Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Side 13
13 30"%? LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 Vissir þu 2.5 vinnmgur er Phan ásamt Ijósmyndaranum Nick Ut í dag. Á hinni myndinni má sjá hana' hlaupa nakta og brennda ásamt bróð-j ur sínum eftir napalm- sprengjuárás. Með Black Line myndlampa, 40W Nicam Stereo magnara með Surround, aðgerða- birtingu á skjá, textavarpi með ísl. stöfum, fullkominni fjarstýringu, Timer, klukku á skjá, S-VHS inngangi og tveimur Scart-tengjum. ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS STGR. 4júí'j SIÐUMULA 2 • SIMI 568 9090 Davíð Oddsson og eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, hittu á dögunum Clinton Bandaríkjaforseta og Hillary konu hans í móttöku sem haldin var í New York Public Library í tilefni 50 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna. Auk þess að hitta Clinton forseta í utanför sinni átti Davíð formlega fundi með Nelson Mandela, Sam Nujoma, forseta Namibíu, sem var hér á landi ekki ails fyrir löngu í opinberri heimsókn. Fundur Davíð og Clintons var hvorki form- iegur né langur í j>etta skiptið. Þeir skiptust á nokkrum orðum en þeir hafa þó hist og rætt saman formlega nokkrum sinnum áður; á leiðtogafundi RÖSE, leiðtogafundi NATO og í Kaupmannahöfn. DV-mynd Hvíta húsið Með Ijósmyndasýningu í Kópavogi og á Internetinu: Ferð um jökulheima „Ég verð bæði með sýningu í Listasafni Kópavogs og á Intemet- inu. Það er alveg nýtt að haldin sé ljósmyndasýning í tölvunni en við ætlum að gera þessa tilraun," segir Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari en hann opnar í dag sýningu á ljós- myndum sem teknar voru a ferð hans og Ara Trausta Guðmundsson- ar um jökla landsins. „Ég er með á milli þrjátiu og fjörutíu myndir á sýningunni en stærsta myndin er einn sinnum þrír metrar,“ segir Ragnar. „Flestar myndimar eru teknar á sl. ári og eru að hluta til sömu myndir og eru í nýrri bók okkar, Jökulheimar, íslenskir jöklar, sem er að koma út,“ segir Ragnar. Þeir Ari Trausti og Ragnar hafa þvælst vítt og breitt um landið og til útlanda og hefur bókin að geyma 80 ljósmyndir frá ferðum þeirra um ís- land, Kanada, Grænland og heim- skautasvæði norðursins. Bókin er gefin út á þremur tungumálum. í formála bókarinnar segja þeir Ari Trausti og Ragnar: „Okkur lang- ar aö deila með lesendanum nokkrum augnablikum úr mörgum jöklaferðum, á jörðu niðri eða í lofti, sem varðveist hafa í auga myndavél- arinnar, auk ýmissa fróðleiksmola sem könnuðir hafa safnað um lang- an aldur.“ -ELA Ljósmyndin breytti lífi hennar. Áttunda október ár hvert halda margverðlaunaðir ljósmyndarar málþing sín á meðal á vinnustofu starfsbróður síns, Eddie Adams, í New'York ríki í Bandaríkjunum. í ár sagði Pulitzer-verðlaunahafmn, Nick Ut, sem nú er 44 ára, frá því þegar hann tók frægustu mynd sína 8. júní árið 1972 í Víetnam þegar hann var ljósmyndari hjá AP-frétta- stofunni. Myndin er af 9 ára vi- etnamskri stúlku þar sem hún hleypur riður götu í Trang Bang eft- ir napalm- sprengjuárás Bandaríkja- manna. Vikuritið People greindi frá því nýlega að erindi Nicks hefði gagn- tekið hvem þann sem á hlýddi en þá tók fyrst steininn úr þegar Nick benti á 32 ára konu sem var meðal áhorfendanna og fölnaði þegar hryllingsmyndum stríðsins var varpað á vegg á málþinginu. Þama var komin Phan Thi Kim Phuc, litla 9 ára stúlkan á myndinni sem hafði þroskast og var nú fullorðin kona. Phan tók þátt í umræðunum á málþinginu en myndin af henni var ein margra sem varð til að breyta af- Itöðu manna til stríðsrekstúrs Bandaríkjamanna í Víetnam. Sagöi hún frá því að kommúnistar hefðu notað myndina af henni í áróðurs- skyni og að tveir af sex bræðmm hennar hefðu látið lífið í þessum sprengjuárásum. Annar bróðir hennar, sem er henni á hægri hönd á myndinni, hlaut jafhframt varan- legan skaða á öðm auga. Phan reif utan af sér fotin þar sem þau stóðu í ljósum logum á henni en hún ber enn ljót ör á lík- ama sínum eftir bmnasár sem hún hlaut 1 loftárásinni. Eftir áralangar árangurslausar læknismeðferðir í Víetnam var hún send til Kúbu þar sem hún nam kommúnísk fræði í þeim tilgangi að breiða út boðskap kommúnismans seinna meir. Af þvi varð þó aldrei því hún flúði til Kanada ásamt eiginmanni sínum þar sem þau búa nú. „Þessi mynd breytti heiminum og lífi mínu. Þótt ég þjáist enn þá hef- ur margt breyst til hins betra í lífl mínu. Nú á ég son og eiginmann sem er það sem ég hef þráð í lífinu.“ Ari Trausti og Ragnar Th. leggja lokahönd á Ijósmyndasýninguna í Gerðar- safni í Kópavogi. DV-mynd GVA UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.