Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Síða 18
18
Sumir dagar eru eins konar efnis-
yfirlit lífs okkar. Snertifletir dagsins
verða til þess að minna á einstaka
áfanga lífshlaupsins og jafnframt
gefst kostur á að bregða sér í mörg
þeirra ólíku hlutverka sem manni
hefur verið falið að gegna á líðandi
stund. Þetta átti vel við um sl.
mánudag.
Bæði fyrsta verkefni dagsins og
hið síðasta tengdust fjölmiðlun og
var svo sem vel við hæfi þar sem ég
hafði varið um helmingi starfsævi
minnar á þeim vettvangi, tíu árum
sem fréttamaður hjá Sjónvarpinu og
fimm árum sem ritstjóri Vísis. í
þessu tilviki var ég þó í hlutverki
þess. sem svarar en ekki hins sem
spyr eins og á árum áður.
Klukkan átta að morgni var ég
mættur uppi í Mjódd þar sem út-
varpsstöðin FM 957 er til húsa. Þar
hitti ég Axel Axelsson, umsjónar-
mann morgunútvarpsins, sem
ræddi við mig um jólabækur Vöku-
Helgafells.
Annar útvarpsmaður tók mig tali
á tólfta tímanum um kvöldið er leið-
ir okkar lágu saman í húsakynnum
Bylgjunnar og Stöðvar tvö. Sá var
Þorgeir Ástvaldsson sem ræddi við
mig sem formann Félags íslenskra
bókaútgefenda um stöðu bókarinnar
i upphafi jólavertíðar.
Báðir útvarpsmennimir luku við-
tölunum með því að spyrja hvað
væri nýtt að frétta af viðbrögðum
okkar hjá Vöku-Helgafelli varðandi
nýútkomna franska skáldsögu sem
sögð var fialla um keimlíkt efni og
íslandsklukka Halldórs Laxness.
Um þetta hafði verið fiallað í út-
varpi og sjónvarpi daginn áður og
ég þá setið fyrir svörum.
Full ástæða er til að vera á varð-
bergi þegar grunur leikur á að veg-
ið sé að höfundarheiðri nóbelskálds
okkar, Halldórs Laxness. En það
gildir jafnt í þessu máli sem öðrum
að rasa ekki um ráð fram.
í hlutverk ræðu
mannsins
Eftir að ég kom í vinnuna kl. 9
þennan morgun hafði ég aðeins hálf-
tíma til þess að sinna Tnálefnum
Vöku-Helgafells. Ég náði að hringja
nokkur símtöl og líta yfir tillögur að
nokkram blaða- og tímaritaauglýs-
ingum um helstu jólabækur okkar.
Að því loknu kölluðu aðrar skyld-
ur. Ég brá mér í hlutverk aðalræðis-
manns Hollands á íslandi sem ég hef
sig „svart-hvíta gengið"! Þar hafði
ég verið beðinn um að vera veislu-
stjóri og fallist á það.
Klukkan að ganga fimm brá ég
mér ásamt góðvini mínum, Ólafi Jó-
hanni Ólafssyni, á fund í húsakynn-
um íslensku óperunnar vegna leik-
rits sem hann hefur skrifað og hug-
myndin er að setja upp þar að ári.
Á sjötta tímanum var ég enn kom-
inn í vinnuna, náði að senda nokk-
ur símbréf til útlanda, þar á meðal
vegna spennandi samninga sem
standa yfir um gerð norrænnar
kvikmyndar eftir skáldsögu Hall-
dórs Laxness, Sjálfstæðu fólki, og
virtist mér það mál vera að komast
í höfn.
Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi sat við símann og tók við fjárframlögum í söfnunina Samhugur í verki.
' DV-mynd ÞÖK
f Dagur í lífi Ólafs Ragnarssonar, forstjóra Vöku-Helgafells:
í mörgum hlutverkum
gegnt í nokkur ár. í því felst m.a.
margvísleg aðstoð við hollenska aö-
ila sem hingað þurfa að leita eða
koma til landsins og einnig að vera
fulltrúi hollenskra stjómvalda hér á
landi í ýmsum erindagjörðum.
Um hálftíuleytið þennan morgun
gekk ég á fund Halldórs Ásgríms-
sonar utanríkisráðherra til að færa
honum bréf starfsbróður hans í
Hollandi með samúðarkveðjum hol-
lensku ríkisstjórnarinnar til ís-
lensku þjóðarinnar vegna náttúru-
hamfaranna á Flateyri. Að auki
kom ég á framfæri við ráðherra
ákveðnu erindi hollenskra stjóm-
valda sem sendiherra Hollands á Is-
landi, er aðsetur hefur í London,
hafði reifað við mig er við hittumst
á ráðstefnu ræðismanna Hollands
ytra á dögunum.
