að þetta langa ferðalag með féð hafi engin eftirköst varðandi gæði. „Dýralæknirinn á Hvammstanga tók á móti lömbunum mínum 1 fyrra. Hann sagði aö ekki hefði verið hægt að greina það á einu einasta lambi að það væri búið að fara þessa vega- lengd,“segirKarl. -rt Sérfræðingar þessara bifreiðaframleiðenda írita ísína framleiðslu. Utandagskrárumræöur á Alþingi: Sighvatur kallar efftir frumvörpum - segir Einar Odd hafa lofað breytingum á kvótalögunum Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Þá benti Sighvatur á að mistök Vestfirðinga, bað um utandagskrár- hefðu átt sér stað varðandi það atriði umræðu á Alþingi í gær. Hann gerði smábátaveiðanna að menn mégi þar að umtalsefni loforð stjórnar- færa til sín veiðitímabil. Til hefði þingmanna, og þá ekki síst Einars Odds Kristjánssonar, frá síðasta vor- þingi um að nú yrði lagt fram frum- varp til laga um breytingar á stjórn fiskveiða, kvótalögunum. Sighvatur sagði Einar Odd hafa lofað þessu í ræðustól Alþingis við umræður um breytingar á lögunum hvað varðaði veiðar smábáta. Þá hefði Einar sagt að breytingar á stóru málunum varð- andi stjórn fiskveiði myndu bíða tíl haustsins. Enn hefði ekkert frum- varp komið fram og það væri ekki á frumvarpalista ríkisstjómarinnar. staðið að þessi breyting tæki gildi í ársbyijun 1996 en í lögunum stæði 1997. Þessu yröi að breyta. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra hafnaði þvl að til stæði nú að gera breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða. Hefldarendurskoö- un þeirra hefði lokið með lagasetn- ingu vorið 1994 og síðan breytingun- um varðandi smábáta síðastUðið vor. Það væri misskilningur hjá Sighvatí að það stæði tfl að skoða lögin núna. Hann sagðist samþykkur því að lag- færa þau mistök sem hefðu átti sér stað í vor og það yrði gert. Einar Oddur Kristjánsson tók und- ir það að mistök hefðu átt sér stað við setningu laganna í vor og sagöist treysta því að þau yrðu leiðrétt. Hann minntí á að í stjómarsáttmál- anum væri ákvæði sem segði að end- urskoða ættí lögin um stjóm fisk- veiða. Hann minnti líka á þær miklu deflur sem væru uppi um stjórn fisk- veiðanna, ekki síst í Sjálfstæðis- flokknum. Hann sagðist ætla að berj- ast áfram fyrir þeim breytingum á lögunum sem hann teldi nauösynleg- ar. Þau Steingrímur J. Sigfússon, Guð- jón Guðmundsson, Össur Skarphéð- insson, Guðný Guðbjörnsdóttír, Egill Jónsson og Sif Friðleifsdóttir tóku líka þátt í þessum umræðum. Fjárlagafrumvarpið: RÚVhækkiaug- lýsingataxta Afnotagjald Ríkisútvarpsins verður óbreytt á næsta ári, Engu aö síður gerir fjárlagafrumvarp ríkisstjómarinnar ráð fyrir að tekjur hljóðvarps og sjónvarps aukist um 27 mflljónir milli ára og verði tæplega 2,3 milljaröar. Samkvæmt frumvarpinu á tekju- aukinn að nást meö betrinýtingu gjaldstofnsins og auknum auglýs- ingatekjum, en gert er ráð fyrir aöauglýsingataxtarhækki. -kaa Björkórafmögnuð áMTV Daníel Ólafeson, DV, Akranesi: Björk Guðmundsdóttir kemur fram órafmögnuð í þætti á sjónvarps- stöðinni MTV sunnudaginn 22. okt- óber nk. og hefst útsendingin klukk- an 18.30. Næstu daga veröa birtar tfl- nefningar tfl evrópsku MTV tónlist- arverðlaunanna og er talið aö Björk fái að minnsta kostí tilnefningu í flokk bestu söngkvenna. LÆKKAÐ VERÐ HAGSTÆÐ INNKAUP Gagnvarið timbur 22x45 Kr. 57,95 stgr. 35x45 - 78,85 - 26x90 - 95,00 - 90x90 -329,00 - 7/8"x5"-6"-7" og 8" Verð ca 61-97 kr. á mtr. í búntum stgr. 2"x8" Kr. 243,- stgr. 2"x9" Kr. 270.- stgr. 12 mm. 120x253 verð 825 kt: stgr. Gluggaefni hagstætt verð Grindarlistar 22x45 35x45 35x70 45x70 35x95 45x95 45x120 Fjárhúsamotturnar eru komnar - Hagstætt verð Visa/Euro l 2/36 mánuðir Smiðsbúð Smiðsbúð 8 & 12, Garðabæ s. 565-6300 - Fax 565-6306 Það er ekki á hverjum degi sem jarðarför og erfidrykkja fer fram á Akra- torgi á Akranesi. Félagar í leiklistarklúbbi Fjölbrautaskólans brugðu út af vananum og settu upp smáleikþátt á torginu. Þetta var liður í leiklistarnám- skeiði sem Jakob Einarsson stjórnaði. DV-mynd Daníel Ólafsson ■ / K ENZLE okurta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.