Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Síða 12
12 erlend bóksjá LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 Tíunda spennusaga Forsyths í smíðum Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Jane Austen: Pride and Prejudlce. 2. Colln Dexter: The Daughters of Cain. 3. Ruth Rendell: Simlsola. 4. Chaterine Cookson: The Tlnker’s Girl. 5. John Grisham: The Chamber. 6. Tom Clancy: Debt of Honour. 7. David Guterson: Metsölukiljur | •••••••«••••##• Bandaríkin Skáldsögur: 1. Tom Clancy & Steve Pleczenlk: Mirror Image. 2. Sldney Sheldon: Nothing Lasts forever. 3. Danlelle Steel: Wlngs. 4. Sharyn McCrumb: She Walks These Hills. 5. Nelson DeMllle: Spencerville. 6. Carol Shields: The Stone Dlarles. 7. Stephen Klng: Inspmnia. 8. Dlck Francis: Wild Horses. 9. David Guterson: Snow Falling on Cedars. 10. Patricla Cornwell: The Body Farm. 11. Stuart Woods: Unperfect Strangers. 12 Celeb Carr: The Alienlst. 13. Catharlne Coulter: The Duke. 14. Judlth Michael: A Tangled Web. 15. Dean Koontz: Dark Rivers of the Heart. Rit almenns eölis: 1. Paul Reiser: Copplehood. 2. Rlchard Preston: The Hot Zone. 3. Tim Allen: Don't Stand to Close To a Naked Man. 4. Mary Plpher: Revlving Ophelia. 5. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 6 M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 7. Clarissa Pinkola Estés: Womea Who Run with the Wolves. 8. Thomas Moore: Care of the Soul. 9. Doris Kearns Goodwin: No Ordinary Tlme. 10. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Light. 11. Jlll Ker Conway: True North. 12. R. McEntlre & T. Carter: Reba: My Story. 13. Laurle Garrett: The Comlng Plague. 14. Maya Angelou: I Know why the Caged Blrd Slngs. 15. Thomas Moore: Soul Mates. (Byggt á New York Times Book Revlew) vísindi Efnafræði og geðklofi Vísindamenn í Finnlandi telja sig hafa uppgötvað fyrstu traustu vísbendingarnar um truflanir í efnabúskap heilans í geðklofasjúklingum. Visinda- mennirnir segja að slíkir sjúk- lingar hafi meira magn dópamíns i sér en aðrir en það er eitt margra taugaboðefna sem örva taugafrumurnar. í fimm geðklofasjúklingum af sjö sem finnsku vísindamenn- irnir rannsökuðu var marktækt meira magn dópamíns en í heil- brigðum sjálfboðaliðum, segir í grein eftr Jarmo Hietala og fé- laga hans við háskólann í Turku. Finnarnir notuðu svokallaðan PET-skanna við rannsóknimar og komust að því að breytin- garnar voru mestar í vinstri hluta heilans. Aðrar rannsóknir á heila höfðu sýnt fram á að geð- kiofi tengist oft vinstri hluta heilans. Norsku fjöllin eldgömul Hvolflaga fjöllin í suðurhluta Noregs eru miklu eldri en til þessa hefur verið talið. Jarð- fræðingar frá háskóla í Amster- dam komust aö því að fiöll þessi eru þrjátíu milljón ára gömul en ekki einnar til tveggja milljón ára gömuf. Niðurstöðuna fengu vísinda- mennimir með því að rannsaka afurðir kjamaklofnings í stein- tegundinni apatíti. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Breski rithöfundurinn Frederick Forsyth er nú að vinna að gerð tí- undu spennusögu sinnar - og gefur í skyn að þar með sé hann hættur. Hann hefur að undanfornu dvalið í Oman að vinna að gerð nýju skáld- sögunnar. „Ég ætla að afhenda út- gefanda mínum handritið fyrir lok mars á næsta ári og svo sé ég til með framhaldiö," segir hann í blaðaviðtali. Hann gefur þá skýringu á þessum hugleiðingum sínum um að draga sig í hlé að það verði sífellt erfiðara fyrir sig að komast í rétta stemn- ingu til að skrifa nýja bók, auk þess sem það sé hið mesta puð. „Það tekur mig eitt og hálft til tvö ár að undirbúa og skrifauýja