Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 JLlV Einn vinsælasti listamaðurinn í dag: - segir Inga Elín Kristinsdóttir sem rekur verslun með eigin listmuni „Þetta byrjaði allt þegar ég var tólf ára. Þá fékk ég aö fara á nám- skeið hjá Myndlistaskóla Reykjavík- ur og fannst það alveg frábært. Ég var síðan mjög ung þegar ég hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Fyrrst lauk ég prófi í kenn- aradeild en hélt síðan áfram í ker- amikdeildinni. Það var engin spurn- ing að listin átti vel við mig,“ segir Inga Elin Kristinsdóttir myndlista- maður en verk hennar hafa átt vin- sældum að fagna meðal þjóðarinnar og hafa vakið mikla athygli. Kerta- stjaki, sem Inga Elín hefur hannað, hefur verið ein vinsælasta gjafavara á undanförnum mánuðum. Skálar, jafnt litaðar sem glærar, sjást einnig orðið víða á heimilum landsmanna og í fyrirtækjum. Inga Elín hefur sannarlega fundið þessa velgengni enda er mikið að gera hjá henni. Á síðasta ári opnaði hún verslun eða gallerí á Skóla- vörðustíg þar sem hún selur einung- is eigin vörur. „Það var gamall draumur minn að setja upp verslun og ákveða allt sjálf en mér finnst samt erfitt að selja mínar vörur,“ segir hún og brosir. „Það hefur þó oft verið skemmtijegt að standa í búðinni og fá viðbrögð viðskipta- vina,“ segir Inga Elín. Vaxandi áhugi á íslenskri list Svo virðist sem íslendingar séu sér meira meðvitandi en áður um það sem íslenskir listamenn eru að gera og vaxandi áhugi á listmunum þeirra. Nokkur sölugallerí eru í Reykjavík en sjaldgæfara er að lista- menn reki sérstakar verslanir ein- ungis með sínum vörum. Inga Elín hefur útbúið í samvinnu við Kassa- gerð Reykjavíkur sérmerktar um- búðir fyrir vörur sínar sem þykja skemmtilegar. „Ég byrjaði á þessu vegna þess að það var erfitt að pakka kertastjökunum inn og ákvað því að láta hanna fyrir mig umbúð- ir.“ Inga Elín, sem er 38 ára, var kennari við barna- og grunnskólann í Mosfellssveit og í Breiðagerðis- skóla í þrjú ár. Hún er fædd og upp- alin í Mosfellsbæ. „Afi minn og amma eru héðan og móðir mín býr hérna núna og eiginlega öll ættin,“ segir listamaðurinn sem hefur kom- ið sér fyrir í skemmtilegu lista- mannahverfi sem risið hefur við Álafossveg í Mosfellsbæ. í kringum hana eru margir þekktir listamenn með vinnustofur sínar, eins og Tolli, Edda Jónsdóttir, Þóra Sigurþórs- dóttir, Magnús Kjartansson og margir fleiri. „Það er stundum einmanalegt hér á vinnustofunni og þá kíkir maður í kafti til hinna — það gera allir hér,“ segir Inga Elín. Fyrir jólin ætla listamennirnir að taka sig saman og halda hátíð þar sem ýmsir listmun- ir verða til sölu. „Við gerðum þetta í fyrra og það tókst mjög vel.“ Lærði að blása gler Inga Elín byrjaði snemma að teikna og mála. Hún segist þó ekki hafa verið undir áhrifum frá nein- um þar sem listamenn séu ekki í kringum hana. „Mamma er þó list- ræn í höndunum." Eftir að hafa starfað sem kennari ákvað Inga Elín að fara til Dan- merkur í fimm ára nám í glerlist og keramik. Hún nam við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn á ár- unum frá 1983-1988. Þar lærði hún til dæmis að blása gler en fáir gera það hér á landi. „Mig langaði að auka víðsýni mína og kynnast nýj- um hlutum. Ég kom heim aftur árið 1989 og þá byrjaði ég á fullu í þess- ari vinnu. Þetta var þó erfítt til að Vinsælasti listmunur Ingu Elínar er þessi kertastjaki sem unninn er úr keramiki og gleri og heitir Geysir. Stolnar hugmyndir Kertastjakinn Geysir er trúlega vinsælasti hluturinn sem Inga Elín hefur gert. Hún segist ekki vita hversu marga hún hafl