Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Side 22
22 sérstæð sakamál LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 DV Ingolf Maul gekk út úr Glóbus- stórversluninni í Gensingen við Mainz í Þýskalandi með poka með brauðsnúðum og dagblað undir hendinni. Hann var að búa sig und- ir rólega helgi. Hann gekk í áttina að bílastæði verslunarinnar og leit á úrið. Klukkan var fimmtán mínútur gengin i tíu. Allt í einu kvað við mikil spreng- ing og á einu augnabliki umbreytt- ist bílastæðið. Glerþrot og málms- flísar flugu um allt og eldur gaus upp í bU. í andartak stóð Ingolf Maul og virti fyrir sér eyðilegging- una en svo tók hann á rás. Ungur maður gékk reikandi frá logandi bílnum. Andlitið var afmyndað af sársauka. Þegar Ingolf hafði komið mannin- um á stað þar sem hann gat lagt hann fyrir kaUaði hann til fólks sem dreif að og bað um aö hringt yrði á sjúkrabU. Hann kom nokkrum mín- útum síðar. Rúðufægir Ungi maðurinn, sem hafði nær týnt lífinu í sprengingunni, hét Andreas Delnef. Hann var Ula hald- inn og það var snarræði lækna á há- skólasjúkrahúsinu í Mainz að þakka að hann hélt lífi. Hann reyndist vera rúðufægir en ástand hans kom í veg fyrir að hægt væri að yfirheyra hann, svo það kom í fyrstu alfarið í hlut rannsóknarlögreglunnar að upplýsa málið. Smám saman fóru að koma fram atriði sem vörpuðu ljósi á aðdrag- anda spengingarinnar. Andreas Del- nef var nýskilinn en það vakti ekki sérstaka athygli fyrr en í ljós kom að hann hafði skilið við konu sína eftir að hafa kynnst náið giftri konu, Christu Jung. Christa var í fasteignaumsjónar- deild háskólans og stjómaði meðal annars öllum þrifum á byggingum hans utanhúss. Hún hafði á sínum tíma ráðið Andreas Delnef til að fægja rúður í húsakynnum háskól- ans og í framhaldi af því höfðu tek- ist með þeim kynni sem urðu nokkru síðar náin. Það hafði gerst þannig að dag einn færði Andreas henni blóm og konfektöskju án þess að nokkuð í starfi hans kallaði á af- sökunarbeiðni. Gjöfin varð því ekki misskilin. Einn í röð margra Christa var ellefu árum yngri en Andreas en hvorugt þeirra setti það fyrir sig. Þegar rannsóknarlögregl- an fór aö kanna betur samband þeirra kom í ljós, að Christa hafði staðið í ástarsambandi við nokkra menn áður en Andreas kom til sög- unnar. Vitöl við vini Christu og manns hennar, Gustavs Jungs, leiddu í ljós að undanfari þessara kynna var vandi sem komið hafði upp í hjónabandinu allmörgum árum áður. Gustav hafði komið hrottalega fram við konu sína og eitt sinn hafði munað litlu að hann gengi af henni dauðri. Þá höfðu þau rifist og á leið út úr íbúðinni, þegar þau komu fram á stigapall, hafði hann hrint henni niður stigann. Mátti hún þakka fyrir að týna ekki lífi eða hljóta af varanleg örkuml. Eftir þetta hætti Chista aö elska mann sinn. Um hríð gekk hún hart eftir því við hann að fá skilnað en hann neitaði henni staðfastlega um hann, bæði þá og síðar. Þegar ástalíf þeirra hjóna var far- ið út um þúfur fór hún að leita eftir kynnum við aðra menn og nú var hún ástfangin af Andreasi. Tilræðishugmyndin Það var síðla árs 1993 sem leiðir þeirra Christu og Andreasar lágu saman. Þrátt fyrir aldursmuninn varð hann afar hrifinn af konunni í fasteignaumsjónardeildinni og þar kom að hann krafðist þess að hún flyttist að heiman og hæfi sambúð með honum. Hún svaraði því hins Bílastæðið við Glóbus-stórverslunina. Ingolf Maul. Christa Jung. Andreas Delnef, til hægri, með lögmanni sínum. Gustav Jung. vegar til að það væri óhugsandi. Maður hennar myndi aldrei veita henni skilnað og því til staðfesting- ar sagði Chista Andreasi allt um hvernig sambandi þeirra hjóna væri háttað. Um hríð var Andreas nokkuð nið- urdreginn en svo kom hann dag einn til Christu og sagði henni að hann væri búinn að finna lausn á vandanum. Ryðja yrði Gustav Jung úr vegi. Sagðist Andreas vita hvern- ig það yrði best gert enda réð hann yfir þekkingu sem duga myndi til að leysa vandann. Á hálfu ári, frá því í febrúar fram í júlí í fyrra, reyndu hjúin nokkrum sinnum að binda enda á lífs Gustavs Jung. Christa lét Andreas hafa lykl- ana að bíl manns síns en síðan hófst rúðufægirinn handa við að breyta honum í vítisvél. En alltaf fór eitt- hvað úrskeiðis. Rörsprengja