Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Page 8
J . sælkerínn Humarhúsið: LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 Vinsælasti humarrátturinn Einn af okkar alvinsælustu hum- arréttum er smjörsteiktir humar- halar í kryddjurtaraspi með mildri sinnepssósu og saffranhrígrjónum," sagði Tyrfingur Tyrfingsson, mat- reiðslumaður hjá Humarhúsinu, í samtali við DV. Humar er alltaf vinsæll veislu- matur en hann er því miður dýr í verslunum og því ekki keyptur nema eitthvað sérstakt standi til. En það er alltaf gaman að bjóða gestum upp á humar og margvislega skemmtilega rétti hægt að gera úr honum. Þeir sem heldur vilja fara út að borða geta keypt þennan rétt hjá Humarhúsinu og kostar hann 2.390 krónur. En þá kemur uppskriftin fyrir þá sem vilja spreyta sig heima. Humar fyrir 2 400 g pillaður og garndreginn humar (geymið skeljamar i súpu) matarolía og hvítlaukssmjör til steikingar Þerrið humarinn vel og veltið upp úr heimalöguðum brauðraspi sem gerður er þannig: góður heimalag- aður brauðraspur er mulinn fint í matvinnsluvél með timian og hvít- lauksdufti eftir smekk. Olían er hituð á pönnu og hum- arinn steiktur í 2-3 mínútur en þá er hvítlaukssmjöri bætt á pönnuna og humrinum velt í því. Sósa 3 msk. dijon sinnep 2 msk. franskt sætt sinnep 1 dl rjómi 1/2 dl fisksoð 1/2 dl hvítvín 1 tsk. ferskt estragon salt og pipar eftir smekk Öllu blandað saman og soðið í um 3 mínútur. Með þessu eru borin fram saffran- hrísgrjón en þá eru grjónin soðin eftir leiðbeiningum og saffrani bætt út í. Sósan er sett á diska, humarinn ofan á matgæðingur vikunnar Nautakjöt á wok Það er fljótlegt og ein- falt að búa til kínverska máltíð. Best er að nota wokpönnu en ef hún er ekki til á heimilinu má nota venjulega steik- arpönnu. Réttur þessi miðast við fjórar mann- eskjur. Það sem þarf í réttinn er eftirfarandi: 4-500 g þunnt skornar skífur af meyru nauta- kjöti, t.d. innra læri 2 rif grófhakkaður hvítlaukur nokkrir perlulaukar 2 gulrætur 1 rauð paprika nokkrar sykurbaunir 1 dl portvín 1 bráöinn kjötkraft- teningur pipar salt olfa Nautakjötið er skorið í þunna strimla. Olian hituð á wokpönnu eða venjulegri steikar- pönnu. Kjötið og hvít- laukurinn steikt saman. Skolið og hreinsið grænmetið, skerið papr- ikuna í strimla og gul- ræturnar í sneiðar og svitið hratt saman með kjötkraftinum í heitri olíu og setjið baunimar út í. Þá er perlulaukur- inn settur á pönnuna, Kjötið og portvíni hrært saman við. Bragðbætið með salti og pipar og hitið vel upp. Rétturinn er borinn fram með laussoðnum hrísgrjónum og salati. Sjávarréttir og kjöthleifur „Ég hef gaman af að elda mat sem er auðveldur og hef valið einfaldar uppskriftir sem gott er að eiga ef lít- ill tími gefst til matarstúss," sagði Guðrún Jakobsdóttir, skrifstofu- stjóri og matgæðingur vikunnar. „Ég á tvo stráka, sem era 5 og 7 ára, og þeim finnst þetta góður matur.“ Guðrún ætlar að bjóða upp á fiskrétt sem hún nefnir Ægisrétt, auðveld- an kjöthleif og loks vinsælar súkku- laðibitakökur. Ægisréttur 1 stórt ýsuflak aromat 50 g smjörlíki 1 stór laukur 1-2 rauð epli 1-3 tsk. karrí 1-2 bollar rækjur 1-2 bollar rifinn ostur Smjörlíki, karrí, saxaður laukur, rif- in epli með hýði sett á pönnu og lát- ið krauma í 5 min- útur. Fiskurinn er skorinn í hæfilega bita, aromati stráð yfir og settur síðan yfir eplin og lauk- inn á pönnunni, þá er rækjunum stráð yflr og loks ostinum. Ef menn vilja meira karríbragð má auka það. Lok sett á pönnuna og látið krauma við miðstraum í 10 mínútur. Borið fram með soðnum kartöflum eða hrísgrjónum og salati. Auðveldur kjöthleifur 700 g nautahakk 1—2 egg 1 dós tómatssósa frá Hunts 1/2 bolli mulið saltkex (u.