Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 f-|\y erlend bóksjá Metsölukiljur Saga um byltingu eftir Jevtúsjenkó Bretland Skáldsögur: 1. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 2. Jane Austen: Prlde and Prejudlce. 3. Ruth Rendell: Simlsola. 4. Ellls Peters: Brother Cadfael's Penance. 5. Tom Clancy: Debt of Honour. 6. Robert Harris: Fatherland. 7. Chaterlne Cookson: The Tlnker's Girl. 8. John Grlsham: The Chamber. 9. Barbara Taylor Bradford: Everythlng to Galn. 10. Maeve Binchy: The Glass Lake. Rit almenns eðlls: 1. Alan Bennett: Writing Home. 2. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 3. J. Lowell & J. Kluger: Apollo 13. 4. S. Britwistle & S. Conklin: The Maklng of Prlde and Prejudice. 5. Blll Bryson: Made In America. 6. Jung Chang: Wild Swans. 7. lan Botham: Botham: My Autoblography. 8. A. Llttle & L. Sllber: The Death of Yugoslavla. 9. Eric Hobsbawm: Age of Extremes. 10. Richard Preston: The Hot Zone. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Peter Heeg: De máske egnede. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Anne Tyler: Sankt mullgvis. 4. Mlchael Crlchton: Congo. 5. Robert J. Waller: Broerne I Madlson County. 6. Mlchael Larsen: Uden slkker vlden. 7. Margaret Forster: Kampen om Christabel. (Byggt á Politiken Sendag) Á sjöunda áratugnum varð Jev- gení Jevtúsjenkó frægur viða um lönd sem eitt kraftmesta unga ljóð- skáld Rússa. Þessi piltur frá Síberíu nýtti það aukna frelsi sem fylgdi upphafsárum valdatíðar Nikita Krú- stjoffs og orti meðal annars magnað kvæði, Babi Yar, gegn gyðingahatri landa sinna. En Jevtúsjenkó gekk aldrei svo langt að sovéska kerfið gripi til að- gerða gegn honum. Hann varð aldrei andófsmaður gegn kommún- ismanum en naut forréttinda kerfis- ins alla tíð. Af þeim sökum ávann hann sér aldrei til fulls trausts þeirra sem ákafast börðust gegn soyéska einræðinu. í þeim örlagaríku atburðum árið 1991, þegar harðlínumenn í sovéska kommúnistaflokknum reyndu að steypa Gorbatsjov af stóli, stóð Jevt- úsjenkó með svokölluðum lýðræðis- öflum. Þeim tókst á þremur dögum að koma í veg fyrir valdarán og hefja þá þróun sem fljótlega leiddi til þess að Sovétríkin voru lögð nið- ur. Skáldsaga um atburðina í ágúst Jevtúsjenkó, sem hóf ungur að yrkja ljóð (fyrsta Ijóðabók hans kom út árið 1952 þegar hann var 19 ára), hefur að undanförnu samið skáld- sögur. Sú nýjasta, sem er að koma út á ensku um þessar mundir, fjall- ar einmitt um atburðina örlagaríku í Moskvu í ágúst árið 1991. Þessi skáldsaga nefnist á ensku: Don’t Die Before You’re Dead (útgef- andi Robson Books, verð 16,99 sterl- ingspund) og er eins konar sam- Jevgení Jevtúsjenkó: Skáldsaga um valdaránstilraunina í ágúst 1991. Umsjón Elías Snæland Jónssnn bland af heimildaskáldsögu og lykil- róman. Margar sögupersónur koma hér fram undir eigin nöfnum, svo sem Gorbatsjov, Jeltsín og Jevtúsjenkó sjáífur. Aðrir þekktir menn eru lítt dul- búnír í frásögninni, til dæmis sagnaritari Gúlagsins, Solsjenitsyn, tónlistarmaðurinn Rostropovits og Sjevardnatsje, þáverandi utanríkis- ráðherra. En svo koma líka við sögu í veigamiklum hlutverkum nokkrar persónur sem eru hugarsmíð skáldsins. Gagnrýnendur, sem fjallað hafa um skáldsöguna í blöðum í Bret- landi og Ameríku, hafa ýmislegt við hana að athuga. Einkum gagnrýna þeir persónusköpunina sem sé harla yfirborðskennd. En þeir viðurkenna að á köflum sé hér um magnaðan skáldskap að ræða