Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 25 Meiming Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness ekki afhent í ár: Ekkert handrit þótti nógu gott - að mati dómnefndar og efnt er til nýrrar samkeppni Dómnefnd Bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness hefur ákveðið að veita engin verðlaun í ár þar sem innsend handrit þóttu ekki verð- skulda þau. Vaka-Helgafell efndi til verðlaunanna í samráði við fjöl- skyldu skáldsins og átti að veita þau nú í fyrsta sinn. Ákveðið hefur verið að efna til nýrrar samkeppni þar sem rithöfundar hafa frest til 1. apríl á næsta ári að skila inn handritum. Skilafrestur vegna keppninnar í ár- rann út 1. september sl. Þá höfðu skilað sér inn á fjórða tug handrita. Höfundar geta skilað inn endurbætt- um handritum fyrir 1. apríl 19% auk þess sem aðrir geta tekið þátt. í dómnefndinni sátu Pétur Már Ólafsson, bókmenntafræðingur og aðalritstjóri Vöku-Helgafells, Ást- ráður Eysteinsson, prófessor í al- mennri bókmenntafræði við Háskóla íslands, og Guðrún Nordal bók- menntafræðingur. Pétur varformað- ur nefndarinnar. Töldu þau nokkur handritanna álitleg en að þau bæru þess merki að höfundar þeirra hefðu ekki haft nægan tíma til að fullvinna þau. Megintilgangur Bókmenntaverð- launa HaUdórs Laxness er að efla íslenskan sagnaskáldskap og stuðla þannig að endumýjun íslenskrar frá- sagnarlistar. Vaka-Helgafell leggur fram verðlaunaféð sem nemur 300 þúsund krónum en við bætast venju- leg höfundarlaun samkvæmt- rammasamningi Rithöfundasam- bandsins og Félags bókaútgefenda. Verðlaunin eru veitt fyrir nýja og áöur óbirta íslenska skáldsögu eða safn smásagna aö undangenginni samkeppni sem öllum er opin. Eins og áður sagði er skilafrestur fyrir nýja samkeppni 1. apríl á næsta ári. Stefnt er að því að afhenda verðlaun- in næsta haust, eða þann dag sem verðlaunabókin kemur út hjá Vöku- Helgafelh. Reglur keppninnar kveða á um að ef dómnefnd, hkt og nú, kemst að þeirri niöurstöðu að ekkert inn- sendra handrita verðskuldi verð- launin þá geti nefndin ákveðið að veita þau höfundi sem talinn er hafa auðgað íslenskar bókmenntir með verkum sínum. Nefndin taldi það ekki gefa rétta mynd af verðlaunun- um að veita þau í fyrsta sinn fyrir áðurútgefinverk. -bjb Tónleikaröð að heflast í Borgarleikhúsinu 1 kvöld: Menningarsjóður útvarpsstöðva úthlutar 45 milljónum: Hreinn Sveinn hæstur 3-5 hópurinn fyrstur „Kammertónlistin höfðar til mjög breiðs hóps, ungra og aldinna, og ég held að við ættum að höfða til ahra þeirra sem hafa gaman af að hlusta á góða tónlist. Efnisskráin er fjöl- breytt hjá okkur og hljóðfærasam- setningarnar mjög skemmtilegar," segir Elísabet Waage hörpuleikari en hún og Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari hafa hóað saman nokkrum hljóðfæraleikurum sem halda tón- leika á litla sviði Borgarleikhússins í kvöld. Tónleikamir eru þeir fyrstu í tónleikaröð sem Borgarleikhúsiö hefur efnt til og verður í húsinu á hvetju þriðjudagskvöldi fram til jóla. 3-5 hópurinn ríður á vaðið í kvöld. „Nafnið er tilkomiö vegna þess að efnisskráin er að mestu leyti byggð á kvintettum, 5 hljóðfæraleikurum, en einnig eru nokkur tríó. Viö erum búin að leggja mikla vinnu í æfingar og hlökkum mikið til tónleikanna," segir Elísabet. 3-5 hópinn skipa þau Elísabet, Laufey og Sigurlaug Eðvaldsdóttir flðluleikari, Sesselja Halldórsdóttir vióluleikari, Richard Talkowsky, Ásdís Arnardóttir, Lovísa Fjeldsted og Ólöf Sesselja Öskarsdóttir, sem spila öll á selló, og Guðrún S. Birgis- dóttir sem spOar á flautu. „Verkin eru eftir frönsk, hollensk, ísraelsk og kanadísk tónskáld. Frakkinn Ibert er líklega þeirra þekktastur og það veröur gaman að leyfa fólki að heyra þegar sellóin Qögur og harpan leika saman. Það er nokkuð óvenjulegt en á örugglega eftir að falla fólki vel í geð,“ segir ElísabetWaage. -sv 3-5 hópurinn ríður á vaðið í kvöld i tónleikaröð Borgarleikhússins. DV-mynd TJ Stjóm Menningarsjóðs útvarps- stöðva úthlutaði í síðustu viku styrkjum til undirbúnings og fram- leiðslu