Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Page 4
,★ * 4 m-éttir_____________________________________________________________ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 T>V ** * Fjölskyldan aö Hjallavegi 4 og ellefu ára ættingi björguðust úr snjóflóðinu á Flateyri: Hén þetta æaaði aldrei að taka enda Opel, vinsælasti bíll Evrópu Opel mest seldi bíll Evrópu 5 ár í röb - segir Brynjólfur Garðarsson sem leitaði nágranna sinna og félaga í rústunum „Ég vaknaði við smell um leið og flóöið lenti á húsinu, Snjórinn kom inn í herbergið og síðan varð allt í einu hara þögn. Um leið áttaði maður sig á því hvað hafði gerst," segir Brynjólfur J. Garðarsson, 36 ára skipstjóri á Flateyri, í viðtali við DV í gær en hann var í hópi þeirra Flat- eyringa sem komu til Reykjavíkur með Ægi í gærmorgun. Brynjólfur kom ásamt fjölskyldu sinni; eigin- konunni Herdisi Egilsdóttur og tveimur ungum dætrum, en á ótrú- legan hátt björguðust þau öll úr snjóðflóðinu á Flateyri aðfaranótt -fimmtudagsins. Þau bjuggu að Hjallavegi 4, sem er raðhús, og er heimilið rústir einar eftir flóðið. Ell- efu ára bróðursonur Brynjólfs gisti hjá þeim um nóttina og tókst Brynj- ólfi og fleirum að moka hann lifandi upp úr rústunum á klukkutíma. Þau misstu ekki ættingja í flóðinu en nágranna og kunningja til fjölda ára úr kauptúninu er vitanlega sárt saknað. Þegar viðtalið fór fram á heimili ættingja þeirra hjóna í Reykjavík í gær voru þau rétt að ná áttum eftir hörmungamar og langa sjóferð með Ægi frá Flateyri. Fram undan var að hitta þá Flateyringa sem komu suður í gær og ættingja þeirra. Þau voru þó reiðubúin til að segja reynslu sína frá fimmtudags- nóttinni. Saga þeirra er ljós í því myrkri sem ríkt hefur á Flateyri síð- ustu daga. Rúmið fært til daginn áður Nóttina örlagaríku svaf yngri dótt- irin, Rakel María, 1 árs, í rúmi við fótagafl hjónarúmsins. Daginn áður hafði rúmið hennar staðið undir glugganum sem snjórinn kom inn um. Brynjólfur segir að Rakel hefði veriö færð frá glugganum þar sem þau hjónin óttuðust að hún væri að fá kvef. Ef rúmið heföi ekki verið fært er óvíst hvort Rakel væri á meðal okkar nú. Hún hefði a.m.k. fengið glerdrífu yfir sig og mikinn spjó. Herdís segist hafa verið vöknuð og staðin upp frá rúminu þegar flóðið skall á húsinu. „Ég vaknaði upp augnabliki áður. Ég fann fyrir miklum drunum og vissi strax hvað var að gerast. En ég komst ekki langt frá rúminu því ósköpin dundu strax yfir. Snjórinn kom ekki svo mikið yfir okkur en nóg samt,“ segir Herdís. Þegar flóðiö var gengið yfir og þau Brynjólfur og Herdís búin aö ganga úr skugga um að allt væri í lagi með þau þrjú í hjónaherberginu fóru þau að hrópa og kalla út í kolsvart myrkrið. Fengum engin svör „Við fengum engin svör. Þaö ríkti algjör dauðaþögn. Bróöursonur minn, Anton Smári, svaf í næsta herbergi við okkur en eldri dóttir okkar, Tara Ósk, var í hinum enda hússins. Ég kom mér í peysu, buxur og sokka og tókst að klóra mig upp snjófargið og út um rifu á herbergis- loftinu. Þegar ég kom út úr herberg- Herdís Egilsdóttir hélt á barni kunningja sinna á Flateyri þegar hún yfirgaf Ægi í gærmorgun. DV-myndir björgun og var kannski ekki svo mikið að spá í hvað margir hefðu farist. Þetta varð æ erfiðara eftir því sem á leið. Hver fregnin um látinn kunningja kom 'á fætur annarri. Ég hélt þetta ætlaði aldrei að taka enda.“ Brynjólfur er fæddur og uppalinn á Flateyri en Herdís er aðflutt, ættuð úr Búðardal. Hún hefur dvalið á Flat- eyri síöan 1988 og árið 1991 fluttu þau inn í nýtt raöhúsið við Hjallaveg 4. Húsið er ekkí á yfirlýstu snjóflóða- hættusvæði, líkt og mörg önnur sem undir flóðinu lentu. Eftir Súðavikur- slysið fóru þau að ókyrrast og eitt sinn gerðist það síðasta vetur að þau yfirgáfu hús sitt, að eigin frum- kvæöi, vegna hættu á snjóflóði. Þau segjast ekki geta álasaö þeim sem gert hafa hættumat í gegnum tíðina því auðvelt væri að vera vitur eftir á. En Brynjólfur viðurkennir að hon- um hetði alltaf fundist það skrýtið aö flóð gæti stöðvast við garðvegginn hjá sér. „Þegar nýja hættumatið kom var ég í sjálfu sér hissa á að sjá aö línan hafði ekki öfl verið færð neðar. Fyrir ofan raðhúsin kemur nefnilega geil. Annars botna ég ekkert í því hvernig þetta flóð rann niður. Þegar það er komið fram hjá okkur fer það lengra í vestur og rústar þar hús. Þetta skilj- um við ekki enn þá,“ segir Brynjólf- ur. Fyrirboöi kvöldið áður? Þegar þvílíkar hörmungar dynja yflr líkt og gerðist á Flateyri kemur oft upp í húga fólks eftir á að þaö hafi fundið fyrir einhverju slæmu fram undan. Aðspurð viöurkennir Herdís að hafa fengið þessa