sögu,“ segir Forsyth. Sjálf ritunin tekur um fimmtíu daga og meðan á henni stendur byrjar hann að vinna klukkan sex að morgni og skrifar á fullu til hádegis. Síðdegis notar hann svo tvo tíma til að lagfæra það sem hann skrifaði um morguninn. „Eftir slika töm er ég alveg búinn," segir höfundurinn. Sló strax í gegn Forsyth fékk ungur áhuga á ævin- týralegum uppátækjum. Hann lét skólann lönd og leið en lærði þess í stað að fljúga og gekk svo í breska flugherinn. Að herþjónustunni lokinni gerð- ist hann blaðamaður - fyrst á hér- aðsblöðum en síðan hjá fréttastof- unni Reuters og breska útvarpinu, BBC. Sem blaðamaður fjallaði hann meðal annars um hörmungarnar miklu í Biafra á miðjum sjöunda áratugnum. Frederick Forsyth: tíunda spennu- saga hans er á leiðinni. Umsjón Elías Snæland Jónsson Árið 1967 sagði Forsyth skilið við blaðamennskuna og tók sér tíma til að skrifa skáldsögu sem var snilld- arlegt samband af staðreyndum, sem hann hafði aflað sér upplýsinga um sem blaðamaður, og skáldskap. Þetta var spennusagan The Day of thfi Jackal, eða Dagur sjakalans, en hún fjallar um eina af mörgum til- raunum sem gerðar voru til að ráða Charles de Gaulle, forseta Frakk- lands, af dögum. Sú bók kom á markað árið 1971 og sló í gegn víða um heim. í kjölfarið hafa fylgt átta aðrar spennusögur, sem sumar hverjar hafa líka slegið rækilega í gegn: The Odessa File (1972), The Shepherd (1975), The Dogs of War (1976), The Devil’s Alternative (1979), No Comebacks (1982), The Fourth Protocol (1984), The Negotiator (1989), The Deceiver (1991) og The Fist of God sem kom út í fyrra. Sam- tals hafa þessar bækur selst í um fjörutíu milljónum eintaka víða um heim. Margar þeirra hafa verið kvikmyndaðar. Skin og skúrir Þótt bækurnar hafi skilað For- syth miklum fjármunum hefur einkalíf hans ekki alltaf verið dans á rósum. Fyrri eiginkonan lét hann róa árið 1988 og fékk i sinn hlut helming eigna þeirra, sem þá voru metnar á um þrjá milljarða króna. Tveimur árum síðan varð hann fyrir miklu áfalli fjárhagslega. Ná- inn vinur hans og fjármálaráðgjafi varð gjaldþrota og við það tapaði Forsyth mestu fé sínu. En níunda skáldsaga hans, sem sá dagsins ljós í fyrra, hefur selst mjög vel og það kom fótunum undir hann fjárhagslega á ný. Hann hefur nú keypt sér 170 hektara jörð í Hert- fordshire óg stundar þar sauðfjár- rækt í frístundum. Þá gekk hann á ný í hjónaband í fyrra. Nýja spennusagan, sem hann er nú að skrifa, hefur þegar fengið nafn. Hún heitir Icon og fjallar um margs konar svik og svínarí í Rúss- landi árið 1989. Snow Falling on Cedars. 8. Maeve Blnchy: The Glass Lake. 9. Ellis Peters: Brother Cadfael's Penance. 10. Josephlne Cox: A Llttle Badness. Rft almenns eðlis: 1. Alan Bennett: Wrltlng Home. 2. J. Lowell & J. Kluger: Apollo 13. 3. lan Botham: Botham: My Autoblography. 4. Peter de la Bllliére: Looking for Trouble. 5. S. Brltwlstle & S. Conklln: The Making of Prlde and Prejudice. 6. Jung Chang: Wild Swans. 7. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 8. Blll Bryson: Made In America. 9. Andy McNab: Bravo Two Zero. 10. Bill Watterson: Calvln & Hobbes lOth Anniversary Book (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Jung Chang: Vllde svaner. 2. Mlchael Crichton: Congo. 3. Peter Hpeg: De máske egnede. 4. Ib Mlchael: Vanllleplgen. 5. Ib Michael: Den tolvte rytter. 6. Michael Larsen: Uden sikker vlden. 