efnis fyrir útvarp og sjónvarp. Alls var úthlutað 45 milljónum til 40 verkefna, þar af era 6,5 milljónir endurúthlutaðar til Ríkissjónvarps- ins. Hæsta einstaka styrkinn fær ríkis- sjónvarpið, 6,5 milljónir króna, vegna sjónvarpsmyndarinnar Hreins Sveins sem unnin er eftir handriti Friðriks Erhngssonar. Næsthæsta styrkinn fær Þórann Sig- uröardóttir, 2,7 miUjónir, vegna út- varpsþáttarins Feigðarfor. Auglýst var eftir styrkjum í júní 1994 og bárust þá 192 umsóknir. Ekki var úthlutað í það skiptið vegna bágrar íjárhagsstöðu sjóðsins. Aftur var auglýst eftir umsóknum um styrki í ágúst á þessu ári. Þá bárust umsóknir um styrki til % verkefna, auk þess sem áréttaðar voru um- sóknir vegna 108 verkefna af þeim umsóknum sem bárust í fyrra. Styrkumsóknimar námu samtals tæpum 500 milljónum króna og heUdarkostnaðaráætlanir verkefn- anna námu aUs tæpum 1.400 milijón- um. Úthlutað var hins vegar tæpum 39 miUjónum auk þess sem endurút- hlutað var 6,5 milljóna styrk sem fara átti tU Ríkissjónvarpsins árið 1993. Því verkefni var hætt og fær ríkis- sjónvarpið nú endurúthlutun tíl þriggja verkefna. Auk Hreins Sveins er um að ræða þættina Björgunin og Rondó. Af þessum 39 miUjónum fara 13,6 mUljónir til útvarpsþáttagerðar. Rík- isútvarpið fær þar af aUs ríflega 4 mUljónir tíl 8 verkefna. Aflvakinn hf., sem rekur Aðalstöðina, fær 4,2 miUjónir vegna 4 verkefna og Útvarp FM fær 1,2 miUjónir. TU sjónvarpsþátta- og handrits- gerðar fóru ríflega 25 miUjóna króna styrkir tU 20 verkefna. Meðal þeirra sem fengu styrki, auk ríkissjón- varpsins, eru Kristín Bergþóra Páls- dóttir, með 2 mUljónir, og eftirtaldir fengu 1,5 mUljónir: Alvís, Kvik- myndafélag íslands, Klassíski Ust- dansskóUnn, F.I.L.M., Ingólfur Mar- geirssonogOddnýSen. -bjb Ljóðabók eftir Eista Bókaútgáfan Urta hefur sent frá sér ljóða- bókina Við höf- um ckki sést lengi eftir eist- neska skáldið Jaan Kaplinski I þýðingu Hjart- ar Pálssonar. Þetta er í fyrsta skipti sem ljóðabók eftir eistneskt skáid kemur út í íslenskri þýð- ingu. Jaan Kaplinski er þekktasta Jjóöskáld Eista og jafnframt í fremstu röð höfunda í heimalandi sínu fyrir ritgerðir og þátttöku í umræðum um þjóðfélags- og menningarmál. Hann kom hing- að fyrir þremur árum vegna balt- neskra menningardaga á Kjar- valsstöðum á vegum Menningar- málanefndar Reykjavíkur, sem styrkir þessa útgáfu. Þá voru ljóö KapUnskis lesin við mUda hrifn- ingu tilheyrenda. Bókmennta- kynningar- stofa Nefnd sem menntamálaráðu- neytið skipaði tU þess að gera til- lögur um stofnun bókmennta- kynningarstofu hefur skUaö áliti til menntamálaráðherra. Nefhd- ina skipuðu þeir Ingólfur Mar- geirsson frá Bókmenntakynning- arsjóði, Ólafur Haukur Símonar- son frá Rithöfundasambandinu, Halldór Guðmundsson frá bóka- útgefendum og Sveinn Einarsson frá menntamálaráðuneytinu, sem jafnframt var formaður nefndarinnar. TUlögur nefndarinnar gera ráð fyrir stofnun sérstakrar sjálfs- eignarstofnunar sem hafi það hlutverk að stuðla að kynningu og útgáfu íslenskra bókmennta erlendis. TUlögurnar hafa verið sendar ýmsum aðilum tíl um- sagnar. Frá þessu er greint i ný- legu fréttabréfi menntamála- ráðuneytisins. Tumi sæmdur Sao Paulo Tvíæringnum Tumi Magnússon myndlistar- maður var á dögunum sæmdur viðurkenningu fyrir einstakt framlag til Sao Paulo Tviærings- ins í Brasilíu, sem er alþjóðleg listsýning. Tumi var einmitt full- trúi íslands á síðasta Tvíæringi í desember 1994. Vöktu verkin hans þar mikla athygli og hlutu góða dóma. AUs sótti 1 milljón marrns sýninguna en þátttakend- ur voru 206 frá 17 löndum. Tumi var í hópi þriggja lista- manna sem stjóm Tvíæringsins ákvað að heiðra. Jens Olesen úr sfjóra Tvíæringsins kom sérstak- iega til landsins til að afhenda Tuma viðurkenningu. Um leið afhenti hann Vigdisi Finnboga- dóttur forseta heiðurspening stjórnarinnar og boðsbréf á næsta Tvíæring í Sao Paulo haustið 19%. Meðfyigjandi mynd var tekin við þetta tækifæri á Bessastöðum. Tumi Magnússon er fyrir miðju á myndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.