Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Page 23
JjV LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 23 „Úlfabræðurnir" líka loðnir um lófana: Eru vinsælir meðal kvenna - sýna hárfínar listir í háloftunum Victor og Gabriel Gomez, sem fæddir eru með sjaldgæfan erfða- sjúkdóm sem veldur of örum hár- vexti á líkama þeirra og andliti, þurfa ekki lengur að óttast þung- lyndi þegar þeir eru kallaðir ónefn- um. Nú ýlfra úlfabræðurnir, eins og þeir eru kallaðir, af gleði. „í gær vorum við afbrigðilegir en í dag eru við hetjur," segja bræð- urnir sem eru 13 og 17 ára. Að sögn erlendra fjölmiðla þjást mexíkósku bræðurnir og fleiri í fjölskyldu þeirra af þessum óvenjulega sjúk- dómi sem gerir það að verkum að þeir líta út eins og varúlfar í hryll- ingsmynd. í áraraðir máttu bræðurnir þola ónefni af ýmsu tagi, eins og „úlfa- drengirnir". Fyrir vikið grétu bræð- urnir sig í svefn og hættu í skóla og héldu sig heima til að mæta ekki hæðnisglósum jafnaldra sinna. Útlitið var svart þegar fjölleika- húseigandinn Robert Campa kom að máli við þá. „Við vorum með sýningu í nær- liggjandi bæ þegar amma þeirra kom að máli við okkur og spurði hvort við vildum ráða þá. Ég hitti þá og komst að raun um að á bak við flókann voru tveir greindir ung- ir menn,“ segir Robert. Með leyfi foreldra sinna fóru Gabriel og Vicktor með fjölleika- húsinu fyrir fimm árum. Á þeim tíma hefur Robert þjálfað þá í loft- fimleikum og séð þeim fyrir mennt- un sem þeir hefðu annars misst af. „Seinustu ár hafa verið þau ánægjulegustu í lífi mínu,‘, segir Gabriel. „Sjálfstraust okkar jókst, við lærðum nýja hluti og síðast en ekki síst höfum við getað sent pen- inga heim.“ Bræðurnir eru einnig vinsælir meðal kvenfólks, segir Róbert. Reyndar segir hann þá svo vinsæla að þeir njóta meiri athygli en vöðvabúntin hjá ungum stúlkum og konum sem sæki sýningar og starfi með fjölleikahúsinu. Gabriel, sem er eldri, á sér kær- ustu en segist ekki reiðubúinn að giftast. Hann segir líf þeirra ævin- týri líkast i dag. Þótt þeir séu enn þá kallaðir úlfadrengirnir þá greini þeir aðdáun í rödd þeirra sem kalla þetta en ekki hæðni. -PP „Ulfabræð- urnir“ sýna nú loftfim- leika í fjöl- leikahúsi og eru ánægðir með lífið og tilveruna. nýjum umboðsaðila á íslandi Þýzk-íslenzka hf tók við sölu og dreifingu á framleiSsluvörum Norgips á Islandi þann 1. október 1995. EINN HELSTI FRAMLEIÐANDI A GIFSPLÖTUM í EVRÓPU IÞYZK-ISLENZKA HF. LYNGHÁLSI 10 - SÍMI 5675600 - FAX 587 7914 Norgips gifsplötur eru sterkar, hljóSeinangrandi og óbrennanlegar og því hentugasta efnið til ýmissa klæðninga í byggingum. Gifs er náttúrulegt efni sem gefur ekki frá sér skaðlegar lofttegundir eða lykt. KASTARADAGAR frá 23. október til 4. nóvember Rafkaup ARMULA 24 - S: 568 1518 AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KÖSTURUM + STORAFSLATTUR AF AKVEÐNUM TEGUMDUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.