Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Qupperneq 20
20
fréttir
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 I J V
Landflótta útlendingar fá sjaldan eða aldrei pólitískt hæli á íslandi:
Fá frekar landvist
af mannuðarástæðum
- segir Jóhann Jóhannsson, yfirmaður Útlendingaeftirlitsins
Pólitískir flóttamenn eru sjaldséö-
ir á íslandi enda sækja aöeins einn
til tveir útlendingar um pólitískt
hæli hér á hveiju ári. Rúmlega 200
flóttamenn hafa þó fengið landvist-
arleyfi hér gegnum árin, langflestir
gegnum kvótastefnu stjórrvalda.
Jóhann Jóhannsson, yfirmaður
Útlendingaeftirlitsins, segir að um-
sóknir flóttamanna séu metnar á
einstaklingsgrundvelli enda hafi aö-
eins örfáum einstaklingum verið
visað frá landinu á ári. Flóttamenn
séu ekki reknir burt umsvifalaust
heldur geti þeir sótt um landvistar-
leyfi af mannúðarástæðum þó þeir
fái ekki pólitískt hæli í landinu.
„Langflestir hafa fengiö hér dval-
ar- og atvinnuleyfi af mannúðará-
stæðum, öðlast lögheimili og eru þá
komnir með allan sama rétt og póli-
tískir flóttamenn. Nokkrir flótta-
menn, sem hafa átt umsóknir um
flóttamannahæli annars staðar, til
dæmis annars staðar á Norðurlönd-
um, hafa verið stöðvaðir á flugvell-
inum og þeim snúið aftur til þess
lands. Engum hefur verið snúið aft-
ur til heimalands síns en við hljót-
um að treysta því að yfirvöld ná-
grannalanda vinni samviskusam-
lega í málefnum þessa fólks,“ segir
Jóhann.
Ekki svart
og hvítt
Islendingar byggja reglur sínar
um móttöku flóttamanna á Flótta-
mannasamningi Sameinuðu þjóð-
anna. Samkvæmt honum ber flótta-
mönnum til dæmis að sækja um
pólitískt hæli í fyrsta landi sem þeir
koma til eftir að hafa yfirgefið
heimaland sitt. Á grundvelli þessar-
ar reglu hafa íslensk stjómvöld,
eins og gerist einnig í nágranna-
löndmn okkar, sent flóttamenn til
baka.
„Þetta fólk kemur yfirleitt alltaf
frá Vestur-Evrópulöndum þvi að við
erum ekki í beinum samgöngum við
þau lönd þaðan sem flóttamennimir
koma. Það eitt að sækja um hæli og
falla ekki undir fyrsta lands regluna
og kannski aðrar reglur gerir ekki
endilega að verkum að viðkomandi
sé sendur til baka. Langalgengasta
afgreiðslan í svona málum er að
menn fái dvalarleyfi hér af mannúð-
arástæðum," segir Jóhann.
„Það má ekki stilla þessu upp
eins og það sé bara annað hvort
flóttamannahæli eða heim í hörm-
ungamar. Fólk verður að átta sig á
að þetta er ekki bara í svörtu og
hvítu,“ segir hann.
RKÍ sár um
flóttamennina
Rauði kross íslands, RKÍ, hefur
séð um landflótta einstaklinga sem
hafa sótt um pólitískt hæli hér á
landi. Hólmfríður Gísladóttir, starfs-
maður RKÍ, segir að venjan sé sú að
Útlendingaeftirlitið hafi haft sam-
band við Rauða krossinn þegar póli-
tískir flóttamenn sækja um hæli.
Rauði krossinn virki sem stuðnings-
aðili fyrir þetta fólk, komi þvl í fæði
og húsnæði og sjái því fyrir vasa-
peningum. Kostnaður RKÍ nemi
hundmðum þúsunda á ári. Útlend-
ingaeftirlitið ræðir svo við fólkið en
sjaldan em sendar fyrirspumir til
útlanda.
„Útlendingaeftirlitið hefur beint
því til RKÍ að sjá um flóttamenn og
hefur Rauði krossinn sinnt því án
þess að fá til þess sérstaka fjárveit-
ingu. Kostnaðurinn er verulegur og
mér finnst ýmsar leiðir koma til
greina, til dæmis að Flóttamanna-
ráð semji við RKÍ gegn því að kostn-
aður verði greiddur. Einnig kemur
til greina að flóttamönnum verði
sinnt beint gegnum Flóttamannaráð
eða með því að semja við sveitarfé-
lögin,“ segir Bragi Guðbrandsson,
Fréttaljós
á laugardegi
Guðrún Helga Sigurðaidóttír
formaður Flóttamannaráðs, en á
mánudag fjallar Flóttamannaráð um
þaö hvemig þessum málum verður
hagað í framtíðinni.
Hólmfríður tekur í sama streng
og yfirmaður Útlendingaeftirlitsins
og segir að flóttamönnum sé yfirleitt
ekki vísað burt heldur sé þeim frek-
ar veitt landvistarleyfi. Hún segist
aðeins muna eftir einum flótta-
manni sem var vísað frá landinu.
Hann hafi ferðast á vegabréfi kunn-
ingja síns, sagst vera frá Líberíu en
verið frá Ghana og átt umsókn um
pólitískt hæli í umfjöllun í Svíþjóð.
