Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 Fréttír Svtnabændur óánægðir með búvörusamninginn: Samningurinn skemmir ffyrir öðrum búgreinum - segir Jón Eiríksson, svínabóndi í Eyjafiröi, og gerir kröfu um heildaratkvæðagreiðslu allra bænda landsins um samninginn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þessi samningur hefur verið gerð- ur milli heildarsamtaka allra bænda á íslandi og ríkissjóðs. Hann snertir alla búvöruframleiðendur, en tekur hins vegar aðeins mið af einni bú- grein sem er sauöfjárræktin og ekk- ert er hugsað til þess að önnur bú- vöruframleiðsla fari hér fram,“ segir Jón Eiríksson, svínabóndi í Eyja- firði, um búvörusamninginn nýja, en hann verður ræddur á aukaþingi Bændasamtaka íslands í dag. „Það jákvæða við þennan samning er að framleiðslukvótinn er afnum- inn sem er viðurkenning á því að framleiðslustjómun liðinna ára hef- ur verið röng og hneppt bændur í fjötra fátæktar. Hún hefur staðið hagræðingu fyrir þrifum og haldið uppi framleiðslukostnaði," segir Jón. „Það liggur hins vegar fyrir að til eru um 2 þúsund tonn af kindakjöti í landinu og strax fyrir áramót á rík- issjóður að leggja fram 150 milljónir króna í niðurgreiðslu þessa kjöts til að koma því á markaðinn og síðan 63 milljónir á næsta ári og 37 milljón- ir árið 1997. í fyrsta lagi leysir það engan vanda sauðfjárbænda að setja þetta gamla kjöt á útsölu því þá þarf bara að frysta nýja kjötið og velta vandanum á undan sér. Það mun hins vegar skemma mjög fyrir öðrum búgrein- um. Þaö hefur óhjákvæmilega áhrif á sölu nautakjöts sem er til í tugum tonna, það hefur áhrif á sölu svína- kjöts og einnig á sölu kjúklingakjöts, vegna þess að þetta skekkir allt neyslumynstur fólks í landinu. Við sem erum í öðmm búgreinum en sauðtjárrækt getum ekki búið við þetta. Það sorglegasta við málsmeðferð- ina er að við fáum ekki að láta rödd okkar heyrast. Ég geri hins vegar þá skýlausa kröfu til bændasamtak- anna, sem ég er aðili að, að það verði farið með þennan samning út í hreppabúnaðarfélögin, hann verði kynntur þar og tekið verði mið af allri búvöruframleiðslu í landinu. Síðan verði þessi samningur borinn undir alla bændur í landinu. Ef keyra á þetta í gegnum auka búnaðarþing, þar sem sauðfjárbændur eru í meiri- hluta og geta neytt aflsmunar, þá sjáum við svínabændur okkar mál- um betur borgið utan þessa félags- skapar," segir Jón. Nýi búvörusamningurinn hefur sætt mikilli gagnrýni. Margir bændur vilja allsherjaratkvæðagreiðslu um samninginn. Búvömsamningurinn fyrir auka búnaðarþing í dag: Margir kefjast allsherj- aratkvæðagreiðslu - 39 þingfulltrúar geta hins vegar staöfest samninginn eða hafnað honum „Það eru skiptar skoðanir um samninginn meðal bænda. Menn eru misjafnlega ánægðir. Á öllum kynn- ingarfundunum hefur einhver gagn- rýiú komið fram á samninginn. Ég met það hins vegar svo að meirihluti manna muni vilja samþykkja hann,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka ís- lands. Sigurgeir hefur ásamt öðrum for- ystumönnum Bændasamtakanna og landbúnaðarráðuneytisins farið um landiö undanfarna daga og kynnt bændum samning við ríkið um end- urskoðun á búvörusamningi við sauðíjárbændur. Alls hafa 11 kynn- ingarfundir verið haldnir en í dag verður samningurinn tekinn fyrir á auka búnaðarþingi. Samningurinn hefur sætt mikilli gagnrýni á kynningarfundunum og sú krafa er almenn að hann verði borinn undir bændur í allsheijarat- kvæðagreiðslu. Á sumum fundanna, til dæmis í Búðardal og á Laugar- bakka í Húnavatnssýslu, hafa nánast engir lýst yfir stuðningi við samning- inn en víða annars staðar hefur gagnrýnin verið vægari. Að sögn Sigurgeirs er gagnrýnin af ýmsum toga. Sumir hafa lýst yfir andstöðu við þá fyrirætlun að af- leggja kvótann en aðrir telja of hægt farið í frjálsræðisátt. Þá gagnrýna mjög margir þá aðferð sem fara á í endurúthlutun á kvóta og mjög margir óttast hversu stóran hluta umframbirgða á að setja inn á innan- landsmarkað. Á búnaðarþinginu í dag mun ráð- ast hvaða meðferð samningurinn fær. Þingið sitja 39 fulltrúar og hafa þeir heimild til að staðfesta eða hafna samningnum en geta einnig tekið ákvörðun um að vísa honum til alls- heijaratkvæðagreiðslu. Verði það raunin mun þingið taka afstöðu til þess hvort sauðfjárbændur einir fá að greiða atkvæði eða bændastéttin í heild. -kaa í dag mælir Dagfari Skemmtun samkvæmt pöntun Eina skemmtilega tilbreytingin sem Reykjavík býður upp á er mannsafnaðurinn í miðbænum um helgar. Einkum eftir að skemmti- staðir loka og mannfjöldinn streymir út. Þá byijar ballið fyrir alvöru. r Vinsældir þessa næturlífs í höf- uðborginni eru augljósar. Þúsund- ir manna taka þátt og enginn vill fara heim og kemst ekki heim og það gerir ekkert til þvi þar eru ævintýri og slagsmál á hverju horni og ástin kviknar og margt samlífið á sér einmitt upphaf í mannmergöinni sem ráfar um torg og stræti í miðbænum í Reykjavík. Nú ætla borgaryfirvöld og lög- reglan að hafa þessa skemmtan af fólki með því að grípa til ráðstaf- ana. Yfirvöldin hafa ekki skilning á töfrum borgarinnar og mannlífs- ins og vilja endilega koma í veg fyrir að Reykvíkingar hittist eftir miðnætti. Yfirvöldin halda því fram að fólk sé drukkið og hagi sér ósiðsamlega, rétt eins og yfirvöld í Reykjavik geti komiö í veg fyrir drykkjuskap með því að senda fólk heim með boðum og bönnum. Fyrsta tillagan er sú að loka skemmtistöðunum á miðnætti. Þetta var reynt á sínum tíma með þeim aíleiðingum að fólk var rétt að byrja á fyrsta sjússinum þegar bamum var lokaö og eina úrræðið var aö halda gleðskapnum áfram í heimahúsum. Þá voru partíin í al- gleymingi í úthverfum borgarinnar þannig að ekki var vært fyrir þá sem heima sátu. Þá var lögreglan á þeytingi út um 'alla borg til að stilla til friðar og menn sáu fljótt að það var þá betra að halda skemmtifiklunum inni á börunum. Þeir voru opnaðir aftur. Önnur tillagan er sú að opna næturklúbba en allir vita að næt- urklúbbar í heimsborgunum eru gróðrarstíur spilhngar, vændis og undirheimastarfsemi. Kannske er það það sem koma skal. Kannske finnst yfirvöldum í Reykjavík að höfuðborgin sé ekki borg með borg- um nema hún hafi sjálf frumkvæði að því að innleiða spillinguna sem fylgir næturklúbbunum. Þriðja tillagan er sú aö setja upp sjónvarpsvélar til að fylgjast með hegðan fólks í miðbænum eftir að þaö kemur út af skemmtistöðun- um. Þetta mun eiga að gera af ör- yggisástæðum. Og því verður ekki neitað að öryggið hlýtur að aukast þegar borgaryfiröld og aðrir siða- postular geta setið niðri á lögreglu- stöð og skráð hjá sér hver er hver og hver er með hverjum. í allri þeirri mannmergð sem safnast saman í borginni er útilok- að fyrir yfirvöld að fylgjast með ástarleikjum og tilhugalífi unga fólksins og þess vegna er það ekki dónalegt fyrirkomulag að setja upp myndrænar njósnavélar á hverju götuhorni til að hafa auga með því hveijir dragi sig saman og hver fer með hverjum heim. Svo ekki sé nú talað um það ef sannanir skortir um faöemi eöa skírlíf. Hverjar eru afmeyjaðar, hverjir eru fyllstir, hveijir eru bestir? Allt þarf lögreglan að vita og félagsmálabatteríið hjá borginni og borgarstjórnin sjálf og nú verð- ur þetta fest á filmu og hefur sagn- fræðilegt gildi þegar fram í sækir. Allt er þetta gert til að hafa stjóm á börnum borgarinnar og af því að börn verða svo fljótt óstýrilát þá eru yfirvöldin sömuleiðis að leggja til að sjálfræðisaldurinn verði hækkaður í átján ár svo að það sé öruggt að böm verði börn nógu lengi til aö banna þeim að haga sér eins og unglingar eftir að þeir eru orðnir unglingar. Þegar búið verður að grípa til allra þessara ráðstafana og banna unga fólkinu að haga sér öðruvísi heldur en yfirvöldin hafa ákveðiö og búið er að beina sjálfræðisald- ursflokkunum inn á næturklúbba framtiðarinnar er ekki aö efa aö miðbærinn í Reykjavík verði kyrr látur og friðsamur og allir verðir stilltir og prúðir á nýjan leik. Fólk verður jú að haga sér eins og ákveðið er í lögum og sérstak- lega er unga fólkið varað við því að gera eins og fullorðna fólkið seg- ir að það eigi að gera. Það er nefni- lega bannaö að skemmta sér eins og maður sjálfur vill. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.