Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÖBER 1995 Meiming ■M :Z jw m I * k '?■ wM Úr Tvískinnungsóperunni. DV-mynd BG Sálir fara á f lakk Það er ekki heiglum hent að koma upp með nýjan íslenskan söngleik eftir sýningar á margfrægum er- lendum músíkölum hér í höfuðborginni í sumar og haust. Ágúst Guðmundsson, sem þekktari er fyrir kvikmyndir sínar, lætur sig samt ekki muna um að semja einn með öllu og leikstýrir honum þar að auki sjálfur á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Tvískinnungsóperan segir frá þeim atburðum sem verða þegar vísindamaðurinn Jónatan hefur fundið upp maskínu til þess að víxla sálum á milli líkama. Þór og Solla ákveða í partíi að slá til og prufa þetta en afleiðingamar verða aðrar en þau reiknuðu með. Ágúst kallar þetta verk sitt vísindauppspuna með söngvum og gefur þar með tóninn um það að hér er ekki á ferðinni einhver alvarleg úttekt á mannlegu eðli, heldur grallaraleg skemmtidagskrá um það sem getur gerst þegar karlmannssál tekur sér bólfestu í kvenlíkama og öfugt. Þessu fylgja pælingar um hefðbundin hlutverk kynj- anna, en því er ekki að neita að niðurstaðan er heldur óljós. Nema ef vera skyldi að best væri að allir væru einhvem veginn tvíkynja, þá fyrst gætu karlar skilið konur til fullnustu og öfugt. Söngvamir em margir hverjir ágætir og útsetningar gera mikiö fyrir þá Tónlist og dansatriði fylla upp í söguþráðinn, sem ekki er mjög veigamikill, og yfir- leitt ráða leikendumir þokkalega við sönginn. Dans- atriðin eiga efalaust eftir að slípast, en á frumsýningu vom þau stundum nokkuð stirðleg. Leikmynd Stígs Steinþórssonar er stílfærð og mynd- ar litsterkan bakgmnn við vísindauppspunann. Sjálf sálnaskiptivélin var þó frekar hallærislega útfærð en sjálfsagt er það viljandi gert, enda í stíl við anda verks- ins. Þórunn Elísabet Sveinsdóttir lætur gamminn geisa í „speislegri" útfærslu á klæðnaði persóna og er það fjölskrúðug búningaflóra, þar sem stundum er skotið yfir markið í fríkuðum útfærslum. Áherslur í túlkun era í ýktari kantinum og mér fannst Margrét Vilhjálmsdóttir skera sig úr hvað varð- aði vald yfir leikmátanum og söngnum. í raun heldur Margrét sýningunni uppi að stómm hluta. Hún var virkilega fin í hlutverki Sólveigar bæði fyr- ir og eftir hamskiptin. Solla er eldfjörag og svolítið geggjuð enda þarf ekki minna til þegar um svona rót- tæka tilraun er að ræða. Margrét sýndi einkar vel hvemig sál Þórs brýst um ,í þessum nýja líkama og túlkaði allt hans/hennar atferli stórskemmtilega. Felix Bergsson leikur annað burðarhlutverk. Hann túlkar Þór ágætlega fyrir breytingu, en tekst ekki eins vel að láta áhorfandann skynja sál Sollu, sem tekur sér bólfestu í karlmannshúknum og peppar hann upp svo um munar. Eggert Þorleifsson er kjörinn í hlutverk vísinda- mannsins Jónatans og fer létt með það. Af öðmm leik- urum má nefna Magnús Jónsson, sem er eins og khppt- ur út úr teiknimyndaseríu og á fremur erfitt uppdrátt- ar í hlutverki skurðlæknisins Páls. Jóhanna Jónas Leiklist Auður Eydal leikur á ýktu nótunum og bregður fyrir sig töktum, sem maður er búinn að sjá nokkuð oft hjá henni. Sól- ey Eliasdóttir kemst ágætlega frá híutverki Lísu. Ef til vfil hefði þetta verk átt betur heima á litlu sviði, þar sem auðveldara hefði verið að þjappa því saman og ærslafenginn „gaggó“stíll hefði náð sér á stiik. Á stóra sviðinu varð Tvískinnungsóperan einhvem veginn eins og stór búkur, sem sálina vantar í, rétt eins og hún hefði sjálf lent í apparati vísindamannsins. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á stóra sviði Borgarleikhúss: Tvískinnungsóperuna Höfundur leikrits, söngva og söngtexta: Ágúst Guðmundsson Leikstjóri: Águst Guðmundsson Meðleikstjóri: Árni Pétur Guðjónsson Útsetning tónlistar og hljómsveitarstjórn: Rikarður örn Páls- son Söngstjórn og þjálfun: Óskar Einarsson Leikmynd: Stígur Steinþórsson Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Dansar og hreyfingar: Helena Jónsdóttir Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson Munúð Mér hefur alla tíð staðið stuggur af biðröðum. Þær hafa svipuð áhrif á mig og að ganga í takt; hvort tveggja krefst þess að maður láti af eigin vilja auk þess sem raðir heimta að maður verði ómeðvitaður hluti af til- gangslítilli heild sem eyðist í framendann en tímgar sig að aftanverðu. Samt minnist ég þess að mér þótti ekki alveg ónýtt að vera í biðröð fram- an við danshús á meðan maður átti brennivín í