þ.b. 7 kökur) 1 lítill laukur 2 msk. græn paprika 1 tsk. salt 1/4 tsk. pipar Guðrún Jakobsdóttir gefur uppskrift að auðveldum súkkulaðjbitakökum. DV-mynd 1 tsk. timian 1 tsk. oregano 1 tsk. marjoram Fyrst er öllu blandað saman í skál nema hakkinu en því er síðan bætt út í. Búið til hleif og setjið í eldfast smurt mót og bakað viö 175 gráöur í eina klukkustund. Með þessu má hafa kalda grillsósu eða tómatsósu fyrir börnin eða búa til ítalska tóm- atsósu. Með þessu höfum við pastaslaufur eða skrúfur sem kryddaðar hafa ver- ið með smjöri og pastakryddi. Mig langar að gefa uppskrift að súkkulaðikökum í staðinn fyrir eftir- rétt vegna þess að það er mjög fljót- legt að búa þær til og börnin eru sólgin í þær. Súkkulaði- bitakökur 125 g smjörlíki 1/2 bolli strá- sykur 1/4 bolli púður- sykur 1 egg 1 tsk. vanillu- dropar 1 bolli hveiti 3/4 tsk. salt 1/2 tsk. matar- sódi 100 g suðusúkkulaði 1/2 bolli hnetuflögur (kókosmjöl eða möndluflög- ur eftir því sem til er. Má sleppa) Smjörlíki, sykur, egg og vanillu- dropar er hrært saman. Þurrefnin eru sigtuð og hrærð saman við. Súkkulaðið er brytjað og sett út í ásamt hnetuflögunum. Kökurnar eru settar á bökunarpappír á plötu (16 kökur á plötu) og bakað við 175 gráðu í 6—8 mínútur. Kökurnar þarf að taka strax af plötunni og setja á grind til að kæla þær. Guðrún ætlar að skora á vinkonu sína, Margréti Lilju Einarsdóttur sjúkraliða, að vera næsti matgæðing- ur. „Hún lumar alltaf á ljúffengum réttum.“ og borið fram með- grjónunum og hvítlauksbrauði. Tyrfingur og þjón- amir á Humar- húsinu mæla með áströlsku hvítvíni, Chardonnay Bin 65, Lind- ermans en það er ilm- ríkt, með fremur mikilli fyllingu og góð- um ávaxtakeim. Flaskan af því kostar 1.050 krónur í áfeng- isverslunum. Tyrfingur Tyrfingsson með humar- réttinn góða. DV-mynd GVA Kirsuber hafa lengi verið vinsæl í eftirrétti enda passa þau með ýmsu. Nú orðið er oft hægt að fá fersk kirsuber í verslunum hér. Fyrst er vitaö um kirsuberjatré í Egyptalandi 700 árum fyrir Krist en þau vora alþekkt hjá Rómverjum í kringum árið 70. Vinsældir ávaxtarins breiddust út til Evr- ópu á miðöldum og sagt er að Georg V. af Frakklandi hafi plantað yfir eitt þúsund kirsu- berjartrjám í hallargarði sín- um. Kirsuber vora helst notuð í ferska eftirrétti en einnig var talið að þau hefðu lækninga- mátt. V 1 I þremur litum Kirsuber eru í þremur litum, gulum, vínrauðum og svörtum. Þau svörtu vaxa í Bandaríkjun- um og Kanada. Mest kemur af kirsuberjum frá Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Ameríku. Þegar kirsuber eru keypt eiga þau ekki hvorki að vera of hörð né of lin og passa verður að litur- inn á þeim sé fallegur. Hægt er að geyma ný kirsuber i ísskáp í tvær vikur en við stofuhita geymast þau í viku til tíu daga. Þess má geta að kirsuberjavið- ur er mikill tískuviöur um þessar mundir og mikið notað- ur i innréttingar. Vítamúirík Kirsuber eru full af C- vítamíni. Þau hafa einnig smá- vegis af B-vítamíni og kalki. Kirsuber má nota í hina ýmsu rétti og sem skraut í drykki og á tertur. Krökkum finnast þau sæt og safarík og þess vegna eru þau kjörið snakk á milli mála. Einnig er gott að setja nokkur ber í matvinnsluvél og setja maukið í mjólkurhristing. Kirsuber eru einnig Ijúffeng með ostum, eins og t.d. brie og camembert. Mýkra kjöt Ef þú hefur ástæðu til að halda að kjöt, sem þú hefur keypt, sé seigt er ráð að setja ofan á það kiwisneiðar eða papayasneiðar og láta ávextina liggja yfir nótt. Áður en kjötið er eldað era ávextimir fiar- lægðir og kjötið matreitt á venjulegan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.