og eftirminnilega frásögn af sögulegum atburðum. Sjálfslýsing Jevtúsjenkós Flestum ber saman um að í skáld- sögunni fjalli Jevtúsjenkó allítar- lega um eigið líf — ekki aðeins í hringiðu atburðanna í ágúst 1991 heldur einnig á valdatíma kommún- ista. Hann lýsi því til dæmis hvern- ig hann hafi komist hjá því að starfa fyrir leyniþjónustuna alræmdu, KGB, en margir telja einsýnt að hann hafi verið í tygjum við valda- menn þar á bæ á meðan Sovétríkin voru og hétu — og vísa m.a. til þess að aldrei voru settar hömlur á ferð- ir hans til útlanda. Lok skáldsögunnar þykja reyndar lýsa nokkuð tvíbentu sambandi hans við sovésku leiðtogana en þar segir í lauslegri þýðingu: Ég er ekki kommi, eins og það heitir, en ég faðma rauða fánann og græt. Jevtúsjenkó, sem er 62 ára og kveðst hafa ort 135 þúsund ljóðlínur um ævina, býr nú ýmist í Moskvu eða Bandaríkjunum en hann kennir kvikmyndafræði í Oklahoma. vísindi Kynferðislegt lykt- arskyn enn rádgáta Nef manna eru mismunandi en öll gegna þau hlutverki í sambandi við kyn- lífið. Ný pláneta fundin Merk tíðindi urðu i heimi stjamvísindanna nýlega þegar í fyrsta sinn var staðfest tilvist plánetu á sporbaug umhverfis stjörnu fyrir utan sólkerfi okk- ar. Það voru tveir vísindamenn við stjörnuathugunarstöð í Kali- forníu sem þar voru að verki en tveimur vikum áður höfðu sviss- neskir vísindamenn séð eitthvað sem líktist plánetu á braut um- hverfls stjörnuna 51 Pegasus. Plánetan er ósýnileg á spor- baug sínum en þyngdarafl henn- ar varð þess valdandi að stjarn- an titraði aðeins. Af því mátti ráða að plánetan væri þarna. Brjóstagjöf er bömum góð Finnskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að börn sem hafí verið á brjósti njóti þess allt fram til sautján ára aldurs. Börnum þessum ku ekki vera jafn hætt við að fá alls kyns ofnæmi, svo sem eins og asma. Rannsókn finnsku vísinda- mannanna hófst árið 1975 og var fylgst með sömu börnunum þar til þau voru orðin sautján ára. Þau sem fengu ekki aðra mjólk en móðurmjólkina til sex mán- aða aldurs voru ekki eins næm fyrir ofnæmi ýmiss konar og þau börn sem fengu litla sem enga móðurmjólk. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Nefið í okkur býr yfir tvenns konar lyktar- skyni. Annað þeirra, og það sem meira fer fyrir, getur numið um það bil tíu þúsund mismunandi lyktarafbrigði, allt frá höfugri blómaangan yfir í óþefinn af blessuðum skúnkinum. Hitt lyktar- skynið er kall- að „kynferðis- lega nefið“. Það greinir aftur á móti ferómón sem er lykt sem aðrir einstak- lingar senda frá sér í örlitlu magni og stjórnar félags- legri hegðun okkar og því að við leitum eftir hinu kyninu til æxlun- ar. Sá sem segir þetta er bandarískur vísindamaður, Richard Axei. Hann er prófessor í lifefnafræði og sam- eindalífeðlisfræði við hinn virta Columbia háskóla í New York. í grein sem hann skrifar í tímarit- ið Scientifíc American, segir Ric- hard Axel að lyktarboð frá þessum tveimur mismunandi lyktarskyn- stöðvum séu send til mismunandi staða í heilanum og atferlissvörunin sé því ekki hin sama. Boð frá kynferðislega nefinu, sem er staðsett neðarlega í nefmu, fara beint til þeirra staða í heilanum sem stjórna eðlislægu atferli okkar og tilfinningaviðbrögðum. Boð frá annars konar lykt eru numin af vefjum í efri hluta nefsins og fara til æðri miðstöðva í heila- berkinum, þess svæðis heilans sem stjórnar hugsun- um okkar. Axel segir að kyn- ferðislega nefið gegni