Honum hafi því verið visað þangað.
Bosníumenn fari
til ísafjarðar?
íslensk stjómvöld hafa tekið á
móti flóttamönnum gegnum kvóta
frá árinu 1956, til dæmis Ungverjum
og Víetnömum, en ekki hefur nein-
um flóttamönnum, sem hafa komið
hingað til lands af sjálfsdáðum til að
sækja um pólitískt hæli, verið veitt
það. Ríkisstjómin hefur nú ákveðið
að taka á móti 25 flóttamönnum frá
Bosníu, blönduðum hópi særðra og
ósærðra eða „blönduðum ávöxhnn“
eins og Bragi Guðbrandsson orðaði
það.
Stefnt er að því að fólkið komi til
landsins upp úr áramótum og hefúr
ísafjarðarkaupstaður lýst yfir vilja til
að taka á móti því. Formaður Flótta-
mannaráðs skilar skýrslu til félags-
málaráðherra um þetta á næstunni.
„Ég sit bara hér og bíð eftir niðurstöðu ís-
lenskra stjómvalda. Ég fer í gönguferðir fjórum
til fimm sinnum á dag og er búinn að þræða all-
ar götur í miðborg Reykjavíkur. Ég er peninga-
laus og vegabréfslaus og get því ekkert gert eða
farið. Þegar ég hef fengið íslenskt vegabréf get
ég kannski farið í stutta heimsókn til Lundúna
til að hitta fjölskyldu mína sem ég hef ekki séð
lengi en mestu máli skiptir að fá pólitískt hæli
hér,“ segir Mehmet Kayas, 45 ára tyrkneskur
Kúrdi, sem sótt hefur um hæli sem pólitískur
flóttamaður á íslandi.
Mehmet Kayas er fæddur í borginni Gazian-
tep í Kúrdistan í suðurhluta Tyrklands. Móðir
hans var gyðingur og faðir hans var Kúrdi.
Mehmet var félagi í frjálslyndum lýðræðis-
flokki, starfaði sem bílstjóri í frelsisher Kúrda í
Kúrdistan i 20 ár. Hann segist hafa verið fang-
elsaður alsaklaus í Tyrklandi fyrir hryðjuverk
og verið vísað úr landi árið 1978. Hann fór þá til
Þýskalands en var vísað þaðan árið 1980. Hann
var pólitískur fangi í Ankara í tæp fjögur ár.
Mehmet Kayas, 46 ára Kúrdi, sækir um pólitískt hæli:
Sit bara og bíð eftir
stjórnvöldum
Börn myrt daglega
„Ég tilheyrði lýðræðisflokki sem aldrei
framdi nein hermdarverk þó að Tyrkir héldu
fram að allir Kúrdar gerðu það. Tyrkir hafa lagt
í rúst 3.000 þorp í Kúrdistan að meðtöldum
sjúkrahúsum og skólum. Þeir myrða daglega
30-50 manns að konum og börnum meðtöldum
en þessi ofbeldisverk fá enga umfjöllun í fjöl-
miðlum vegna umræðu um stríðið í Bosníu,"
segir hann.
Mehmet Kayas sneri aftur til Þýskalands árið
1989 og fékk þá pólitískt hæli. Haustið 1990 var
ráðist á fyrrverandi eiginkonu hans á götu í
Þýskalandi. Hann kærði konuna til lögreglunn-
ar fyrir að leyfa sér ekki að hitta bömin og var
sendur aftur til Tyrklands. Þar var hann svipt-
ur vegabréfi en komst loksins til Hollands
fyrra og þaðan til íslands um miðjan júní á
þessu ári.
Með falsað vegabréf
Mehmet segist hafa skoðað landakort og
kynnt sér stöðu mála í ýmsum lýðræðisríkjum.
Hann ákvað að koma til íslands og sækja hér
um pólitískt hæli því ísland væri lítið og
einangrað lýðræðisríki sem gott væri að
búa í. Hann kom frá Hollandi til ís-
lands um miðjan júní. Stuttu eftir
komima uppgötvaðist að hann
hafði falskt vegabréf svo að lög-
reglan tók það og hringdi í lög-
mann. Mehmet hefur verið
undir verndarvæng Rauða
kross íslands frá því hann
kom til landsins.
Mehmet hefur sótt um póli-
tískt hæli á íslandi. Útlendinga-
eftirlitið hefur hafnað umsókn hans og því hef-
ur hann áfrýjað til dómsmálaráðherra. Ólafur
Walter Stefánsson, skrifstofústjóri í dómsmála-
ráðuneytinu, segir að verið sé að vinna i mál-
inu en vill ekki segja hvort niðurstaða fáist
fljótlega. ____ -GHS
Heimaslóðir Mehmets Kayas
í Kúrdistan
TYRKLAND
RÚSSLAND
Ankara
Gaziantep
/v yv
Dyarbakr
C
/ 9 Halep
(Aleppo)
SÝRLAND
200 km
Mosul
ÍRAK
tP
L
ÍRAN
Mehmet Kayas er 46 ára Kúrdi sem hefur búið í Tyrklandi og Þýskalandi.
Hann hefur nú sótt um hæli á íslandi sem pólitískur flóttamaður og bíð-
ur eftir að dómsmálaráðherra afgreiði umsókn hans. DV-mynd ÞÖK