Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 16
i6 tilveran ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 Ónýt formkaka Það er eng- in ástæða til að örvænta þó formkak- an mistakist í bakstri. Setj- ið kökuna í blandara og sáldrið kakói og romm- dropum sam- an við. Ef massinn er of þurr má setja smásultu með. Búið til kúlur úr massanum og veltið upp úr kókosmjöli. Úr ónýtu kökunni fást ágætis rommkúlur og hvorki vinna né hráefni fara til spillis. Aukatölur Iðulega fylgja aukatölur með fötunum þegar þau eru keypt. Stundum er gengið vel frá töl- unum í litla plastpoka en oftar eru þær saumaðar í flíkina. Ef tölurnar eru settar í litla poka og i hann stungið miða sem búið er að skrifa á hvaða flík talan tilheyrir er auðveldara að henda reiður á tölusafnið í box- inu. Kryddaðir kartöflubátar Köldu kartöflurn- ar frá gærdegin- um eru ágætis matur. Afhýð- ið kartöflurn- ar og skerið báta eða skíf- ur. Nýjar kart- öflur er óþarfi að skræla. Steikið bátana úr smjöri á .pönnu og kryddið með salti og örlitlu timían. Snúið kartöflunum þar til þær hafa fengið lit. Ef notaðar eru ósoðnar kart- öflur þarf að steikja þær lengur en flýta má fyrir matreiðslunni með því að setja þær í örbylgju- ofninn eða vel heitan bakarofn. Skorpulaust sinnep Til þess að koma í veg fyrir að skorpa myndist á yfirborði sinnepsins í krukkunni er ágætt ráð að leggja sitrónusneiö yfir sinnepið. Sítrónan heldur rakanum í sinnepinu. Olía Það getur verið snúið að rífa mjúkan ost niður. Osturinn vill safnast saman í rifjárn- inu og klessast. Með því að pensla rifjámið með matarolíu er auðveldara að rífa ostinn og hann klessist síður við. Grænmetisafgangar í kælinum nýtast sem fegrunariyt. f Fegrunarefni sjálfrar náttúrunnar: DV-mynd GS Odýrarí og hollarí úr kæliskápnum Það er engin tilviljun að framleið- endur fegrunarlyfja hafa aukið magn af náttúrulegum efnum, ávöxtum og grænmeti, í framleiðslu sína. Það er löngu viðurkennt að þessar afurðir eru hollar fyrir innri starfsemi^íkamans og því ekki þá ytri? Með því að nýta ávexti og grænmeti tÚ fegrunar er líka verið að spara peninga (þegar grænmetið er á skaplegu verði). Oft er það svo að grænmeti og ávextir hafa elst illa í kælinum og þykja ekki fýsilegir til matar. Þá er um að gera að nota þá til fegrunar á ytra byrðið. Svo má bæta því við að ráð þessi eru ekki bara til kvenna; karlar geta líka lífg- að upp á sitt andlit með frísklegu ávaxtabaði. Agúrkumaski Agúrkpn er nærandi og dregur húðina saman og því sérlega góð fyrir feita húð. Rífið agúrku fínt og dreifið um andlitið.. Eða skerið gúrkuna í sneiðar og raðið á andlit- iö. Appelsínumaski Appelsínusafinn mýkir þurra húð. Þennan maska er einnig gott að nota á hálsinn. Afhýðið og mauk- ið hálfa appelsínu. Blandið saman við það 3/4 dl af hökkuðum möndl- um. Bætið við 2 msk. af þeyttum rjóma og 2 msk. glyceról. Þeytið vel. Látið maskann liggja á andlitinu í 20 mínútur. Apríkúsumaski Apríkósan mýkir og er því mjög góð fyrir sólbað. Leggið 4 þurrkaðar apríkósur í bleyti í sólarhring. Maukið þær saman við 3 msk. af jógúrt og bætið svolitlu vatni saman við til að þynna blönduna. Látið liggja á húðinni I 20 mínútur. Avókadómaski Avókadó er feitt og vítamínauð- ugt. Það er rakagefandi og hreinsar einnig vel. Maukið hálft avókadó og nuddið yfir andlitið. Eða blandið saman við 2 msk. af möndluolíu og 3 msk.af rjóma. Látið liggja á andlit- inu í 10-15 mínútur. mjöli. Bleytið aðeins upp í húðinni áður en maskanum er dreift yfir og látið liggja á í 15 mínútur. Hunangsmaski Hunangið er nærandi og mýkj- andi. Til varnar hrukkum er auð- velt að blanda saman 4 msk. af hun- angi og 2 msk. af ijóma. Hitið sam- an yfir vatnsbaði. Kælið blönduna niður aftur en hafið hana volga þeg- ar hún er borin á. Penslið á andlitið í morgum íögum. Látið íiggja á í 15 Tnmatma<;ki mínútur. Nuddið andlitið með l UlliauilOOlVI hringhreyfingum á eftir. slípar húðina. Nægjanlegt er að strjúka sítrónusneið yfir andlitið en maskinn er gerður úr 3 skeiðum af sítrónusafa, 2 skeiðum af möndluol- íu og 2 dl af haframjöli. Hrærið sam- an við vatn (soðið) og látið liggja á andlitinu í 15 mínútur. Þurr húð á olnbogum mýkist við að nudda hana með sítrónuberki. Neglurnar verða hvítar og mjúkar eftir að hafa verið nuddaðar með sítrónuberki. Bananamaski Bananinn nærir, mýkir og er rakagefandi. Eftir sólbað er gott að sneiða tvo banana og raða þeim á andlit, háls og bringu. Ef húðin er þreytt og þurr er gott ráð að mauka einn banana og blanda saman við 1 tsk. af hunangi og 5 tsk. af hafra- Jarðarberjamaski Frískandi andlitsmaski er gerður úr jarðarberjum. Stappið saman jarðarber og mjólk og makið á and- lit og háls. Látið virka í 3 mínútur. Steinseljumaski Steinseljan hreinsar húðina vel. Blandið saman 1 dl af ftnt saxaðri steinselju, 3 msk. af jógúrt, 1 tsk. af appelsínusafa og 1 tsk. af ediki. Lát- ið virka í 15 mínútur. Sítrónumaski Sítrónusafinn hreinsar, þéttir og Feit og litlaus húð fær annan blæ eftir að hafa verið nudduð með tómötum. Skerið tómat í tvennt og nuddið yfir nýhreinsaða húð. Látið safann liggja á andlitinu í 10 mínút- ur. Það má líka gera maska úr tóm- atkjöti af einum tómat sem blandað er saman við 4 tsk. af hreinni jógúrt. Látið liggja á andlitinu í 15 mínútur. Jógúrtmaski Þekkt er að jógúrt gagnast vel á sólbruna. Hún er einnig góð sem maski. Blandið saman 2 msk. af hreinni jógúrt með maukuðum ban- ana eða melónu. Til að laga hrukk- ur er gott að hræra stífþeyttri eggja- hvítu saman við 4 msk. af jógúrt. Látið bíða í 15 mínútur. NOATUN Opið til kl. 21 öll kvöld vikunnar NÓATÚN117 - S. 561 7000 • ROFABÆ 39 - S. 567 1200 • HAMRABORG 14, KÓP. - S. 554 3888 • FURUGRUND 3, KÓP. - S. 554 2062 • ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656 • JL-HÚSINU VESTURBÆ - S. 552 8511 • KLEIFARSEL118 - S. 567 0900 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 - S. 553 6700.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.