Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBRER 1995 Afmæli Loftur Magnússon Loftur Magnússon skólastjóri, Hjallabraut 58, Hafnarfirði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Loftur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til tólf ára aldurs en síðan í Kópavogi. Loftur lauk kennaraprófi frá KÍ 1966, stundaði framhaldsnám í uppeldisfræði við Kennaraháskólann í Þrándheimi 1967-68, í sérkennslu 1970-71 og framhaldsnám við Kennarahá- skólann í Kaupmannahöfn 1985-86. Þá hefur hann sótt fjölda kennaranámskeið og kennt á slík- um námskeiðum. Loftur var kennari við Öldutúnsskóla 1966-67 og 1968-71, yfirkennari við Víðistaðaskóla 1971—89 og hefur verið skólastjóri við Setbergsskóla frá 1989. Loftur starfaði í skátahreyfing- unni á sinum yngri árum. Hann sat í stjóm og varastjórn KÍ og var varaformaður þar 1987-89, sat í samninganefnd fyrir kennara 1972-90, sat í samninganefnd BSRB 1973-85 og hefur setið í sóknarnefnd Víðistaðasóknar frá 1988. Loftur samdi, ásamt Sigurði Símonarsyni, kennslubækurnar Varminn og Ljósið og tók saman bókina Vinnustaðurinn. Þá þýddi hann og staðfærði, ásamt Guð- laugu Pálmadóttur og Efemíu Gísladóttur, átta kennslubækur í stærðfræði. Fjölskylda Loftur kvæntist 19.8. 1967 Erlu Guðlaugu Sigurðardóttur, f. 17.3. 1947, kennara. Hún er dóttir Sig- urðar K. Magnússonar skrifstofu- manns, sem lést 1985, og Ástu Jónsdóttur húsmóður. Börn Lofts og Erlu Guðlaugar eru Ásta Sigríður Loftsdóttir, f. 27.5. 1966, þroskaþjálfi í Hafnar- firði, gift Steingrími Ármannssyni rafvirkja og eru börn þeirra Guð- rún Björg Steingrímsdóttir, f. 8.2. 1986, Erla Guðlaug Steingríms- dóttir, f. 13.8. 1991, og Mikael Berg Steingrímsson, f. 14.3. 1994; Krist- ín Loftsdóttir, f. 28.10. 1968, rithöf- undur er stundar doktorsnám í Tucson í Bandaríkjunum, gift Árna Víkingi Sveinssyni; Jónína Dögg Loftsdóttir, f. 23.8. 1976, nemi við MH; Magnús Loftsson, f. 11.11.1981, grunnskólanemi. Systkini Lofts: Guðrún Ingvars- dóttir (sammæðra), f. 23.6. 1931, d. 1992, húsmóðir í Kópavogi; Krist- inn V. Magnússon, f. 20.3. 1940, framkvæmdastjóri á Húsavík; Guðmar Magnússon, f. 14.5. 1941, stórkaupmaður á Seltjarnarnesi; Sigurbjörg Magnúsdóttir, f. 22.4. 1943, húsmóðir í Kópavogi; Ragn- ar S. Magnússon, f. 27.6. 1944, hús- næðisfulltrúi í Kópavogi; Ástráð- ur Magnússon, f. 25.6. 1948, blikk- smíðameistari í Kópavogi. Foreldrar Lofts voru Magnús Loftsson, f. 15.7. 1908, d. 1988, bif- reiðastjóri í Kópavogi, og Jónína S. Ásbjörnsdóttir, f. 24.8. 1910, d. 7.10. 1983, húsmóðir. Ætt Magnús var sonur Lofts, b. í Haukholtum, Þorsteinssonar, b. þar, Eiríkssonar, b. þar, Jónsson- ar, b. þar, Jónssonar, b. í Skip- holti, bróður Fjalla- Eyvindar. Móðir Eiriks var Valgerður Ei- riksdóttir, ættfóður Bolholtsættar- innar, Jónssonar. Móðir Þorsteins var Guðrún Helgadóttir, hrepp- stjóra í Sólheimum, bróður Val- gerðar. Móðir Lofts í Haukholtum var Guðrún Loftsdóttir, b. á Minni- Mástungu, Eiríkssonar, ættföður Reykjaættarinnar Vig- fússonar. Móðir Guðrúnar Lofts- dóttur Vcir Guðrún Bjarnadóttir b. í Árbæ, Stefánssonar, b. þar, Bjarnasonar, ættfoður Víkings- lækjarættarinnar Halldórssonar. Móðir Guðrúnar Bjamadóttur var Margrét, systir Valgerðar og Helga í Sólheimum. Móðir Magnúsar bifreiðastjóra var Kristín Magnúsdóttir, b. í Skollagröf, Þórðarsonar, b. í Steinsholti, Ólafssonar, prófasts í Loftur Magnússon Sólheimaþingum, Árnasonar. Móðir Magnúsar í Skollagröf var Kristín, systir Guðrúnar í Minni- Mástungu. Móðir Kristínar var María Amalía Thomsen, dóttir Thomasar Thomsen, faktors í Hafnarfirði, og Katrinar Þor- steinsdóttur. Jónina var dóttir Ásbjörns, smiðs í Sandgerði, Pálssonar og Sigríðar Snorradóttur. Loftur og Erla Guðlaug taka á móti gestum í Haukahúsinu i Hafnarfirði í dag milli kl. 18.00 og 20.00. Til hamingju með afmælið 10. október 75 ára Lárus Halldórssson, Þórsgötu 12, Reykjavík. 