búið til en enginn þeirra er eins. „Þessi kerta- stjaki hefur verið vinsæll hjá mér lengi en hann er alltaf að breytast. t upphafi langaði mig að blanda sam- an gleri og keramiki þar sem efnin eru mér bæði kær og síðan þróaðist vinnan talsvert,“ útskýrir Inga Elín. Það þykir óvenjulegt að blanda sam- an gleri og keramiki eins og hún gerir. Þegar einum gengur vel reyna aðrir að stæla hugmyndirnar og fyr- ir því hefur Inga Elín orðið. „Það grófasta er kannski engill sem ég gerði en nánast algjör eftirlíking af honum er nú fáanleg í Reykjavík," segir hún. „Það er erfitt að verjast slíku en sem betur fer er stór hópur fólks sem þekkir mín verk og kaup- ir ekki eftirlíkingar.“ Lampar og lýsing Það er alltaf eitthvað í þróun hjá listakonunni þó hún hafi meira en nóg að gera við að framleiða þá hluti sem vinsælastir hafa verið hjá henni. Hún hefur verið að hanna nýja bolla en nytjalist er henni hjartfólgin. Inga Elín fær líka pant- anir og óskir frá fólki á einstökum hlutum. Hún segist ætla að halda áfram á sömu braut, að hanna skemmtilega hluti, og einnig hefur hún í hyggju að halda sýningu. „Það er þó ekkert fastákveðið ennþá," segir hún. „Mig langar aö vinna meira með lampa og lýsingu. Listin er mitt aðaláhug- mál og ég legg mig alla fram í því sem ég er að gera. Ef maður ætlar að ná árangri þarf að vinna stöðugt í þessu. Margir gera sér ekki grein fyrir hversu langan tima tekur að gera einn einstakan hlut, það þarf að renna, brenna, mála og aftur brenna og líma. Ég þarf stöðugt að finna nýjar hugmyndir af teikning- um á hlutina og það getur auðvitað verið erfitt. Yfirleitt mála ég beint á og læt hugmyndaflugið ráða,“ segir Inga Elín Kristinsdóttir en blár litur er mjög ríkjandi í list hennar. - ELA DV-mynd GVA landi og erlendis. Inga Elín hefur einnig hlotið viðurkenningar fyrir störf sín, bæði í Danmörku og Nor- egi. „Mér hefur verið sýndur mikill áhugi og það er ánægjulegt vegna þess að ég hef unnið mikið í gegnum árin. Ég fann mikil viðbrögð eftir sýningarnar og eftir þær fór fólk að koma til mín. Einnig hef ég selt tölu- vert í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.“ Þegar listakonan var spurð hvað það væri í hennar list sem gerði það að verkum að hún væri svo vinsæl svaraði hún: „Verður maður ekki bara að vera heiðarlegur í starfinu og leggja krafta sína í það.“ Inga Elín Kristinsdóttir er listamaður sem Islendíngar kunna að meta. byrja með. í fyrstunni leigðum við tvær saman, ég og Britta, vinnu- stofu og unnum af mikilli hörku. Ég hef alltaf unnið í gleri og keramiki en blæs ekki þar sem ég á ekki þannig ofn. Vinnan mín hefur auð- vitaö þróast og breyst mikið á þess- um árum. Það er líka alltaf eitthvað að bætast við.“ Einstæð þriggja barna móðir Inga Elín segist hafa tekið áhættu þegar hún ákvað að lifa á listinni en það hefur tekist framar öllum von- um. Hún er einstæð móðir þriggja barna, 5-17 ára, og segir að það gangi vel að framfleyta fjölskyld- unni. „Þaö er hins vegar mjög dýrt að kaupa allt efni til framleiðslunn- ar,“ segir hún. Inga Elín hefur ekki auglýst sig neitt sérstaklega en haldið nokkrar sýningar sem vakið hafa athygli. Hún var með sýningu í Epal árið 1989, 1991 í Gallerí List, 1992 í Gall- erie Oriel í London og á árinu 1993 hélt hún þrjár einkasýningar, hjá Sævari Karli, Galleríi Allra handa á Akureyri og Héraðsbókasafninu í Kjósarsýslu. Árið 1994 hélt hún sýn- ingu í listmunahúsinu Ófeigi. Einnig hefur hún tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum, bæði hér á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.