buxnastrengnum því þá var hægt að gefa hæfilegt frat í skipulagið og hefja skemmtan utandyra. Reyndar er einn staður sem býðrn- upp á skipulagslausa biðröð í dag og ég þarf ekki eð vera áðí til þess að hafa gaman af vera í henni. Þetta er biðröð póst- og símamálastjóra niðri í aðalpósthúsinu rauða (sem þó var blandað heldur miklu af svörtu að mínum smekk) þar sem maður fær úthlutað númeri frá vélmenni og ranglar svo um í biðinni, situr, stendur eða spjallar við þjóðina sína sem þarna bíður í léttu skipulagsleysi. En ég þurfti að fara í biðröð um Atburðir Ulfar Þormóðsson daginn. Þetta var virðuleg og skipuleg röð niðri í Búnaðarbanka. Fyrir framan mig var þunglyndis- legur maður og fyrir aftan mig sussandi kona með sífrandi barn á _______________________________ öxl og ég þorði hvorugt að ávarpa mér til dundurs. Þess vegna fór ég að horfa í kringum mig í leit að ein- hverju til þess að binda hugann við svo ég yrði ekki tilgangsleysistilfinn- ingunni að bráð. Þá rak ég augun í þá herfilegu kúsnt sem bankinn hef- ur hengt upp á vegginn aftan við starfsmenn sína og fyrir augliti við- skiptamannanna. Þetta er tilgerðarleg einfeldningskúnst úr smíðajárni og vekur þrúgandi vonleysi í sálinni; torfbæir með garðholu framan við og húfénaði á beit á götóttum og tóbaksgulum trétexplötum. Til þess að verða ekki vonleysinu að bráð horfði ég snaggaralega um öxl. Sjálfsagt hef ég verið örvæntingarfullur til augnanna þvi barnið hætti að væla og konan að hía meðan ég renndi augunum í leit að einhverju til þess að festa þau við og bjarga mér frá vonleysinu. Á veggnum aftan við konuna með barnið var þá þetta fína málverk eftir Jón Engilberts og blasti við sjónum starfsmanna en bakhluta okkar sem biðum og áttum erindi við bankann. Það vfil svo til að ég veit ýmislegt um þetta málverk. Það heitir Vor- gleði og var Jón fenginn til þess að mála það að beiðni bankans fyrir a.m.k. einni kynslóð bankastjóra. Verkið segir að vísu sögu úr sveitinni, eins og smíðajámshörmungarnar á trétexinu gera, en málverkið er lit- ríkt, margslungið, hrífandi og fullt af vorgleði; gjafvaxta mær í miðfleti, kálfur að nasa af vori mærinnar og dulúð yfir og allt um kring. Eins og góðum listamanni sæmir gerði Jón skissur og tfilögur að verkinu. Þær voru munúöarfullar og mærin unga stundum kviknakin og kálfurinn ekki alltaf aðeins með nefið í njósn um undur vorsins. Þetta þóttu banka- stjórum fortíðarinnar dónalegar myndir, jafnvel klæmnar, og skipuðu meistaranum að draga úr forvitni kálfsins og klæða stúlkuna í flíkur og gerði Jón margar tillögur áður en velsæmiskennd peningavaldsins gat hugsað sér að hengja myndina upp. Þrátt fyrir þetta tókst ekki að geril- sneyða náttúmna úr myndinni sem er sannkallað hugar- og augnayndi. Ég hélt fullri hefisu í biðröðinni með því að hugsa mér texvegginn rif- inn, smíðajámsmyndirnar komnar á kontóra yfirmanna Stofnlánadefidar landbúnaðarins, olíumálverkið Vorgleöi fyrir augum bíðandi viðskipta- manna en skissurnar aö myndinni, sem ég veit að bankinn á, hafðar fyr- ir augum starfsmanna í múrinnfellingunni þar sem myndin hangir nú. Þá yröu margir kátir í röðinni og ennþá reifari þegar þeir gengju út og gætu þá skoðað skissumar og fyllst vorgleði; menn kynnu jafnvel að gera sér upp margháttuð erindi í bankann til þess að eignast hlutdeild í munúðinni. Ég legg tfi að þetta verði gert. Síðan verði ég settur á heiðurs- laun hjá hinu opinbera og hafður í sérverkefnum. Þá myndi ég til að byrja með einbeita mér að þvi að gera biðraðir eftirsóknarveröar. Listamaðurinn við verkið ásamt forráðamönnum bæjarins. DV-mynd Daníel Ólafsson SEMENTSBUNDIN HÁGÆDA FLOTEFNI FLOTSPARTL - DUKASPARTL - FLOTGOLF IÐNAÐARFLOT - HLEÐSLUSPARTL (stensk framleiðsla síðan 1972 Sterk, ódýr og hraðþornandi flotefn i. m Itafli < ■Z. » Til viðgerða, í lagna og V yfirlagna ó ný eða gömul gólf. Fró 0-30 mm ó þykkt. ■I steinpryði Stangarhyl 7, sími 567 2777 Þrettán höf uð úrsteini Daníel Ólafeson, DV, Akraneá: Nýverið var komið fyrir nýju lista- verki í fundarsal bæjarstjópnar Akraness. Bærinn keypti þáð af Vigni Jóhannssyni myndhstar- manni. Listaverkið sýnir þrettán höfuð úr steini og er inntak þess hinn títt ræddi oddamaður og togstreita andstæðra heilda og hlutverk odda- mannsins í henni. Listamaöurinn mun hafa unnið hugmyndina að ein- hverju leyti út frá síðustu kvöldmál- tíðinni sem Jesús snæddi með læri- sveinum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.