„Svart-hvíta gengið"
Ég var kominn á skrifstofuna aft-
ur um tíuleytið, náði rétt að fá mér
tebolla og heilsa upp á starfsfólkið í
kaffistofunni áður en ég settist á
fund til að fara yfir stöðu mála varð-
andi nýtt sérsmíðað tölvukerfi sem
við erum að taka í notkun.
Að fundinum loknum um hálftól-
fleytið fór ég yfir skilaboð sem
borist höfðu meðan á fundinum
stóð, náði að afgreiða fáein stutt
símtöl og ræddi við nokkra nánustu
samstarfsmenn mína um stöðu
brýnna viðfangsefna.
Þá lá leiðin niður í miðbæ á há-
degisfund í fyrsta blandaða Rotary-
klúbbnum sem stofnaður hefur ver-
ið hér á landi og heitir Reykjavík -
Miðborg. Friðrik Sophusson fiár-
málaráðherra var gestur fundarins
og ræddi við okkur um fiárlagafr-
umvarp ríkisstjórnarinnar.
Síðdegið leið hratt í vinnunni, á
fundum og í spjalli við samstarfs-
menn meðal annars fiallað um nýjar
útgáfuhugmyndir, stöðu á fram-
leiðslu bóka og klúbbefnis hér og er-
lendis, atriði tengd rekstri fyrirtæk-
isins, verðlagningu, markaðs- og
kynningarmál. Einnig um afhend-
ingu íslensku baraabókaverðlaun-
anna og útgáfufagnað forlagsins.
Meðal viðvangsefna símleiðis var
fréttaviðtal við Morgunblaðið vegna
Laxnessmálsins í Frakklandi og
samtal vegna skemmtikvölds sem
starfsmenn Sjónvarpsins frá fyrstu
15 árum þess ætla að halda síðar í
mánuðinum en þessi Kópur nefnir
Sannur samhugur
Ég var kominn heim í kvöldmat
rétt fyrir sjö en var floginn út aftur
rúmlega hálfátta. Ég hafði verið beð-
inn að sitja við símann i söfnunarm-
iðstöð Samhugar í verki þetta kvöld
og var mér einkar ljúft að verða við
þeirri bón.
Eftir að hafa fengið svolitla leið-
sögn um skráningu framlaga í tölvu
sat ég við skjáinn og símann frá átta
til ellefu ' um kvöldið. Sighvatur
Björgvinsson, þingmaður Vestfirð-
inga, var sessunautur minn en and-
spænis mér svaraði í símann Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
sem ég hefði hitt um morguninn.
Þannig lágu leiðir okkar saman að
nýju í lok dagsins.
Síminn er oft kröfuharður og
stundum friðarspillir í vinnu og á
heimili en hann hefur aldrei veitt
mér jafn mikla ánægju og þetta
kvöld. Símtölin komu í stríðum
straumum hvarvetna af landinu og
við höfðum vart undan að skrá
framlögin. Gefendur voru á öllum
aldri en mest þótti mér til um að
skrá framlög þeirra yngstu sem
hringdu og gáfu upphæðir sem báru
það með sér að þær komu beint úr
sparibaukum gefendanna.
Á slíkum stundum verða menn
djúpt snortnir af þeirri hluttekn-
ingu sem landsmenn allir hafa sýnt
þeim sem urðu fyrir ástvinamissi og
eignatjóni vestra. Ég vona að það
verði Flateyringum styrkur að vita
af samhug okkar hinna. Það hefur
sýnt sig nú eins og fyrr áð þegar á
bjátar erum við ein fiölskylda, ís-
lendingar.
Finnur þú fimm breytingar? 331
Það er allt búið á mllli okkar, Eddi; ég held ég velji hinn ömurlega ein-
manaleika frekar
Nafn:
Heimili:
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð og þrítugustu
getraun reyndust vera:
1. Garðar Magnússon
Eyjahrauni 39
815 Þorlákshöfn
2. Kolbrún Ámadóttir
Mávabraut 9 d
230 Keflavík
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum liðnum
birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
TENSAI ferðaútvarp méð kassettu, að
verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmið-
stöðinni, Síðumúla 2, Reykjavík.
2. verðlaun:
Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru i
verðlaun heita Líkþrái maðurinn og
Athvarf öreigans, úr bókaflokknum
Bróöir Cadfael, að verðmæti kr. 1.790.
Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri
fiölmiölun.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Flnnur þú ftmm breytingar? 329
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík