Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem þirtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995. Samningaviðræður um Smuguna: Tenging við afla á íslands miðum radd í viðræðum Rússa, íslendinga, og Norðmanna ura veíðar í Smug- unni hefur verið rætt að sá kvóti sem í slendingar fái í sinn hlut verði tengdur ástandi þorskstofnsins á íslandsmiðum. Þetta þýðir að hjami íslenski þorskstofninn við þá minnkar að sama skapi kvóti íslenskra skipa Barentshafi. Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra staðfesti í samtali við DV í gær að þessar hugmyndir heföu veriö ræddar. „Það hefur veriö í umræðunni tenging við afla á íslandsmiðum. Þaö hefur þó ekkert verið ákveöið i þeim efnum," sagði Halldór As- grímsson utanríkisráöherra þar sem hann var á leið til fundar í Barentsráðinu í gær. Halldór segir að varðandi þær tölur sem settar hafi verið fram um þann kvóta sem íslendingar fengju væri ekkert hægt að segja. i um- ræðunni hefur því verið haldið fram að verið sé að ræða 14 tif 15 þúsund tonna kvóta fyrir íslend- inga. „Það er ekkert nýtt í þessu máii og eg-get ekkert talað um tölur í þessu máli," segir Halldór. Svanfríður Jónasdóttir þingmað- ur Þjóðvaka, sem sæti á í sjávarút- vegsnefnd, segir ekkert hafa komið fyrir sjónir nefndarinnar varðandi samningsgerð í Smugunni. Hún segir að það veki furðu sína hversu mjög stjómvöldum virðist liggja á að semja um veiðar á þessum slóð- um. „Það hefur ekkert komiö fram sem segir mér að ekki sé í lagi að fara sér rólega, Ég tel að við höfum þann málstað varðandi Smugu- veiðarnar að við þm-fum ekki að haga okkur eins og sakamenn í þessum samningum," segir Svan- fríður. -rt Halldór Ásgrímsson: Stóðekki tilaðhitta Rússa „Ég hitti Godal í morgun þar sem við ræddum saman í klukkustund á sömu nótum og í New York. Það stóð aldrei til að hitta rússneska ráðherr- ann á þeim fundi. Það verður rætt við þá í Moskvu í næstu viku,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra í samtali við DV í morgun vegna frétta um að Rússar ætluðu ekki að taka þátt í viðræðunum. Svo virðist sem sátt sé að skapast um það meðal útgeröarmanna hér- lendis að semja um kvóta sem er tals- vert undir veiðireynslu. Jóhann A.. Jónsson, formaður úthafsveiði- nefndar LÍÚ, segir 20 þúsunda tonna þorskkvótaásættanlegan. -rt Nauðgunartilraun kærð: Kona hand- leggsbrotnaði Kona í Keflavík er handleggsbrotin eftir meinta nauðgunartilraun í gær- —«fhorgun. Atvik munu að nokkru óljós en konan segir að henni hafi verið hrint á stól eftir nauðgunartilraun- ina. Hinn grunaði segir að konan hafi dottið. Hann neitar og að hafa haft í frammi tilraunir til kynferðis- legs ofbeldis. Konan kærði manninn og sat hann í yfirheyrslu í allan gærdag en var sleppt aö því loknu. Að sögn lögreglu voru fleiri viöstaddir og margir drukknir. Þó mun konan, sem kærði, ekkihafaneyttáfengis. -GK PóstbHlinn hvarf meðan póstur- inn mataðist „Ég geri ráð fyrir að bíllinn hafi hrokkið úr gír. Hann var í það minnsta horfinn þegar ég kom úr matnum," segir Gunnar Pétursson, landpóstur Djúpmanna á svæðinu frá ísafirði til Svansvíkur. í gær var hann staddur á bænum Birnustöðum og fór að vanda í mat þar. Póstbíllinn, sem er af gerðinni Mitsubishi L-300, stóð á hlaðinu. Þeg- ar póstur kom út var bílhnn horfinn en fannst á hliðinni utan í barði í túninu. Var bíllinn réttur viö og hélt póst- urinn ferð sinni áfram. Bíllinn skemmdist nokkuð en varð ekki -- 'óökufær. „Ég er nú búinn að vera við þetta í um 15 ár og það er margt sem gerist,“ sagði Gunnar. -GK Flæmski hatturinn: Útgönguleiða leitað Sjávarútvegsráðuneytið og útgerð- armenn funda á morgun um hina umdeildu samþykkt sem gerð var á ársfundi NAFÓ. Talið er að þar verði leitað útgönguleiða vegna málsins sem hefur verið mjög óheppilegt fyr- ir íslensk stjórnvöld. Jóhann A. Jónsson, formaður úthafsveiði- nefndar LÍÚ, segir að stjórnvöld verði að mótmæla samþykktinni. „Við eigum að halda áfram að vinna veiðireynslu. Fleiri ár í frjálsri sókn munu skila okkur aukinni veiðireynslu þjóðarbúinu til hags- bóta á sama tíma og Norðmenn og Færeyingar eru að tapa veiði- reynslu," segir Jóhann. -rt Stjömukvöld í London: íslensku dansararnir í 2.sæti Ehsabet Sif Haraldsdóttir og Sigur- steinn Stefánsson urðu í öðru sæti í danskeppni 12-15 ára á svokölluðu 100 stjörnu kvöldi í London í gær- kvöldi. Þau voru meðal sex para sem valin voru til keppni sem bestu pör heimsins í sínum aldursflokki. Þetta var þriðja keppni Ehsabetar og Sig- ursteins á þremur dögum en áður höfðu þau unnið London Open á laugardag og Imperial-keppni á sunnudag. Um 60 pör kepptu í hvorri keppni. írarhrepptul.sætið. -sv Banaslys á Skeiðum: Varð fyrir 38 tonna flutningabfl Fertugur ökumaður htihar sendi bifreiðar lést samstundis þegar hanr lenti í árekstri við vikurflutningabi á Skeiðavegi í Merkurlaut um klukk- an 15 í gær. Sendibílhnn gjöreyði- lagðist við áreksturinn enda var flutningabíllinn að mati lögreglu um 38 tonn að þyngd fullhlaðinn. Flutn- ingabíhinn valt við áreksturinn og er stórskemmdur. Tahð er að orsök slyssins megi rekja til að ökumaður sendibílsins missti stjórn á honum í lausamöl í vegkantinum. Við það fór hann yfir á rangan vegarhelming í þann mund sem flutningabíhinn fór hjá. Var eng- in leið að afstýra árekstri eftir það. Ökumaður flutningabílsins slapp ómeiddurfráslysinum. -GK Sendibíllinn, sem er af Renault-gerö, gjöreyöilagðist við áreksturinn og er taliö að ökumaðurinn hafi látist sam- stundis. Að sögn lögreglu fór sendibíllinn út í lausamöl og siöan yfir á rangan vegarhelming og varð þar fyrir vikurflutningabílnum. DV-myndSJ LOKI Póstbíllinn þolir greinilega ekkert hangs! Veöriö á morgun: Smáskúr- ireða slydduél Á morgun verður fremur hæg norðaustan- og austanátt, smá- skúrir eða slydduél á annesjum norðaustan-, austan- og suðaust- anlands en að mestu þurrt annars staðar. Veörið í dag er á bls. 36 brother PT300/340/540 Ný kynslóð merkivéla Verð frá kr. 11.021 Ódýrari borðar Nýbýlavegi 28-sími 554-4443 L#TT# alltaf á Miövikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.