7. Margaret Forster: Kampen om Christabel. (Byggt á Polltlken Sondag) Gegn tann- skemmdum Tannlæknar hafa eignast nýtt tæki í baráttunni gegn Karíusi og Baktusi, hátiðni- hljóðtæki sem er mun ná- kvæmara en röntgenmyndavél- ar og er heldur ekki geislavirkt. Þá er notkun þess alveg sárs- aukalaus. Hið nýja tæki er af- j rakstur rannsókna þýskra vís- indamanna. Með hefðbundnum aðferðum er oft erfitt að greina skemmdir sem eru milli tanna og sömu sögu er að segja af skemmdum undir fyllingum eða tannkrón- um, m.a. vegna þess að röntgen- geislar komast ekki í gegnum öll fyllingarefni. Nýja tækið sendir hins vegar hátiðnihljóðbylgjur í gegnum tönnina og kemur fram mynd af henni á sérstökum skjá. Um líf á Mars i Vísindamenn í Bandaríkjun- um hafa fundið örverur djúpt í iðrum jarðar sem kynnu að gefa vísbendingu um möguleik- ana á lifi á Mars. Vísindamenn- imir komust að því að örver- urnar gætu lifað á grjóti einu saman, svo fremi sem það væri auðugt af basalti og járni. Örverurnar fundust í grunn- vatni í Washington-fylki og ólíkt flestum öðrum tegundum þurfa þær ekki á ljóstillífun að halda til að framleiða nauðsyn- leg flókin lífræn efnasambönd. Svo virðist sem örverur þess- ar séu vetnisetandi bakteríur sem fá efnaorku sína frá sam- spili grunnvatns og járns í * basalti en slíkt grjót er að finna I bæði hér á jörðinni og á Mars. Erfðaþættir skýra offitu barna aðeins að hluta til: Helmingurinn borðar einfaldlega of mikið Af hverju er hann Bjössi bolla en hann Maggi svoddan mjóna, þótt Bjössi borði alls ekkert meira en besti vinur hans? Þetta er spurning sem margir velta fyrir sér. Að sögn sænsks vísindamanns er erfða- þáttum um að kenna í allt að því helmingi tilvikanna að sum börn ná ekki að brenna fituna sem þau láta ofan í sig. „Maður getur í raun talað um of- næmi gagnvart ákveðnum tegund- um kaloría," segir Carl-Erik Flodmark, vísindamaður í Malmö. Flodmark kynnti ný- lega aðferð sem hann og félagar hans við barna- deild háskólasjúkrahússins í Malmö beita til að meðhöndla of feit börn. Helmingur of feitra bama borðar einfaldlega of mikið, segir Flod- mark. Hjá hinum eru það hins veg- ar erfðaþættir sem gera það að verk- um að barnið brennur fitunni ekki nógu vel. Meðíerð Flodmarks geng- ur einfaldlega út á það að framfylgja þeirri gömlu og góðu reglu að borða skynsamlegar og umfram allt að forðast mikla fitu. En í meðferðinni hjá Flodmark er það viðtal við alla fjölskylduna sem er lykillinn að góð- um árangri. Til þessa hafa 50 of feit börn í Mal- mö farið í meðferð og tekist að ná af sér aukakílóunum. „í samvinnu við skólalækna reyn- um við að uppgötva snemma hvaða börn hafa tilhneigingu til að verða of feit. Þegar þarf að fá þau til að breyta neysluvenjum sínum er nauösynlegt að fjölskyldan sé með frá byrjun," segir Flodmark. En það eru fleiri sænskir vísinda- menn sem eru að fást við offitu þessa dagana. Charlotte Erlanson-Albertsson, dós- ent við háskólann í Lundi, segir að í fram- tíðinni muni offita verða læknuð með genameðferð. „í 99 prósentum til- vika orsakast offit- an af einhvers konar brenglun á matarlystinni," segir hún. Á síðari árum hafa orðið miklar fram- farir í þekkingu vís- indamanna á því hvernig matarlystin stjórnast. Til stendur að kortleggja boðkerfið sem segir til um hvort við erum mett eða hungruð. Boðkerfi þetta starfar oft ekki rétt hjá þeim sem eru of feitir. Charlotte Erlanson-Albertsson vonast til að með genalækningum verði i framtíðinni hægt að ráða bót á offitunni, þótt það verði kannski ekki alveg á næstunni. „Þangað til æfum við okkur í að greina þá sem þjást af offitu," segir hún og minnir á að líta verði á offit- una sem einkenni, rétt eins og sótt- hita, en ekki sem sjúkdóm í sjálfu sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.