Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 31 Fréttir Framhaldsskólinn í Vestmannaeyj um: Vísindahópurinn fær boð um þátttöku í keppni í Arizona Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum; Vísindahópnum í Framhaldsskól- anum í Vestmannaeyjum, sem vann til verðlauna í vísindakeppni ungs fólks í Englandi í síðasta mánuði, hefur verið boðið að taka þátt í vís- indakeppni ungs fólks sem fram fer í Bandaríkjunum næsta vor. Hópurinn, tíu nemendur, tefldi fram tveimur verkefnum í HUGVÍS- keppni framhaldsskólanema sl. vor. Annað verkefnið, atferli loðnunnar, vann til fyrstu verðlauna og hitt verkefnið, ætishljóð þykkvalúrunn- ar, var í ööru sæti. Páll Marvin Jónsson, forstöðu- maður útibús Háskólans í Eyjum sem hefur aðstoðað krakkana, segir að keppnin í Bandaríkjunum sé mjög umfangsmikil. íslendingar hafa ekki tekið þátt í -henni til þessa. Aðstandendur henn- ar hafa mikinn áhuga á að fá kepp- endur héðan og hafa boðist til að styrkja þá til fararinnar. „Yfir 1000 þátttakendur alls staðar úr heiminum eru í þessari keppni sem fram fer í Arizona 5. til 12. maí í vor. Stjórn HUGVÍS-keppninnar hefur gefiö grænt ljós á að krakkarn- ir fari út með verkefnið ætishljóð þykkvalúrunnar," sagði Páll. „Hvort af þessu verður ræðst af því hve styrkurinn verður mikill því engir peningar eru til. Þrír krakkar og þá ekki þeir sömu og tóku þátt í vísindakeppninni í Newcastle færu þá út. Ég veit ekki enn þá hvort þeir eru til í slaginn," sagði Páll. Patriot-skot framleidd á Húsavík j Albert G. Amarson, DV, Húsavík: Ný gerð haglaskota er komin á markaðinn og eru þau framleidd hjá Hlaði sf. á Húsavík sem er eina skot- færaverksmiöjan á landinu. Skotin, sem hafa hlotið nafnið Patriot, samanstanda m.a. af Dia- mond-höglum og Gordon System „dempara" sem er plastdempari neðst í patrónunni. Hann dregur úr högginu sem skyttan fær og eykur um leið hraða skotsins. í raun er verið að færa höggið frá skotinu úr öxl skyttunnar yfir í demparann í skotinu sjálfu. Nákvæmni skotsins eykst um leið. Að sögn Trausta Gunnarssonar hjá Hlaði sf. hafa Diamond-höglin verið framleidd hjá Gamebore í Englandi en eingöngu fyrir leirdúfuskyttirí. Höglin eru með mjög harða húð utan um hefðbundin efni, fá herslueigin- leika stálhagla en þyngd og lang- drægni blýhagla. Umbúðirnar utan um skotin - smekklegir plastpokar - voru hann- aðar hjá Auglýsingastofu Jóns Ás- geirs á Húsavík en einnig er verið að athuga um framleiðslu á pappa- öskjum fyrir skotin. Patriot-skotin fást hjá Hlaði sf. og einnig í öllum betri skotfæraverslun- um á landinu. Frá vígslu Helgafells, dvalarheimilis aldraðra á Djúpavogi. Djúpivogur: DV-myndir Hafdís Erla Dvalarheimilið Helgaf ell vígt Trausti Gunnarsson við skothleðsluvélina. DV-mynd Albert Hafdís Erla Bogadótlir, DV, Djúpavogi: Vígsla dvalarheimilis aldraðra á Djúpavogi fór fram laugardaginn 30. september. Vegna veðurs urðu marg- ir að boða forfoll, m.a. heilbrigðisráð- herra, Ingibjörg Pálmadóttir. Margir góðir gestir komu samt sem áður og þáðu glæsilegar veitingar sem konur úr kvenfélaginu Vöku reiddu fram. Bárust dvalarheimilinu góðar kveðjur og gjaflr. Séra Sjöfn Jóhannesdóttir sóknarprestur bless- aöi heimilið og bað fyrir framtíð þess. Fyrsta skóflustungan að heimilinu var tekin 1. júlí 1990. Aðdragandinn er nokkuð lengri. Áriö 1972 lést Helgi Einarsson frá Melrakkanesi og ánafnaði hann Búlands-, Geithellna- og Beruneshreppi eignir sínar og skyldi andvirði þeirra variö til bygg- ingar dvalarheimilis á Djúpavogi. Ber heimilið nafnið Helgafell til minningar um Helga og konu hans. Mikil sjálfboðavinna Helgafell er 432 fermetrar og í því eru 6 einstaklingsherbergi og 3 tveggja manna. Einnig er í húsinu dagvistunaraðstaða fyrir fólk sem býr utan heimilisins og vill taka þátt í félagsstörfum þar. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 46 milljónir og ljóst er að ekki verður farið yfir þá upphæð. Um lokafrágang sá Trésmiðja Djúpavogs og er húsið nú fullklárað að utan sem innan. Fleiri verktakar tóku þátt í smíðinni og allir iðnaðar- menn gáfu afslátt af vinnu sinni. Auk þess var mikil sjálfboðavinna unnin. Einstaklingar og félagasamtöka hafa lagt málefninu lið og menningardag- ar voru haldnir í fyrra til styrktar heimihnu. Björn Kristleifsson á Egilsstöðum teiknaði húsið. Forstöðukona er Hanna Antonía Guðmundsdóttir. Reynt að stytta biðraðir Ægir Már Kárason, DV, Suðurrtesjum: „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enn þá. Þaö er verið að skoða meö hvaða hætti sé hægt að stytta biðraðirnar. Það kemur í Ijós hvort tekin verða smá eöa stór skref. Það er ekki hægt að fara nánar út í þetta mál á þessari stundu," sagði Pétur Guðmundsson, flugvallar- stjóri á Keflavíkurflugvelli, í sam- tali við DV . Uppi eru hugmyndir um tölu- verðar breytingar og tilfærslur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Kefla- víkurflugvelli. Mikillar óánægju hefur gætt meðal flugfarþega sem hafa þurft að bíða lengi í biðröðum við innritunarborðin. Hugrayndir eru uppi um að tjölga innritunar- stöðvum og stækka brottfararsal- Einnig er rætt um að fjölga vopnaleitartækjum og opna nýjar djT en þar hafa einnig myndast biðraðir þar sem allur handfarang- ur er rækilega skoöaður. Sam- kvæmt hcimildum DV er einnig gert ráð fyrir aö setja upp nýtt. vopnaleitartæki og yrði þá allur farangur sem færi í frakt gegnum- lýstur, sem ekki hefur verið gert áður. Með þessum tækjum yrðu allir hiutir sem færu um borö í flug- véi rækilega skoöaðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.