Andreas bjó, eins og áður segir, yfir vissri þekkingu á sprengjum og þeirri tækni sem sprengitilræðum tengist. í fyrstu hugsaði hann sér að ganga þannig frá að rafmagn hlypi í bensíngeymi bílsins svo hann spryngi í loft upp þegar vélin væri ræst. Með sérstökum búnaði ætlaði hann að láta neista myndast í geym- inum. En það tókst ekki og þrátt fyr- ir þrjár tilraunir til þess að koma Gustav Jung fyrir kattamef á þenn- an hátt hélt hann áfram að aka um í bílnum sínum. Er hér var komið ákvað Andreas að breyta um aðferð. Hann varð sér úti um þykkt járnrör sem hann sag- aði í búta en í þá setti hann sprengi- efni og kveikibúnaö. Fyrsta rör- sprengjan sprakk ekki. Þá næstu fann Gustav Jung dag einn áður en hann ræsti vélina en af einhverjum ástæðum gerði hann yfirvöldum ekki aðvart og hélt áfram að aka bíl sínum eftir að hafa kastað aðskota- hlutnum. Nú fannst Andreasi að ekkert mætti lengur fara úrskeiðis. Því ákvað hann að gera þrjár sprengjur samtímis þannig að ein að minnsta kosti hlyti að springa. Hann varð sér úti um verulegt magn af púðri sem hann kom fyrir í rörunum en þau hugðist hann setja í farangurs- geymsluna á bíl Gustavs því hann myndi vart leita í henni í hvert sinn sem hann settist upp í bílinn. Á bílastæðið Þegar Andreas var vel á veg kom- inn með undirbúninginn gerði hann sér ljóst að færi svo að allar þrjár sprengjurnar spyngju í einu yrði sprengingin svo mikil að það væri lífshætta að vera nærri. Til þess að tryggja öryggi annarra yrði hann því að nota fjarstýringu en það kall- aði aftur á sérstakan móttökubúnað í bílnum. Eftir allverulega íhugun ákvað Andreas að ráða Gustav af dögum á bílastæðinu við Glóbus-stórverslun- ina og þangaö ók hann morguninn örlagarika þegar hann varð sjálfur fórnardýr eigin áætlunar. Hann lagði bil sínum við hlið bíls Gustavs Jungs og bjó sig undir að koma sprengjunum fyrir í honum. Þær voru í poka í farangursgeymsl- unni en þegar hann hafði tekið þær upp og var í þann veginn að ganga yfir að hinum bílnum sprungu þær svo að segja í höndunum á honum. Áverkamir sem hann fékk voru svo miklir að hann ber þess merki til æviloka. Nákvæm rannsókn Rannsóknarlögreglumönnunum þótti einsýnt, þegar fyrir lágu upp- lýsingar um ástarþríhyrninginn, hvað gerst hafði. Fyrsta tilgáta þeirra hafði verið að slysasprenging hefði orðið í úðunardósum en henni var varpað fyrir róða um leiö og brunniö púður og brot úr rörum fundust. Þá var ljóst hvaða ráðum hafði átt að beita. En til þess að sýna fram á hvern- ig farið hefði um bíl Gustavs Jungs hefðu sprengjurnar sprungið í hon- um var gerð tilraun með sams kon- ar sprengjur í bíl eins og þeim sem hann átti. Myndbandstökuvélar voru til staðar þegar sérfræðingar lögregl- unnar notuðu fjarstýringu til að sprengja rörsprengjumar þrjár. Var ljóst að sá sem setið hefði í bílnum þegar það gerðist hefði undir engum kringumstæðum getað haldið lífi. Christu Jung var síðan sýnt mynd- bandið og leið henni ekki vel að sjá eyðileggingarmáttinn. Christa sagði nú alla söguna en hélt því fram að hún hefði ekki gert sér grein fyrir því hve mikill sprengikrafturinn hefði átt að vera. Þungir dómar Allt þetta og fleira var dregið fram þegar þau Christa og Andreas voru dregin fyrir dóm. Meðal þess sem saksóknarinn lagði fyrir kvið- dómendur í Mainz var miði með rit- hönd Andreasar en á honum stóð formúlan að sprengiefninu. Hafði hann fundist í hanskáhólfi bíls hans og mátti þar lesa nöfn á efnum eins og saltpétri og nítrötum af ýmsu tagi. Þá var lögð fram mynd af Christu sem fundist hafði í veski Andreasar. Fyrir réttinum hélt hún því fram að hún hefði ekki unnið að undir- búningi sprengjutilræðanna með ástmanni sínum. Hann hefði veriö einn að verki. Hann gaf svo fjöl- mörgar en heldur ótrúverðugar skýringar á því hvers vegna hann hefði verið með sprengjurnar en þær urðu honum að litlu haldi. Kviðdómendur fundu þau Christu Jung og Andreas Delnef sek um aö hafa skipulagt banatilræði við Gustav Jung. Andreas fékk fjórtán ára fangelsisdóm fyrir morðtilraun. Christa fékk ellefu ára fangelsis- dóm. Hún var þá fjörutíu og þriggja ára og voru aðeins tvö ár í silfur- brúðkaupsafmæli þeirra Jung- hjóna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.