70 ára Þorsteinn Elísson, Laxárdal U, Bæjarhreppi. Baldvina Guðlaugsdóttir, Hjarðarslóð 2C, Dalvík. Jónbjörg Sigfmnsdóttir, Laugateigi 14, Reykjavík. Guðmundur Jasonarson, Safamýri 47, Reykjavík. Vigdís Ámundadóttir, Skriðustekk 15, Reykjavík. Ólafur Jónsson, Bræðratungu 32, Kópavogi. Helga Aaberg, Álftamýri 54, Reykjavík. 60 ára Einar Sædal Svavarsson, Hraunsvegi 10, Njarðvík. Eiginkona hans er Guörún Árna- dóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á Flug-Hótelinu í Keflavík í kvöld kl. 20.00-22.00. Sjöfn Aðal- steinsdóttir, Búðagerði 8, Reykjavík. Guðmundur Þorkelsson, Álfhólsvegi 123, Kópavogi. Leifur Hreggviðsson, Byrgisskarði, Lýtingsstaðahreppi. 50 ára_____________________ Ágústína Guðmundsdóttir, Reynihvammi 24, Kópavogi. Sævar Björnsson, Dalseli 38, Reykjavík. Ragnheiður Gunnarsdóttir, Glitvangi 11, Hafnarfirði. Ólöf Steingrímsdóttir, Grundarlandi 2, Reykjavík. Steingrímur Jónasson, Heiðarbraut 9C, Keflavík. Hildur Þorláksdóttir, Hátúni 12, Reykjavík. HOdur tekur á móti fjölskyldu- fólki sínu og vin- um í dagvistun- arsal Sjálfsbjarg- ar, Hátúni 12, laugardaginn 14.10. kl. 15.00-17.00. Hallbjörg Jó- hannsdóttir, Laufengi 11, Reykjavík. Sigrún Benedikts Jónsdóttir, Staðarhrauni 6, Grindavík. 40 ára Halla Eggertsdóttir, Vegghömrum 15, Reykjavík. Stella María Matthíasdóttir, BæjargUi 16, Garðabæ. Ástríður Guðmundsdóttir, Brekkustíg 15, Njarðvík. AIIIH gfc *mm mni — 904*1700 Verð aðeins 39,90 mín. Ðafþreymg QQ Dagskrá Sjónv. gO Dagskrá St. 2 [|] Dagskrá rásar 1 [ffl Myndbandalisti vikunnar - topp 20 Myndbandagagnrýni ísl. listinn - topp 40 [Z] Tónlistargagnrýni Sil Nýjustu myndböndin dU Gerfihnattadagskrá Sigurdur Snævar Gunnarsson Sigurður Snævar Gunnarsson sölustjóri, Bleikjukvísl 2, Reykja- vík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist á Hofsstöðum í Reykhólasveit í Austur-Barða- strandarsýslu en ólst upp við Valsheimilið í Reykjavík. Sigurður starfar við eigið fyrir- tæki, Heildverslunina NÖR, sem hann rekur ásamt tengdaföður sínum, Pálma Friðrikssuni. Fyrir- tækið sérhæfir sig í þjónustu við hitaveitur á íslandi. Sigurður hefur starfað í Knatt- spyrnufélaginu Val og verið sæmdur viðurkenningum frá fé- laginu. Hann hefur starfað á veg- um Golfklúbbs Reykjavíkur, setið þar í stjórn, verið formaður kapp- leikjanefndar, forgjafarnefndar og unglinganefndar og starfað tals- vert fyrir HSÍ, m.a. verið formað- ur unglinganefndar, auk þess sem hann sat í stjórn Handknattleiks- ráðs Reykjavíkur. Fjölskylda Sigurður kvæntist 17.5. 1969 Erlu Pálmadóttur, f. 25.3. 1950, kirkjuverði Fossvogskirkju. Hún er dóttir Pálma Friðrikssonar, framkvæmdastjóra í Reykjavík, og k.h., Annýjar Ástráðsdóttur húsmóður. Synir Sigurðar og Erlu eru Gunnar Snævar Sigurðsson, f. 9.11. 1969, viðskipta- og fjármála- fræðingur hjá National Bank of Detroit, Michigan, kvæntur Jón- ínu Waagfjörð sjúkraþjálfara og eiga þau einn son, Friðrik Þór, f. 25.5. 1992; Ástráður Þorgils, f. 18.11.1973, við golfkennaranám í Svíþjóð. Systkini Sigurðar eru Ingimar Þór, f. 29.3. 1948, innanhússarki- tekt í Reykjavík; Sveinn Óttar, f. 5.9. 1950, húsasmiður í Reykjavík; Gísli Arnar, f. 28.1. 1954, raffræð- ingur hjá ríkissjónvarpinu, bú- settur í Reykjavík; Gunnur Rann- veig, f. 7.2. 1957, stúdent og hús- móðir í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar eru Gunnar Gísli Þórðarson, f. 10.4. 1918, járn- smiður í Reykjavík, og k.h., Elísa- bet Sveirisdóttir, f. 24.1. 1918, hús- móðir. Ætt Gunnar Gísli er sonur Þórðar, b. í Hlíð í Reykhólasveit, bróður Ara Arnalds, sýslumanns og alþm., afa Ragnars Arnalds alþm. Þórður var sonur Jóns, b. á Hjöll- um í Gufudalssveit, Finnssonar, Sigurður Snævar Gunnarsson b. þar, Arasonar, bróður Jóns, afa Bjöms Jónssonar, ráðherra og rit- stjóra, föður Sveins forseta. Móðir Gunnars Gísla var Ingibjörg Pálmadóttir húsfreyja, ættuð frá Hraundal í ísafjarðardjúpi. Elisabet er dóttir Sveins Sæ- mundssonar frá Sælingsdal í Döl- um og Sesselju Oddmundsdótur frá Bolungarvík en þau bjuggu að Hofsstöðum í Reykhólasveit. Sigurður verður að heiman á afmælisdaginn. Pétur Magnússon Pétur Magnússon bankamaður, Sörlaskjóli 9, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Pétur fæddist í Reykjavík. Hann var fimm ára er hann missti móður sína og var þá tekinn i fóstur af hjónunum Jóhanni Magnússyni og Ólöfu Össurardóttur sem bjuggu í Árborg, smábæ við íslendingafljótið í Manitoba í Kanada. Þar lauk hann burtf- ararprófi frá Árdal High School. Pétur hefur ætíð haft áhuga á æðri tilverustigum en hann hefur gefið út bókna Talað inn í dimman dal frá ljóssins veldi. Fjölskylda Eiginkona Péturs er Guðmunda Jóhanna Dagbjartsdóttir, f. 8.10. 1922, húsmóðir. Hún er dóttir Dagbjarts Elíassonar, útvegsb. i Hvestu í Amarfirði, og Þórunnar Bogadóttur húsfreyju. Börn Péturs og Guðmundu Jó- hönnu eru Jóhanna Sigríður Pétursdóttir, f. 1.2.1945, kennari í Reykjavík, gift Ingimar Heiðari Þorkelssyni, viðskiptafræðingi og forstöðumanni við Landsbankann, og á hún þrjú börn; Magnús Þórir Pétursson, f. 28.9. 1946, lofskeytamaður við flug- stjórnarmiðstöðina á Reykjavíkur- flugvelli, kvæntur Kristínu Guð- mundsdóttur og eiga þau tvö börn; Ólöf Guðrún Pétursdóttir, f. 29.4.1957, hjúkrunarfræðingur og listamaður í Hafnarfirði, gift Þorsteini Njálssyni lækni og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Péturs voru Magnús Sveinsson, f. 20.6. 1888, d. 16.1. 1947, stýrimaður, og f. k. h., Jóhanna Pétursdóttir, f. 25.9. 1890, d. 19.1. 1920, húsfreyja. Ætt Magnús var bróðir Guðlaugar Jakobínu, móður Gunnlaugs alþm., Hjálmars, fyrrv. forstjóra Áburðarverksmiðjunnar og Sveinbjöms verðlagsstjóra Finnssona. Magnús var sonur Sveins, skipstjóra í Hvilft, bróður Rósinkranz, föður Guðlaugs þjóðleikhússstjóra. Annar bróðir Sveins var PáU, faðir Skúla á Laxalóni. Systir Sveins var Kristín, amma Kristjáns Ragnarssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ. Sveinn var sonur Rósinkranz, b. í Tröð í Önundarfirði, Kjartanssonar, b. í Tröð, Ólafssonar. Móðir Magnúsar var Sigríður, systir Jóhanns Lúthers, prófasts í Hólmum, afa Einars Odds Krisjánssonar alþm. Sigríður var Pétur Magnússon. dóttir Sveinbjörns, b. í Skáleyjum, Magnússonar, b. í Skáleyjum, Einarssonar, bróður Eyjólfs eyjajarls. Móðir Sigríðar var María Jónsdóttir, systir Sesselju, móður Herdísar og Ólínu Andrésdætra og systir Sigríðar, móður Björns Jónssonar ráðherra, föður Sveins Björnssonar forseta. Jóhanna var dóttir Péturs, skip- stjóra í Arnarfirði, Björnssonar, b. á Hlaðseyri, Bjömssonar. Móðir Péturs var Kristín Einarsdóttir. Móðir Kristínar var Ástríður Þórólfsdóttir. Móðir Ástríðar var Guðrún Eggertsdótir í Hergflsey Ólafssonar. Pétur er að heiman á afmælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.