tilfmn- ingu á miðvikudagskvöldið, nokkr- um tímum fyrir flóðið. Hún hafði þá verið að horfa á viðtalsþátt Eiríks á Stöö 2 þar sem viömælandi hans sagði að hörmungamar á Vestfjörð- um væra ekki búnar. „Ég hugsaði mikið um þetta um kvöldið," segir Herdís. Eins og kom fram áður er Brynjólf- ur skipstjóri en Herdís hefur starfað í banka og við bókhald, auk húsmóð- urhlutverksins. Þau segjast óákveðin með framtíöina, hann ætli sér þó vestur á Flateyri sem fyrst til björg- unar- og uppbyggingarstarfa. Herdís segir slikt hið sama, þau ætli sér að bjarga persónulegum munum og öðru heillegu innbúi úr húsinu. Framhaldið segja þau óráðið, þau ætli að koma sér fyrir í Reykjavík í vetur, en telja óliklegt að þau eigi eftir að byggja upp á nýtt á Flateyri. „Það er ljóst aö hættusvæöiö verö- ur stækkað eftir þetta og það þreng- ist því um byggðina. Það er ekkert annað land tU að byggja á en á Eyr- inni. Það má kannski byggja eitthvað upp af því sem eyðilagðist en ólíklegt að um nýbyggingar verði að ræða. Annars er fólk af skiljanlegum ástæðum litið farið aö spá í framtíð- ina en okkur líst ekki á blikuna," segir Brynjólfur. Þau vildu að lokum koma á fram- færi innilegu þakklæti til björgunar- manna sem gerðu meira á Flateyri en í mannlegu valdi stendur. Vel hefði verið haldið á björgunarstarf- inu og starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar og Rauða krossins ættu heiður skilið, ekki síst fyrir móttökurnar við komuna til Reykjavíkur í gær. -bjb Brynjólfur Garðarsson gengur níður landganginn á Ægi í gærmorgun ásamt dætrum sínum, Rakel Maríu í fanginu og Töru Ósk fyrir framan. inu horfi ég beint upp í himininn því þakiö var nánast horfið af húsinu. Ég kallaði þá eftir Töru og til allrar hamingju svaraði hún þá strax. Hún var þá búin að klóra sig upp en snjór- inn náði alveg upp imdir ris í hennar herbergi. Ég náði henni undan risinu og fór með hana til Herdísar og Ra- kelar, sem höfðu hreiðrað um sig í holu í herberginu, og sagði þeim að vefja sængur utan um sig,“ segir Brynjólfur. Því næst fór hann að huga að Ant- oni Smára en leist ekki á blikuna þar sem ekkert sást í herbergið hans. „Það var allt brotið og bramlað og ég sá aö ég gat lítið gert einn. Svo er mér litið austur eftir yfir raöhúsin við hliöina á okkur og þar blasti bara við auðn. Þaö var eins og sprengja hefði fallið á kauptúnið." Á því augnabliki áttaði Brynjólfur sig á að eitthvað ægilegt hefði gerst. Hann fór að næsta húsi sem hann sá heillegt og ræsti einn nágranna sinn. Því næst fór hann aftur að húsi sínu og náði í Herdísi og dætumar og kom þeim í öruggt húsaskjól. Þá var Brynjólfur enn á sokkaleistun- um, orðinn blautur og kaldur, en fékk gafla hjá vinafólki þeirra. Næsta verk var að fara að finna Anton Smára. „Þaö gekk rosalega ifla að moka og við heyrðum ekkert í honum. Við vorum þrír á fullu að moka niður á tveimur stööum. Útveggurinn hafði gengið inn í flóðinu og þetta leit mjög illa út. Það var alls staðar fyrirstaöa. Eftir svona klukkutíma heyrðum við loks í honum. Þaö var þvílíkur léttir að ég get varla lýst því,“ segir Brynj- ólfur um björgunina á Antoni Smára. Tréveggur hafði fallið ofan á Anton og lá hann í grúfu á þykkri dýnu á gólfinu. Hann gat ekkert hreyft sig fyrir snjó og glerbrot höfðu stungist í læri hans. Til að komast að honum uröu Brynólfur og félagar að notast við hjólsög og saga í sundur spýtu. Átti erfitt með að anda „Þaö var töluvert mikið magn af blóði sem hann hafði misst. Hann sagöist eiga erfitt með að anda og bað okkur að flýta sér. Við sögðum alltaf aö þetta væri alveg að koma, alveg að koma, og hann stóð sig eins og hetja, missti aldrei meðvitund. Áður en við fórum að hreyfa við honum gat ég ekki annað en tekið stærstu glerbrotin úr lærinu á honum. Þá var hann farinn að kvarta mikiö undan kulda,“ segir Brynjólfur en Antoni var komið við fyrsta tækifæri á sjúkrahús á ísafirði þar sem hann er nú óðum að ná sér. Þegar búiö var að bjarga Antoni fór Brypjólfur að aðstoða við björgun. Þá var klukkan um hálfátta um morguninn. Næstu klukkutímana var hann á fullu við mokstur, eða þar til hjálp barst frá ísafiröi. Éftir það aðstoðaði hann einkum við að leiöbeina björgunarmönnum um rústimar til að þeir áttuðu sig betur á staðháttum. Hann lenti í því aö þurfa að finna nágranna sinn úr næsta raðhúsi látinn og þá segist hann hafa verið við það að gefast upp. „Það var ægilegt að ganga um svæðið. Flest húsin færðust hundruð metra úr stað, bílar enn lengra og bókstaflega allt úti um aflt. Maöur var náttúrlega önnun kafinn við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.