mikilvægu hlutverki hjá dýr- um. Þegar karl- kynsnagdýr néma ferómónin sem kvendýrin gefa frá sér, svara þau með því að verða kyn- ferðislega virk. Ef vefir kynferðislega nefsins eru fjar- lægðir við fæð- ingu leita kven- mýs sér aldrei að. maka. Vísindamenn hafa ekki enn öðlast skilning á kyn- ferðislega nefinu í mannskepnunni, að sögn Axels. Hann og sam- starfsmenn hans hafa hins vegar fundið út að í manninum og öðrum spendýrum stjórni um það bil eitt þúsund gen framleiðslu lyktarnema. Það þýðir að eitt prósent allra gena mannsins séu helguð því hlutverki að nema lykt. „Hið mikla magn erfðaupplýsinga sem tengist lyktarskyninu endur- speglar ef til vill þýðingu þessara skynfæra fyrir lífsbaráttu og við- gang flestra spendýrategunda," seg- ir Richard Axel. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Tom Clancy & Steve Pleczenik: Mlrror Image. 2. Danlelle Steel: Wings. 3. Sldney Sheldon: Nothing Lasts Forever. 4. Stephen Klng: Insomnia. 5. Nelson DeMille: Spencerville. 6. Judith Mlchael: A Tangled Web. 7. Roger MacBride Allen: Showdown at Centerpoint. 8. Dick Francls: Wild Horses. 9. Patricia Cornwell: The Body Farm. 10. Phyllis A. Whltney: Daughter of the Stars. 11. Carol Shlelds: The Stone Diaries. 12. John Irving: A Son of the Clrcus. 13. Stuart Woods: Unperfect Strangers. 14 Celeb Carr:The Allenist. 15. David Guterson: Snow Falling on Cedars. Rit almenns eölis: 1. Paui Reiser: Copplehood. 2. Tim Allen: Don't Stand to Close To a Naked Man. 3. Richard Preston: The Hot Zone. 4. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 5. Mary Pipher:Revlving Ophelia. 6. Clarissa Plnkola Estés: Women Who Run with the Wolves. 7. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Llght. 8. Thomas Moore: Care of the Soul. 9. LouAnne Johnson: Dangerous Minds. 10. Jill Ker Conway:True North. 11 M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 12. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 13. J. Lovell & J. Kluger:Apollo 13. 14. Robert Fulghum: Maybe (Maybe Not). 15. Thomas Moore: Soul Mates. (Byggt i New York Times Book Revlew) Sykurhörnin eru grennri Börn sem borða sykur, neyta heilnæmari fæðu og eru alla- jafna grennri en þau sem fá ekki nein sætindi af því að for- eldrarnir telja það svo óhollt. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar sem næringarfræðingar | við háskóla í London gerðu á 143 börnum á aldrinum ellefu til þrettán ára. Þar kom einnig í ljós að börn sem borðuðu syk- ur lifðu á fjölbreyttara fæði en hin og neyttu minni fitu. Niðurstöður þessar ganga í berhögg við ráð sem foreldrum hafa verið gefin hin síðari ár um að varast beri að gefa böm- unum mikil sætindi. Aðrir vísindamenn, sem gerðu rannsókn á mataræði barna, fundu engar vísbending- ar sem studdu fullyrðingar um að sykurneysla væri vond fyrir heilsuna. Ný fislátt rafhlaða Hollenskir vísindamenn hafa þróað nýja gerð af liþíumraf- hlöðu. Hylkið utan um hana er úr keramikefni sem nær mikl- um þéttleika við háan þrýsting. I Rafhlaða þessi er endurhlaðan- leg. Vísindamennirnir gera ráð fyrir að innra viðnám raflilöð- unnar verði mjög lítið þannig ; að orkutap, bæði við hleðslu og notkun, verði í lágmarki. Þar sem rafhlaða þessi skilar fjór- um sinnum meiri orku en hefð- bundnar hleðslurafhlöður á hvert kíló í þyngd eru bundnar : vonir við að hægt verði að nota hana í rafknúnum bílum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.