Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 15
JjV ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 Glveran Fjármálamarkaðurinn: Stöðugleikinn skiptir mestu - segir Yngvi Harðarson „Þegar viö erum aö tala um skammtímafjárfestingar, eins hér um ræðir, miðað við milljón í eitt ár, er mjög mikilvægt að stöðugleikinn haldist. Viss hættumerki eru sjáanleg, t.d. í óróleikanum á vinnumarkaðnum, því við getum talað um hann sem áhættuþátt, ekki síst i sambandi við verðbólguna. Hún hefur minnkað heldur hægar að undanfomu en menn höfðu vonað og ef fer sem horfir mun það verðbólgustig sem nú ríkir haldast ábreytt fram að áramótum," sagði Yngvi Harðarson hjá Ráðgjöf og efnahagsspám þegar DV spurði hann hvernig honum litist á fjármálamarkaðinn í landinu í dag. Hann sagðist ekki eiga von á að verðbólgan ætti eftir að aukast, ekki nema allt færi í bál og brand á vinnumarkaðnum. Yngvi sagði að nú væri tími fjár- lagafrumvarpa um allan heim og því væri óróleiki víða á mörkuðum erlendis. Þeir væru þvi ekki tryggir þessar vikumar, ástandið væri í raun hefðbundið og stjórnmálaó- vissa spilaði ætíð inn í. íslandsbanki og VÍB: Tvær öruggar leiðir - segir Sigurveig Jónsdóttir „Hér í bankanum höfum við eina leið sem við myndum ráðleggja fólki sem stæði i þessum spomm, vildi ávaxta milljón en gæti það bara í eitt ár. Það er verötryggð Sparileið 12 sem ber 3,5% vexti. Ef við reikn- um með ávöxtun í ár, frá janúar til janúar, og 2,5% veröbólgu þá yrði ávöxtunin, vextir og verðbætur, 60.875 krónur,“ segir Sigurveig Jónsdóttir, fjölmiðlafulltrúi íslands- banka. Hún segir annan möguleika á ávöxtun vera bankavíxla, sem gefa 6,64% ávöxtun á einu ári, að lág- marksupphæð 500 þúsund. Með þeim hækki milijónin um 64.600 krónur á einu ári miðað við fyrri forsendur. „Þriöji möguleikinn er að nýta þá þjónustu sem nú er að hefjast í úti- búum íslandsbanka en það er ein- staklingsþjónusta VÍB. Vilji við- skiptavinurinn litla áhættp og þurfi að taka tillit til eignaskatts væri mælt með Spariskírteinum ríkis- sjóðs. Þau eru þó bundin í rúmt ár, fimmtán mánuði, og því þyrfti í þessu dæmi að selja bréfin eftir 12 mánuði og borga þess vegna 0,5% þóknun. Miðað við 2,5% verðbólgu yrði ávöxtunin 75.459 kr.,“ segir Sig- urveig. Hjá Verðbréfasjóðnum er hægt að fá betri ávöxtun en þá eru forsendur aðrar, t.d. að viðkomandi þarf ekki að hugsa um eignaskatt (eignir imd- ir skattmörkum) eða að hann er til- búinn að taka áhættu. -sv Lítt þróaður „Það ástand sem ríkti hér á vinnumarkaðnum í vor hefði haft miklu meiri áhrif á fjármálamarkaðinn hér ef hann væri þróaðri og opnari. Markaðurinn hjá okkur er ffekar lítill og tiltölulega ófullkominn og hann á eftir að þróast meira í átt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar.“ Yngvi segir einkenni íslenska verðbréfamarkaðarins vera fátíð viðskipti. Viðskipti með algengustu hlutabréf væru kannski tvisvar, þrisvar á dag að jafnaði og það gæti þýtt að erfitt gæti verið á stundum að losa sig við hlutabréf. „Spamaðurinn í landinu er hlut- fallslega umtalsvert meiri en undan- farna áratugi því þjóðarbúið hefur verið rekið með þónokkrum afgangi. Fyrirtæki hafa t.d. verið að greiða niður skuldir og sá spamaður er mjög hagkvæmur," sagði Yngvi Harðarson. -sv Raunávöxtun? Ávöxtun yfir verðbólgu, þ.e. ávöxtun umfram hækkun við- miðunarvísitölu. Algengast er að miða við lánskjaravísitölu þegar raunávöxtun er reiknuð. Dæmi: Ávöxtun er 7%, verð- bólga er 2%, raunávöxtun er þá 4,9% (1,07/1,02 = 1,049). Verðtrygging? Trygging fyrir því að tiltekin greiðsla í framtíðinni haldi kaupmætti sínum frá þeim degi sem verðtryggður samningur eru gerður. Verðtrygging láns eða skuldabréfs þýðir að höfuð- stóll lánsins breytist mánaðar- lega eftir því sem breytingar verða á verðlagi. Yfirleitt er Raunvextir? Vextir yfir verðbólgu, þ.e. vextir af skuldabréfi umfram hækkun viðmiðunarvísitölu. Algengast er að miða við láns- kjaravísitölu* þegar reiknaöir eru raunvextir skuldabréfa. Nafnvextir af verðtryggðu skuldabréfi em þen- sömu og raunvextir. Dæmi: Nafnvextir óverðtryggðs skuldabréfs era 8%, verðbólgan er 3%, raun- vextir era þá 4,85% (1,08/1,03 = Nafnvextir? Vextir sem era skráðir á skuldabréf og segja til um þá prósentu af höfuðstól sem út- gefandi skuldabréfs skuldbind- ur sig til að greiða eigandanum í formi vaxta á hverjum vaxtá- gjalddaga. Uppskriftasamkeppni lesenda DV: Fimm matarkörfur í verðlaun Viðbrögð lesenda við uppskriftasamkeppni, sem hrint var af stað 26. september, hafa verið mjög góð. Fjöldi góðra uppskrifta hefur borist og viljum við hvetja fleiri til að senda inn sína „naglasúpu“. Eins og áður hefur komið fram má hráefni í uppskriftina vera að eigin vali en hráefniskostnaður má ekki vera meiri en 150 krónur á mann. Á öllum heimilum eru tU uppskriftir að „naglasúp- um“ eða öðram þrengingarmat. Þeim íjölgar stöðugt sem hugsa nm kostnaö við matseldina til þess að láta launin duga sem best. Hugmyndin er að lesendur hjálpi öðram að spara í matarútgjöldum. Eins og áður segir er allt hráefni að eigina vali; kjöt, fiskur, grænmeti, baunir eða annað er leyfilegt. Réttimir verða ekki bragðprófaðir heldur verður dregið um verðlaunin. Hver og einn má senda inn eins margar uppskriftir og vill. Frágangur Uppskriftin þarf að vera vel og skilmerkilega upp- sett, helst vélrituð. Sundurliða þarf hráefniskostnað vel og ítarlega og að endingu reikna út kostnaö á mann. Dregið verður úr innsendum uppskriftum og í verðlaun eru fimm matar- og vöraúttektir frá versl- unum Nóatúns. Hver úttekt er að verðmæti 10 þús- und krónur. Naglasúpa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.